Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1968, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1968, Blaðsíða 15
í ums/d Baldvins Jónssonar cg Sveins Gubjónssonar Saitvík opnar aftur Unglingaskemmtistaðurinn Saltvík á Kjalarnesi hefur nú hafið starfsemi að nýju, að lokn um löngum og hörðum vetri. Eins og flestum er kunnugt, var staðurinn opnaður í ágúst s.l. og var þá aðeins um til- raun að ræða. Kom þá ýmis- legt í Ijós sem bæta þurfti og hefur margt af því verið lag- fært nú. Staðurinn verður í sumar rekinn með nokkuð öðru sniði en upphaflega var ráð- gert. Mun nú ætlunin vera að leita til unga fólksins með hug myndir um framkvæmdir og til lögur um fyrirkomu-lag á staðn um. Nú þegar hefur verið haft samband við fjölda ungs fólks, og þá fyrist og fremst við þau er lítið sem ekkert hafa verið í félagasamtökum og öðru slíku og þau beðin að segja álit sitt á staðnum og hvað gera mætti. Um síðustu helgi voru á staðn um nokkrir piltar úr Mennta- skólanum í Reykjavík og unnu þar við ýmislegt. í gærkvöldi var ákveðið að unga fólk- ið myndaði með sér sam- tök um staðinn og ynni þannig að uppbyggingu hans. Nú um helgina er tíðindamað ur Gluggans staddur í Saltvík, og munum við í næsta Glugga segja nánar frá því sem þar var til skemmtunar. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 (1) (2) (3) (5) (4) (8) (6) (10) (7) (9) (12) 12 (15) 13 (11) 14 (13) 15 (20) 16 (18) 17 (—) 18 (14) 19 (16) 20 (29) 21 (28) 22 (22) 23 (25) 24 (19) 25 (21) 26 (-) 27 (—) 28 (24) 29 (17) 30 (30) ENGLAND, 7. júní — Young Girl Union Gap Honey Bobby Gdldsboro A Man Witliout Love Engelbert Humperdinck I Don’t Want Our Loving To Die Herd Wonderful World Louis Armstrong Rainbow Valley Love Affair Lazy Sunday Small Eaces Joanna Scott Walker Simon Says 1910 Fruitgum Co Can’t Take My Eyes Off You Andy Wiliiams Sleepy Joe Herman’s Hermits This Wheel’s On Fire Julie Driscoll/Br. Auger White Horses Jacky Ilelule Helule Tremeloes Do You Know The Way To San Jose Dionne Warwick U. S. Male Elvis Presley Jumpin’ Jack Flasli Rolling Stones If I Only Ilad Time Jolhn Rowles CongraLilations Cliff Richard I Pretcnd Des O’Connor When We Were Young Solomon King Ain’t Nothin’ But A Houseparty Sbowstoppers Delilah Tom Jones Cry Like A Baby Box Tops Hello How Are You Easybeats Blue Eyes Don Partridge Baby Come Back Equals Jennifer Eccles Hollies I Can’t Let Maggie Go Honeytous Friends Beach Boys ðivert stefnir í dagblöðunum í s.l. viku var getið um dansleik einn heljar- mikinn er haldinn var í sam- komuhúsinu í Sandgerði, að- faranótt s.l. mánudags. Þegar dansleiknum átti að ljúka, átti allt að hafa farið í bál og brand, hljómsveitin neitað að hætta að leika og gestir feng- ust ekki til að yfirgefa húsið. Einnig er sagt að hljómsveitar- menn hafi verið eins og örg- ustu villidýr. Gott og vel, þeir hafa kannski verið eins og örg ustu viliidýr, en ætli það hafi aðeins verið þeir. Hver gaf leyfi fyrir svo fáránlegum dansleik, án þess að hafa með því strangt eftirlit? Hvers- vegna var dansleikurinn aug lýstur frá kl. 12.00 á miðnætti til kl. 04.00 en stóð aðeins til kl. 02.00. Var t.d. ekkert eftir- lit með því, hvað margir gestir mega vera í húsinu, og á hvaða verði miðarnir voru seldir? En eftir fréttum hafa unglingarnir greitt kr. 61.250 í aðgangseyrir. Það er ekki hægt að ætlast til þess, að unglingarnir séu alltaf óaðfinnanlegir, á meðan fullorðnir menn, og meira að segja í opinberum ábyrgðar- stöðum láta sér detta í hug að gefa leyfi fyrir slíkum skemmt unum sem þessari, það er al- gerlega ófyrirgetfanlegt. f þessu tilfelli er alls ekki hægt að kenna, hvorki unglingunum eða hljómsveitinni um þetta sem þarna skeði, þó svo að dag blöðin telji þetta mikla frétt og skelli allri skuldinni á ungl ingana eins og venjulega. Þarna má aðeins kenna um því opinbera, það er það sem gef- ur leyfið og ber því ábyrgð- ina. B.J. Hinni árlegu Evrópu-söng- keppni er nú nýlokið en þar sigraði, öllum að óvörum, ó- þekkt söngkona frá Spáni, Massiel með lagið „La La La“. Cliff Richard, sem vra fulltrúi Bretlands í Keppninni varð í öðru sæti en flestir höfðu bú- ist við að lagið hans „Congratu lations" myndi hreppa fyrsta sætið. Eins og flesitir eflaust muna sigraði Sandy Shaw í þessari keppni í fyrra með lag- inu „Puppet on a String". Með fylgjandi mynd var tekin þeg- ar úrslitin voru kunngjörð og er Cliff þarna að óska hinni ungu Massiel til hamingju með sigurinn. Ekki er ólíklegt að hann sé einmitt á þessari stundu að segja við hana sömu orðin og hann syngur um í sínu eigin lagi „Congratulations". RGKKJÐ OG DUAME EDDY í síðasta Glugga minntumst viðvið á rokk-hljómleika aem fyrirhugaðir voru í Royal Al- bert Hall með Bill Haley og fé- lögum. Samkvæmt erlendum blaðaskrifum eru miklar likur á að þessir hljómleikar marki tímamót í nútíma dægurtónlist, svo vel þóttu þeir takast og eru margir nú þeirrar skoðun- ar að Bill Haley vanti ekkert nema eitt nýtt rock-lag á mark aðinn til að „gera allt vitlaust“. Duane Eddy, gítarleikarinn h.aimsfrægi sem áreiðanlega má muna sinn fífil fegri, var á meðal þeirra sem fram komu á hljómleikunum. Hon- um, sem og öðrum sem þarna komu fram, var ákaft fagnað af æstum lýðnum og ætlaði öskr- um og ól'á'tum aldrei að linna eftir að hann hafði leikið lag- ið „Guitar Man“ sem að var í fyrsta sæti vinsældarlistans fyr ir rúmum 6 árum. Aðspurður kvaðst Duane vera mjög ánægð ur með þróun allra mála í tón- listarheiminum og þegar blaða- maður spurði hann um álit hans á því hvort rokkið mundi koma aftur svaraði hann: „Persónu- lega held ég að rokkið hafi aldrei farið langt. Það hefur kannske legið niðri um tíma en það hvarf aldrei alveg — það mun aldrei gera það.“ 9. júní 1968 -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.