Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1968, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1968, Blaðsíða 5
vekur einnig óróa hjá mörgum í lista- mannaheiminum. Þeir hafa beyg af hin- um nánu tengslum hans við vísindin. í samanburði á þeasum tveim heimum segir Gyllensten: „Heirnur læknavís- indanna er einfaldari að gerð, stöður- nar bera í sér álitsauka og fjárhags- legt öryggi. Læknar eru allsstaðar íhaldsamir, en ég held að þetta eigi siður við í Svíþjóð en flestum öðum löndum.“ í íbúð sinni í Stokkhólmi, þar sem sér yfir hinar miklu aðalskrifstofur sænska ríkisútvarpsins og hinar leyni- legu og dularfullu rannsóknarstofur sænskra landvarna, sagði Lars Gyllen- sten mér að það kæmi fyrir að hann gæti dregið sig í hlé og leitað skjóls í öðrum heimi sínum, Hann líkti atferli sínu við bóndann, sem ræktar rúg eitt árið, hveiti annað árið og lætur jarð- veginn hvílast þriðja árið. ■ Víxlverkunin milli skáldsagnagerðar og vísindarannsókna Gyllenstens liggur aðallega í starfsaðfsrðum hans. Hann notar mismunandi leiðir til að lýsa, til að prófa tilgátur og fyrirmyndir, ekki eingöngu við vísindarannsóknir heldur einnig í skáldverkum sínum. Hann seg- ir: „Tilgátur eru ekki aðeins lýsingar heldur einnig kveikjur. í skrifum mín um er driffjöðurin eða hvatinn vit- und um átök, siðferðiileg kreppa — ver- öldin er grimm. í vísindarannsóknum eru takmörkin betur skilgreind.“ ,,í vísindum,“ heldur Gyllensten áfram, „finnast lausnir, jafnvel þótt þær kunni að vera til bráðabirgða. í skrifum mínum mótmæli ég og er and- vígur hverskonar staðhæfingum. Ég vil vera andlega óháður kreddukenndum sannfæringum og öðrum skoðunum.“ í báðum tilvikum finnst Gyllensten það mestu varða að hugmyndir og af- stöður séu opnar fyrir nýjum upplýs- ingum, uppgötvunum. Öll þekking —og öll reynsla ef því er að skipta — vex upp af öngþveiti Vísindamaðurinn tekur til við að finna kerfi, skyldleikasambönd í því sem virðist vera ringulreið. Smámsanan verður til kenning — stærðfræðileg for múla, flokkunarkerfi, meira eða minna fullbúin reglusamstæða, sem dregur saman þær athuganir, sem mikilvægast- ar virðast. Að dómi Gyllensten verða vísindarannsóknir spennandi einhvers- staðar á milli kveikjunnar og kerfis- bindingarinnar. Vísindamaðurinn egnir náttúruna til þess að opinbera eitthvað, sem áður var óþekkt. Allt frá námsárum sínum hefur Lars Gyllensten, sem nú er 46 ára, velt því fyrir sér hvort hann ætti að helga sig vísindum eða bókmenntum og heimspeki. Sem svar við því, hversvegna hann hafi kosið læknisfræðina, segir hann: „Mér fannst læknisfræðin myndi veita mér tækifæri til að viðhalda þjóðfélagsleg- um tengslum, til að starfa meðal fólks- ins.“ Annað var það líka, sem réði ákvörð- un Gyllenstens. Er hann innritaðist í læknaskólann, var ætlun hans að leggja stund á sálsýkisfræði, nánar tiltekið lagalega sálsýkisfræði. Á meðan hann var enn við nám og árið sem hann kvæntist, samdi Lars Gyllensten ljóðabók, „Camera otoseura“ ásamt öðrum læknanema og undir dul- nefni. Kvöldin löng og framundir morg- un sátu læknanemarnir tveir við að skrumskæla lélega nútímaljóðlist og gáfu sér varla tíma til að fá sér brauð- bita eða bjórsopa. Er bókin hafði hlot- ið sín ummæli, komst sá orðrómur á kreik smámsaman, að hún væri gabb eitt. Og hneykslið lét ekki á sérstanda. Afturhaldshópar ærðust af fögnuði: nú fannst þeim tekin af öll tvímæli um að atómkveðskapur væri andlaust hnoð. Jafnvel sumum atomljóðaunnendum fannst að svikizt hefði verið aftan að þeim, en þeir hlutu að eigin dómi upp- reisn æru nokkrum árum seinna, þegar Gyllensten tók að gefa út bækur undir eigin nafni. Þá gátu þeir einnig bent á, að annar höfundur „Camera obscura“ byggi þó yfir ótvíræðum skáldskapar- hæfileikum, hvað sem öðrum aðstæðum við samningu þessarar ljóðabókar liði. Ekki er heldur að furða þótt Gyllen sten hafi kosið að skrifa undir dul- nefni, þar sem Sören Kierkegaard, heim spekingurinn danski, sem gaf út rit sín undir dulnefni, hefur haft mjög mikil áhrif á hann. Að vissu leyti, segir Gyll- ensten, eru allar bækur hans skrifað- ar undir dulnefni. Sérhver þeirra lýsir mismunandi viðbrögðum, viðhorfum, gagnvart hinum ýmsu átökum, aðstæð- um í lífinu. Árið 1948, þegar Gyllensten fékk lækningaleyfi sitt, tók hann þátt í ýms- um rannsóknum. Nokkrum árum síðar lagði hann fram ritgerð sína sem ávann honum dósenitsembætti. Nú hefur Gyllensten gefið út nálægt fimmtíu vísindarit, um tólf skáldsögur og ritgerðir og kringum tvö hundruð greinar í dagblöðum og tímaritum. Hon- um hefur stundum dottið í hug að helga sig ritstörfum einvörðungu. Þrátt fyrir frama þann, sem Gyllen- sten hefur hlotið á sviði vísinda og bók- mennta, segir hann sjálfuir að fram- leiðsla sín sé bæði dreifð og lítil að vöxtum: „Mestallur tími minn fer í að daðra við verkefnin, eirðarlausa þjón- ustu við stundirnar í sólarhringnum og dagana í árinu á meðan beðið er eftir starfsgleðinni og starfsorkunni." Það sem Gyllensten telur meðal dag- legra starfa sinna eru fyrirlestrar hans, kennslutilraunir í rannsóknarstofunum, próf, stjórnarstörf við. stofnunina, fylgj- ast með öllu sem gerist varðandi sér- grein hanis og að fara reglu'lega yfir allt efni, sem gefur honum yfirlit yfir læknisfræðilegar rannsóknir, einkum á sviði líffærafræðilsgra smásjárrann- sókna og fósturfræði. Þessum skyldum gegnir hann að mestu frá klukkan tíu á morgnana til klukkan sex e.h., venju- lega án þess að taka sér matarhlé. f tómstundum sínum les Gyllensten prófarkir, hreinskrifar: hann fylgist með nútíma skáldsagnagerð og les bækur um sögu og heimspeki, sem hann þarfn- ast fyrir ritverk sín. Að öðru leyti iðk- ar hann ekki tómstundastörf og hann fer í kvikmyndahús eða leikhús aðeins einu sinni eða tvisvar á ári. Hann hefur engan áhuga á íþróttum, ekur ekki bíl, dansar ekki og fer í samkvæmi eða á fundi einu sinni eða tvisvar í viku. Gyllensten segir að hið skapandi starf sitt sé fyrst og fremst fólgið í skáldritum sínum. Síðan koma vísinda- rannsóknirnar. Hann lítur svo á að skáldrit&törf sín séu flóknari og frum- legri en vísindastörfin. Ef hann þyrfti að hætta við annað starf sitt, myndi hann kjósa að halda áfram að vera rit- höfundur. Hið skapandi starf Gyllenstens er að mestu unnið á kvöldin. Hann byrjar venjulega milli 9 og 11 e.h. og vinnur í þrjár til sex klukkustundir. Stöku sinnum fer hann á fætur klukkan fjög- ur eða fimm á morgnana og byrjar að skrifa. Ef vel verkast, segir hann, getur hann unnið tvö til þrjú kvöld í viku, á. hinn bóginn geta liðið mánuðir „í dauðu og þrúgandi tómi.“ Gyllensten, sem vaxinn er upp á dög- um Hitlers og Stalins, getur ekki viður- kennt rígskorðaðar hugsjónastefnur eða sannfæringar. Honum er ljóst að með- limir ungu kynslóðarinnar fordæma hann oft. Þegar hann segir að taka verði breytingar til athugunar, verður hann fyrir árásum frá ungum sænskum íhaldsmönnum og meðlimum nýja vinstri flokksins — sem báðir eru andvígir breytingum. íhaldsmenn bregða honum um niðurrifshugmyndir, sem skorti allt skipulag. Nýi vinstri flokkurinn segir hugmyndir hans skaðsamlegar vegna þess að þær viðurkenna ekki takmark hans — gjörbreytt þjóðfélag — néheld ur meðul hans — að afmá gersamlega það ssm fyrir er. Á misjafnlega margbrotinn hátt hefur Gyllensten lýst samskiptum fólks við umheim sinn. f „Moderna myter“ til dæm is, segir hann sögu af manni sem stadd- ur er á eyju og hefur sína konuna hvern dag vikunnar. Sérhver kona er fulltrúi mismunandi lifshátta en engin þeirra getur þó veitt honum það sem hann þarfnast, sannleikann. Myndir þær, er Gyllensten dregur upp af mannlegri vonzku og auvirði- leik, miskunnarleysi og þjáningum og eyðingarafli valdsins, bera sterkan keim af viðbjóði hans. í þessum heimi er enginn Guð og lítil sem engin von um bót og betrun mannkynsins. Ef til vill er mikilvægasta hliðin á samleik hinna tveggja heima Gyllen- stens notkun hans á vísindalegum að- ferðum til að mynda afstöðu sína til lífsins. Hann telur að viðhorf, sem byggð séu á rótgrónum sannfæringum leiði til ills. Hann segir: „Maður verður að eiga sér kenningu um veruleikann en vera samt móttækilegur fyrir nýjum upplýsingum.“ í bók sinni „Desperados“skrifaði Gyll ensten: „Ég er algerlega sannfærður um að of algerar sannfæringar eru rót alls ills — nei, nú ýki ég sjálfan mig.“ Grundvallarhugmyndir eins og sam- ábyrgð allra manna, umburðarlyndi og mat einstaklingsins að verðleikum, eru vegvísar á leið Lars Gyllensten. Frederie Fleisher: Tólf skáldsögur og fimmtíu vísindarit Grein um Lars Gyllensten þroska hina rótföstu, norsku menning- artungu, ríkismálið. I ritgerð sinni um það hvers vegna hann skrifaði, skýrir Överland svo frá, að hann hafi snemma komizt að því að hann yrði að verða skáld, en einnig því að hann mundi aldrei ná fullkomn- un. Það verður að vísu að taka með nokkrum fyrirvara þá fullyrðingu hans, að hann hafi ort fleiri kvæði áður en nokkuð birtist eftir hann á prenti held- ur en hann orti samanlagt eftir það. En við vitum, að þessi fyrstu kvæði voru erfið. „Guð veit af hverju við skrifum" seg- ir hann. Menn skrifa vegna þess að þeir geta ekki annað, — vegna sjálfs sín, til að létta það sálarok sem óupp- fylltar óskir og draumar leggja á þá. Einstöku sinnum losna menn úr þess- um viðjum, eða sjá að minnsta kosti eitthvað rofa til. Ef menn geta með skrifum sínum veitt öðrum stundarfróun eða jafnvægi, þá er sú sjálfhverfa iðja ekki andfélagsleg, heldur gagnleg sam félaginu. Flestir svala óuppfylltum löngunum sínum og draumum með lestri, ferðum í leikhús og kvikmyndahús, eða með því að horfa á sjónvarp, — þ.e.a.s. sem þolendur (passívt). Skáldið reynir pem gerandi (aktívt) að láta draumana verða að raunveruleika með því að beita sjálfs könnun og tjá niðurstöðuna. „Á æsku- árunum, jafnvel allt lífið, eigum við ekki annars völ en að upplifa með að- stoð imyndunaraflsins frjálsan lífs- þroska og raunverulega hamingju. Draumurinn tekur hlutverk atburða og reynslu, — okkur dreymir líf okkar, við yrkjum um það. Sú staðreynd, að við höfum bókmenntalegar fyrirmyndir, þegar við setjumst við skrifborðið, er ekkert til að skammast sín fyrir, held- ur afleiðing af þeirri stöðu manns í list og lífi, sem skapazt hefur af menn- ingarumhverfi okkar. Og þetta umhverfi eigum við að taka þátt í að þroska og umbreyta." Og Överland hefur sannar- lega átt sinn þátt í að móta menningar- umhverfi Noregs. Framlag hans til að leysa af fólki trúarhlekki fékk á sín- um tíma hljómgrunn um öll Norður- lönd. Ljóðlistin er boðberi samúðar með öðru fólfci og félagslegrar ábyrgðar, og baráttuljóð hans voru leiðarljós manna á hernámsárunum. „Sú hefur verið tíð, og getur enn komið, þegar skáldskapur nær ekki til eyrna manna. Þá verður að grípa til annarra ráða, blaðagreina eða beinna samtaia. Eða þá að reyna að herða ljóðið svo að það dugi sem vopn,“ segir hann, og þetta hefur hann reynt og tekizt það. f þessari andlegu erfðaskrá er ekki skorað á okkur að fylgja neinni ákveð- inni stjórnmálastefnu, heldur að taka afstöðu til mála og slá skjaldborg um réttinn til að berjast fyrir sannfæringu sinni, — og verða þannig virkur hluti af nauðsynlegu, þjóðfélagslegu samspili. Erfðaskráin snertir okkur alla, hvort sem við erum skáld eða bara draum- óramenn: Reyndu að skilja sjálfanþig, svo að þú getir þannig uppfyllt þitt hlutverk í samfélaginu! 9. júní 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.