Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 14
H ann er einn af aldamótamönn- unum. Það má einnig segja, að hann sé einn af forvígismönnum í íslenzkri myndlist; hann fór að teikna og mála um 1910 og hefur ótrauður haldið því áfram síðan. En það er eins og birta sviðsljósanna nái aldrei að skína á suma menn og Jón Jónsson hefur alla tíð staðið í skugganum. Það hefur ver- “ ið þagað um hann meira en vert væri, en það er líka honum sjálfum að kenna; honum dettur ekki í hug að auglýsa sig á nokkurn hátt, eða trana sér fram og á þessum 57 árum hefur hann að- eTns einu sinni haldið sýningu. Rólegt, skapandi starf á vinnustofunni hefur meira gildi fyrir Jón en eltingarleikur við frægðina. Hann er ekki sundur- gerðarmaður í klæðaburði, né heldur að hann slái um sig í partýum og á skemmtistöðum. Hann er rólegur og venjulegur maður, sem aðeins vantar þrjú ár upp á áttrætt og býr í bakhúsi við Njálsgötuna; bakhúsi, sem hann byggði sjálfur fyrr á árum og þar hefur hann alið aldur sinn síðan og málað í fremri stofunni eftir því sem tækifærin gáfust. Hann er bróðir Ásgríms Jóns- sonar málara, og hefur kannski goldið þess fremur en notið, að vera yngri bróðir snillingsins, sem öll þjóðin þekkti og dáði. Jón Jónsson er hæverskan sjálf og notalegt viðmót hans verkar þægilega. Hér er ekkert fum eða taugaóstyrkur, engin spenna í loftinu, jólaumferðin og ysinn í borginni virðast jafnvel undar- lega fjarri. Hann dregur myndirnar sínar fram úr stöflum og sýnir; flest landslagsmyndir, en nokkur portret. Þarna er haldið tryggð við gamla að- ferð í myndsköpun, pensillinn látinn duga og mótífin máluð svo að þau þekkjast. Eyjafjallajökull er þarna í rcimma og aurarnir við Markarfljót; blátt vatnið í kvíslunum og gilin í fjalls- hlíðinni beint á móti, allt á sínum stað. Líka Hekla og Þjórsá og háir bakk- arnir innan við Fossnes og straumröstin í ánni. Allt málað í svipuðum litum, með svipaðri áferð, þægilegt og án mik- illa átaka, en þó talsvert stílfært á köflum, ef miðað er við algeran nátúral- isma. Hann er kallaður málarameistari í símaskránni, og hefur raunar réttindi sem slíkur, en nú er hann hættur að mála hús; kominn á ellilaun og dund- ar við málverkið, þetta hljóðláta og rólega verk. Það er ekkert sem rekur á eftir honum, en samt á hann þó nokkuð Jón Guðnason bóndi í Rútstaðasuður- koti, faðir þeirra Ásgríms og Jóns. Mál- verk eftir Jón. margar myndir og stundum koma til hans menn, sem festa kaup á mynd, því einhver hefur orðið fimmtugur eða sextugur og það þarf að gefa málverk af Snæfellsjökli eða Eyjafjallajökli eða Heklu, þar sem þessi fjöll þekkjast svo ekki verður um villzt. Jón er fæddur í Rútstaðasuðurkoti í Bæjarhreppnum, í Flóanum, yngsta barn foreldra sinna. Hann á ágæta mynd af bænum eftir Ásgrim bróður sinn, þar er þyrping torfkofa á lágum hól. Ég sagði við hann, að sennilega mundi hann ekki hafa komizt í mikla snertingu við myndlistina í þessum bæ. — Að sjálfsögðu ekki. Þetta var ótta- legt fátæktarbasl. Bústofninn var tvær kýr og nokkrar kindur. Svo brá faðir minn búi og fór að stunda vinnu- mennsku á bæjum og sjósókn til að framfleyta fjölskyldunni. Hann fór eld- snemma á fætur og gekk niður að Loft- stöðum; þaðan var róið. Á kvöldin kom hann heim með í soðið og það var björg i bú. Undir eins og ég hafði burði til fór ég í vinnumennsku líka, og það er í eina skiptið á ævinni, sem ég hef soltið. Þó var það ekki vegna þess að matur væri ekki til, en fremur af tómri nízku. Það var ekki sízt vegna þessa, að ég gerðist þess mjög hvetj- andi að við flyttum suður. — En þá var Ásgrímur bróðir þinn farinn að heiman fyrir löngu og búinn að forframast í málaralistinni úti í Kaupmannahöfn. — Já, ég var rúmum 14 árum yngri en Ásgrímur. Hann var farinn að heim- an, þegar ég fór að muna eftir mér. — Ég hef oft hugsað um það, að það var merkilegt á þessum árum að ungur drengur af fátæku heimili austan úr Flóa skyldi taka það í sig að komast út til Kaupmannahafnar til að nema málaralist. Ekki trúi ég að samtíman- um hafi þótt mikið vit í því. — Hvaða álit hafði faðir ykkar á þessu? — Það er það merkilega við pabba, að hann virtist skilja þetta vel. Hann var að mörgu leyti óvenjulegur maður. Þegar Ásgrímur var að dunda við að leikna og mála með þvottabláma í æsku, þá sagði pabbi: Þú átt að verða málari. Pabbi var Þingeyingur. Hann var vel lesinn og fróður og líklega hef- ur hann haft einhverja listræna æð í sér. I æsku hafði hann verið töku- drengur á bæ fyrir norðan. Hann fór að teikna myndir af fólkinu á bænum, en það þótti óviðurkvæmilegt og hann var barinn fyrir tiltækið. Hann átti víst ekki meira við teikningar eftir það. En hann skrifaði fallega rithönd, var góður smiður og verklaginn. Móðir okkar var aftur á móti frá Vatnsholti 1 Flóanum, en ættuð ofan úr Hreppum. Hún hét Guðlaug Gísladóttir. — Jón var 7 ára gamall þegar Ásgrímur bróðir hans fór utan til náms. Síðan man hann til þess að Ásgrímur kom við í Rútstaðasuðurkoti; hann var þá á leið austur í sveit til að mála. Það var að sumarlagi. Samt hafði Jón ekki séð neitt eftir hann, en hann leit afskap- lega upp til stóra bróður síns, sem var orðinn svo forframaður. — Ásgrimur var líkur pabba í útliti, segir Jón. — Ég var hissa þegar hann kom heim frá Höfn, hvað hann var líkur pabba. Ég er líka svipaður pabba I útliti. Hann var að mörgu leyti harð- ur í horn að taka og það var Ásgrímur líka. Mamma var mildari í sér og ég held, að ég sé líkari henni þannig. En þetta var nú annars meira baslið. Það þótti gott að hafa ofan í sig að éta, meiri voru kröfurnar ekki. Síðasta vet- urinn þarna fyrir austan var ég við beitingar á Stokkseyri. Þann vetur hafði ég 30 krónur í kaup. Það var svo sem ekki neitt. Svo að ég hvatti þau til að flytja suður. — Hvernig mundi snautt fólk úr Fló- anum hafa flutt suður til Reykjavikur á þessum árum? — Búslóðin var sama og engin, segir Jón, — svo það var hægt um vik. Bara einhverjar fataleppar,' minnir hann, kannski sængurföt. Það tók því naum- ast að búa það upp á hest. Þeir fóru fótgangandi suður feðgarnir; gengu suður í tveim áföngum, gistu á Kol- viðarhóli og báru þessar fátæklegu pjönkur sínar á bakinu. Samt var Jón glaður og bjartsýnn, þegar hann sá til Reykjavíkur. Hann man það eins og það hefði gerzt í gær. Móðir Jóns kom aftur á móti ríðandi á eftir þeim, í fylgd með öðrum bónda í Flóanum. Það var frá litlu að hverfa í Rútstaða- suðurkoti; þau höfðu ekki átt neina hluti, sem þættu þess virði, að þeir væru fluttir suður. Húsmóðirin kom með þau búsáhöld með sér, sem tekin voru með. — Og hvað tók svo við? — Fyrst púlsvinna við sjóinn. Þeir feðgarnir fengu vinnu við að taka sand úr fjörunni hjá Sjávarborg. Hann var notaður í byggingar. Þá var honum ekki farið að detta myndlist í hug en seinna stóð hann þarna á sama stað og málaði Esjuna og Skarðsheiðina. Það var tómleikatilfinning yfir honum, þó ekki væri frá miklu að hverfa fyrir austan og kannski ekki sérlega bjart yfir framtíðinni heldur. En Jón, faðir hans, kunni vel við sig og leið betur en fyrir austan. Hann var kjarkmaður, ljóðelskur og trúaður. Jón segir að hann hafi ekki kunnað að hræðast. Ás- grímur var kjarkmaður líka og hann var mjög kurteis. Yfirleitt fannst hon- um menn kurteisari syðra en hann hafi áður kynnzt. Hann minnist þess til dæmis, að það var tekið ofan fyrir móður hans hér, en það hafði hann ekki séð áður, nema þá að menn tóku auðvitað ofan fyrir prestinum. f Reykja- vík þótti sjálfsögð kurteisi að taka ofan fyrir konum á þessum árum. Sennilega hefur það eitthvað breytzt aftur. Hann er yngri bróðir Ásgríms og hefur kannski fremur goldið þess en notið. Hann hefur sjö um sjötugt, en hefur aðeins einu sinni haldið sýningu 24. desember 1987 46 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.