Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 12
SMÁSAGA EFTIR STEINAR J. LÚÐVÍKSSON ITJ. aðurinn_ við stýrið kveikti sér í sígarettu. f daufu skininu frá ljós- unum í mælaborðinu sá ég hann bagsa við að ná eldspýtu úr stokknum, án þess að sleppa höndunnum af stýrinu. Síðan kom rauður blossi og lýsti upp andlit mannsins, um leið og hann bar eldspýtuna að sígarettunni. Frá gagn- auga og aftuir undir eyrað var þrútið, rautt ör. Ég minntist þess ,að maður sem lét sér ekkert óviðkomandi, hafði sagt mér endur fyrir löngu, að það hefði hestur slegið bílstjórann þegar hann var barn að aldri, og örið væri ininjar þess. Úti var kafaldsmugga og færðin var slæm. Jafnfallinn snjór var yfir öllu, og bílarnir höfðu troðið djúpa skorn- ínga eftir veginum. Upp Hrútafjarðar- hálsinn varð bílstjórinn að setja í fyrsta gír, og maður fann bílinn titra undan átökum vélarinnar. Eigi að síð- ur var bílstjórinn í góðu skapi. Blá- grár reykurinn kom í gusum út um yit hans, og hann gerði að gamni sínu við stúlkuna sem hafði komið í skömmu áður en við lögðum á Háls- inn, og varð að' sitja á vélinni hjá honum. Ég heyrði hann segja frá því að hann hefði farið frá Reykjavík eld- snemma um morguninn og alla leið á Blönduós, en þar hefði hann orðið að snúa við þar sem Langidalurinn var ófær. — Kem til með að vaka hálfan ann- an sólarhring undir stýrinu, sagði hann. Og í kjölfar þessara ummæla fylgdi aðdáunaræmt frá píunni á vél- inni. að var hvert sæti rútunnar skipað, og á Hvammstanga hafði orðið að setja niður baklausa stóla milli sæt- anna svo að allir kæmust fyrir. Loft- Tð var þungt og þefillt af blautum fötum og tóbaksreyk. Við því var ekk- ert að gera. Ég teygði fæturna betur undir stólinn fyrir framan og lét hlýj- an gustinn frá miðstöðinni leika um þær. Fólkið í rútunni var sitt úr hverju sauðarhúsi, en átti það sameiginlegt, að það hafði um jólin dvalið einhvers Staðar fyrir norðan og var nú á leið- inni suður. Það hafði verið ófært nokkra fyrstu dagana eftir jólin, og Vegagerðin hafði ekki séð neina ástæðu til þess að láta moka heiðina, Og því var hætt við að margir væru orðnir of seinir til vinnu. Óþreyja var í svip manna og flestir höfðu hægt um sig. Bitu saman vörunum eins og í þrjósku og létu sér leiðast — rétt eins og flestir gera í rútuferðum. Aftarlega sat ung kona með smábarn sem orgaði hástöfum og hrækti út úr sér túttunni. Gamli maðurinn í sætinu fyrir aftan konuna sýndi af sér afa- lega tilburði og talaði til barnsins í gælutón. — Abba — abba, orðin þreytt, angakrílið, sagði hann. Svo dróg hann fram velktan brjóstsykurpoka og rétti yfir stólbakið. Konan afþakkaði fyr- ir barnsins hönd, og hélt áfram að reyna að halda túttunni upp í því. Á híaðinu á Brú í Hrútafirði sofnaði svo krakkinn og lét ekki meira til sín heyra á ferðinni eftir það. Þegar við lögðum í þæfinginn á Holtavörðuheiði hallaði ég mér aftur.í sætinu og ætlaði að reyna að sofna. Vissi sem var, að ég mundi þurfa að fara til vinnu beint úr ferðalaginu. En það var ekki auðvelt að sofna þegar til kom. I sætunum til hliðar við mig sat ung stúlka og eldri maður og töluðu í sífellu. Og jafnvel þótt ég reyndi að loka eyrunum fyrir tali þeirra var það óhugsandi. Öðru hverju ráku þau líka upp skræka, en jafnframt eilítið hásar hlátursrokur. Ég fór að veita þeim at- hygli. Maðurinn var kominn á miðjan ald- ur. Árin höfðu rist rúnir í andlit hans og fækkaði tönnunum, hvað sást berlega þegar hann hló. Hárið stóð stíft upp af höfðinu og úr annari nösinni rann brúnn, óstöðvandi lækur, sem hvarf í undirdjúpin undir efri vörinni. Á unga aldri hafði hann verið embættismaður fyrir norðan og haft það starf að hreinsa hunda og baða sauðfé. Nú hafði frami hans verið sá að í stað baðlyfs notaði hann handsápu við böðunina og skrúbbaði hrygginn á mönnum í stað þess að drepa færilúsina í sauðféinu. Hans upphefð var mikil. Stúlkan var feit og rauðhærð. Vafa- laust einnig freknótt, eins og svo margt rauðhært fólk, þótt ekki væri hægt að greina það í hálfdimmunni. Varirnar voru máttleysislegar og þegar henni var mikið niðri fyrir, lak munnvatnið niður á hökuna og hún þurrkaði það í ermina. Hún gerði heiðarlega tilraun til þess að klæða á sig brjóst með því að vera í þröngri peysu, en fitan gerði tiiraunina vanmáttuga. Hún talaði í sífellu og var annt um að koma lífs- reynslu sinni og ævihlaupi inn á aðra. Og hún var komin úr vellingi í sveit- inni í kraftsúpur á veitingahúsi. U nga fólkið í sætinu fyrir fram- an mig bölvaði skötuhjúunum fyrir háv- aðann og reyni að sofa. — Þekkirðu Sigurð, sagði stúlkan og án þess að bíða eftir svari frá mann- inum hélt hún áfram. — Það er meira skollans ódóið. Hann lét aldrei sjá sig í Þórskaffé um kvöldið. Maðurinn hugsar sig um, en kannast ekki við Sigurð og telur að hann hafi aldrei komið í böðin til sín. Stúlkan varð að lýsa Sigurði, og þegar því var lokið var maðurinn ekki frá því að hann kannaðist við gripinn. — Já, hann er ægilegt ódó hann Sig- urður, sagði hún. Hann býður mér í Þórskaffé og lætur svo ekki sjá sig. Mér varð bara rétt hugsað til hans. Hann mátti þá eiga sig. Ekki fór ég að elta ’ann niðrí togara. En ódóið, hann átti alltaf bjór og amerískt tigg- jó. Hann byrgði mig upp. Það var líka það eina sem hann gerði. Og stúlkan hlær og maðurinn hlær. Hann réttir andlitið upp og hlær ó- stöðvandi. Brúni lækurinn á vörinni verður að árfarvegi sem kvíslast eft- ir sendinni strönd. Mér verður hugs- að til þess hvort ekki sé vont að borða harðfisk þegar svo margar tennur vantar. Stúlkan heldur áfram: — Þeir halda að þeir séu eitthvað þessi togaragerpi. Þeir eru ekki neitt. Þeir halda að maður sé skömmtunar- seðull. Og ekki alveg. Skyr og rjómi. — Karlinn á kassanum. Æðisgenginn hlátur. Maðurinn fær tár í augun. Annað eins segist hann ekki hafa Iheyirt. Svo þurrkar hann sér um augun með handarbakinu og sækir í vasa sinn dós, bætir í uppsprettu brúna lækjarins. S ælulhúsið á heiðinni kemur út úr muggunni. Ég hugsa um hvernig það munni vera að gista einn 1 slíku húsi yfir vetrarnótt. Ekki eitt andartak dreg ég í efa að húsið sé fullt af vof- um. Bílstjórinn stanzar, fer út og lag- ar keðjuhlekk sem slegizt hefur í sí- fellu upp í brettið, Stúlkan þegir á meðan, en maðurinn reynir að tæpa á bröndurum. Það er minni snjór sunnanverðu í Heiðiinni, og bílstjórinn býst við góðri færð þegar komið er niður í Borgar- fjörðinn. Hann rykkir bílnum í gír- unnum og notar mótorbremsuna í brött ustu brekkunum. Stúlkan er tekin til á ný og færist í aukana við hverja hlát- ursgusu mannsins. Annar hver maður er ódó. — Hann hefur oft komið inn á bar- innn til mín, segir hún. — Og hann rífur í sig eins og hundnur. Pantar allt- af heila vöflu og hún er horfin eins og skot. Hún sveiflar höndunum til áherzlu og maðurinn hlær. — Svo heldur hann að ’ann geti eitt- hvað. Ég er viss um að hann hugsar ekki um annað en að éta. Tæta í sig. Karlinn á kassanum. Enn hefur maður ekki komizt yfir hvað þessi orð eru fyndin, L jósin í Fornahvammi koma út úr myrkrinu. Þar á að drekka kaffi. Ljósamótorinn sendir frá sér vinalegt hljóð og hundurinn tekur á móti mér þegar ég kem út úr rútunni og þefar að mér. Stúlkan kemur út. Kiprar augun þegar hún horfir á útiljósið, og vafrar síðan heim að húsiinu kviðsíð og minn- ir á troðjúra belju eftir heitan sumar- dag. Maðurinn gengur um úti á hlað- inu og talar við farþega. Sá ætlar að verða hér eftir. Maðurinn segist einu sinni hafa verið hér, og sinnt sauðfé. Hann telur baðkerið í húsunum vera með afbrigðum gott, og hér hafi aldrei þrifizt færilús. Svo gengur hann út fyrir vegg. Unga fólkið í sætinu fyrir framan eru sessunautar mínir við borðið. Það er klígja í svipnum á konunni, en mað- urinn líkir kaffinu við vatnið í Norð- urá. Rauðhærða stúlkan stendur frammi í dyrum, étur gotterí og drekkur öl. Síðar heyri ég hana segja manninum að hún hafi ekki fengið sér kaffi af því að það sé fitandi. Og maðurinn hló auðvitað. Þegar við erum komin aftur af stað ber vel í veiði fyrir bílstjórann. Það eru aðrir bílar á ferð og þeir eru líka með talstöð. Það er talað og talað og áhyggjufullar raddir bílstjóranan berg- mála í rútunni. — Það er nefnilega það. — Hvernig gengur hjá þér? Vel. Það er nefnilega það. Stúlkan hermir eftir þeim og maðurinn hlær og hlær. Á sumum bæjunnum í Borgarfirð- inum er útiljós, og þeir minna á stjörn- ur úti í myrkrinu. Ég hugsa um að inn- 24. desember 1967 44 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.