Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 30

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 30
TYRKJA-CUDDA Framhald af bls. 43 sinn mesta sparisvip, og ég mundaði Canonvélinni jap- önsku að honum og smellti af. Lagði ég síðan hönd á brjóst mér öðru sinni, og í þetta sinn sagð; ég hátt og skýrt: Saha, og þá færðist bros yfir andlit gamla mannsins. og ég fann að hann gladdist við, að ég gat bakkað honum fyrir á ara- bisku. Þakkað veri þjóninum fyrr um daginn. Synir spámannsins lesa Kóran- aninn. Nú lá leið okkur inn í Mosk- una. sem er veglegt hús. Þegar inn var komið, urðum við öll að draga skóna af fótum okk- ar. Hér var heilög jörð. Og ekki var sama, hvernig menn héldu á skónum. Hæll varð að snúa að hæl, og þannig lædd- umst við hljóð inn í moskuna. Gólf hennar var aiit teppalagt með fallegum teppum, vafalaust ekki af verri endanum. í hálf- rökkrinu, sem þarna var inni, sáum við marga syni spámanns ins sitja á gólfinu með kross- lagða fætur, lesandi Kóraninn, hina helgu bók Múhameðstrú- armanna. Virtust þeir engan gaum gefa okkur, enda vildum við heldur ekki rjúfa þá diúpu kyrrð, sem' þarna ríkti. og ef- ast ég ekki um, að það hefðu verið taiin helgispjöll. ef við hefðum yrt á þessa trúræknu syni Allah. Skyldu annars Kinverjar taka jafn hátíðlega orð Maos formanns í Rauða kverinu, eins og Múhameðstrúarmenn orð spámanns síns í Kóraninum? Betra að hafa hendur í vösum. Áður en við héldum inn í arabiska hverfið sagði farar- stjórinn okkur, að halda hönd- um í vösum, ef við geymdum í þeim peninga eða önnur verð mæti, því að fólkið væri hnupl- gjarnt við útlendinga*‘Og and- rúmsloftið var þarna einna lík ast því og blikaði á hnífsblað í hverrj hendi. Algeirsborg er engri annari borg lík, sem ég hef heimsótt, og skipta þær þó orðið hundruð um, en eingöngu hingað til í Evrópu. Eitthvert öryggisleysi hvíldi yfir öllu, enda var okk ur ráðlagt að halda hópinn sem mest. og reyna ekki til þess að fara fá saman inn í Arabahverf in Það mun vera mikið valt að treysta þeim. Verðlag geysihátt Framan við óperuna námum við staðar næst, og var nú tím- inn notaður til að verzla fyr- ir bá fáu aura, sem við höfðum á okkur, en okkur hafði verið tilkynnt fyrir bróttför frá Palma, að þýðingaralaust væri að fara með mikla peninga þang að, því að verðlag væri okkur óhagstætt, enda reyndust þeir vera fáir „dinardarnir", . ém við fengum fyrir pundin okkar. Margt fékkst þarna samt í verzlunum fallegt, sem gaman hefði verið að taka með sér heim. Helzt var það, að fólk keypti sér litríkar sessur úr úlfaldaskinni, sem ekki voru alltof dýrar þarna. Við fáum forsmekk af hvítri þrælasölu Á einu götuhorni í nánd við óperuna urðum við allt í einu illyrmislega minnt á tilvist hinnar hvítu þrælasölu, og seg ir nú frá því atviki. Gamall karl, hrukkóttur í andliti, með gleraugu, kom að máli við okkur 5, fjölskylduna, og spurði á bjagaðri ensku, hvort við vildum sjá Harem? Eftir að við höfðum áttað okk ur á spurningunni, sáum við skyndilega alsírska fararstjór- ann, sem þarna var af tilvilj- un staddur í nágrenninu. Gekk ég til hans, og spurði hann ráða. „Harem“, sagði hann, og and- lit hans varð eins og eitt spurn ingamerki. „Ég er fæddur og uppalinn hér í Algeirsborg og és hef aldrei heyrt getið um Harem hér“. Augsýnilega var honum brugðið, en hann áttaði sig á augabragði, kallaði eitthvað upp og sveiflaði hendi, og það var sannarlega eins og hendi væri veifað. því að upp spruttu allt í kringum okkur einir 10 lögregluþjónar og hermenn, og leituðu nú sem ákafast að þess um gamla, skorpna manni. sem við okkur hafði talað .En hann hafði horfið í mannfjöldann. og var hvergi sjáanlegur. Layazid Mohamed fararrtjóri sagði okkur, að hér hefði vafa láust veriW etnnver ar wrsenw- urum hinnar hvítu þrælasölu að verki, en því miður væri afl mikil brögð að því, að mikil miðstöð hennar væri í borginni. Við yfirgáfum síðan Layazid Mohamed um stund, og geng- um ásamt nokkrum vinum okk ar inn í hliðargötu. Veittum við þá athygli tveim skuggalegum náungum, sem virtust elta okk- ur. Hvar sem við komum, á göt unni, inni í verzlunum birtust þessir sömu tveir, og mundum við eftir þeim rétt hjá gamla karlinum. Þetta endurtók sig nokkrum sinnum. Töldum við, að þeir hefðu verið í slagtogi með gamla karlinum, og myndu hafa orðið vitni að samtali okk ar við fararstjórann. Okkur tókst ekki að hrista þá af okkur, og þótt íslenzkur lögregluþjónn væri í fylgd með okkur, gáfumst við upp á því að hætta okkur lengra inn í hliðargöturnar, og héldum í flýti til langferðabifreiða okk- ar, sem biðu á Óperutorginu. Meira að segja urðum við var- ir við þá í bíl á eftir okkur. Segir fátt af einum Þannig er lífið í Algeirsborg. Þar getur allt gerzt, og vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig, ef maður vill lífi og og limum halda, því að alkunna er ,að þessir útsendarar hinnar hvítu þrælasölu, svífast einskis, og það segir fátt af einum eða tveimur útlendingum, sem týn ast í þessari mannmegð, þar sem ægir saman fólki af mörg- um ólíkum þjóðernum og raun ar margur farið flatt á því að s»cygmasx vm or r,«* i peirra myrkrastarfsemi. Blóðrauð sólin gekk til viðar bak við Atlasfjöll. Nú leið dagur að kveldi, og okkur varð brátt ekki til setu boðið lengur enda dagur orð- inn langur, en ákaflega skemmtilegur og lærdómsrík- ur. Kvöddum við nú Algeirsborg og héldum út á flugvöllinn. Not uðum við þá tækifærið að senda kort heim og keyptum frímerki fyrir síðustu peninga okkar. Á flugvellinum beið DC-4 flugvélin, og áður en við gengum um borð í hana, kvödd um við Layazid Mohamed með virktum. Hann hafði sannar- lega staðið í ströngu með ágæt- um. Þegar á loft var komið, sáum við hina heitu Afríkusól hverfa eins og blóðrauða kringlu bak við Atlasfjöllin. Framundan var hið bláa Miðjarðarhaf. sem nú hvíldi myrkt og dulúðugt undir okkur, •—• sem hafði svo marga söguna séð gerast. Lentum við svo innan klukku tíma á flugvellinum í Palma, og stundu síðar vorum við kom in heim og hölluðum okkur í rúmunum í lúxusíbúð þeirri, sem Guðni Þórðarson í Sunnu léði okkur til veru í þann ynd- islega tíma, sem við dvöldumst við Miðjarðarhafið. Við getum að lokum ekki annað sagt: Farið til Mallorca, en látið ekki undir höfuð leggjast að heimsækja Algeirs- borg. Það er svo sannarlega peninganna virði. — Fr. S. 11 Anno domini I. Framhald af bls. 35 Einu sinni á 2. öld fyrir Krist hafði komið til átaka vegna þessa kjarna Gyðingatrúarinnar — það var þegar Maccabeus hafði forystuna um upp- reisnina gegn Antiochusi IV Epiphanes hinum gríska valdhafa Sýrlands og Eabýioníu. Og nú ætlaði Herodes að taka up þráðinn, þar sem þá var frá borfið. En Gyðingar voru fljótir að rísa upp gegn Herodesi og hann lét undan, áður en í hart færi. Hinum rómversku leiðtogum þótti þetta súrt í broti. Þeir stóðu andspænis þjóð, sem neitaði að hlíta viðurkenndum leikreglum — en krafðist þess að fá að dýrka aðeins einn guð. einn sérstakan, vandlátan Guð. Rómverjar litu ekki beinlínis á það sem trúaratriði, að Gyðingar skyldu neita að dýrka keisarann, heldur töldu þeir það fyrst og fremst pólitíska móðgun, brot gegn valdi keisarans. Hvorki Agústus keisari sjálfur né arftuki hans, Tiberius reyndu þó að neyða Gyðinga til undirgefni. En Ul þess urðu nógir aðrir. Rómverskir em- bættismenn í nýlendunum, þar sem Gyðingar voru búsettir og allur al- mer.ningur sýndi þeim ekkert umburð- arlyr.di og æ ofan í æ kom til uppþota og ofsókna gegn Gyðingum. Meðal Gyíinga sjálfra skapaði þetta andrúms- lofí ótta og öryggisleysi, sem öfgamenn þeirre á meðal færðu sér í nyt í póh- tískum tilgangi. Eftir langvarandi óróa hofs! hin mikla bylting, sem lauk með eyðJeggingu Jerúsalem borgar árið 70 eftir Krist. Keisaraveldið sigraði — en Rómverjar fengu ekki lengi notið sig- ursins. Það vandamál, sem eingyðistrú Gyðinga hafði bakað þeim, urðu þeir fljótlega aftur að horfast í augu við undir nýju nafni — Kristni. — Fram í ■ kgsljósið voru komin ný trúarbrögð, jafn áköf eingyðistrú og Gyðingatrú- in. er. sýnu öflugri og breiddist örar út. Kristnir menn voru ekkert fremur en Gyðingar reiðubúnir að gjalda keis- arar.um það sem hann taldi sér bera. Að sjálfsögðu voru engir kristnir trúarsöfnuðir til árið eitt. Því jafnvel þótt Kristur hafi verið fæddur sam- kvæmt umsögn Mattheusar, var starf h’ins ekki hafið þá. Menn vissu því ekkert hvað í vændum var árið 1 og næstu aldir á eftir gerðu þeir sér þess enga grein, hversu róttækar breyttng- ar áttu eftir að verða á högutn krist- inns manna. í augum keisarans og þeirra, sem aðra guði höfðu, var knstnin og stuðningsmenn hennar ekk- ert annað en óþægilegt stundarfyrir- brigði, og meira pólitískt en trúarlegt, smovægilegur þyrnir í holdinu. Snemma á annari öld eftir Krist skrifaði ný- lendustjórinn í Bithyniu, sem var rétt austan við Bosporussund — til Róm- ar og spurði keisarann, sem þá var Trajanus, hvernig fara bæri með það fóik, sem sakað væri um að .ðka kr;stna trú. Trajanus svaraði því +il, að vissulega yrði að hegna hinum kristnu, en ekki ofsækja þó. Keisari Rómaveldis hefði vart tekið slíkum vetthngatökum á kristnum mönnum, heíð; hann talið þá hættulega. En Trajanus gerði sér engu meiri grein fyrir því á annari öld en bair, sem lifðu árið 1, að senn mundi að því koma að heimsveldi kristinnar kirkju stæði yfir höfuðssvörðum róm- verska keisaraveldisins. (M. Bj. vann úr grein eftir B. I. Finley). ÁRNI ÓLA Framhald af bls. 51 Hún andaðist úr lungnabólgu 1910 og var þá 89 ára að aldri, ern og laus við sitt fyrra heilsuleysi og þjáningar og það þótti ganga kraftaverki næst. Hún hafði stofnað „Christian Science" og þegar hún féll frá voru í Ameríku starfandi 668 söfnuðir innan þessa trú- félags, og margir erlendis. Og þúsund- ir manna höfðu þá þegar læknazt fyr- ir starfsemi þessa félags, en á seinni árum hafa þessar lækningar eflzt svo mjög, að furðu sætir. Spiritismi Árið 1882 var brezka Sálarrannsókn- arfélagið stofnað (The Society for Psychical Research) og starfar enn, en nú nánast í tveimur deildum, rannsókn- ardeild og tilraunadeild, sem er félag Spiritista. Eftir að félagið var stofnað, þurfti það nauðsynlega á miðlum að halda. En í Englandi gilda lög frá 1824, eða 147 ára gömul. er banna mönnum fiæking, kukl, lófalestur og þess kon- ar spádóma, eða reyna að ná sambandi við framliðna, og samkvæmt þessum lögum var svo talið, að miðilsstarfsemi væri ekki Ieyfileg. En það var ekki bannað þar í landi að stofna kristinn söfnuð, og þess vegna hafa spiritistar stofnað söfnuði um landið þvert og endilangt. í þessum söfnuði er lögð mikil á- hersla á andlegar lækningar (Spirit Healing), eða huglækningar sem vér köllum svo. Hafa þeir eignazt marga merkilega huglækna, en fremstan verð- ui að telja Harry Edwards í Burrows Lea. Það var af hreinni tilviljun að hann uppgötvaði að hann hafðj hæfi- leika til að ná sambandi við lífmagn alheims, þá miðaldra maður. En nú hef- ir hann stundað huglækningar um 30 ára skeið við mikið álit og sívaxandi aðsókn. Brezku læknastéttinni leizt ekki meir en svo a þetta í byrjun og taldi slík- ar lækningar óleyfilegar, ekki vegna þess, að þær gætu ekki ótt sér stað, heldur vegna hins, að allskonar lodd- arar gæti gert sér mat úr því að þykj- ast vera huglæknar. Þá stofnaði Edv/ards félagsskap hug- lækna, og má enginn Spíritisti stunda huglækningar, nema hann hafi fært ó- yggjandi sannanir fyrir því að hann hafi hæfileika til þess, og fengið við- urkenningu félagsins. Jafnframt var þá stofnaður æfingaskóli fyrir menn og konur, er hafa kynnu hæfileika til þess að verða huglæknar. Og með þessu móti hefir þessum huglæknum fjölgað svo, að nú eru þeir um 5000. Harry Edwards hefir frá upphafi verið for- seti huglæknafélagsins, og er það enn. Árangurinn af þessu hefir orðið sá, að nú er afstaða lækna til huglækna gjörbreytt og huglæknar hafa fengið aðgang að fjölda mörgum sjúkrahús- um í landinu. Þeir hafa og sýnt hvers þeir eru megnugir, því á hverju ári halda þeir opinberar lækningasamkom- ur í stærstu samkomuhúsum stórborg- anna, þar sem þúsundir manna horfa á hvernig sjúklingar læknast. Þessar lækningar eru samskonar og lækningar Jesú Krists, og hann ætlað- ist til þess að huglæknar yrði grund- völlur að útbreiðslu boðskapar síns. Þes vegna sagði hann við lærisveina sina: „Læknið sjúka, vekið upp dauða, hreinsið líkþráa, rekið út illa anda. Ókeypis hafið þér meðtekið, ókeypis skuluð þið af höndum láta“. Hann hafði sjálfur kennt þeim og vissi að þeir höfðu hæfileikann til að lækna. Og postularnir héldu áfram þessum lækningum eftir fráfall hans, og á fyrstu öldum kristninnar fóru lækningar allt- af fram í kirkjunum. En þegar kirkj- unni óx ásmegin og hún fór að va*- ast í veraldlegum efnum, lagðist þetta niðuT og gleymdist nær alveg. Þess vegna gerðust nú þau tíðindi í Englandi, er mönnum varð Ijóst hve merkilegar huglækningar eru, að all- ar helztu kirkj.udeildir þar, svo sem enska kirkjan, skozka kirkjam, Presby- teranar, frikirkjan og Metodistar, skip- uðu sérstakar nefndir til þess að rann- saka hvort það væri rétt að þessar lækningar ættu sér stað, og ef svo væri, að reyna þá að taka þær aftur fi9. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS' 24. desember 1987

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.