Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1968, Blaðsíða 4
SMASAGAN Lars Gyllensten jöfnu stundir. Þessvegna ætla ég að fara og koma aftur þegar allt er komið í réttar skorður og konan er í réttum skorðum og ég sé hvernig landið liggur. Ef hamingjan er skilgreind og færð í nýjan búning, getur hún orðið mjög gagnlegur hlutur. Auðvitað vil ég eign- ast þann hlut. Hann er mér mjög nauð- synlegur og svo hafa líka aðrir hann. Á hvað er hægt að reiða sig, ef ekki rök og reglusemi? Hún ætti að vera mér þakklát en setur bara upp svip. „Miettinen er hættulegasti keppinaut- ur minn. í raun réttri er alger óþarfi að minnast á Petajainen.“ „Miettinen? Þessi gasprari? Þú ætlar þó ekki að segja að þú berir virðingu fyrir Miettinen? „Af hverju ertu svona æst? „Þú ert æstari en ég. Nafnbótin hef- ur stigið þér til höfuðs, er það ekki?“ „Svona, reyndu nú að stilla þig. Hef ég skapraunað þér á einhvern hátt? Þú ert eins og móðursjúk, þú. .. .Það. •. “ „Þegar karlmenn finna að þeir eru að tapa, segja þeir alltaf að konan sé móðursjúk.“ „Hvað er komið yfir þig?“ „Ekkert. Þú ert bara. . . ég get ekki afborið að hlutir falli niður af stalli sínum og brotni í mél.“ „Ég held ég fari núna. Erfiður dagur á morgun, verð að vera vel fyrir kall- aður“. „Þú ert alltaf vel fyrir kallaður, það ertu“. „Hvað í ósköpunum hef ég sagt sem fer svona í taugarnar á þér? Eg hef heyrt það áður: fólk segir að þú getir orðið æst út af hlutum sem eru þér einskisverðir, það er sannarlega ein- kennilegt. Hvernig hef ég. •.?“ „Guð minn góður! Þú átt þá enga sjáifsgagnrýni. Fyrst ætlarðu þér að ýta Porila frá: svo vonastu eftir að Lahto, þessi göfugi gamli maður, fari að deyja: þá berðu lof á Miettinen, sem er ekkert nema metorðastritari, hef- ur komið sér áfram með eintómum brögðum, engu nema eintómum brögð- um, hefur aldrei gert nokkurn hlut, sem akkur er í, aldrei. Og þú dáist að hon- um!“ „Ég hef ekki sagt að ég dáist að Mi- ettinen. Þetta er rangfærsla hjá þér.“ „Þú sagðir það víst! Eða að minnsta kosti að þú bærir virðingu fyrir honum.“ „Ég held í alvöru að ég fari núna.“ „Ég hefði aldrei trúað því að dokt- orsnafnbótin gæti haft svo skelfileg áhrif á þig. Ha! ha! ha! Ah, þú hefur lagt svo hart að þér.“ Hann var að fara í yfirhöfnina frammi í þröngu fordyrinu: svitinn bogaði af bakinu á honum. Það var henni að kenna að hendur hans skulfu og að hann rak hnúana í vegginn. Hún stóð þarna bara á þröskuldinum, há- leit — hver fjárinn gekk að henni stundum? — eins og hún stæði allt í einu uppi á stalli. Já. Þar skall hurð nærri hælum. Alveg fyrirtak, sannkall- að happ. Hamingjan góða, þegar maður fór að hugsa um það í alvöru- En það var útlit hennar: ekki svo afleitt, húðinn eins og veðurbarin, ljóst hrokkið hár, langur háls, sem oft var alsettur rauðum dílum, djúpstæð náin augu. Hún leit oft útundan brúnunum, gullnum brúnum. Sízt af öllu ólagleg kona, áreiðanleg og hlédræg, einmitt æskilegt útlit eiginkonu og væntan- legrar móður. Og þegar hann horfði á hana mættust augu þeirra, en það var gagnslauist. Það breytti engu: þau horfðu hvort á annað eins og gegnum spegil. Á milli þeirra var gljáandi. hörð skel og þau vissu ekki hvort þau ættu að kinka kolli, brosa við spegil- myndinni eða ef til vill að snúa sér við og líta á hinn raunverulega mann. Þegar hann hafði ýtt aftur hurðinni, sneri hún við inní stofuna og fór strax til að slökkva á kertunum. Hún laut yfir þau og blés: krossmyndað hálsmen ið féll framávið og hékk í lausu lofti augnablik, langt frá brjóstum hennar. Er hún rétti úr sér féll hálsmenið aftur á sinn stað. Hún tók af sér gleraugun og fægði þau með leðurpjötlu sem hún geymdi í bókahillunni ofaná ritsafni Shakespeares. Sannkölluð heppni var þetta. Þar Framhald á bls. 11 UM HGFUNDINN Eila Pennanen, höfundur smásög- unnar, sem hér birtist, er finnsk, fædd 1916. Frá hendi hennar hafa komið tíu skáldsögur og þrjú smá- sagnasöfn. Hún er einnig kunn í heimalandi sínu sem greinahöfundur og bókmenntagagnrýnandi. Ein skáldsaga hennar, Birgitta sierskan hefur komið út í sænskri þýðingu hjá bókaútgáfu Söderström og Co. í Helsingfors. Það er söguleg skáld- saga um sænska dýrlinginn, heilaga Birgittu, sem uppi var á 14. öld. Höfundur rekur sögu hennar allt frá bernsku, er hún ólst upp sem höfðingjadóttir í föðurgarði og til þess er hún leggur upp í pílagríms- för til landsins helga eftir dvöl í Róm. Inn í persónusögu Birgittu sjálfrar fléttast átök sænskra stjórn mála á þessu tímabili, saga kirkju- höfðingja og veraldlegra höfðingja er rakin, og sýnt inn í hugarheim og lífskjör fólks á þessum tíma. Höf- undur leggur áherzlu á innri bar- áttu Birgittu sjálfrar, sem gegnum sýnir og opinberanir virtist strax sem barn útvalin til að þjóna Guðs kristni í landinu. Strax í bernsku togast á um hana andstöð öfl, faðir hennar gifti hana nauðuga og gegn vilja móður hennar, sem kosið hafði henni klausturlífið. Með manni sín- um eignaðist Birgitta átta börn og eftir lát hans gekk hún í klaustur; í sögunni er rakin barátta hennar við yfirvöld kirkjunnar um stofnun nýrrar reglu og nýs klausturs. Sag- an lýsir einnig suðurgöngu hennar, sigrum og ósigrum, upphefð og niður lægingu. Ytri sveiflur spegla innri baráttu Birgittu: í sál hennar tog- ast á hin sanna kristilega auðmýkt og stolt og metnaður höfðingjadótt- urinnar, sem var vanari að beita valdi en lúta þvi. Bókin er 671 blað- síða og gefin út með fjárframlagi finnska þingsins. SvJ. Oft er litið með tortryggni á fólk, sem lifir og starfar á tveimur ólíkum menningarsviðum. Það nær sjaldan mikl um metum á báðum sviðum og er oft- lega álitið viðvaningar á a.m.k. öðru þeirra. Skýrasta undantekningin frá þessari reglu í Svíþjóð vorra tíma, er að lík- indum Lars Gyllensten, sem í krafti stöðu sinnar sem prófessor í vefjafræði við Karolinska Institutet í Stokkhólmi leggur árlega fram tillögu um veitingu Nóbelsverðlauna fyrir læknisfræði, og Lars Storléer: Erfðaskrá Arnulfs • o Overlands vegna verðleika sinna sem rithöfundur á sæti í sænsku akademíunni (frá ár- inu 1966), sem árlega úthlutar bók- menntaverðlaunum Nóbels. , f heimi læknisfræðinnar eru margir, sem líta með nokkru hiki til skiáld- sagnagerðar og heimspekirita Gyllen- stens. Þeim er nú orðið ljóst, að hann er viðurkenndur í þessum annarlega heimi, en þeir eiga erfitt með að skilja hversvegna hann eyðir svo miklum tíma í að velta fyrir sér hinum óleysanlegu vandamálum mannkynsins. Gyllensten Arnulf överland lézt 31. marz sl. en sköm.mu áður ritaði hann grein, sem nú hefur birzt á prenti, þar sem hann gerði grein fyrir ritverkum sínum. Ritgerð- in er einlægt játningarrit andans stór- mennis sem hafði í senn til að bera skarpskyggni háðfuglsins og tilfinninga næmt innsæi og samkennd skáldsins. Overland var hinn aldni höfðingi í hópi norskra skálda og bjó meira en einn mannsaldur í heiðursbústað ríkis- ins, húsi Henriks Wergelands, „Grott- en“, í Hallargarðinum í Osló. Þjóðfé- lagsskoðanir Överlands voru róttækar og hann tilheyrði „Mot Dag“ hreyfing- unni, sem á sínum tíma var mjög á- hrifarík. f menningarmálum var hann hins vegar varfærnisstefnumaður og stóð meðal annars í fararbroddi þeirra, sem berjast fyrir því að varðveita og 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. júní 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.