Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1968, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1968, Blaðsíða 8
Oli segir sjálfur frá II. — Eftir Björn Daníelsson Hann kom til landsins 1937, og heitir Óli Aadnegard. Ásamt Maríu, konu sinni, býr hann á efri hæð í stóru húsi við Skógargötu. Það er víst einir 200 fermetrar. Þeir eiga hæðina saman, hann og elzti sonur hans, Óli yngri, sem er kennari við Miðskólann á Blönduósi. Annars eiga þau hjónin tólf börn, sem er nokkuð óvanalegt, og eðli- lega hefur stundum verið þungt fyrir fæti að ala þessa tylft ti'l manns, og kannske ekki alltaf hljóðlaus umferð um herbergi og ganga á Skógargötu 1. En Óli kvartar ekki. Hann veit að mannvænleg börn eru hverju gulli dýr- mætari. — Og hversvegna komstu? — Ég var ráðinn sem refahirðir. Ég kom að Reynisstað til Jóns. Hann átti búið ásamt Eysteini Bjarnasyni. Það kom hingað töluvert af Norðmönnum á þessum árum. Dýrin á Reynistað voru um 30—40, fullorðnir silfurrefir. Svo var eitt minkatríó. — Já, loðdýrarækt hafði mikið verið stunduð í Noregi, og þegar íslending- ar Hófust handa með refaeldi, þá fengu þeir Norðmenn sem leiðbeinendur og sumir þeirra ílentust hérna. Ég hafði áður unnið í tvö ár úti. Það var ekki beinlínis nám, heldur æfing hjá reynd- ari mönnum. Það var einn kominn hing- að á undan mér, Lars Oleivsgard. Hann var hjá Briem, síðan hjá Birni á Löngu- mýri og aftur hjá Briem. Seinna fór hann til Dalvíkur og stundaði þar mink- aeldi. Hann var frændi minn og sveit- ungi. — Og hvað varð um hann? — Fór til Noregs, þegar minkurinn var bannaður. Þar setti hann upp verzl- un í Osló, með kol og svoleiðis. En síðast þegar ég vissi um, þá leiddist honum, langaði til íslands. — Hvaðan ertu, Óli? Óli Aadnegard — Úr Hallingdal, það er rétt við Bergenbrautina næstum miðja vegu milli Oslóar og Bergen. Við erum þaðan báð- ir við Lars. Já, þetta gekk fremur vel með refina, meðan hægt var að selja lífdýr, en þegar átti eingöngu að treysta á skinnasöluna, þá gekk allt ver. Ég var fjögur ár á Reynistað, en keypti þá Jóns part og flutti á Krókinn. Þar rákum við búið í þrjú ár. En verðfall- ið á skinnum var orðið svo mikið að við gáfumst upp — og aukinn fóður- kostnaður. — Hvað segirðu um að byrja loð- dýraræktina á nýjan leik, t.d. minka- rækt? — Ekki gott. Þeir stunda þetta enn mikið í Noregi. Nú er samkeppnin of hörð, hitt er annað mál, að við hefðum aldrei átt að hætta — heldur þreyfa okkur áfram og hafa betri umbúnað í búrunum svo dýrin slyppu ekki út. En það þýðir ekki að byrja aftur. VTB höfum tapað of miklum tíma. — Ætlaðirðu upphaflega að setjast hér að? — Nei, það held ég ekki. Ég var ráðinn í tvö ár. Þá var ég 27 ára- Svo skall styrjöldin á og þetta æxlaðist svona. Þá var ekki hægt að fara, og kannske kærði ég mig ekki um það. Á stríðsárunum sótti ég um að verða íslenzkur ríkisborgari eins og margir aðrir landar mínir. En þá var ég ekki búinn að dvelja hér tilskilinn tíma, eða tíu ár. Enda fór það svo, að ég fékk hann ekki í það sinn, og enginn okkar — held ég. Norska stjórnin, sem þá sat í London taldi það óvinskap sér sýndan, ef breytt yrði um ríkisfang okkar eins og á stóð, og þar við sat. Það var ekki fyrr en miklu síðar, sem ég varð íslendingur. Jú, mér hefur fall- ið vel við fólkið — alveg sérstaklega vel, og aldrei fundið til þess, að ég væri útlendingur meðal ókunnugra. Þetta voru mín forlög og ég er sáttur við þau. — En landið, hvað segirðu af því? — Ágætt land. En eitt er ég viss um, að Ísland mundi tapa miklu af sín- um töfrum, ef það væri skógi vaxið. Þá yrði græni liturinn aljsráðandi. Ég var með íslenzkum pilti í Noregi, sem var þar að kynna sér refarækt. Hann sagðist ekki vel geta dregið andann innan um öll þessi tré — það væri svo þröngt. Honum fannst skógurinn kreppa að sér. — Hver? — Guðmundur í Ljárskógum, bróðir Jóns, sem söng. — Svo þú mælir ekki með skógrækt? — Jú, að vissu marki. En þetta tek- ur óratíma. Og það skemmir ekki nátt- úrufegurðina, þótt skógur sé ræktaður á smásvæðum. En ísland væri ekki fs- land, ef skógurinn væri alls staðar. — Þú hefur stundum saknað æsku- stöðvana í Hallingdalnum? — Kannske stundum, en ég hefi aldrei farið þangað frá því ég kom hér fyrst. Það eru nú orðin þrjátíu ár. Auðvitað langar mig til að koma þangað, en þá helzt að sumrinu, en þá er það ekki hægt — það er sá tími, sem vinnandi maður má sízt missa. Annars skilst mér að fólkið þar hafi það ekkert betra en hér, en þetta er sjálfsagt allt orðið breytt frá því ég var þar. — Nema landið og málið? — Það sjálfsagt líka. Þú hefur heyrt söguna um Danann, sem var lengi bú- inn að vera hérna. Svo fór hann að heimsækja gamla landið. Þagar hann kom til baka, hafði hann orð á því, hve allt værl ððruvlsl, melra aS segja væru þeir búnir að breyta dönskunni þessi ósköp! Það hafði farið svo, að hvorugur skildi annan og trúlegt þætti mér að norskan hefði líka breytzt í mlnum eyr- um. Mér gefst sjaldan tækifæri til að tala hana, — og ég hugsa al'lt á ís- lenzku, en verð svo að yfirsetja það á norskuna, og það er stirt. — En segðu mér nú eitthvað, sem er í frásögur færandi frá dvöl þinni á bernskuslóðum. — O, það er ekkert að segja- Ég ólst upp eins og aðrir sveitastrákar og fór strax að vinna. Þetta var búskap- ur svipaður og hér. Við höfðum að vísu í seli. Þar var fé haft á sumrin, kýr og líka geitur. Já, ég var smali. Kring- um selið var ræktaður blettur, sem bor- inn var á húsdýraáburður. Hann var kallaður voll, það segjum við að heiti tún. Annars er orðið tun til í norsku. Heyið af seltúninu var flutt heim á sleða að vetrinum. Ég man eftir einni heyferð. Ég var víst 17 ára, fór af stað með hest og sleða eldsnemma, lík- lega um fimmleytið. Ég hafði með mér byssu, því ég ætlaði til rjúpna um leið. Ég þurfti að fara yfir ísi lagt vatn. Stytzta leiðin lá yfir vík, sem sjaldan var trygg. En það var um hálftíma ferð að krækja fyrir hana og pabbi hafði harðbannað mér að fara víkina. Nú var búið að vera frost í marga daga, svo eftir nokkra umhugsun af- réð ég að brjóta bannið. Ég sló í klárinn og hann þaut yfir ísinn. En þegar við erum næstum komn- ir yfir, brestur ísinn og hesturinn á bólakaf, en sleðinn, með mér á hékk á vakarbarminum. Mér brá ónotalega, en eftir mikið fum og hamagang tókst mér loks að losa sleðann frá hestinum, sem brölti í vökinni. Ég fór nú að hug- leiða hvað gera skyldi. Ég var með góða öxi meðferðis. Hugkvæmdist mér þá að reyna að höggva rennu til lands og byrjaði þegar áþví verki, og klár- inn synti í rennunni á eftir mér, en vatnið var hyldjúpt svo hann botnaði hvergi. Vatnið slettist á axarskaftið svo það svellaði og varð hált, enda missti ég öxina útúr höndunum á mér og hún hvarf til botns. Nú voru góð ráð dýr. Ég sá að hesturinn mundi drepast úr kulda í vökinni, ef ég reyndi að hlaupa til bæja og sækja hjálp. Þessvegna væri ekki um annað að ræða en aflífa hann með einhverju móti. En til allrar hamingju fékk þetta allt svo mikið á mig að ég steingleymdi byssunni, sem ég hafði meðferðis á sleðanum. Það eina sem mér kom til hugar var að hengja aumingja klárinn, það mundi áreiðanlega taka skemmri tíma, en að krókna í ísköldu vatninu. Ég þreif af honum beizlið, bjó til rennilykkju á tauminn og snaraði honum um háls hests ins. í hálfgerðu ósjálfræði togaði ég svo í hinn endann af öllum mætti, og hugð- ist á þann veg stytta kvalastundir þessa vinar míns. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Þegar taumurinn fór að þrengja að hálsi hestsins tók hann ógurlegt við- bragð, og áður en varði hafði hann brotist uppá skörina- Ég kom honum til lands, spennti hann fyrir sleðann og ók í loftköstum upp í selið, setti hann þar inn, kveikti upp eld, hitaði vatn og gaf honum. — Svo allt hefur farið vel? — Já, klárinn þornaði, en það varð minna um rjúpnaveiðina — honumvarð ekkert meint af, en ég sagði pabba aldrei frá þessu. — Þú hefur lagt hönd á margt um ævina. Hvað tókstu fyrir, þegar þú hættir við refaræktina? — Það var nú svona ýmislegt. Alls konar verkamannavinna. Ég vann við verksmiðjubygginguna á Skagaströnd. Atvinnulega séð var það bezti tími, sem ég hefi haft, má segja að ég búi að því enn. En vinnutíminn var langur — oftast frá 7,20 á morgnana til 11,30 Framhald á bls. 12 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. júní 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.