Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1971, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1971, Blaðsíða 15
Þekkirðu aiullitið? Já, þetta er Kingo Starr, en geturðu séð Jivern liann er að leika? Jæja, þú ert ekki svo vitlaus. Já, liann er að leika Frank Zappa og er myndin tekin í London, en nýlega lauk ]iar kvikmyndun á mynd eftir Zappa, sem ber nafnið 200 motel. Auk Bingos leika í mynd- inni liðsmenn hljómsveitar Zappa, Mothers of Invention, ýmsir vinir Zappa og kunningjar og síð- ast en ekki sízt Keith Moon, trommuleikari hljóm sveitarinnar WHO, sem fer með hlutverk mmnu. Er Keith fyrst og fremst að æfa sig áður en hafizt verður handa við gerð kvikmyndar hljóm- sveitarinnar Who, og því fékk hann þetta hlutverk hjá Zappa, en uppliaflega var gert ráð fyrir að Mick Jagger léki minnuiia! Melody Maker í sókn Brezka músikbiaSið Melody Maker er í stöðugri sókn. Töl- ur fyrir síðustu sex mánuði ársins 1970 sýna, að salan er að meðaltali rúm 145 þúsund eintök á viku. Fyrstu sex mán- uði ársins var salan að meðal- taii rúrrá. 121 þúsund eiwtök og er aukningin þvi um 24 þús- und eintök á viku. Salan sið- ustu sex mánuði ársins 1969 var að meðai'tali uon 107 þús- und eintök á viku, þannig að sala blaðsins hefur á einu ári aukizt um 38 þúsund eintök á viku. Þessum tölum sló blaðið að sjálfsögðu upp á forsíðu, um leið og það tiikynnti verð- hækkun á blaðinu vegna auk- ins kostnaðar. Melody Maker er næst staersta músíkblaðið i Bretlandi að upplagi, en stærst að upp- lagi er New Musical Express, sem er gefið út i milli 170 og 180 þúsund eintökum. Hins vegar er Melody Maker lang- stærsta músíkblaðið að siðu- f j öl da. fer iðuiletga upp í 48 síður, en önnur músík- blöð fara aldrei yfir 24 síður. Sama útgáfufyrirtækið gefur bæði þessi blöð út og reyndar einnig þriðja stærsta blaðið, Disc and Music Echo. Ginger — Elvin: Jafntefli Ginger Baker og Elvin Jones háðu nýlega i London einvígi um titilinn bezti trommuleikari heims. Ginger Baker var full- trúi popptóniistarinnar, en Elvin Jones var fulltrúi jass- tónilisitairinniar. Báðir börðu sem þeir mest máttu á trommusett- m sín og þegar einviginu var lokið, var ómögulegt að gera upp á milli þeirra. Þeir sætt- ust báðir á jafntefli og gagn- rýnendur voru á sömu skoðun. Led Zeppelin í klúbbum og danshúsum Ein vinsæiasta hljómsveit heims, LED ZEPPELIN, er nú ú hljómleikaferðalagi um Bret- landseyjar. Er ferðalagið óvenjulegt að því leyti, að í stað þess að leika í hljómleika- sölum i stærstu borgunum, leik ur hljómsveitin á dansstöðum °S í poppMúbbuim, m.a. hjá háskólastúdentum. Viðbrögð forráðamainna dans- húsanna og klúbbanna voru eins og við var að búast: Sim- inn var í stanzfliaiusri notkun í tvo daga á skrifstofu umboðs- manns hljómsveitarinnar. Því næstum hver einasti danshúss- eigandi og klúbbforstjóri i landinu hringdi til að biðja um hljómsveitina fyrir sitt hús. Umboðsmaðurinn var himinlif- andi yfir öllum þessum áhuga °g sagðist ekki vera í nokkrum vafa um, að þetta yrði skemmti- leg hijómleikaferð. Og hver er ástæðan fyrir 14. mai-z 1971 þessari ákvörðun hljómsveitar- innar að spila ekki i hljómleika sölum? John Bonham, trommuleikari hljómsveitarinn- ar, sagði: „Við vildum fara í hljómleikaferð á þá staði, þar sem flestir gætu komið til að sjá okkur, staðina, þar sem sigurganga okkar hófst.“ Alan Price og Georgie Fame saman í hljóm- sveit Tveir af þekktustu orgel- leikurum í brezka poppheim- inum, Alan Price og Georgie Fatœ, eru nú búnir að stoifna hljómsveit með gitarleikaranum Colin Green og trommuleikar- anum Clive Thacker. Hljóm- sveitin hefur ennþá ekki hlot- ið nafn og hafa þeir félagar Alan og Georgie þó báðir lagt höfuðið i bleyti og reynt að finna nafnið. En líklega hefur vatnið ekki verið nógu blautt (eða kannski var það ekki vatn), því nafnið hefur ennþá ekki fundizt. Alan Price var orgeSleikari hljómsveitarinnar Animals lengst af, en hætti nokkru áð- ur en hljómsveitin rann sitt skeið á enda. Siðan stjórnaði ha’m sinni eigin hljómsveit, Alan Price Set, en hætti í henni nokkru áður en hún rann sitt skeið á enda. Síðan hefur hann ekki haft sig mik-, ið í frammi, enda á hann erf- itt með að lifa þvi lifi, sem- liðsmenn frægra hljómsveita þurfa að sætta sig við. Hann er nefnilega haldinn ofsalegri flughræðslu, en eins og allir vita, eru vinsælar hljómsveitir á stöðugum þeytingi út um all- ar trissur, yfirleitt í flugvélum. Vegna flughræðslunnar hefur hann tvívegis orðið að segja skilið við frægar hljóm- sveitir. Vonandi finnur hann einhverja lausn á þessum vanda sLnum, áður en nýja hljómsveitin f-er af stað — í flugvél. Georgie Fame var fyrir nokkrum árum aimennt talinn í hópi beztu orgeUe-ikara i brezka poppheiminum, þegar hann stjórnaði hljómsveitinni Georgie Fame & Blue Flames. Nú er hann hins vegar ekki lengur í þeim hópi, en ástæð- an er ekki sú að homim hafi farið aftur, heldur hefur hann haft hægt um sig, lítið gefið út af plötum og þess vegna hætt- ir mönnum til að gleyma hon- um, þegar talað er uim beztu orgelleikarana. En Georgie hlýtur að vinna sæti sitt á ný, þegar hann fer af stað með nýju hljómsveitinni. Hann hef- ur líka verið talinn i hópi beztu jasssöngvara Breta og ekki er hann síðri i popp- lagasöng. Rafmagnaða ljósahljómsveitin Hljómsveitin MOVE hefur hægt um sig þessa dagana, en óþarfi er að hefja upp harma- grát mikinn, því liðsmenn hennar hafa stofnað aðra hljóm sveit, sem gegnir nafninu Elec- tric Light Orchestra eða Kaf- magnaða ljósiahljómsveitin. Yfirrafvirki er Roy Wood, sá frábæri lagasmiður, sem öðrum fremur á heiðurinn af vinsæld- um hljómsveitarinnar Move, því hann hefur samið öll lög hljómsveitarinnar, sem flest urðu geysivinsæl. Roy hefur gengið með hugmyndina um þessa nýju hljómsveit í mag- anum um langt skeið, en nú er stutt í fyrstu hljómleika henn- ar. Roy leikur á gítar og með honum í hljómsveitinni eru tveir félagar hans úr Move, þeir Bev Bevan, trommu- leikari, og Jeff Lynne, sem leikur iöfnum höndum á gítar og bassa. Þá verður i hljóm- sveitinni hljóðfæraleikari, sem leikur á franskt horn, og fjór- ir hljóðfæraleikarar, sem sam- an mynda strengjakvartett. Auk þess verða í hljómsveit- inni tveir hljóðfæraleikar- ar, sem ekki er hægt að nafn- greina að svo komnu máli, því þeir eru ennþá ekki hættir að spila i öðrum hljómsveitum, en þó er það vitað, að þeir eru i frægum hljómsveitum. ELO mun senda á markað- inn fyrstu stóru plötuna sina í næsta mánuði og þá kemur einnig á markaðinn ný, stór plata frá Move. Jcthro: Ádeila á trúarbrögð Þessa dagana er væntanleg á markaðinn ný, stór plata frá hljómsveitinni Jethro Thull, og hefur hún hlotið nafnið „Aquialung“. Á Mið 1 eru sex lög eítir Ian Anderson og seg- ir hann texta þeirra fjalla um þá skoðun sina, að Guð eigi ekkert sameiginlegt með þeim hugmyndum, sem var troðið í ha rm i uppvextinum. „1 uppeld- inu er manni kennt að dýrka Guð á ákveðinn hátt og mér fiimst það mjög ósmekklegt. Sérhver maður ætti að finna sinn eigin guð á sinn eigin hátt, þegar honum sjálfum sýn ist svo. Þetta mun sjálfsagt vekja reiði sumra að vissu marki, en ég hef ekki reynt að yfirlögðu ráði að æsa fólk.“ Á hlið tvö eru sex lög, seim öl'l fjaTla um einhvern flækiing. nn LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.