Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 31

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 31
upp í kirkjunum. Árangur þessa varð sá, að nú fara huglækningar fram í mörgum kirkjum í Englandi. En fyrir það eykst aðsókn að þeim og trúar- legur áhugi safnaðanna. Huglæfeningar geta ekki hjálpað öll- um, en talið er, að 8 af hverjum 10 siúklingum fái bata, og þar á meðal margir, er læknar höfðu talið banvæna. Þessar lækningar eru ekki kraftaverk, þær hlíta sérstöku lögmáli. Venjuleg- ar lækningar eru á sviði efnisins og byggjast þvi á lögmáli þess. En hug- lækningar fara fram á andalega svið- inu, og þær byggjast á lögmálum lífs- ins. Er hér ekki umhugsunarefni fyrir íslenzka kirkju? Hún trúir á lækning- ar Krists, eins og sjá má á því, að 8 sunnudaga á hverju ári fjallar guð- spjallið um iækningar hans. En þáð er ekki nóg að lesa þetta fyrir söfnuð- ina, og skeyta engu um þá fyrirskip- an Jesú til lærisveinanna, að þeir skyldu halda áfram lækningunum. Prestarnir eru lærisveinar hans og þess vegna ná þessi fyrirmæli hans til þeirra, ef rétt er skilið. En svo má ljúka þessum pistli með því, er Harry Edwards segir í bók sinni „Spirit Healings“: „Um þessar mundir eru hin andlegu efnin vanrækt. Æskan elst upp við efn- ishyggju og hefir engan trúaráhuga. Allt er talið velta á framförum efnis- vísindanna. Fólk vill ekki taka á móti trúarkenningum vegna þess að það á að troða þeim í það. Helgi hinna and- legu verðmæta er minna virt en áður var. Tortryggni fer vaxandi þjóða á milii og þær þykjast ekki öruggar nema í skjóli vetnissprengju. En þrátt fyrir allt þrá menn að lifa í friði og í sátt og samlyndi við ná- unga sinn. Mannkynið þjáist af and- legu hungri, en kirkjurnar verða því ekki að liði. En eins og Kristur sýndi hinn andlega kraft með lækningum sín- um og kraftaverkum, svo getum vér enn í dag sýnt, að hinn sami andlegi kraft- ur býr í oss og að vér höfum samband við æðri heim. Gallinn á kirkjúnni er sá, að hún er ekki fær um að sanna ódauðleika mannsins og annað líf. En huglækning- ar færa sönnur á þetta“. ERIMHRYN Framhald af bls. 53 Það hefur farið vel um mig þarna uppi í kirkjuturninum, hugurinn hefur flögráð um og dottið niður á atriðin, sem hafa verið hripuð hér niður, en þetta hefur verið svolítið sérstæð messa. Ég virði fyrir mér alla ljósadýrðina í kirkjugarðinum og minnist þá afa og ömmu og fleiri sem mér þykir vænt um og hvíla þar. Þegar fólk, sem manni þykir vænt um, hverfur af sjón- arsviðinu, hverfur hluti af manni sjálf- um. Það er gott að geta ráðið sín mál sjálfur, en það er líka gott að geta leitað til þeirra sein eru manni reynd- ari og vilja manni vel. Þáð rifjast upp það fyrsta sem ég man af afa og ömmu, en þá var ég örlítill hnokki og var oft hjá þeim þar sem þau bjuggu fyrir ut- an kaupstaðinn, fyrir ofan Hraun. Eg var víst fljótt gjarn á að fara mínar leiðir og til dæmis um það, var ekki fyrir nokkurn mann að koma mér til svefns á kvöldin ef sá gállinn var á hnokkanum. En afi kunni óbrigðult ráð, hann brá sér á hvítu buxunum út í gróðurhús á nóttinni og náði í nokkra tómata handa strákunum og þá leið ekki á löngu þar til draumheimar réðu ferð- inni. Mér heyrist vera umgangur í kirkj- unni og það stendur heima, messunni er lokið og ég sat í turninum og hvíldi mig við að láta hugann standa opinn. Helgistundinni í húsi Gúðs er lokið og ég sný mér að almannatorgi hversdags- leikans, stíg niður úr turninum og óska þess að allir eigi gleðileg jól. Sál f borgum Framhald af bls. 38 turnspírur teygðu sig í hæstu tónana. Tilveran öll var voldugur samfelldur hljómur og sál Kaupmannahafnar var vakin. Míkill er sá misskilningur að kirkju- klukkur eigi að hringja út í auðn og ósnortna náttúru. Þær eiga að hljóma út yfir borgir, renna saman við skvald- ur í flólki sem á annríkt á götum, flaut í bifreiðum, hróp blaðasaia og skrölt strætisvagna, já, þær eiga jafnvel að brjóta sér leið inn í sama'nbarða aug- lýsingatexta fjölmiðlunaríækja. Og Reykjavík? Jú, hún ’hefur líka sál. En þeir sem standa framandi gagn- vart henni, borginni okkar íslenzku, greina aðeins ópersónuleik strætisins þar sem fólk gengur samsíða án þess að skiptast á orðum og mætist án þess að takast í hendur; 'hér spyr enginn annan hver sé maðurinn. En er okkur nauðsyn að vita hver maðurinn er? Er ekki nóg að vita, að maðurinn er? Og maður í borg, hann er, hann birtist okk- ur í ótal leiftrandi svipmyndum, í smá- atviki, í einni setningu. Og þetta litla atvik situr eftir í huga okkar sem leift- urrnynd af manni í borg, og þá skiptir okkur í rauninni engu hvort maðurinn var á leið í Bústaðáhverfi eða út í Hellerup. Og þar sem mannflólkinu ægír saman, gerast hin furðulegustu ævintýri eins og konan á Suðurlands- brautinni komist að raun um. Það var á haustdegi eftir gifurlegar rigningar. Leðjan vall undir hjólum bifreiða og slettist upp á rúðurnar, svo varla sá út; strætisvagn ók fram á konu sem öslaði forina utan við Suður- landsbrautina. Þetta var milli stöðla. Bílstjórinn stöðvaði strætisvagninn, opnaði hurðina og kallaði til konunnar: Á ég ekki að taka þig uppí svo þú verðir ekki alveg eins og svín? Hik kom á konuna. Hún starði nokkra stund á bílstjórann, renndi síðan aug- um eftir endilöngum vagninum, leit aftur á bílstjórann. Svo virtist hún taka ákvörðun, kleif ákveðin upp í vagn- inn og þakkaði fyrir, sagðist nú bara vera að fara í Vogana, og fékk sér sæti framarlega. Vagninn ók áfram og eftir nokkra slund stanzaði hann við Vogastöðulinn. Bílstjórinn sneri sér að konunni. Var það ekki ’hér sem þú ætlaðir út? Það kæmi sér betur af þú hleyptir mér út soldið neðar. Það er nær, svaraði hún. Svona var hún orðin rugluð í rím- inu. Með sjálfri sér var hún nefnilega farin að gæla við þá hugmynd að Kún væri komin í draugavagn sem tæki hana upp í þegar mest á lá og sleppti henni út þar sem ihenni kæmi bezt. Það má ég ekki, sagði bílstjórinn. Konan horfði á hann með nokkurri undrun. Ég má ekki stanza milli stöðla. Nú brá ósviknum hræðslusvip fyrir I augum konunnar. Hún tók saman pjönkur sínar í flýti og hraðaði sér út. Börn borganna læra að bjarga sér í margvísleiguim samskiptum milli manna, þau skynja ’hvenær bezt er að beita vörn eða hefja sókn. Og við sem lékum okkur á Leifsgötunni í gamla daga, hlupum þar um húsasund og garða, við lærðum að rata, að minnsta kosti um Leifsgötuna. Sum okkar féllu að vísu síðar fyrir freistingum sveitar- innar, en það er önnur saga. En ætíð er við hittumst sjáum við eigin bernsku í augum hvers annars þótt árin líði. Ég bef stund.um þótzt greina sams feonar viðmiót í handtaki þeirra er óliust upp í -sömu sveit. Og ef við segjum um ein- ’nvern að ’hann sé af Leifsgötunni, j.a, það er í sjálfu sér ekki verri skilgrein- ing á manni en ef við segjum: Ihann er Húnvetningur. En Reykjavík er í örum vexti og það er örðugt fyrir borg með vaxtaverki að huga að sál sinni. Reykjavík teygir limi sína inn fyrir Elliðaár, inn í Foss- vogsdal, hún er víst jafnvel farin að þjarm.a að Kópavogi. Enn hefur henni ekki gefizt tóm til að kasta mæðinni. Ný kynslóð ba-rna er að álast upp þar sem áður var MosfeUssveit og þessi kyn- slóð rennir sér á skautum á Rauðavatni cg þekkir ekki Tjarnarisn.n nema af afspurn, ísinn á Tjörninni gömlu er nú orðinn þjóðlegur fróðleikur, munnleg geymd sem þessi börn nema af vörum mæðra sinna. Og þó er stutt síðan Tjörnin var einráð um börnin. En kannski væri ráð fyrir Reykjavík að fara nú að hvílast, og þá mætti hún gjarna fara að dæmi afriskrar vizku sem kennir þegnum sínum að halda kyrru fyrir eftir ferðalag og biða þess að sálin nái líkamanum að leiðarlokum. Og þá mega kirkjuiklukkur hljóma yfir borg- ina. LEIÐIN SUÐUR Framhald af bls. 45 Og loksins. Tíðaskarð. Ljósin í borg- inni. Það verður gott að koma heim. Ég hugsa um hvort bíllinn fari í gang hjá mér, og hvort nokkuð sé til á kaff- inu. Stúlkan er loksins sofnúð. Það er að koma morgun. Einhver kall ar til bílstjórans og biður hann að at- liuga hvort Jón Múli sé vaknaður. Bíl- stjórinn opnar útvarpið og áður en langt um líður vitum við að það sátu 3 skarfar á Skúlagötubakkanum fyrir stundu síðan. Síðan kemur djass. Borgin er sofandi þegar við komium þangað. Bíll og bíll á stangli á Miklu- brautinni. Blokkirnar í Heimunum eru fagurlega skreyttar marglitum ljósum. Það eru enn jól. Ungi maður- inn í sætinu fyrir framan stendur upp og fer í frakkann sinn. Rauðhærða stúlkan borðar epli og er þögul. Mað- urinn horfir í gaupnir sér. Svo renn- um við inn á Umferðarmiðstöðina og bíðum eftir töskunum okkar. Þegar einhver sér föggur sínar, grípur hann þær og svo rölta menn inn í afgreiðslu- salinn. Eg panta bíl. Þegar ég kem út á stéttina eru þar rauðhærða stúlkan og maðurinn fyrir. Leigubíllinn er kom inn og stúlkan treður sér inn 1 hann. Maðurinn stendur á stéttinni og held- ur á Loftleiðatösku. Tvístígur. Stúlkan tekur af skarið. — Þú getur svo sem komið með mér. En mundu að ég er í stræk þar sem ég leigi. Og þú skalt ekki halda að þú sért eitthvað. Þú ert ódó. — Ódó! Maðurinn hlær og treður sér ófimlega inn í bilinn. Minn bíll var kominn. ÆVINTÝRI ÚR FÆREYJAFÖR Framhald af bls. 61 För til Gjár á Austurey. H já Sigurði Jóensen höfðum við frétt um ferð, eem félli daginn eftir til þorpsins Gjár á Austurey, en þar átti þá að halda bazar ti ágóða fyrir minnisvarða, sem reisa skyldi drukkn- uðum sjómönnum fná Gjá og næstu byggðarlögum. Hvatti Jóhannes okkur eindregið til að fara þessa ferð, því að á leiðinni og í Gjár yrðu tækifæri til að sjá og kynnast ýmsu. Fengum við þegar hug á að fara og tryggðum okk- ur tvö sæti í bifreið áleiðis þangað fyrir milligöngu Jóhannesar. Um tíu-leytiðl á sunnudagsmorgun- inn 6. ágúst blés bifreið úti fyrir hús- inu, þar sem við bjuggum. Kvöddum við þá Comtet, en svo hét gestgjafi okk- ar, sem við höfðum þá þegar talað við og okkur fállið vel í geð, fórum út og sett- umst inn í bílinn.. Fleiri farþegar bætt- ust þegar við. Ekið var frá Þórshöfn upp á hálendi Straumeyjar, norður eft- ir því um stund, fram hjá húsi einu stóru um sig, en lágreistu með torf- þaki. Aðspurður sagði bílstjórinn mér, að þetta væri Nató-stöðin í Færeyjum. Síðan ók hann ofan að sundinu milli Straumeyjar og Austureyjar og norður með því að vestan til bryggju einnar við mitt sundið, en hjá henni beið bát- ur, sem flutti fólk yfir á Austurey, og var það allmargt. Þegar þangað kom, biðu þar bílar, en voru allir uppteknir, og gengum við því af stað norður með sundinu að austan, og svo var um fleiri. Þar var þó nokkur byggð á lágri strönd, umferð talsverð eftir vegi. Nokkrir bíl- ar mættu okkur, en fleiri fóru í sömu átt og við, áleiðis til Gjár. En þar var hvert sæti skipað, að minnsta kosti í öllum þeim, sem héldu norður á bóg- inn. Þoka hafði verið um daginn fram að þessu. En nú tók að rigna. Fannst okkur þá óálitlegt að halda áfram göngunni. Urðum við loks svo heppin að mæta 'bíl, sem í var aðeins einn m.að- ur, auk bifreiðarstjóra, er_ kynnti sig fyrir okur, kvaðst heita Ólafur Guð- mundsson, vera íslenzkur, að minnsta kasti í aðra ætt, friá Keflavík, en stunda verzlun í Þórshöfn, en farþegann ætlaði hann að flytja að ferjustað við sundið, en okkur væm heimili sæti hjá sér að því búnu norður til Gjár. Settumst við þegar upp í, fegin að hafa fengið far- kost, orðin dálítið þreytt af göngúnrá og tekin að vökna. Framhald í næsta blaði. ■LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 63 24. desember 1987

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.