Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 21
ÓÐUR JÓLANNA Með kvöl í hjarta og þungum hug bíðum við nýrrar jólaliátíðar. Við vitum vart liver verða munu afdrif hins mennska heims. Hvar sem er á hnettinum eru skefjalausar ástríður leystar úr læðingi. Hótunum rignir. Tveir lier- væddir aðilar sitja hvor nm annan. Traust, tiltrú og eining liafa orðið fyrir hræðUegum skakkaföllum og þessi liörðn- un mannanna virðist því meir uggvekjandi, að öfl tortim- ingar og fádæma valds eru sctt til að þjóna liatrinu. Og þó, en sú er dýpsta merking þessa dags, megiun við ekki örvænta. Jólin ber upp á þann árstíma, þegar nakin trén eru ekki annað en net af greinum og tágum, sem ber við himin, þegar snjór iiylur engi og akra. Nú vitum við með öruggri vissu að innan fárra mánaða mun þessi þurri viður iklæðast ungu laufskrúði og að trén munu blómgast á ný; við vitum að þessir akrar, sem nú eru Iífvana eiga eftir að gefa af sér góðan arð. Á sama liátt verðum við að luigsa okkur að af þessari skelfdu hjörð muni á morgun rísa styrkur og skipuiegur heimur. Petta er ekki í fyrsta skiptið í mannkynssögunni, sem öll siðmenning virðist í dauðans greipum. Pegar Rómverjar sáu borgir sínar á Italíu, i Gallíu og Afríku eyðilagðar af bardögum á innrásartímunum, liéldu þeir að öllu væri lokið. Blómleg ræktarlönd voru þegar gróin skógarþykkni. En fyrr en varði, og hvarvetna, tóltu nmnkar að nema land, og vegna þess að þeir áttu trúartraust og vonina, sem því fylgir, buðu þeir hættunum byrginn, hól'ust handa, ruddu myrkviðinn, og á rústum Rómaveldis byggðu þeir sinn kristna heim. Ásamt lionum fæddist að vísu einnig lénsskipulagið. Margt illt hefur verið um það sagt, en livað var lénsskipu- lagið annað en Imgdjarft stökk manna, sem umfram allt þráðu að finna aftur einhvers konar fyrirkomulag, sem gerði þeim kleift að lifa, eignast fjölskyldu, elska, og fylktu því liði um nýja leiðtoga er þeir sáu gömlu öílin ófær um að halda uppi slíku fyrirkomulagi? Án efa hefur þetta þjóðfélagsform, strax og regla var komin á, af gildum ástæðum verið dæmt of frumstætt og látið víkja fyrir betur skipulögðum rikjum. En þangað til hafði það leyft mannkyninu að lifa og bíða þeirrar stundar er öryggið færði því aftur aukið svigrúm. I»rátt fyrir alla okkar ógæfu enim við þó eklii enn komin á slíkt flugstig. Ríki okkar standa. Hið innra eru þau jafn- vel mjög sterk; í lýðræðislöndum láta þau sér annt um velferð fjöldans, þar sem það er þessi sami fjöldi, sem er uppspretta alls valds. Sú mikla hætta, sem að okkur kann að steðja, stafar sumpart af því, að öðrum ríkjum er stjórn- að af stærilátum leiðtogum, sem uggandi um yfirráð sín eru reiðubúnir til livers sem er til að lialda þeini, en sum- part vegna þess að þjóðir sem ekki ráða eigin málefnum alast upp í tortryggni, ofstœki og hatri. Er enga bót að finna við þessum meinum? Á meðan nokkurt tækifæri er til þess að flytja frið sérlivcrju lijarta höfum við engan rétt til að ætla annað. I»essi er kjarninn í anda jólanna. Við höfum ekki rétt til aö örvænta vegna þess að ástæðurnar tii að vona byggjast að nokkru leyti á afstöðu okkar. Við ræddimi um tortryggni, um ofstæki og um liatur. Við skiilum sjá til þess hver fyrir sig þessa daga, sem vera skyldu dagar fagnaðar og hugleiðinga, að þessi leiðu hugtök eigi ekki við um hann. Veraldarspeki er aðeins samanlögð (‘instaklingsspeki. Þú, lesandi minn, ert ein einingin í þeirri samlagningu. Strengjum bess bví heit við þessi áraskil. sem eru tími sjálfsathUgana og ásetnings, að beita kröftum okkar í þjón- ustu friðarins. Karlar sem konur berum við öll að okkar hluta ábyrgð á stefnu lands okkar. Það er skylda okkar að vera upplýst, lialda skýrri hugsun og rósemi hugans. Við kvörtum stundum, og ekki að ástæðulausu, um skilnings- leysi fjandmanna okkar og jafnvel vina. Við skuhim ekki réttlæta villu þeirra með eigin yfirsjón. Lærum að setja okkur sjálf i þeirra spor. Við skulum reyna, handan þess sem á milli okkar ber, að sameina í þeim það mannkyn, sem er okkur öllum sameiginiegt. Því að þessi samnefnari er til. Hvort sem við lesum Dick- l'ramhald á bls. 31 Jónas Guðmundsson stýrimaður Sunnudagsregn í Egedesminde Úr Grænlandsbók stýri- mannsins, sem enn hefur ekki verið skrifuð, en mun segja frá lífinu eins og það er og lýsa þjáningunni. Sólveðrið hafði sungið sitt síðasta vers og himinninn hafði fyllzt af dökkum skýjum og svo byrjaði að rigna og hjart- að fylltist þeim sársauka, er aðeins regnið gctur skapað. — Gott fyrir jarðarberin lijá þeim, sagði maskíncheffinn, en eng'inn liló, þvi að menn voru með hund, tJti í suddanum greindum við ísfjöllin og litla bæinn, Egedesminde, en þar láguni við f.vrir akkeri og biðum. Við fórum í land á bátnum, Elmose matros og ég. Elmose er mikill kúnstner og vill gjarnan taka kvikmyndir, en kvikmyndavélar eru (lýrar, segir liann og svo verður maö ur að kaupa fremstillingsapp- arat, eða sýningavél heitir það víst, klippivél, því að óklipptar kvikmyndir eru óskemmtilegt athæfi. Líka suðuvél, segir hann, en ég botna ekki í því, nema siiðuvélar séu notað ar við harðsoðnar kvikmyndir, og svona heldur Elmose áfrani að skrafa um fyrirhugaða kvik myndagerð sina, sem aldrei kemst til framkvæmda. Já, og svo verður maður að liafa tón, lieldur hann áfram. Það dugar ekki Iengur að sýna þöglar myndir. Fólkið vill þær ekki lengur og mér kom í liug, að lítið kæmi nú af hljóðum, ef hann léki sjálfur í myndunum. — Hvað ætlarðu að mynda? spurði ég, til að segja eitt- hvað. — Tja, svaraði hann. Hafís, blóm og einkennileg dýr. — En stelpur? Maður verð- ur að hafa stelpur í myndum, sagði ég. Hann þagði lengi, meðan liann var að velta þessu fyrir sér, en sagði svo: — Já kannski liefi ég stelp- ur líka. ítalskar stelpur og hann horfði dreyminn á úfinn himininn og regnið þvoði and- lit okkar meðan báturinii skreið hratt til lands í Egedes- minde. Bryggjan og gömlu húsin minntu mig á Stykkishólm. All ir grænlenzltir bæir minna mann á Stykkishólm og blaut- ir lmndarnir ýlfruðu við byrg in og bitu í keðjurnar, sem héldu þeim. Þeir eru fremur úlfar en hundar, segja þeir og liljóðin, sem þeir mynda í bark anum eru óhugnanleg. Þeir eru líka grimmir eins og úlfar og bíta fólk illa, þótt Eskimóarn- ir brjóti úr þeim vígtennurnar með steini. En þeir eru dugleg- ir að draga sleða og því eru þe'r ómissandi í Diskó. Á sumrin notar maður ekki hundasleða og þá eru hund- arnir liafðir úti í eyju og þeim er færður fiskur þ-riðja hvern dag og þeir borða mikið af fiski, og svo borða þeir líka mikið al' grasi, og vei þeim er Framhald á bls. 31 Grænienzkar stásspíur máta hár af Snæfríði Islandssól. 20. desember 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.