Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1971, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1971, Blaðsíða 12
Náttúran undir skemmdum af manna völdum: HelgafeO í Vest- mannaeyjum og vikurnáman þar. Hvers vegna þörfnumst við náttúruverndar? Framhald af bls. 7 er með felldu. Þessi grundvail arregla er eyðileggingardómur um allt lífsrúmið, þvi að þrátt fyrir ótakmarkaða fjölbreytni sína, er það að magni til tak- markað og lagar sig þvi ekki að hagkenningunni. Endaiökin eru fyrirsjáanleg. Fólksfjölgun, orkufram- leiðslu og framleiðslu hvers konar er unnt að tákna með kúrvum, sem hafa sameiginieg sjúkleikaeinkenni. Allar liggja þær út í hið óendanlega. Að- eins barnaleg hjátrú getur lát- ið mönnum koma til hugar, að slíka þróun, eins og það er kall- að, sé unnit að þoia í einn ára- tug enn, líffræðilega eða um- hverfislega ( ökologisch) eða að hægt sé að sníða henni nýjan siðfræðilegan grundvöll, — en það væri nauðsynlegt til þess að tryggja áframhaldandi líf. Jafnvel þótt ný siðfræði væri hugsanleg, yrði hún takmörk- uð að magni til. Spásögn slíkra kúrva stendur nær raunveru- leikanum, ef þær snúa ekki upp á við, heldur niður á við og vísa veginn til glötunarinn- ar. Sé enn fær leið út úr þessu sjálfskaparvíti, þá getur ein- un.gis innsýn í grundvalilaratr- iði lífsins visað þá leið. Linu- myndað framhald í líkum dúr liggur beint til glötunar og því verður öll áætlanagerð að ger ast í ljósi lifandi raunveru- leika. Frá hagnýtu sjónarmiði merkir það eitthvað á þessa leið: Hlutverk bifreiðaverk- smiðju endar ekki með afhend ingu bílsins til viðskiptavinar og sendingu skolps og úrgangs efna til umhverfisins, heldur með algjörri lokun hringrásar- innar. Ekki aðeins sorpið, held ur og bílflökin verður að vinna aftur. Ekki er nauðsynlegt, að sama verksmiðjan loki hring- rásinni, en iðnfyrirtæki eru því aðeins heilbrigð, að þau valdi engum umhverfislegum skaða. Framleiðslan verður fyrir vik- ið allmiklu dýrari og hinar stoltu framfarir þeim mun hæg ari, en aðeins þannig verður lífsrúmið raunverulega hreins- að að nýju. Slik hugmynd sem þessi virð ist óráðsórar í heimi, þar sem byrjað er að skipuleggja mann aðar stöðvar á tunglinu. En framfarimar enda í hörmung- um, ef ekki tekst að nálgast þessa óra að minnsta kosti eins mikið eins og hina mönnuðu tunglstöð. Um árabil hefur kostnaður- inn við að lagfæra ógæfuna stöðugt vaxið. Þetta misræmi milli skaðsemdar og hagnaðar af framförunum mun enn vaxa, unz við drögum eingöngu fram lífið á heilsuhælum og hvildar heimiium. Enn getur mannkyn- ið þó valið sjálft. Skilyrði fyr ir því er þó endurmat á lif- fræðilegu eðli mannsins. Hann verður að fara að meta sig sem lífsveru og uppgötva þannig tengsl sín við líf af lægri stig- um. Yfirleitt er tvíhyggja í sam skiptum við lægra líf, þar með talin dýr og plöntur, mjög aug ljós í breytni nútímamannsins. Hún kemur t.d. fram í fyrir- hyggjulausri meðferð á olíu á hafi úti og hins vegar í hjálpar starfi til björgunar fuglum, sem verða fórnarlömb oliunnar. MAÐURINN, SEM FJAREÆGIST NATTÚRUNA BREYTIST A ófyrirsjAanuegan hAtt Því fjarlægari sem náttúran verður og þvi fjarlægara henni sem umhverfi mannsins verður, því rækilegar breytist maður- inn á ófyrirsjáanlegan hátt. Um gangist maðurinn aðains sína lika og sína eigin framleiðslu, lendir hann loks í örvilnun, sem aðeins geðlæknir getur metið. Sakir hinnar almennu út breiðslu er henni þö oft naum- ast veitt athygli, þvi að ekki er lengur til nein gild viðmið un. Einstaklingurinn lifir ekki lengur í umheimi, sem hæfir honum, heldur i samfélagi, sem ríkir yfir honum. Hann getur ekki slitið sig lausan, þvi að utan samfélagsins er ekkert, sem hairen gæiti stuðzt við. Saan- félagið er komið í stað hins líf ræna sambands við umhverfið, á sama hátt og þjóðfélagsfræð- in er komin í stað umhverfis- líffi-æðinnar (ökodogie) hjá manninum. Þess vegna er ein- staklingurinn ekki lengur fylli lega ábyrgur fyrir því, sem hann gerir eða lætur hjá líða að gera innan marka samfélags ins. Hann vinnur aðeins sitt verk. Setjum svo, að iðhrek- andi fengi samvizkubit, þvi að skolp frá fyrirtæki hans ylli skaða á stóru svæði eða af því að hráefnisþörf hans stefndi í hættu miklum náttúruverðmæt- um. Hverra kosta á hann völ til að róa samvizku sína? Ef hann kemur skolpinu frá á eig- in kostnað, þá blasir ef til vill hrun við fyrirtæki hans vegna samkeppninnar, án þess að hann nái nokkrum árangri að marki i umhverfi, sem e.f.v. er þegar yfirfullt af alls konar sorpi. Ef hann lætur hjá líða að notfæra sér hráefnið, mun annar hremma það. Hann á þvi aðeins um að velja að hætta sínu núverandi starfi eða kæfa samvizku sína. Hið sama giid- ir millum stærri samfélaga. Hvers vegna eiga Hollending- ar að eyða miklum fjárhæðum til vatTtshreinsunar, þegar Rín er leidd til þeirra sem vestur- evrópskt skolpræsi? Sá nær mestum árangri í nútímaþjóðfé- lagi sem lætur samvizkuna minnst áhrif hafa á sig og upp- fy'lHi' gætiiegasf formsatriðin. Þvi á sér stað hin blygðunar- Iausa tvíhyggja stjórnmála- mannsins í nútímaþjóðfélagi, sem heyr sfríð í þágu friðar- ins eða vemdar náttúruna tii þess að „nota“ hana, FRAMFARIR OG IÐNABUR ÞRENGJA AÐ NÁTTÚRUVERND ALLS STAÐAR. FRAMTÍH nAttúruverndar er ÞVf í HÆTTU Þar eð náttúruvemd ræður yfir friðuðum svæðum, er hún látin afskiptalaus alls staðar, þar sem hún hindrar ekki „at- hyglisverða þróun" beinlínis. En þar sem koma inn áætlanir um hagnaðarvon, verður hún að víkja. Þetta hefur endurtek- ið sig um áratugi og þvi er það leikið í vaxandi mæli. Burtséð frá fágætum undantekningum er náttúru- og landsiagsvemd ýtt tillitslaust tii hliðar og mun það að lokum enda í ósigri þess ara hugsjóna. Því minnkar stöð ugt það, sem var þess virði að vernda. Sú tíð virðist nærri að náttúruvernd verði gagnslaus, af því að allt iífsrúmið verði orðið hneppt í skipulagsviðjar. Á hinn bóginn ber að athuga, að náttúruvernd hefur veitt meira viðnám nú á síðustu ár- um: Hún er meira að segja orð- in baráttumarkmið stjórnmála- manna. Hvað þýðir það raun- verulega? Er það ekki staðfest ing á algjöru neyðarástandi? Úr þvi að einstaklingurinn hef ur brugðizt sem verjandi nátt- úrunnar, meðan eyðileggingar- ógnirnar fara vaxandi, er nauð syn að gripa til einhverra að- gerða. Andspænis vaxaindi reyk- sikýjuim og fjallháum sarphaiug- um og mörgum öðrum fylgi- kvillum takmarkalausra fram- fara er daufgerður borgari samtímans nú loks reiðubúinn til að gangast undir viss neyð- arkjör, sem skuliu fryggja hon- um þolanlega tilveru til fram- búðar. Með sliku er þó aðeins hægt að vinna tíma, en engu takmarki náttúruverndar er náð. Náttúruvernd sem bar- áttumarkmið í stjórnmálum er því aðeins tímabundin frestun gjalddagans, sem er sjálfseyði- legging, frestur til persónulegr ar umhugsunar, en engin lausn. Sem stendur eru fljótin jafn daunill í bænda- og verka- mannaparadísum sem i löndum hægri einræðisafla og háþróuð- um auðvaldsríkjum. Æði hóp sefjunarinnar þekkir ekki leng ur nein landfræðileg eða hug- myndafræðileg takmörk. Alls staðar sjáum við, hvernig lands lag er svívirt og sorpið haug- ast upp, vötn og fljót verða að auðnum, reykjarmekkir þyrl ast yfir víðáttumiklum byggð- um, alls kyns eiturefnum er dreift, og öllu þessu venjast borgararnir. Alls kyns sið- menningarskaðar, bifreiðaslys og staðbundnar hörmungar, sem eiga rætur að rekja til iðn reksturs, eru daglegt gjald til „framfaranna", sem þeim mun meir er hrósað. Skynsamt fólk tryggir vellíðan sína með bæti- efnaauðgaðri fæðu, hvildum á nokkum veginn eðlilegum frið uðum svæðum og með hæfilegri lyfjaneyzlu — eða með yoga- og afslöppunaræfingum. Óskyn samara fólk leitar til eituflyfja, skipulagðra æsinga, byltingar- kenndra sérvizkutiltekta eða alær úr og í miQQi mikilfeur starfs orku og skeytingarleysis. All- ir eru samtaka um að vera nú- tímalegir og styðja því líklega einnig hið pólitíska baráttu- markmið, náttúruvemd, því að það gæti komið þeim að gagni. En væri sú spurning rökrædd, hvort náttúruna ætti að vernda handa eða gegn mann- inum, myndiu menn e.t.v. koma auga á mótsögnina: Náttúruna á að vernda gegn homo faber handa homo sapiens. Meðal þeirra, sem trúa því staðfastlega, að tækniframfar- ir séu hin endanlegu örlög mannkynsins, eru nokkr- ir kænir mótstöðumenn hinnar eiginlegu náttúruvemdarhug- mymdar, sem jafnvel styðja hana eða leggja a.m.k. ekki hömlur í veg hennar. Þeir rök- styðja þetta þannig: Umbreyting hins sögulega manns til þess mamns, seim býr í hiinmd bygigðu og sitjórn- uðu veröld, sem öffflu liifs- rúminu verður breytit i, er flókið mál og aflls ekiki ligg- ur ljóst fyrir, hvaða náttúru- fyrirbæri eiga að ganga imn í hið nýja kerfi. Þvi ber um stundarsakir að varðveita eins fjölbreytt friðuð svæði og mögulegt er, ef það siíðar meir kynni að verða hagstætt frá hagnýtu sjónarmiði. Auk þess metur aimenningur þessi frið- uðu svæði mikils og smám sam- an mun hann venjast þvl aC sætta sig við æ minni svæði og að iokum gera sig ánægðan með alskipulagða skemmti- markmiðum: hún heldur dýra- garða. Þannig nær náttúru- vernd a.m.k. tveim mikilvægum markmiðum; hún heldur dýra- tegundum lifandi og varðveitir „hrinigrásir", sem nytsamar geta reynzt og hún mimnlkar þá andlegu spennu, sem er óhjákvæmiileg á mi'18isti.giinu milli llífsÆorms nútliðar og fram- tíðar. Þessir einstaklingar eru að sjáifra sín áliti eindregnir tals menn eða jafnvel merkisberar hinnar svonefndu skynsamlegu náttúruverndar, en þeir taka naumast eftir, að „náttúra" þeirra er aðeins hlutur, sem not aður verður í „hagnýtum" til- gangi innan skamms. Afstaða þeirra til náttúrunnar er eins og til kanarifugis eða kjöltu- rakka. Þeim eru fjarlægar rómantískar hugmyndir um náttúruna eins og þeir kalla það. Almennt, án þess að vita það sjálfir eru þeir því and- stæðingar þeirrar náttúru- verndarhugsjónar, sem sér í hinni sjáifstæðu náttúru hið lífsnauðsynlega mótvægi manns ins og hlýtur því að líta með vantrú á sérhvern pólitískan, þjóðfélagslegan, hollustu- og hagnýtisgrundvöll náttúru- verndarhugmyndarinnar. TILVERA mannsins er HÁÐ ÞVÍ, Ai) nAttúran myndi Afram hið ÓMISSANDI MÓTVÆGI Það má þegar vera ljóst, að hin pólitísku og hugmynda fræðilegu átök, sem koma fyr- ir almenningssjónir hylja hið rau.nverulega vandamál. Til- vera mannsins er þó háð lausn þess: 1 Austri og Vestri er stefnt markvisst að því með öll um tiltækum ráðum að eyði- leggja hin óhjákvæmilegu skil- yrði fyrir áframhaldandi til- veru tegundar okkar, mann kynsins. Einstaklingnum er fómað í þágu hópsins, eins og hjá læmingjum, sem flakka. Mannkynið mun örugglega ekki farast í hungursneyðum. Til þess er það of hungurvant síðan í forneskju. Auk þess er mannkynið orðið sérhæft í lausn alls kyns magnsvanda- mála og alls kyns framleiðslu. 1 heimshungri er því ekki fólg- in hin banvœna haetta, heldur í alls konar sjálfseitrun, sem teygist yfir allt lífsrúmið á ðll um stigum tilverunnar. Áður en mannkynið verður hungri að bráð, roun það kaifna í stou eigin sorpi (5 víöustu merk- ingu). Hér ber ekki að telja upp langan lista hinna lífseyðandi efna, sem hefja mætti með DDT, Hiroshima- sprengjunni og olíumengun- inni; efnum, sem öll leggjast á eitt með að eyða lífi, sem fyrir 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. marz 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.