Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1968, Blaðsíða 13
SKÁK í fyrstu umferð alþjóðlega skákmóts- ins, sem hófst á Hvítasunnudag, urðu engin óvænt úrslit, nema helzt skák þeirra Braga Kristjánssonar og Inga R. Inga hafði tekizt að snúa skákinni sér í hag, en var kominn í mikið tímahrak, begar eftirfarandi staða kom upp. Ingi R. Jóhannsson. a bcde fgh 28. Bd2 Dd4?? (Sv. drottningin lokast nú inni og á sér ekki undankomu auðið eftir svarleik hvíts. Eini leikurinn var 28. —Db5) 29. De2 (Nú hótar hvítur að vinna dr. með 30. Bc3) 29. — c4 (Svartiur á engin ráð til að bjarga dr.. Ef t.d. 29. - Db2 30. Bc3 Da2 31. Ra3! og sv. á enga vörn við 32. Hal) 30. Be3 DB2 31. Bd4 c3 32. Rxc3 c5 33. Ra4 Da3 Hér féll sv-artur á tíma, en eftir 34. Hal Db4 35. Bc3 á sv. drottningin engan undankomureit. Bandaríski stórmeistarinn Robert Byrne tefldi stutta og snaggaralega skák við Jóhann Sigurjónsson í fyrstu umferð. Hvítt: Robert Byrne Svart: Jóhann Sigurjónsson Kóngsindversk vörn. 1. d4 Rf 6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Be2 o-o 6. Rf3 e5 7. Be3 Rc6 8. d5 Re7 9. Rd2 Rd7 10. b4 f5 11. f3 Rf6 12. c5 f4 13. Bf2 g5 14. Rc4 Rg6? 15. cxd6 cxd6 16. Rb5 (Svartur tapar nú peði, en um leið hrynur staðan eins og spilaborg, því hann fær ekkert mót- spil.) 16. — Re8 17. Rxa7 Rh4 18. o-o Df6 19. Rb6 Hxa7 20. Rxc8 Ha8 21 Rb6 Hd8 22. Bb5 Hf7 23. Da4 Rc7 24. Bd7 Kh8 25. Ha-cl Ra6 26. Be6 He7 27. Rc8 Hc7 28. Bb6 Hxcl 29. Hxcl Gefið. Robert Byrne tefldi nýlega í sterku móti í Monte Carlo og sigraði þá m.a. sigurvegarann, Bent Larsen og gerði 'jafntefli við tvo fyrrverandi heims- meistara, þá Botvinnik og Smyslov. Hér fer á eftir skák hans við Botvinnik. Hvítt: Byrne Svart: Botvinnik Frönsk vörn. I. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. a3 Bxc3 6. bxc3 Dc7 7. Dg4 f5 8. Dg3 Re7 9. Dxg7 Hg8 10. Dxh7 cxd4 (Sama staða kom upp í skák þeirra Tal-Bot- vinnik í einvígi þeirra um heimsmeist- aratitilinn 1960. Tal lék í þessatri stöðu II. Kdl og vann í 32 leikjum. Byrne heldur sig við gamla framhaldið, sem virðist líka gefa góða raun). 11. Re2 Rbc6 12. f4 Bd7 13. Dh3 (Nú hót- ar hv. cxd4, sem fram að þessu hefur strandað á Rxd4 Rxd4 Dx3) 13. — dxc3 14. Dxc3 o-o-o! (Hugvitsamlega leikið. Hvítur hefur að vísu peði meira, en svartur hetfur gagnfæri á opnum línum og kóngur hans er skjólbetri) 15. g3 Be8 16. Bg2 Bh5 17. Bd2 Db6 18. Hfl Kb8 19. Bf3 Bg4 20. o-o-o d4 21. Db3 Da6 22. Dd3 Da4 23 Db3 Db6 24. Dd3 Db6 25. Db3 Da5 Jafntefli. Hvítur kemst ekki hjá því að þráleika, því annars fær sv. frumkvæðið. SMÁSAGAN Framhald af bls. 11 og horfði í augu hans um leið og dular- fullt bros lék um munn hennar. Guð einn vissi hvernig þau voru, enda þótt þau væru nógu saklaus á svipinn. „O, komdu þér burtu frá þessum fauski! Komið þið!“ kallaði hinn rétti eigandi stúlkunnar og gekk nær, vagg- aði, stóð gleiður, og stúlkan greip báð- um höndum um munn sér og það glamp- aði á augu hennar í hárlubbanum og hún hljóp að hópnum og hvarf í hann, og hópurinn var aftur kominn á hreyf- ingu. Strætisvagninn var að koma og með því að h'laupa hátíðlega nokkur skref, náði hann tímanlega á stöðina- Hann steig uppí vagninn, og var hann ekki móður? Og hversvegna fann hann til svo óbærilegrar blygðunar? Hann borg aði: skjögraði í sæti sitt, hneig ringlað- ur niður á bekkinn um leið og vagn- inn hélt áfram sinni háværu ferð. Eitt- hvað brjálæðislegt hafði komið fyrir í kvöld: einhverskonar firra hafði átt sér stað. Hann sá hin gamalkunnu hús líða framhjá, hann hugsaði um leirinn og pH-gildin og fór yfir niðurstöðurnar af tilraunum sínum. Hann hafði, þegar allt kom til al'ls, staðið sig_ vel og hefði átt skilið betri meðferð. f huga hans var uppgjafarákvörðun að mótast hægt og hægt. NÝ KIRKJA Framhald af bls. 7 dósir hafa skilað okkur um 100 þúsund krónum. Við upphaf framkvæmdarinnar var leitað til allra í söfnuðinum um hugsan- lega aðstoð. Þeir sem ekkert vildu sinna því, hafa verið látnir í friði, en margar fjölskyldur gefa eitthvað fast mánaðar- lega, 100—400 krónur. Af þessu sést, að Bústaðakirkja er ekki byggð með ríkis- framlagi, sem dregið væri frá vegum og sjúkrahúsum, heldur er þetta fram- kvæmd safnaðarins, unnin af sönnum áhuga.“ En það er vissulega mikið ógert. Miðað við núverandi verðlag er áætlað að kirkjan og safnaðarheimilið kosti full- búin 18 milljónir. Þá vantar ennþá 12 milljónir. Nú liggur fyrir tilboð um að gera safnaðarheimilið fokhelt fyrir 1.1 milljón. f sumar er ætlunin að afla þess.sem á vantar að við eigrum fyrir þeirri framkvæmd. Næsti áfangi þar á eftir verður að inn- rétta kirkjuna, en hvenær hún verður tekin í notkun er ekki víst. Varla tekur minna en tvö ár að ljúka því sem þarf og séra Ólafur segist vona, að það verði ekki meira en fimm ár. Ef það er rétt sem segir í kvæðinu, að sá sé á framfaravegi, sem hefur fengið örvandi hönd æskunnar í lið með sér, þá þarf séra Ólafur og söfnuður hans engu að kviða. Það ótrúlega hefur átt sér stað í Bústaðasókn, að stærsti hluti kirkjugesta er unglingar á aldrinum 13— 18 ára, og hver hefði trúað því? GS. 'Aukinn öryggisbúnaður í flugvélum. Þegar flugvél hlekkist á í flugtaki eða lendingu, getur oltið á sekúndum, hvort farþegarnir komast heilir á húfi út, eða hvort þeir verða reyk og eldi að bráð. Rannsóknarnefnd, sem sett var á lagg irnar eftir slysin á Boeing 727 í Banda- ríkjunum 1965, komst að þeirri niður- stöðu, að áhöfn og allir farþegar hefðu verið lifandi eftir að vélin hafði stað- næmzt á jörðu. En fáum augnablikum síðar höfðu 43 látizt af völdum reyks. Margt bendir til þess, að flestum hefði inátt bjarga, ef reykvarnir hefðu verið fyrir hendi. Nú hefur einn úr rannsóknarnefnd- inni, Ernest McFadden, eðlisfræðingur fundið upp hándhæga og fljótvirka reykgrímu, sem ef til vill verður not- uð í farþegaflugvélum til að bæta ör- yggi. Griman er í rauninni hauspoki úr gagnsæu gerviefni. Það heitir plyimide og þolir feiknarlegan hita án þess að brenna eða bráðna. Snúra herðir pok- ann að hálsinum og farþeginn á að hafa nægilegt loft frá þrem og upp í átta mínútur. Tilraunir hafa verið gerð- ar með þessar nýju reykgrímur. Þær voru geymdar í poka aftan á sætunum og frá því merki var gefið um hættu, hefur tekizt að láta alla farþegana festa á sig reykgrímuna og koma þeim út úr flugvélinni á 1.30 mínútum. Kaupmannahöfn Framhald af bls. 9 magnslampar þeir, er hanga þar til og frá, allt í hvítu skín- andi töfraljósi. Þrýsti gestirnir með fingri sínum á ofurlítinn fílabeinshnapp í veggnum, kveða við bjöllur í öðrum enda hússins og að vörmu spori skýt- ur upp kjólklæddum og upp- stroknum þjóni og bíður hann skipana gestsins kengboginn af kurteisi. Fer hér líkt og segir í „Þúsund og einni nótt“, er Al- addín strauk töfralampa sinn. Eins og líkindum ræður er allt rándýrt á húsum þessum, og koma hér að staðaldri þeir einir, er vel eru efnum búnir. Þá eru aðrir veitingastaðir meðalstéttum ætlaðir: standa þeir feti neðar hvað skraut snertir og er verð þar skaplegt á mat og drykk. Héðan má rekja sporið niður á við, gesta- stofan færist niður í kjallar- ann og kjallarinn verður dýpri og dýpri og myrkari og myrk- ari. Loks er drykkj ustofan orð in að kolsvartri kytru með sand á gólfi og gengur þar rauðeygður og bláþústaður brennivínsberserkur um beina. Dettur manni ósjálfrátt í hug svartiskóli og sjálfur djöfla- höfðinginn. Gestir þeir er að garði koma eru byrstir og brúna þungir, rámir og hásraddaðir, rifnir og tættir, klipnir og klór aðir og alloftast með eitt eða tvö glóðaraugu. Þykir ráðlegast að eiga sem minnst mök við þá, og verður það mörgum mannin um, að hann fagnar því stór- um, að sleppa heill á húfi upp úr jarðhúsum þessum, eigi síð- ur en lærisveinar fögnuðu því fyrr á öldum að sleppa úr svartaskóla. Svo kann nú mörgum að virð ast, sem þessi aragrúi af gilda- skálum bendi til þess, að Danir séu drykkjumenn miklir, og verður það varla úr skafið. Þó ber þess að gæta, að allur þorri ókvongaðra manna, er eigi lifa í foreldrahúsum, neyta máltíða sinna á veitingastofunum: er það jafnvel eigi sjaldgæft, að nýgift hjón neyti þar miðdegis- verðar síns og þykir það um- sviifaminnst. Flestum drykkjuhúsum er lokað um miðnættisbilið, en þó eru nokkur, er opin standa fram yfir þann tíma. Verður það mörgum manninum fyrir, er aðrir sómamenn ganga til hvílu, að hann leitar í faðm þeinra, er öllum stendur opinn og öllum heitir svölun og hress ingu eftir strit og armæðu dags ins. Það sem framar öllu öðru veitir stöðum þessum einkenni- legan blæ, er það, að hér safn- ast fyrir eigi eingöngu karl- menn, heldur og stórhópar af konum þeim, er um kvöldleyt- ið rölta um strætin til mann- fanga. Þegar stigið er inn í hús þessi, verða jafnaðarlega fyrir augum allmargar stofur, hver fram af annari, og standa dyr allar opnar á milli. Yfir öllu hvílir kafþykkur reykjar mökkur, er eykst með hverri stundu, því allir sitja þargest- ir, bæði karlar og konur, með vindla í munni og blása frá sér reykjarstrókunum allt hvað af tekur. Fram með veggj um standa borð við borð og sitja þar menn og konur, sveip uð reykjarblæjunni eins og bylgjandi faldi, og drekka tví menning. Lætur kvenþjóðin eigi sitt eftir liggja, en tví- hendir ótt og títt stórar og víð ar mjaðarkollur og kneyfir út. Á milli teyganna gengur á kossaflensi eða rifrildi, og ger- ast þar bæði menn og konur ölvuð. Jafnharðan og nýjagesti ber að og þeir hafa tyllt sjer niður og dreypt á miðinum, koma þar kvensniftir steðj- andi, ávarpa þá kumpánlega, mælast ófeimnislega til að fá í staupinu og gera sig jafnvel stundum svo heimakomnar, að þær tylla sér steinþegjandi á lcné þeim og reka að þeim rembingskoss. Er eigi laust við að sumir kalli þetta flennuskap eigi sízt þeir, er nýkomnir eru heiman af Fróni. Heldurþessu athæfi þannig áfram til þess er lokað er. Fer margur unglingur inn héðan út með þungt höf- uð en létta pyngju, í fylgd með einhverri kvensniftinni og situr eftir næsta dag með sárt ennið og mórauða sam- vizkuna. Alloftast ganga menn nú til sængur, en títt er það og, að vígamóður komi í suma, og ganga þeir á stundum berserks gang um strætin og bölsótast þar til lögreglan nær taki á þeim og varpar þeim í dýflissu eða rekur þá heim. Stundum fer og svo, að hjónaleysi þau, er á drykkjustofunum sitja, verða saupsátt, er út á strætið kemur, og snýst þá tvímennings drykkjan í áílpg og illdeilur, er eigi aðeins leiðir af sér glóðaraugu og margs kyns meiðsli, heldur og þungar sekt- ir. Ykkur kann nú ef til vill, góðir hálsar, að virðast svo sem allit þetta sé lítils um vert, og sumt hvert þess efnis, að réttast væri að fella það und- an. En eigi er því svo varið að minni hyggju. Þetta er sú hlið Hafnarlífsins, er fyrstverð ur fyrir, og segja verðurhverja sögu sem hún gengur. 9. júní 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.