Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1968, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1968, Blaðsíða 2
í eitt. Eigi að síður væri æski- legt að hún kæmist í opinbera eign, enda forsenda fyrir því að ég féllst á endurtökuna, þótt ekki hafi verið frá því gengið. — Hvernig gekk að finna heppilegt umhverfi til kvik- myndunar? — Þótt undarlegt megi virð- ast var þá þegar örðugt að finna gamla bæi, og ýmsar áætl anir breyttust á síðustu stundu. Fyrirhugað var að Keldur yrðu Borg, en því var breytt vegna kirkjunnar, sem átti bet- ur heima á Hofi. Reykholt var síðan dubbað upp sem Borg, kirkjan þar falin og fleira fært til betra vegar, að því er myndina snerti. — Nú tók kvikmyndaleið- angurinn langan tíma? — Það má segja. Mun lengri en gert var ráð fyrir er lagt var upp austur að Keldum í byrjun ágústmánaðar. Árni Óla var með í för sem tíðindamaður Morgunblaðsins, og hefur víst sagt frá flestu, sem máli skipt- ir. Minna má á, að á bílum komumst við ekki lengra en að Ölfusárbrú — ef ég man rétt. Frá Keldum var farið á hest- um til Borgarfjarðar og kom- um við þangað á þriðja degi og skiptum okkur á bæi. Bezta fólki mættum við hvarvetna. Að einstaka maður kunni bet- ur við að fá fulla greiðslu fyr- ir sinn snúð var ósköp eðlilegt eins og þarna stóð á. — Bar ekkert á milli hjá yð- ur og leikstjóra í sambandi við kvikmyndunina? — Vart svo að orð sé á ger- andi, en stundum fannst mér gæta óspilunarsemi úr hófi fram og vildi ég hvað það snerti ekki taka á mig neina ábyrgð gagnvart félaginu, sem hafði vikið að því við mig. Lauk ég því verkefni mínu og kvaddi. Spaugilegt atvik kom fyrir er ég í fyrsta sinn mætti nafna mínum Sommerfeldt í gerfi Gests eineygða. Gesti er lýst svo að hann væri í flak- andi vaðmálsúlpu, en nafni minn hafði látið gera sér skinn- stakk af feldum ýmissa dýra og sneri loðnan út. Leizt mér ekki á blikuna, enda enginn hægð- arleikur úr að bæta fyrirvara- laust, en alveg svona gljáandi taldi ég Gest ólíklegan til að hafa arkað landshorna milli. Sommerfeldt svaraði og sagðist eygja ráð við því. Forarvilpa lá úr bænum yfir hlaðið og of- an brekkuna. í hana lagði hann sig endilangur, velti sér um hrygg, og áttaði sig ekki fyrr en um seinan. Úr því varð flakkaranum ekki brugðið bein línis um tepruskap. Hann og Christen Fribert riðu tvíhestis á undan leiðangrinum til Borg- arfjarðar, frú Sommerfeldt var með okkur í för. Síðari nótt- ina gistum við í Botnum. Þeg- ar við vorum rétt ókomin þang- að datt hún af baki, festist í ístaðinu og hef ég sjaldan orð- ið hræddari en er ég sá hana byltast meðal þúfnakolla, hest- urinn á harðahlaupum og stór- grýtt urð framundan — og sjaldan fegnari en er hún losnaði áður en í urðina kom, og þó einkum morguninn eftir, þegar hún hafði náð sér noitk- urn vaginn og í Ijós kom, að hamingjan hafði í því efni verið henni — og leiðangrin- um — hliðholl heldur en ekki. — Vissuð þér hvað kostnað- urinn var mikill við töku mynd arinnar? — Mig rámar í að ég hafi heyrt því fleygt að hann hafi skipt milljónum, frétt hef ég á skotspónum, að hagnaðurinn hafi orðið fleiri milljónir en fingur eru á annarri hendi. Er mér því efst í huga að afsaka nafna minn um útgjöldin, því að ýmsu leyti vann hann með töku myndarinnar verk, sem tönn tímans hefur vissulega ekki látið ósnert, en á því á hann ekki alla sökina. — Hver var aðdragandinn að töku myndarinnar? — Hugmyndina átti að því er ég bezt veit Gunnar Sommer- feldt. Að minnsta kosti braut hann fyrstur manna upp á því við mig að kvikmynda söguna. Ég var ekki sérlega ginnkeypt- ur — setti upp 5000 kr., og ákveðinn hundraðshluta af hreinum hagnaði. Hvorugt þótti koma til mála. Þá setti ég einnig upp að Guðmundi Thor- steinssyni yrði falið hlutverk Ormars. Nordisk Film gekk að því síðast talda, eftir að hafa litið á manninn og séð hann á sviði. Sem greiðslu buðu þeir mér 3000, og þóttust ofborga frekar en hitt en ég var ekki á sama máli. Útkoman varð að þeir gengu að því að greiða mér 5000 gegn því að ég slæg- ist í förina og færi með auka- hlutverk — læknisins. Þetta var að vetrarlagi. Kvikmynda- handritið sá ég ekki fyrr en það var fullgert að heita má, og fékk þar fáu um þokað, varð jafnvel að láta mér lynda að vikið væri í einstökum atrið- um frá gangi sögunnar — það var ýmislegt sem þurfti um að bæta vegna myndarinnar, var viðlagið. Nú — myndin fékk góða dóma, var sýnd lengi og fór víða. — Hafa fleiri kvikmyndanir verið gerðar úr verkum yðar? — Það hefur komið til mála, að mig minnir, en ég sýnt því lítinn áhuga. Það fer oftast illa með sögu, frekar en hitt, að gerð sé eftir henni mynd. Sum- ar bækur þola það öðrum frem- ur — en list hefur sínar eigin leiðir. Lítum t.d. á feril leik- ritunar frá því stjórnandi kórs- ins var eini „leikarinn" síð- an bættist við annar, loks sá þriðji og þá koll af kolli. Það mætti segja mér að það forna, einfalda og víðfeðma form væri ekki aldauða, þótt enn vaði fjöldaöfgarnar uppi. Líf sögunn ar og leikritsins er annars sitt hvað. Aðalleið sögunnar er auga manns, sem situr einn með bók í ró og næði. Leikrit- ið er fremur einskonar nótna- handrit ætlað höndum leik- stjóra. Samt er það svo um mína uppáhaldsleikritahöf- unda, að ég kýs fremur að lesa bókina. Það geta verið duttl- ungar sérvitrings, enda vafa- laust að áhrifin þríeflast og verða raunar önnur, ef vel er leikið. En af leikritum, sem mér er annt um, læt ég mér oftast nægja að horfa á fyrsta þátt, fari meðferðin í taugarnar á mér. Það er ekki sama hver á heldur — en stundum gerast óvæntir og furðulegir hlutir. Þegar ég sá Lárus Pálsson leika Hamlet í Iðnó, kom ég frá að horfa á heilmikla sundur- gerðarkvikmynd, þar sem nafni hans Olivier lék aðallilutverkið af ótvíræðri reisn. Ég óttaðist að elskulegur frændi minn stæðist illa samanburðinn, en það var nú eitthvað annað. Sjaldan hef ég séð Danaprins betur leikinn, ef nokkru sinni —enda leiksviðið frumstætt og fór verkinu vel. Það var eins og það ætti þar alveg sérstak- lega heima. — Þér hafið skrifað í leik- ritsformi, er ekki svo? — Smávegis, og sumt af því hefur verið leikið í útvarp hér og erlendis. Hins vegar hefur verið nefnt við mig að gera sviðsverk úr Svartfugli og Sögu Borgarættarinnar. Ef til vill mætti það takast. En hvað væri unnið við það? Sama verk ið yrði það aldrei. Og að grafa undan sögunum freistar mín ekki. Þá heldur reyna að betrumbæta þær við þau tæki- færi er gefast með nýjum út- gáfum, ef það mætti auka þeim aldur og áhrif á því sviði, sem þeim er afmarkað — í það hef ég eytt orku og tíma, ef til vill úr hófi. — Er eitthvert verka yðar sérlega hugleikið yður? — Ég veit svo sem ekki. Að undirbúningi loknum hef ég oftast gefið söguefninu lausan tauminn, látið vaða á súðum, í hófi þó og hert taumtakið er þess virtist þörf. Síðan fór með þessar sögur mínar líkt og börnin. Það er örðugt að gera upp á milli. — Skrifið þér að staðaldri? — Ég hef verið verkamaður alla ævi, aldrei farið í verk- fall, og ætla mér ekki, fái ég við ráðið, fyrr en það endan- lega, sem okkar allra bíður. — Eru ekki einhverjar bóka- yðar ófáanlegar eins og stend- ur? — Ég veit ekki til að nokk- ur bóka minna sé fáanleg á ís- lenzku. En þeir sem með þá vöru verzla vita kannski bet- ur. — Því er haldið fram að Fjallkirkjan sé að nokkru æfi- saga yðar og að þér séuð þar jafnvel í persónu Ugga Greips- sonar. Er þetta rétt? — í Fjallkirkjunni er snar þáttur einkaævintýra og reynslu, en saga, þar sem inn í er aukið fólki, sem hvergi er eða hefur verið til nema þar, og með flestar ef ekki allar aðrar persónur farið það frjáls- lega, að jaðrar við tilbúning og betur þó, er vitanlega skáld skapur — ef hún er nokkuð. Sanngildi og sennileiki í lýs- ingum krefst stundum furðan- legra frávika, eigi myndin sem að er stefn/t að verða gersönn. — Seldust bækur ýðar vel strax í upphafi? — Salan hófst með þriðja þætti Borgarættarinnar, Gesti eineygða. Og jókst svo um mun aði er sagan tveim árum síðar kom út í einu lagi — í tveim- ur bindum þó. Vinkona mín og ég höfðum gerzt svo djörf að gifta okkur fyrir þær 300 kr., sem ég fékk fyrir Ormar Ör- lygsson. Mörgum árum síðar komumst við að raun um, að við hafði lsgið að danska frúin á Hofi yrði ger afturræk. Völv- urnar í hamrahlíðinni út og upp af Valþjófsstað spunnu þar fínan þráð, sem oft ella, en engan bláþrÚð, og erum við þeim þakklát fyrir. — Nú eru margir, sem telja Fjallkirkjuna eina af öndvegis- bókúm íslenzkra bókmennta. Yður hefur aldrei komið í hug að taka upp þráð bókarinnar á ný? — Ég hafði ætlað mér það og til eru einstök drög í þá veru. En Svartfugl sótti á, og Jón Ara- son Jangaði mig til að ijúka við hátíðarárið 1930, og tókst það með herkjubrögðum. Að mér endist aldur og orka til að taka upp þráðinn, þar sem völv urnar áður nefndu klipptu á hann endur fyrir löngu, tel ég ósennilegt. Ætli þær hafi ekki í því efni, sem sumum öðrum, haft vit fyrir mér. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. júní 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.