Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1971, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1971, Blaðsíða 1
c_y Frá siðaskiptum og fram á miðja 18. öld er litið um ís- lenzkar mannlýsingar aðrar en þær, sem frá útlendingum eru komnar, og eiga þær flest- ar sammerkt í þvi að vera rangar og illkvittnislegar. Það var ekki fyrr en þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson ferðuðust um landið og rituðu um það, að vér fáum merkileg- ar lýsingar íslendinga, eins og þeir voru þá í öllum héruðum. 1 niðurlagi Ferðabókar sinnar, segjast þeir vona, að öl'lum skynsömum mönnum muni geðj ast lýsimgar sinar á þessu landi, ,,sem hingað til heíir verið svo l'ítt kunnugt og rang- ar frásagnir hafa verið um bornar víðs vegar um lönd“. Nær þetta auðvitað einnig til þess, sem þeir segja um fólkið, er landið byggir, að þeir telji sjálfir réttar frásagn ir sínar um það. Hér skulu því til fróðleiks og gamans dregnar saman úr Ferðabókinni þessar þjóðiýs- tngar. Um Borgfirðinga og Mýra- menn segja þeir, að þeir séu yfirieitt hærri en i meðailagi, vel á sig komnir, sterkir og hraustlegir á svip og yflrleitt Skynsamir. Þeir séu iðjusamir og ræki störf sin af kostgæfni, hagsýnir bændur, sparsamir og hreinlátir i umgengni og lifn- aðarháttum. Og þeir séu fjör- meiri og glaðari en Sunnlend- ingar. Þeir fari ekkert gang- andi og höfuðskemmtan þeirra sé útreiðar. Þegar ungir menn fari í bónorðsferðir, séu þeim það góð meðmæli að vera vel riðandi, sitja vel hestinn og geta svéiflað sér á bak án þess að stiga í istaðið. Um Snæfellinga segja þeir: Menn eru óiikir hér á vöxt, því að hér er alls konar fólk saman komið. Hingað sækja ár- lega til fiskveiða menn úr ná- grannahéruðum, Borgarfirði og Dalasýslu. Einnig sækja Norð- lendingar hingað og margt þessara aðkomumanna sezt hér að. Jafnólíkir og menn eru í vexti, svo er og háttað skap- höfn þeirra. Yfirleitt eru menn þó dugmeiri hér en á Suðurlandi. Fyrir um 40 árum og lengra aftur i timann þóttu Jöklarar vera ruddamenni og bófar, en þetta er nú breytt, og er það bæði að þakka að- gerðum yfirvaldanna og þvi, að i hallærum hafa margir að- komumenn setzt hér að, eftir að þeir höfðu flosnað upp frá sveitabúskapnum. — Snæfells- nes er næstum eini staöurinn á landinu, þar sem menn iðka glímur i tómstundum sínum. Lestur fornsagna og rímna- kveðskapur er mikið iðkaður í verstöðvunum á vetrum. Oft hittast hér skáld, sem hafa það að atvinnu, að yrkja rim- ur út af sögum. Um Dalamenn má mjög svip- að segja og um Borgfirðinga, að þeir eru taldir atorkusam- ir og duglegir bændur, en því má þó við bæta, að almehnt er svo talið, að meðal þeirra séu nokkrir menn hneigðir til áfloga, drykkjuskapar og sjálf hælni. Þeir minnast og færa í frásögur hreysti Dalamanna fyrr á tímum, sérstaklega er Sturlungar fóru þar með völd, og eins þá er þeir fylgdu Daða ANNO 1750 ÞANNIG VORU ÍSLENDINGAR FYRIR TVEIMUR ÖLDUM Eftir Árna Óla „Það er ekki einungis að kvenfólk sækir engar skeramtanir eða nýtur annarrar tilbreytni í daglegu lífi, en það veldur því, að þær eru ófrjálslegar í allri framkomu og umgengni, þögular og þunglyndar . . .“ Teikning eftir Eggert Ólafsson, sem sýnir íslenzkan bónda að elta skinn í brák. Ver- aldarhöfðingjar gengu í lituðum klæðum úr erlendu efni, en bændur í svörtum vaðmáls- fötum. bónda Guðmundssyni á siða- skiptatímanum. Eyjabændur í Breiðafirði eiga hrós skillið, því að þeir eru atorkusamir og góðir bú- menn. Þeir hagnýta ýmsa hluti, sem ekki eru notaðir annars staðar á landinu, og aðra hluti, nota þeir betur en aðrir lands- búar. Þeir eru fremur sparsam- ir og fara hreinlega bæði með mat og aðra hluti, en sliíkt er sjaldgæft við sjávarsíðuna. Þeir eru mjög gestrisnir. Drykkjuskapur og óhóf er þar ekki um hönd haft og þess vegna eru þeir lausir við marga sjúkdóma, sem þjá þá menn, er þjóna þessum löstum. Vestfirðingar eru vel gefnir og vel uppfræddir í andlegum efnum. Áflog, missætti og há- reysti er sjaldgæft á Vestfjörð- um. Barðstrendingar eru at- orkusamir og dugmiklir bænd- ur, einkum þó þeir sem aðal- lega stunda landbúnað og leggja meiri stund á kvikfjár- rækt en fiskveiðar. Þeir eru svo gestrisnir, að jafnvel geng- ur úr hófi fram. Á norður- strönd Arnarfjarðar búa gild- ir menn og hraustir. Þeir ganga í víðum fötum, að göml- um sið. Þeir eru harðgerir og djarfir til framkvæmda og berja frá sér, ef þeir eru reitt- ir til reiði. Önfirðingar safna skeggi og ganga í fötum með fom'legu sniði. Vestfirðingar, og þó einkum Arnfirðingar, eru hneigðir fyrir sögur og annan fróðleik, einkum nátt- úrufræði. Þeir eru öðrum lands mönnum fróðari um plöntur, steina og lifnaðarhætti dýra o.þ.h. og nefna hvern hlut sinu rétta nafni. Hornstrendingar, sem búa austan Horns, hafa það orð á sér að þeir séu ruddafengnir, þrælmenni og fantar, sem einnig eru sakaðir um galdra. Sama vitnisburð fá þeir, sem búa vestan Horns, nema enn verri sé. Við reynd- um þetta fólk hins vegar eigi v

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.