Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 28

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 28
VINDÞURRKAÐ KJOT OG RJÖMASTAMP ÆVINTYRI UR FÆREYJAFOR Eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi FYRSTI HLUTI Mykines vestust af Færeyjum, séð úr Tindhólmi. E ég var ávarpaður með nafni, þar •iem við hjónin stóðum á þilfarinu, þeg- ar Krónprins Friðrik lagðist við bryggju i Þórshöfn laugardagsmorgun- inn 5. ágúst á 8. tíman.urm. Þeim, sem ta'aði til mín af hafnarbakkanum, var ég ókunnugur með öllu, hafði aðeins sent honum línu í vikunni á undan og hann mér svarskeyti. Virtist því óskilj- anlegt, hvernig hann gat þekkt mig, hversdagslegan mann, þó að okkar væri von með skipinu. Þetta var Jóhannes av Skarði, fræðimaður og kennari, son- ur Símunar av Skarði, hins kunna lýð- háskólastjóra. Sem við höfðum gengið gegnum breinsunareld tollskoðunar og stigið á land, heiisaði Jóhannes okkur alúðlega og bauð hinum nýkomnu gestum upp í leigubíl, sem var þar á vegum hans og beið þeirra. Var síðan ekið heim til Jóhannesar og konu hans, Pálínu, sem er ættuð úr Suðurey, og hafði ekki gleymt gestrisninni fremur en bóndi hennar. Hjá þeim fengum við hress- ingu þennan fyrsta morgun okkar í Færeyjum. Talaði Jóhannes vel ís- lenzku og bað okkur að mæla ekki annað mál í þeirra húsi. Kvaðst hann hafa dvalizt á íslandi um sl. páska og búið hjá Lúðvik Kristjánssyni og Helgu Proppé konu hans. En þau höfðu ein- mitt komið okkur á framfæri við Jó- hannes með því að senda honum kveðju sína. „Börnin?“ spurði ég, meðan við bið- um eftir kaffinu. „Þau eru fjögur og heita eftir for- eidrum okkar“, sagði Jóhannes: „Sím- un, við kennaranám í Kaupmannahöfn; Sanna, væntanleg heim á morgu úr skóla i Ameríku; Hans Jakob, útlærður bókbindari hefur starfað hjá Hafsteini Guðmundasyni, prentsmiðjustjóra í Reykjavik; Alexandra, hér heima.“ „Þið eruð þá bæði af sonum og dætr- um sæl, og þá líka af verkum vel“, sagði ég — án þess að vita, hve satt það var. Að því komst ég betur smám saman, og að sumu leyti þegar við svar hans. „Líklega er það síðar nefnda nú of mælt“, sagði Jóhannes af hógværð. „Þó er ég feginn þvi, að færeyska orðabók- in mín skuli vera komin út. Vonandi gerir hún eitthvert gagn, þó að margt standi þar til bóta.“ „Svo að þú hefur lokið samningu orðabókar yfir móðurmál þitt“, sagði ég og óskaði honum til hamingju með það starf. „Já, dansk-færeyskrar“, sagði hann. „Það er alger frumsmíð." Að lokinni kaffidrykkju fylgdumst við með Jóhannesi niður í miðbæ, en hann býr ofarlega í kaupstaðnum á hæð nokkurri. Sýndi hann okkur mörg hús og merkileg, sögulega séð, og fleiri fornminjar. Fengum við nú fyrst lang- þráð tækifæri til að virða fyrir okk- ur þennan elzta höfuðstað á Norður- löndum, sem reyndist að mörgu leyti alls ólíkur því, er ég hafði gert mér í hugarlund. Einkum undraðist ég veg- leg tré, ættuð sunnan úr laufskóga- belti Evrópu, og margs konar litfögur blóm í görðum. í einum þeirra reikaði og lék sér höfundur ljóslækninganna, Níeis Finsen, á æskuárum, en gerði einnig tilraunir með áhrif sólarljóssins á tjargaðan handlegg sinn. Þar sóum við minnisvarða hins dansk-íslenzka töframanns með letri, er hann sjálfur hafði klappað á steininn. Furðulegt fannst okkur, hve götur voru mjóar og með ótal bugðum, ómerktar víðast hvar, en þó hratt ekið og miklu fleiri bílar en ég bjóst við. Nýi tíminn hef- ur, sem sagt, hafið innreið sína í Þórs- höfn. En við vorum ekki komin þangað til að kynnast bifreiðaumferð, heldux gefa þjóðlegri fegurð og fornmmjum stað- arins nokkurn gaum. Og af þeim var margt eftirtektarvert að sjá. Ég nefni aðeins örfátt, og þá einkum í gamla bæjarhlutanum á Þingnesi og við Aust- urvog. Þingnes er eins konar Þing- völlur Færeyinga. Þar var þing háð þegar á dögum Hákonar Hlaðajarls og Sveins tjúguskegigs. Á lýðveldistíman- um hittust þar höfðingjar eyjanna og réðu ráðum sínum. Og þar tóku Fær- eyingar kristni um aldamótin 1000 og gengu síðar Noregskonungi á hönd. Við sáum þar múra Munkastofu þeirrar, sem var útkirkja frá biskupssetrinu Kirkjubæ fyrir siðaskipti. Hjá þing- staðnum var öldum saman aðsetur verzlunar, fyrst útibú frá Björgvin, svo Kaupmannahafnar, þá Hansakaup- manna og loks einokunarverzlun til 1856. Var sannast að segja ýmislegt ömurlegt að sjá fró þeim niðurlæging- artímum, en fátt svo dapurt sem rúst- irr.ar af Myrkvastofu og kvalaklefa Kristófers Gabels, eins illræmdasta harð stjóra, sem verið hefur í Færeyjum. en þær hafði hann á leigu hjá Dana- konungi og var landsstjóri þar, ásamt elzta syni sínum frá 1662 til 1708, og hefur þetta yfirráðatímabil feðganna verið nefnt Gabelstíminn, eitt svartasta skeið í sögu Færeyja. Á Kák heitir enn bæjarhluti við Eystrivog. Þar stóð lengi staur, er sakamenn voru hýddir við op- inberiega. A ustan vogsins á nesi einu er Skansinn, varnarvirkí, sem Magnús Heinason, sjóhetjan fræga, reisti ó 16. öid, til varnar sjónræingjum. Að við- haldi hans og endurbótum voru fang- ar og snauðir menn látnir vinna, kaup- laust, í öryggisskyni fyrir verzlunina, sökum stöðugrar hættu sem stafaði af árásarmönnum fná sjó, en hlutu aðeins fyrirlitningu að verkalaunum. Konur þeirra og börn, fyrirvinnuaus, flökk- uðu svo um sveitirnar og báðust bein- inga. Sé hins vegar skuggum þess liðna gleymt, en gömlu húsin á Þingnesi og við Eystri-Vog, tjörguð, með hvítum gli.ggakörmum og torfþaki, skoðuð sem þjóðeg byggingarlist, þá er það heill- andi sjón, sem fellur aðdáanlega inn í landslagið. Og ekki spilla mjóu göturn- ar milli húsaraðanna áhrifunum. Þrengst þeirra er mjóstrætið Göngin, sem ennþá eru að nokkru varðveitt náægt sjón- um, en náðu fyrr meir upp með Hafn- ará, er fellur í Eystri-Vog, áður en hún var kviksett undir malbikaðri braut. Hjá ánni stóðu hús í röðum, og hét eitt Árstofa. Þar fæddist góðskáldið Hans Andreas Djurhuus. Á æskuárum hans var Þórkhöfn enn lítið þorp, þar sem svarðarreykur sveif yfir húsum, máv- ar sátu á þökum þeirra og endur husl- uðu niðri í fjöru. Rómantík Þórshafn- ar frá þeim árum hefur enginn lýst svo fagurlega sem Hans Andreas í ljóð- um sínum. Bróðir hans, Janus Djurhuus, er einnig Færeyingur og Þórhafnarbúi á tímabium, þó að mikinn hluta æv- innar byggi hann í Kaupmannahöfn, hefur á hinn bóginn lýst annarri hlið á einkennum höfuðstaðarins við Nóls- eyjarsund: fyndni, meinlegheitum og uppnefningu fólksins, er oft var næsta hugkvæmin og hæðileg. Kem ég síðar að þeim bræðrum betur, V ið máttum ekki gleyma okkur alveg, heldur reka erindi þau, sem fyr- ir lágu. Svo var mál með vexti, að Jó- hannes hafði úbvegað okkur lítið her- bergi til leigu vestarlega í bænum fyr- ir milligöngu ferðaskrifstofu, sem geymdi lykil að íbúð þeirri, sem her- bergið var í. Fylgdi Jóhannes okkur nú á ferðaskrifstofuna, þar sem mér var afhentur lykillinn, ásamt nafni Göngin ein af gömlu götunum í Þórshöfn. leigjandans og heimilisfangi, en það var Fransmaður einn, til heimilis í Þórs- höfn. Þaðan lá leið okkar á landsíma- stöðina, því að við þurftum að senda brúðhjónum og afmælisbörnum heilla- óskaskeyti norður við Dumbshaf. En þegar þangað kom, reyndist ómögulegt að senda skeytin þaðan, þó að undar- legt kynni að virðast, hins vegar mátt- um við senda skeytin úr hvaða síma í bærium, sem var; fórum því næst á matsölu, er Jóhannes mælti með við okkur, og komum þar skeytunum á framfæri. Eftir þessi umsvif bað ég um bíl, sem ók fegnu fólki heim til Jó- hannesar og konu hans. Þar tókum við töskurnar og ókurn þeim í vistarveru þá ,sem okkur var fyrirhuguð. Yfirgaf nú Jóhannes okkur í bráð. En ekki lét hann staðar numið að heldur með greiðasemina. Meðan við sátum að mál- tíð í áðurgreindri matsölu, hringdi hann til mín og bauðst að sýna okkur helztu söfn staðarins um nónleytið. Tók ég því með þökkum, og ákváðum við að Vestmannahöfn á Straumey. 60 lesbók morgunblaðsins 24. desember 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.