Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1971, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1971, Blaðsíða 10
Snillingurinn Goethe o g þjóðsagna- persónan Faust Úr grein eftir Alexander Jóhannesson Stytt — 2. hluti Eins og löngnm, basði fyrr og: síðar, logaði Evrópa í átökuin á tímum Fausts, sem síðar varð uppistaðan í Ieikriti Goethes. Goethe þýddi og lét þýða leikrit eftir Voltaire, lét leika spönsk og ítölsk leikrit, stofn- aði leikskóla fyrir unga leik- endur og stjórnaði honum sjálf ur. Hann lifði Ufi vísinda- mannsins, fékkst við efnafræði, eðlisfræði og náttúrufræði og samdi merk rit um þessi efni. En um leið var hann gleðimað- ur og samkvæmis og þurfti að vera í fjölmenni til þess að skýra skoðanir sínar fyrir öðrum, og fékk hann þá oft ýmis hugboð, er komu hon- um að góðu haldi. Umgekkst hann nær daglega Schiller og ýmsa merka menn. En er Schiller dó 1805, missti hann bezta vininn. „Ég hugði, að ég missti sjálfan mig, en með Schiller missi ég helminginn af lífi mínu.“ Schiller var að semja „Demetrius", leikrit, er hann féll frá, og ætlaði Goethe að ljúka við leikritið en lán- aðist ekki. f kvæðinu „Epilog zur Glocke“ hefir hann lýst Schiller vel og sorg þýzku þjóðarinnar við fráfall hans. Um þetta leyti geisuðu Napoleonsstyrjaldirnar. Aust- urríki, Rússland og England gerðu bandalag 1805 gegn Napoleon, en fóru halloka. Loks dróst Prússland inn i ófriðinn, eftir að Napoleon hafði fengið vestari ríkin til þess að ganga inn i Rínarsam- bandið. Ástand ríkisins versn- aði, og hvarf Goethe til Jena og dvaldi þar tiðum. 1 húsi bók- saia eins, Frommaims kynntist hann kjördótturinni Minnu Herzlieb, er var 18 ára og snot- ur. Goethe var nýkvæntur Christiane, en fékk nú ást á þessari stúlku. Reyndi hann að bæla niður tilfinningar sínar og hætti komum sínum í hús Frommanns, enda vildi Minna ei þýðast hann. Goethe var nú farinn að eld- ast. Dvaidi hann um hrið 1808 í Karlsbad, en er hann kom heim aftur, fékk hann þá fregn, að móðir hans væri lát- in. Hafði hann ekki séð hana síðustu 11 árin; þó var sam- komulag þairra hið bezta, og sagði hún vinkonu sinni Bettina v. Arnim frá barn- æsku sonarins, en hún færði síðar ýmislegt af því i letur. Goethe var önnum kafinn í stjórnmálastörfum um þetta leyti. Napoleon boðaði til þjóð- höfðingjafundar í Erfurt, og voru þar saman komnir Rússa- keisari, Napoleon, 4 konungar og 34 furstar og prinsar auk annarra tiginborinna manna. Þá var það, að Napoleon átti stundarviðtal við Goethe og sagði: Voilá un homme, um leið og hann gekk inn. Töluðust þeir við um leikritaskáldskap og heimspeki, og var Napoleon gagnkunnugur ýmsum rita Goethes, eir.kum „Werther", er hann hafði lesið 7 sinnum. „Napoleon hefir sett broddinn yfir i-ið i lífi mínu,“ ritaði hann löngu seinna til eins vin- ar síns. Á afskipti hans af stjórnmálum skal ekki nánar minnzt, enda voru þau ekki ætíð heppileg og koma lítið skáldskap hans við. Hann hafði lengi hugsað sér að rita ævi- sögu sína, og varð nú úr því: „Dichtung und Wahrheit" er ævisaga hans í skáldskapar- búningi. Um líkt leyti lagði hann stund á Austurlandaskáldskap. Tíðkaðist þá meðal þýzkra menntamanna að kynnast sið- um og háttum Asiubúa að fornu og nýju í trú, skáldskap og listum. Þá hafði hann kynnzt í Frankfurt ungri og laglegri, nýgiftri leikkonu Marianne von Willemer er varð aðalpersónan í þessum kvæðabálki hans (Suleika) líkt og Lili, Friederike, frú v. Stein og aðrar i fyrri ritum hans, en sjálfan sig nefndi hann Hatem. 1816 dó kona hans Christiane, er hafði ver- ið honum dyggur förunautur, bótt hún hefði ekki skilning á og kynni ekki að meta skáld- skap hans. Kvað Goethe þá svo að orði, að allur arður Iífs sins væri sá að gráta burtför hennar, og sýnir þetta, hve skáldum er gjamt að bera oflof á iátna vini. Þegar , Goethe var orðirin 74 ára, kynntist hann í Karlsbad ungri stúlku Ulriche v. Levet- zow, 19 ára gamalli, og vildi hann ganga að eiga hana og lét stórhertogann hefja upp bón- orðið fyrir sig, en hún vildi ei taka honum; kvæðið „Marien- bader Elegie“ lýsir hugar- ástandi Goethes eftir þetta. Dvaidi hann nú mest heima fyr ir og lifði á endurminningum sinum. Átti hann aragrúa af alls konar koparstungum, mál- verkum, teikningum, mynda- safn stórt, beinagrindur og nátt- úrufræðisafn. Fór hann á fæt- ur kl. 5—6 á morgnana, gekk um gólf í vinnuherbergi sínu og lét skrifara sína skrifa eft- ir fyrirsögn: skáldsögur, ævi- sögur, ritgerðir, bréf, svo að þeir höfðu vart undan. Skrifara hafði hann 4 á víxl, og komu þeir kl. 8 á morgnana. Merk- astur þeirra var Eckermann, er siðar gaf út samtöl sín við Goethe; var hann með honum frá 1823. Ýmsa aðra aðstoðar- menn hafði hann, Heinr. Meyer, er áður er getið, son sinn Ágúst, húslækninn og 2—3 aðra. Umgekkst hann því daglega um 10 menn, er möt- uðust með honum á víxl. En auk þessara kom fjöldi manna að heimsækja hann, stórhertog- inn og annað fólk frá hirðinni til þess að tala við hann um síðustu nýjungar í skáldskap og listum. Mikla ánægju hafði hann og af sonarsonum sínum tveim Walther og Wolfgang og tengdadóttir hans Ottilie var honum ástúðleg og umhyggju- söm. Hann samdi „Italienische Reise" og notaði til þess dag- bækur og bréf frá þeim tíma, skrifaði annála fram að 1822, safnaði og raðaði bréfaskipt- um sínum við Schiller, gaf út tímarit „Kunst und Altertum" með Meyer og nýja útgáfu af ritum sínum 1826. Auk þessa fylgdist hann með vísindafram- förum í öðrum greinum, í heim- speki, guðfræði, sögu o. s. frv. Síðustu ár ævinnar voru kyrr- lát; bar helzt á ýmsum hátið- isdögum í lifi hans eins og t. d. 1825, er Karl August hafði set- ið að ríkjum í 50 ár, og nokkru seinna voru 50 ár liðin frá því, að Goethe kom fyrst til Weimar. FAUST SÖGUNNAK ,,Faust“ er höfuðrit Goethes, er hann byrjaði á á æskuárum og lauk við í hárri elli. Fyrri hlutinn gerist á ákveðnum tíma, í miðaldalok, og er auð- skilinn, en i síðari hluta eru engin timatakmörk sett; forn- öld, miðöld og nútíð líða fram fyrir augu lesandans; notkun peningaseðla, er þá var ný, og skurðgraftafyrirtæki 19. aldar innar eru ofin inn í atburði síð ari hlutans. Eins er um ytri búning; gömlu, mislöngu ljóð- línurnar (Knittelvers) skiptast á við forngrískar braglinur og nútíðarbraglist. Allt þetta varð til þess að styðja þá skoðun, að síðari hlutinn væri ei annað en heimspekilegar athuganir iklæddar skáldbúningi. En Goethe neitaði þessu í viðtali við Eckermann (1827); síðar fannst „Urfaust", frumritið frá æskuárunum; Goethe-skjala- safnið í Weimar var opn- að 1886, og eftir þann tima hef ir tekizt að öðlast ítarlegri skilning á ritinu og skýra uppruna þess. Frá alda öðli hafa verið til sagnir um baráttuna milli hins góða og illa og nægir að benda á grískar goðsagnir og norræn ar (Loki). Samband við djöful- inn var algengt í skáld- skap miðaldanna og langt fram eftir öldum (sbr. t. d. „Galdra- Loft“). Fáfróður almúginn trúði því, að ýmsir lærðir menn, er grúskuðu í gömlum ritum, öðluðust þekkingu á huldum öflum náttúrunnar og næðu sambandi við illa anda. Siðaskiptin ollu miklum breyt- ingum. Sjálfur Lúther hélt, að heimurinn væri fullur af djöfl- um og menn hugðu, að allt böl stafaði frá áhrifum ýmissa illra anda, sbr. orð eins og hjóna- bandsdjöfull, húsdjöfull, „hver hefir sinn djöful að draga.“ Lúther hélt, að allt illt væri samankomið í djöflinum og því barðist hann við djöfulinn í Wartburg. Djöfiatrúin lifnaði við á þessum tímum og flökku- skólasveinarnir (fahrende Schúler) breiddu út þessi djöf ulsfræði. Þeir voru hálflærðir stúdentar, er hlupust á brott frá háskólanum og vörpuðu yfir sig huliðsblæ vxsindanna og þóttust geta náð valdi yfir árum Satans og notuðu sér fá- fræði fóiksins til að græða ié eða svala girndum sínum. Einn af þessum mönnum var Georg Faust nokkur (er síðar í þjóð- sögnum var nefndur Jóhannes); var hann fæddur nál. 1480 í Wúrttemberg í þorpi einu Knittlingen og lagði stund á dulspeki, er kennd var í Krakau og við aðra háskóla. Vakti hann athygli mikla og komu aðalsmenn úr nágranna- löndunum til þess að kynnast honum. Munkur einn í nálægu klaustri var fenginn til þess að telja honum hughvarf. Faust kvaðst vera bundinn djöflin- um með samningi, er hann hefði undirritað með blóði sinu, og varð þetta til þess, að hann varð að fara frá Erfurt. Ýms- ir prestar og prelátar höfðu fullt traust á honum. Enn eru sagnir um, að Faust hafi riðið á víntunnu út um kjallara Auer bachs í Leipzig. Jöhann kjör- fursti (1525—32) lét það boð út ganga, að taka skyldi Faust höndum, en hann flýði þá. 1 Ingolistadt er ritað í bækur bæj- arstjórnarinnar 1528, að spá- maðurinn Faust hafi verið rek inn burt úr bænum, en að tek- ið hafi verið af honum það lof- orð, að hann skyldi ekki hefna sín. Seinna var hann tekinn höndum af greifa einum og er sagt, að hann hafi leikið á kapelán greifans og lofað því að kenna honum, hversu hann skyldi ná skegginu af sér án þess að raka sig. Lét hann þá kapeláninn núa arseniki í húð ina og brann hún vitanlega undan. Prestur einn í Basel seg ir frá því, að hann hafi setið til borðs með Faust og hafi hann fengið matreiðslumannin- um sjaldgæfa fugla, er voru óþekktir þar um slóðir. Með Faust voru jafnan hundur og hestur og áleit þessi prestur þá vera illa anda, er gegndu öll- um boðum Fausts. Hann nefndi sig nú philosophus philosophor- um og fór frægð hans víða um lönd. Aldrei varð hann samt efnaður þrátt fyrir fjárpretti sína, en skuldaði alls staðar þar sem hann fór um. Hann dó nál. 1540 og er sagt, að dauð- dagi hans hafi verið óeðlileg- ur, hann hafi fundizt dauður með andlitið á grúfu og hélt lýðurinn, að þetta væri tákn bandalags hans við djöfulinn. Faust lék loddaraskap sinn til dauðadags og er því eðli- legt, að þjóðsagnirnar hafi spunnið utan um hann vef af kynjasögnum. Jukust þessar Faustsagnir fljótt og 1570 safn aði maður einn í Núrnberg nokkrum sögnum. Ritið gefur hann út til þess að allir geti varað sig á djöflinum, en sjálf- um særingunum sieppir hann. Segir nú frá því, að Faust, fá- tækum, gáfuðum bóndasyni hafi tæmzt arfur eftir frænda sinn í Wittemberg, hann hafi lesið guðfræði, en verið laus í rásinni og farið að fást við 14. marz 1971 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.