Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 18
Táknmynd kirkjunnar, gerð á 13. öld. ÞEGAR menn fóru fyrst að hugsa, reyndu þeir að gera sér grein fyrir líf- inu og umhverfinu. Og þá skildist þeim svo, ,,að jörðin vaeri kvik og hefði líf með nokkrum hæ.ti og vissu þeir, að hún var furðulega gömul að aldartali og máttug í eðli. Hún fæddi öli kvik- indi og hún eignaðist allt það sem dó. fyrir þá sök gáfu þeir henni nafn og töldu ætt sina til hennar. Það sama spurðu þeir af gömlum frænda sínum, að síðan talin voru mörg hundruð vetra. þá var hin sama jörð og sál og himintungl. Af þessum hlutum grunaði þá, að nokkur mundi vera stjórnandi himintunglanna, sá er stilla mundi gang þeirra að vilja sínum og mundi þá vera ríkur mjög og máttugur. Og þess væntu þeir, ef hann réði fyrir höf- uð-kepnunum, að hann mundi og fyrr hafa verið en himintunglin, og það sáu þmr, ef hann ræður gangi himintungl- anna, að hann muni ráða skini sólar og dögg loftsins og ávexti jarðarinnar er því fylgir, og slíkt hið sama vind- inum loftsins og þar með stormi sæv- arins. Þá vissu þeir eigi hvar ríki hans var, en því trúðu þeir, að hann réð öll- u.m hiutum á jörðu og í lofti, hiimins og himintunglum, sævarins og veðranna". Þannig segir Snorrí Sturluson frá því hvernig menn uppgötvuðu, að aimátt- ugur guð er til. „En til þess að heldur mætti frá segja eða í minni festa, þá gáfu þeir nöfn með sjálfum sér öll- um hlutum. . . . En alla hluti skildu þeir jarðlegri skilningu, því að þeim var ekkj gefin andleg spektin. Svo skildu þeir, að allir hlutir væri smíð- aðir úr nokkru efni“. Hér drepur Snorri á það, sern ver- ið hefir aðferð vísindamanna allt fram aði þessu, að reyna að gera viðfangs- efni sín einfaldari og auðskiljaniegri með viðmiðun eða samanburði við ann- 50 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS' PISTILLIIM IRIÍARBRÍÍIIfl Kristur læknar sjúka. EFTIR ÁRNA ÓLA að, sem þeir þekkja. Og þótt menn teldu víst, að guð réði fyrir náttúruöflun- um, þá hlaut hann að hafa falið ein- hverjum að sjá um þau, einhverjum sem var í hverju nátúruafli og því sam runninn. Þess vegna gerðu þeir nátt- úruöflin að lifandi verum og gáfu þeim nöfn. Og hér er það næst okkur sem Snorri segir líka um skilning Ásatrú- armanna á náttúruöflunum, eða hvern- ig þeir reyndu að auðvelda sér skiln- ing á þeim. Jörðin var dóttir þess manns, er Ón- ar hét, hún var kona Óðins og móðir Þórs. Svo voru þrír bræðux, er hétu Eldur, Ægir eða Hlér, og Vindur. Eld- ur kom af himni og hann var rauði liturinn í Bifröst, brúnni milli jarðar og hiimins, því að upp á himin mundu ganga hrímþursar og bergrisar, ef á brúnni væri ekki eldur brennandi. Æg- ir átti heima í Hlésey, kona hans hét Rán og þau átti 9 dætur, er svo hétu: Himinglæva, Dúfa, Blóðughadda, Hef- ring, Unnur, Hrönn, Bylgja, Dröfn og Kólga. Þet’ta eru sjávaröldurnar og þess vegna eru þær ýmist nefndar Æg- isdætur eða Ránardætur. — Hræsvelgur heitir jötunn sem býr á himinsenda. Hann hefir arnarham og þegar hann flýgur yfir, þá stendur arnsúgur und- an vængjum hans; þannig myndast vindar. Jörðina töldu . menn flata, en yfir hana settu Æsir himininn, og til þess að hann skuli ekki hrynja niður á jörð- ina, þá settu þeir fjóra dverga undir hin fjögur horn himinsins að halda hon- um uppi. Þeir heita Austri, Vestri, Norðri og Suðri. Það eru höfuðáttirn- ar, sem þeir tákna. Svásuður heitir faðir Sumars, en Vindljóni heitir faðir Vetrar, og frá feðrunum hafa þau innræti sitt eins og nöfn þeirra benda til. Nótt er jötunsdóttur, svört og dökk sem hún á ætt til, en Dagur er Ása- ættar, fagur og ljós eftir faðerni sínu. Forlögum manna ráða þrjár meyjar, sem heita Urður, Verðandi og Skuld; þær kallast og nornir. Þannig var farið að víða, að menn gáfu hugmyndum sínum persónugervi og ákveðin nöfn. Gott og illt Fyrsti vottur menningar hér á jörð er þegar menn fara að gera grein.a,rmun góðs og ills, þegar menn finna hið innra með sér, að ein breytni er betri en önnur. Þar er upphaf siðalögmálsins, sem skilur á milli manns og dýrs. Þá dagaði fyrir þeim skilningi hjá mönn- um, að til væri æðra hlutskipti en að hugsa um munn og maga og svala girndum sínum. Það er hinn fyrsti vís- ir að þeirri framþróun mannkynsins, sem síðan hefir haldið áfram allt að þessu. Jafnframt þessu fann maðurinn, að til voru tvö ósýnileg öfl, gott og ilit, sem háðu látlausa baráttu sín í milli. Hið góða afl var Alfaðir, drottinn lífs og Ijóss, en hið illa afl varð hjá.þeim að persónugj.örvingi er , þeir nefndu djöful eða myrkrahöfðingja, Þennan frumskilning mætti gjarnan kalla andlega fæðingu mansins, og hún hefir gerzt rnjög snemma á. þroskaferli hans, en elztu frásagnir um það er að fá frá Egyptalandi. Þar segir svo frá, að hinn illi andi kallaðist Set og frá honum stafaði öll bölvun á jörðinni. Hann hafði með sér herskara af illum öndum, eða púkum, og hann átti í sí- felldu stríði við Osiris, son sólarinnar. Menn ætluðu að Set legði allt kapp á að slökkva sólina, eins og sjá mátti á sífelldu stríði milli nætur og dags, surnars og veturs. í Persíu var þá sú trú, að hin tvö voldugu öfl, gott og illt, ættu í sífelldu stríði og söfnuðu að sér öllu því liði eru þa.u gætu fengið, ekki aðeins með- ai mannanna, heldur einnig meðal dýra og jurta. Góða höfðingjann nefndu menn Ahura Masdah, en myrkrahöfð- inginn hét Ahriman eða Druj. Hann hafði sér til liðsinnis fjölda púka, sem hann hafði sjálfur skapað, en auk þess ill kvikindi svo sem höggorma, úlfa, engisprettur, maura, völskur og mýs og snýkjudýr allskonar. Illir menn voru og taldir samherjar hans, þeir sem iðk- uðu galdra og fjölkynngi og gerðu öðr- um mönnum tjón. Meðal Gyðinga og annarra semítiskra þjóða var trú á illa anda mjög rót- gróin frá upphafi sögunnar, og höfð- ingja þeirra nefndu þeir Satan eða Djöful, og vax hann mjög í líkingu við Druj hjá Persum. Þeir illu andar, sem hann átti yfir að ráða voru í líkingu afskræmis dýra, svo sem vængj aðir höggormar eða finngálkn, skógar- púkar, náætur og svo dreki einn mik- ill er þeir kölluðu Leviathan. Sjálfur myrkrahöfðinginn fékk mörg nöfn, er stundir liðu, hann var kallaður Luci- fer, fallinn engill, Beiial og í Nýja testamentinu er hann kallaður Belsebub eða fiugnahöfðingi. Því var trúað að ríki hans og öll hann illvirki múndu líða undir lok um síðir vegna valds almáttugs guðs. Hjá hinum fyrstu kristnu mönnum breyttist. þessi mynd hins illa ekki, vegna þess að þeir voru Gyðingar. Þá var það almenn trú, að höggormurinn hefði freistað Evu til þess að fremja hina fyrstu synd og afleiðing hennar hefði orðið refsing og dauði, en þó minnist Kristur hvergi á það. En hann kallaði Satan freistara mannanna, og hann líkti ,heiminum við akur, þar sem óvinurinn hefði sáð illgresi meðal hveit. isins. Hann taldi líka satan „herra þessa ,heimis“ og að illir andar hans gæti tekið sér bólfestu í mönnum, en með krafti hins hæsta rak hann þá út Kristsmynd úr Katakombunum frá 2. öld. Því hefur verið haldið fram, að hér hafi verið stuðzt við lýsingar og eitthvað nálægt þessu hafi Kristur lit- ið út, en sú skoðun er hæpin. Almanak frá miðöldum þar sem mess- ur eru tilgreindar. 24. desember 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.