Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1968, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1968, Blaðsíða 3
SMÁ5ACA eftir Eila Pennanen TVÖ SAMAIM búið svona lengi í leiguherbergi,“ ,,Ja, það er ódýrt. Leigan er aðeins fimmtíu á mánuði. Og húsmóðir mín hugsar um þvott og hreingerningu." „Nú geturðu leigt þér íbúðarhæð.“ „Vissulega. Og það ætla ég að gera.“ „Íbúðarhæð.“ Hún hló. Hversvegna? Hún var þó ekki að fá móðursýkiskast? „Héðanífrá verð ég að hugsa um hvernig ég kem fyrir. Ég verð að kaupa húsgögn.“ „I íbúðarhæðina." „Já. Ég hef ekki efni á meiru. Og það er hægt að fá stórar og góðar hæð- ir.“ „Vitanlega." Hún hló aftur, ógeðfelldum hlátri. Svo fór hún fram í eldhúsið til að ná í meiri kökur. Hann leit gætilega á eftir hsnni, fylgdi mjaðmahreyfingum hennar eftir með augunum. Kertaljósin blöktu. „Ég hef verið að reikna út að þessi aðstoðarmannsstaða getur ekki verið eins afleit og ég taldi fyrst.' Ég verð bara að láta Porila fara. ÖUum finnst það sama. Porila er ómögulegur." „Er þetta það sem þú hefur verið að brugga?“ „Ég verð þó að ná eins góðum tök- um á þessu og mögulegt er, ef ég tek við starfinu. Og það væri útilokað með Porila. Þú skilur, það gæti komið til mála núna, þegar Lahto. . . “ „Drottinn minn dýri! Þetta er ný hlið á þér.“ „Hvað áttu við? Ég verð allavega að hugsa um prófessorsstöðuna. Ef svo vel skyldi fara, að Lahto. . . .“ ,,Ert.u að bíða eftir að hann deyi?“ „Ef staðan losnar áður en Petajáinen er kominn í nógu góða aðstöðu, þá er mitt tækifæri.“ „Hefurðu ekki tekið til greina háskól- ana úti um landið. Þú veizt að það eru komnir margir nýir.“ Var hæðni í rödd hennar? Hún bætti við í einkennilegum tón: „Ég hefði aldrei haldið að þú værir svona raunsær, skal ég segja þér.“ Eg er þó varla neitt mergsoginn? Snauður? Að vera tvö saman er strax viss aðstaða: það verður að skilgreina hana og gera áætlanir og hrinda í fram- kvæmd. Hefur mér orðið á skyssa ein- hversstaðar? Hefur mér sézt yfir eitt- hvað? Nei. Það er ómögulegt. Ætti ég að láta undan, gefa eftir, sleppa tök- unum og taka til athugunar? Henni félli ekki við mig ef ég gerði það. Hún vill ekki að ég vilji það sem hún vill. Svo verður hún móðursjúk. Hún á sínar mis- Fordyrið í íbúðinni hennar var í lag- inu eins og L: og í hornið hafði hún troðið belgmikilli kommóðu, erfðagrip, svo ekki var hægt að opna dyrnar inn í setustofuna nsma að hálfu leyti. Hann velti því fyrir sér hversvegna hún gæfi ekki systur sinni, sem hafði meira rún, þessa rokokomublu. Hann varð að siká- skjóta sér inn: og það var hvorki þægi- legt né virðulegt. En kommóðan var vönduð, hún var virðuleg. Hún myndi ekki gefa hana neinum. Bráðum myndi hún fá sér stærri íbúð. Hann sat í armstólnum og fyllti út í hann á allar hliðar og niðurúr. Hann hafði þyngzt, safnað fitu þessi löngu námsár. Nú var náminu lokið. Nú hafði hann próf, titil: hann gat hafið frama- feril sinn í alvöru. Hann var að mylja kökurnar niður á disk með vinstri hend inni. En þetta var eini gallinn á honum: að öðru leyti var hann alveg eins og hann átti að vera. Hann var þesskonar maður sem hún vildi giftast. Vildi. Vonaðist eftir. Rétta orðið. Hjónabandið var heimili ástar- innar. Ryksugan suðar, hrein, gljáandi — vinnukonan er með hvíta svuntu, hún er úr sveit, áreiðanleg í alla staði, dálítið heimsk en vönduð. Það er aðal- atriðið. Vandað skal það vera, ef það verður yfirleitt. Ef og ef og ef....En hver er nú með efasemdaraus? Ekki ég. í hreinskilni sagt, kona þarf að eignast eiginmann og börn. Eg skal þjóna mann inum og elska hann allt ti.1 dauða, svo framarlega sem hann er góður og dreng lyndur, ósvikinn karlmaður. Og börn- unum verður líka innrætt góðmennska og drenglund. Ég elska þig: við lifum saman, hamingjusöm, allt okkar líf. Vegna þess að lífið er og verður að vera. „Petajáinen sagðiet ætla að krukka dálítið í kenninguna mína um pH gildin. Hann hló og . . . .“ Þetta er það einmitt, sem þarf til að allt falli í skorður, til að mynda heil- brigðar heildir. Heimilið er heilagt: að vera tvö saman er heilagt. Að halda fast í arfleifðina en horfa fram á við. Að halda fast með báðum höndum — tvö saman. Að byggja múr og hrinda árásum ránsmanna með rósemi. Helgi og heilbrigði flæða yfir múrinn: þau eru öllum frjáls, engin þörf á að ræna þeim. Hinn einangraði griðastaður fyllist svo út úr flýtur og allt drukknar í ham- ingju. Ég þakka þér Guð, þetta frið- land. Þessi ruglaði saurugi heimur. „En það verða engin vandræði með Petájáinen. Og þegar þetta er allt búið fer ég að skipuleggja í alvöru". Hann lyfti höfðinu: það glampaði á gleraugun: og brot úr augnabliki var veggur sem byrgði sýn. En hann sá: hún ekki. Hann tók að litast um. Hversvegna kertaljós? Hversvegna þessi svipur? Hann þefaði út í loftið: í stofunni var undarlegur ilmur, sem virtist veikja hann, gera hann örlátan, eftirgefanleg- an........Hún hafði tekið fram ættar- silfrið, minni samstæðuna, sem hún hafði fengið úr búinu. Hún átti mikið af fallegum munum. Vitaskuld, fegurð var mikilvæg í lífinu, í hversdagslífinu. Mjög mikilvæg. Á veggnum hékk mynd af kirkjunni í heimasókn hennar, krítar- mynd. Hann horfði á kirkjuna: hann hafði alltaf horft á kirkjuna þegar hann sat í stofu hennar. Armstóllinn hafði ávallt staðið á sama stað, þannig að hægt væri að sjá kirkjuna úr honum. En hví þá kertaljós? Andlit hennar var án allrar prýði. Það var ekkert ungt eða ferskt við hana. Það gerði ekkert. Þess þurfti ekki. Hún var ágæt sem kvenmaður. Heimsk var hún ekki heldur. Hún reyndi ekki að taka neitt: hún vissi hvað henni bar. Eða hún hafði að minnsta kosti vitað það fram að þessu. „Já, það sem liggur fyrst fyrir hjá mér líka, er að fá mér betri stað að búa í.“ „Ég sikil ekki hvernig þú hefur getað Poul P. M. Pedersen : LEITA ÞIN Leita þín í mynd landsins þú sem ert horfin leita þín í niði storms og vatns þú sem ert horfin leita þín í mynd bjarkar tign fjalls regnbogabrú yfir fossi þú sem ert horfin Leita þín í mynd hins eyðilega hafs víðum rökkvuðum skógum vetraham endalausra heiða hraunflákum grænum lágum flæðilöndum leita þín í mynd hinna haustauðu hreggblásnu sjávarhamra þú sem ert horfin Leita þín framandi um langvegu ævinnar leita þín fram í dauðann þú sem ert horfin leita þín þú sem ert horfin Snorri Hjartarson íslenzkaði. 9. júní 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.