Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1968, Blaðsíða 12
Úlfur Ragnarsson: I dómsalnum Að deila við þig dómari mér dettur sízt í hug en margoft þrýtur þolið mitt að bíða. Mér gengur stundum ver en vel að vísa því á bug sem vill á sinnið stríða. Samt veiztu hvað ég hugsa og hvernig ég finn til. Við hvílu mína vakir þú um nætur. Já þú ert hvíta ljósið sem leggur hjörtum yl og laugar heimsins göngumóðu fætur. — En sjálfur el ég orm við hjartarætur. Og þó er aðeins eitt sem ég veit þó að ég vil: Ég vildi mega hugga þig Guð minn er þú grætur. Óli segir sjálfur trá Framhald af bls. 8 á kvöldin og stundum lengur. Ég var þarna í hálft annað ár. Sumir unnu allan sólahringinn, komust jafnvel upp í 25—26 tíma. Jú, það var hægt, ef mat- málstímanum var sleppt. Það voru aðal- lega járniðnaðarmenn. Ég man eftir ein- um, sem var keyptur út af letigarðinum. Honum hafði orðið á einhver yfirsjón. Hann var stundum sólarhringum saman. Hann var rafsuðumaður, ágætis dreng- ur. Hann var víst að vinna af sér ein- hverjar sektir. Sjálfur fékk hann dag- vinnuna og eftirvinnuna, en næturvinnu kaupið hvarf víst í gamla synd. Þetta var gott ævintýri, bara að síldin hefði veiðzt á þeim slóðum sem gáfu verk- smiðjunni hráefni. — Svo gerðistu lögregluþjónn? — Já, ætli það hafi ekki verið 1948, ég var það svo í 7 ár. Ég var einn allan þann tíma, nema þegar stórar samkomur voru, þá fékk ég hjálpar- menn. — Lentirðu þá ekki oft í ryskingum? :— Nei, ég slapp alveg við það. Það þarf að fara rólega að mönnum, þá er oftast hægt að jafna sakirnar, en stundum þurfti þó að taka menn úr umferð. — Hvernig var með gamlárskvöld, var þá ekki óróasamt? — Ekki svo mikið. Nú eru margir lögregluþjónar úti þegar krakkarnir fara að ólmast. Ég var vanalega einn. En þá var líka skátafélagið starfandi, og það var góð samvinna á milli. Skát- arnir voru að ólmast með hinum krökk- unum, en sáu um að ekkert var skemmt. Ég held, þegar allt er fullt af lög- regluþjónum, þá sé mesta sportið hjá krökkunum að reyna að hleypa þeim upp. Mér hefur alltaf fallið vel við krakka og samið við þau. En það er ábyggilega betra að hafa þau með sér en ekki móti. — Hverjar eru fjölmennustu samkom- urnar, þar sem þú varst við löggæzlu? — Hólahátíðin, þegar turninn var vígður. Þar voru um 6 þúsund manns, og þegar minnisvarði Stephans G. var vígður á Arnarstapa. Þar voru um 3000, en vín sást ekki á neinum — á hvor- ugum staðnum. — En hversvegna hættir þú í lög- gæzlunni? — Það var of lítið borgað, og þá var enginn bíll og enginn samastaður. Ef ég þurfti að taka skýrslu af manni varð ég helzt að fara með hann heim. — Er þér þá ekkert minnisstætt í sambandi við lögreglustarfið? — Nei, það væri þá helzt, þegar ég var í þjálfun, áður en ég tók við. Það var slagurinn við Alþingishúsið 30. marz. Ég var í „útlendingahersveitinni“ sem svo var kölluð, þar voru lika 5 lögreglumenn úr Keflavík, og Lárus Salómonsson stjórnaði okkur. Lögreglan sló hring um Alþingishús- ið. Við vorum Dómkirkjumegin. Við vor um með hjálma og grímur. Það gekk á með grjót- og eggjakasti og flestar rúður í húsinu brotnar. Ég var í bún- ingi af Lárusi og með hans númeri, því ég var ekki búinn að fá minn. Man að það óðu að mér þrír strákar og sögðu: „Þarna er hann“, en er þeir komu rétt að mér gall einn upp: „Það er ekki þessi Lárus!“ Svo ég slapp við öll skakkaföll, en svo var beitt táragasi. Það meiddust einhverjir. — En hvað segirðu svo um yfirskil- vitlega hluti, eru ekki draugar í Noregi? — Það er ekki mikið, minna en hér. En þar var kannske meiri vættatrú, huldufólk var talið algengt og líka tröll. Þetta er nú víst bara vitleysa. En það er margt, sem maður skilur ekki, og lífið væri sára tilgangslaust ef því væri lokið um leið og mokað er ofan á mann. — Orðið var við nokkuð sjálfur? — Einu sinni. Var að koma austan Sævarstiginn um nótt og enginn á ferli. Þá var nýfallinn snjór, tunglskinsglæta og sæmilega bjart. Þá sá ég mann koma frá kjallaratröppunum austan^ á húsinu, þar sem nú er verzlunin Ás, og ég tók mjög greinilega eftir búnaði manns- ins, í köflóttri skyrtu, en að öðru leyti móklæddur — með stóra úrfesti, sem glampaði á. Hann gskk frá húsinu og hvarf mér bak við skúr. Ég var lög- regluþjónn þá og mér þótti þetta grun- samlegt, svo ég fór inn fyrir girðing- una og ætlaði að kanna þetta nánar. En þá voru engin spor sjáanleg í ný- fallinni mjöllinni, og ég varð einskis vísari frekar. Og mér varð hálf ónota- lega við. Næsta morgun fór ég og sagði Eysteini Bjarnasyni, sem bjó í húsinu, frá þessu, og lýsti manninum. „Nú, frændi hefur þá verið að snúast þarna“ sagði Eysteir.n, og kannaðist við, um hvern var að ræða. Annað var það nú ekki, en ég'trúi á annað líf. Mér finnst það tilheyra heilbrigðri skynsemi. — Og hvað aðhefstu nú? — Ekkert eins og er. Það er lítið um atvinnu. Ég vann lengi í fiski — í frystihúsinu, en þú veizt hvernig það er núna. Atvinnan er undirstaða þess að hægt sé að lifa og komast af hjálp- arlaust, en iðjuleysið er böl. — Svo hefurðu búið? — Það getur ekki heitið, ég hefi löngum haft nokkrar kindur — núna eru þær tæpar 30, og ég á tún uppi á Móum. Maður þarf að reyna að skapa sér smástarf á þeim tíma, þegar enga vinnu er að fá, og það er gott fyrir krakkana að umgangast skepnur. Og nú hætti ég rabbinu við þennan innflytjanda, sem dvalið hefur hér í þrjátíu ár. Hann telur að samskiptin við umhverfið hafi verið góð, þó eigi hann engum meira að þakka en Reynis- staðafólki, þar hafi aldrei neinn skuggi fallið á. — Reynisstaður hefur alltaf verið mér eins og annað heimili, og krakk- arnir mínir hafa verið þar langdvölum. Og ég kveð Óla Aadnegard, þrekinn mann og fastan fyrir, sem geymir í minnum frjósaman Hallingdalinn og skógi vaxnar hlíðarnar, en á nú inni sitt við botn Skagafjarðar undir gróður- litlum Nöfum. Enn um Dalvísur Framhald af bls. 7 „Ég veit það eitt, að enginn átti aðra eins móður“ Hér gæti ég raunar látið máli mínu lokið. I mínum augum ber Dalvísa það með sér að hún (þær) er ort um heima- haga skáldsins. Auk þess er staðhæf- ing Rannveigar bein sönnun fyrir því. Ég verð þó enn að minnast á átthaga ástina, sem hann telur hafi komið Rannveigu til að fullyrða það sem hún vissi ekkért um. Skyldi Jónas_ ekki hafa fundið til átthagaástar líka? í því sam- badi minnist hann á Þorstein Erlings- son og kvæði hans: „Vara þig Fljóts- hláð“. Þar segir: „Þú veizt að hann Hval fjörður áleitinn er, þó ást okkar geti ’ann ei slitið“. Svo sér hann Skorradal- inn og þykir hann enn fegurri. Ætli hann hafi þó fremur getað slitið ást Þorsteins á Fljótshlíðinni heldur en Öxnadalur, en ætli hún hafi getað slit- ið ástum Jónasar við heimahaga hans fremur en Hvalfjörður ástum Þorsteins og Fljótshlíðar? Davíð Stefánsson hafði farið víðar um heiminn heldur en Jónas Hallgrímsson og séð margt fagurt, þeg- ar hann svo siglir inn Eyjfjörð og sér heimahaga sína, kallar hann þá „helga jörð“. Svo um Fagraskóg: „Á þessum bóndabæ, bíða mín opnar dyr.“ Ætli Jónasi hafi ekki jafnan beðið opnar dyr á Steinsstöðum? Jú áreiðanlega. Menn þurfa ekki endilega að elska það heit- ast, sem þeir sjá fegurst. Já, átthaga- ástin er sterk, eins og Árni Óla segir, bæði hjá skáldum og öðrum. Ég hygg að flestir aðrir en Ámi Óla trúi því, að svo hafi einnig verið um Jónas Hall- grímsson. Það er rétt, að orðalagið ,,í dalnum frammi“ hlaut Norðlendingur að hafa við haft. Ekki er þetta þó nein sönnun þess, og ekki einu sinni líkur, að Jónas hafi viðhaft þau um Markarfljótsdal- inn. Hann var í Danmörku þegar hann kvað Dalvísu og þar gat hann vel sagt fram að Steinsstöðum, samkvæmt okkar málvenju, jafnvel þó hann hefði verið staddur neðar í Öxnadal. Kirkjustað- urinn Bakki í Öxnadal er gengt Steins- stöðum, vestar ár. Eitt sinn fóru mörg sóknarbörn séra Jóns Þorlákssonar að Bakkakirkju, en hann þjónaði þá aðeins Bægisársókn, en séra Hallgrímur faðir Jónasar Bakkasókn. Um þessa messu- ferð orti séra Jón skopvísu, er hófst svona: „Þelamerkur þjóðin frakka þeysti gjörvöll fram að Bakka.“ Orðin „í dalnum frammi“ gátu því vel átt við Steinsstaðaland. Bakki og Steins staðir eru alveg jafnt frammi í Öxna- dalnum. Það má vel vera að Bleiksá í Fljótshlíð sé bakkafögur, en það munu margar fleiri ár á íslandi líka vera, einnig Öxnadalsá, a.m.k. á köflum. Það mun öðru skáldi, Hannesi Hafstein hafa þótt. Hann segir í kvæði sínu um Hraun í Öxnadal: „Geislar sumarsólar silungsána gylla þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla“ Ég læt nú máli mínu lokið og mun tæplega anza oftar þeim fjarstæðum, sem Árni Óla hefur á borð borið í þessu máli, þó þær kunni að skjóta upp koll- inum aftur. Lakast hefur mér þótt hjá 'honum og stappar það nærri svívirðu, að væna aðra eins ágætiskonu og Rann veigu Hallgrímsdóttur á Steinsstöðum um ósannindi vegna óskhyggju einnar Ég endurtek, að hún staðhæfði aldrei annað en það sem hún vissi. Ég hef haft það miklar spurnir af henni, að ég veit þetta. Berli. Stefánsson Allar leturbreytingar mínar B. St. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Hitstj. fltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Árnf Garðar Kristinsson. Hitstjórn: Aðalstrœti S. Simi 22480. Útgefandi: H.f, Árvakur, Reykjavík —----------— Einar Olafsson: Blóm Eins og stundum vill verða grét lítil stúlka í gær út af blóminu sínu sem dó í fjörunni. Það féll eitt tár í sandinn, sökk niðrí hann salt eins og sjórinn. Og svo á morgun hefur sjórinn fært blómið þanginu. Einar Ólafsson, Bústaðavegi 51. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. júní 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.