Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1968, Blaðsíða 14
..............................................i WmiiiMM m#Zi i............................................................. ; r.r-fVN« ' I : ' : • / f wm Illliil « S 1 I : • - ©PIB COPENHAGEN Jr A erlendum bókamarkaði Graphic History of Arehitecture. John Mansbridge. B.T. Batsford 1967. 50.— Þetta er fræðirit í myndum um bygg- ingarlist allt frá dögum Egypta, Grikkja og Rómverja og fram á okkar daga. Aðalefni bókarinnar eru uppdrættir og myndir, sem eru ekki eins og oftast til skýringar á textanum, heldur er text- inn fremur til skýringar á uppdráttum og myndum. Höfundi tekst að rekja sögu byggingarlistarinnar allt þetta tímaskeið á ljósan og skíran hátt með myndum. Höf. rekur í stuttu máli sögu- legar forsendur byggingarlistar á hverj um tíma og efnahagslegar og listrænar ástæður. Höfundur er ágætur teiknari og hefur glöggt auga fyrir prentlist eins og sjá má á síðum bókarinnar. Þetta er með betri kennslubókum í byggingar list. Out of Town. J.B. Priestley. Heine- mann 1968. 35. — Hér segir frá tveimur kátum félögum, sem fara um England og lenda í marg- víslegum ævintýrum, einkum þó ástar- ævintýrum. Hvort höfundur ætlar sér að gera þverskurðarmýnd af ensku þjóð félagi nútímans eða segja skemmtilega sögu af kátlegum náungum, þá tekst honum mun síður en í fyrri bókum sinum að halda lesandanum við efnið, siundum virðist sem efnið renni eins og sandur úr hondum höfundar og nái engu formi nema flatneskjunni- Þetta er fyrsta bindi verks, sem höfundur nefnir „The Image Men“. Hann getur þess í nótu að bókarlokum að annað bindið muni heita „London End“, þar sem segi frá köppunum í London. Sú bók er væntanleg líkast til bráðlega því höfundur er mikii hamhlsypa við saman tekt bóka. The Fatal Impact. Alan Moorehead. Penguin Books 1968. 6. — Höfundurinn hefur sett saman marg- ar ágætar bækur, þessi fjallar um komu hvítra manna til Suðurhafseyja og það menningarhrun sem verður á þeim svæð- um á árunum 1767-1840. Brennivíns- prangarar og trúboðar áttu hér höfuð- sök á niðurkoðnun og eyðileggingu sér st.æðrar menningar, höfundur rekur þsssa döpru sögu af mikilli snilld. Steps to a Fortune. Adventure in the Andes. Mark Howell and Tony Morri- son. Geoffrey Bles 1967. 30.- Howell og Morrison eru ágætir lang- ferðamenn og settu saman rit um ferð- ir sínar á Inka slóðum, fyrir um þrem- ur árum síðan og nú kemur þessi bók um svipaðar slóðir og leit þeirra að horfnum fjársjóðum Inka. Fyrri ferða- bók þeirra varð vinsæl og þessi verður það efalaust einnig. Þeir leita fjársjóð- anna með allri nútíma tækni og loks fundu þeir stað i Bólivíu þar sem mælar þeirra gáfu til kynna dýrmæta málma, en þar -varð fimm metra þykkur klettur og eitraðar neðanjarðargufur þeim sá Þrándur í Götu, að ekkert varð aðhafzt til þess að ná fjársjóðnum. Bókin er lið- lega rituð og fylgja myndir. I)ie sterbende Jagd — Eine Stimme hebt an — Schlussball. Gerd Gaiser, Carl Hanser Verlag 1968. DM 16.80 Gaiser er fyrrverandi orustuflugmað- u •. Hann hefur ferðazt um alla Evrópu og dvaldi í stríðsfangabúðum um tíma ftir síðustu styrjöld. Síðan lagði hann fyrir sig máiaralist og síðar skáldsagna gerð. Hann hefur orðið fyrir miklum óhrifum af expressionismanum og skrif- r.r þróttmikinn stíl. Höfuð viðfangsefni hans er einangrun einstaklingsins,. í þessu bindi eru prentaðar þrjárhelztu skáldsögur hans, sú fyrsta fjallar um csigurinn, eyðileggingu flugsveitar síð- ast í síðari styrjöld, önnur er um heim komuna og sú þriðja hugvekja um Þýzkaland eftirstríðsáranna, efnahags- undrið og doðann, sem virðist fylgja fullum maga og þröngum sjóndeildar- hring þeirra, sem telja það æðst gæða. Höfundur dregur upp mynd sína af Þýzkalandi eftir ósigurinn og efnahags sigrum sama lands síðar og áhrifum þessa á þjóðina og höfund sjálfan. Tabo. Franz Steiner. Penguin Books 1967. 3-6. E.E.Evans-Prichard ritar formála fyrir þessari bók, sem er gefin út í nýjum bókaflokki Penguin útgáfunnar „Pelican Anthrophology Library". Tabo var fyrst notað af Cook land- könnuði i frásögnum hans af íbúum Suðurhafseyja. í þessu riti ræðir höf- undur skilning ýmissa höfunda á hug- takinu bannhelgi eins og það hefur ver- ið þýtt á íslenzku. Kinship and Marriage. Robin Fox. Penguin Books 1967. 6.- Fox rekur hér uppruna hjónabands- ins og hinar ýmsu myndbreytingar þess meðal frumstæðra þjóðflokka. Hann rek ur kenningar helztu fræðimanna um þetta efni og ber fram eigin skoðan- ir. Bókin er rituð fyrir útgáfuna og er í bókaflokknum „Pelican Anthropho- !ogy Library". Höfundur ræðir áhrif skyldleika og ættar innan frumstæðra samfélaga og afstöðu ættanna til hjóna- bandsstofnunar og hömlur sem lagðar ^ru á skyldleikahjónabönd. Bókin er ágætt „upplýsingarrit11. Rags of Glory. Stuart Cloete. Coll- ins — Fontana Books 1966. 7—6 Stuart Cloete er suðurafríkanskur höfundur, sem hefur sett saman sögur og reyfara, sögusvið hans er einkum átthagar hans. Þessi bók gerist um aldamótin í Búastríðinu. Hér er dreg- in upp stríðsmynd, persónur eru legíó og ýmsar þeirra kunnar, svo sem Krug- er, Churchill, Kitchener, De Wet og hinir og aðrir, sem áttu hér hlut að. Astarsögur eru ofnar inn í frásögnina. Þetta er stríðsreyfari. Decision at Delphi. Helen Maclnnes. Coll- ins - Fontana Books 1967. 5.- Kenneth Strang er á leiðinni til Sikil- eyjar og Grikklands á vegum mánaðarrits. Ýmsir fyrirburðir gerast áður en skipið, sem hann siglir með leggur úr höfn í New York. Þegar kemur til Evrópu, hverfur einn vina hans. Brátt kemur að því að Strang tekur að vinna gegn samsæri, sem stefnt er gegn öllu mannkyni, þetta er hættuleg barátta, en allt fer vel að lokum. Þetta er vel skrifaður reyfari. Leiðrétfing Meinleg prentvilla varð í síðustu Les- bók. Á bls. 8, 1. dálki 2. línu að neSan stóð þjóðlífi fyrir þjóðfífli. LeiSrétt- ist þetta hér með. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. júní 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.