Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 4
 1HOR VILHJÁLMSSON Mlk.lÁll IM.IIf VSIIKIAS Nóbelsverðlctunahafi í bókmenntum 1967 Asturias L oksins kom að því að hinir var- káru landshöfðingjar í sænsku akadem- iunni með þurra hvíta hárið endurnærð- ii af maníkjúr og pedíkjúr höfuðborg- aiinnar og sánu á finnska vísu með hiísbarningi svo hið gamla hörund er nýtt af ilmandi safa birkilaufsins, á- aamt bókmenntadiplómötum úr skíða- hótelum féllust á þá kröfu skálda og raunverulegra bókmenntamanna að Mik- jáll Engill Astúrías hlyti Nóbelsverð- laun fyrir bókmenntir á þessu ári sem er númer 1967. Þessi krafa hefur verið uppi árum saman án þess því væri neitað að maðurinn ætti þau skilið en pólitíkin hefur oft truflað réttsýni dóm- aranna í akademíunni. Af hverju mátti Astúrías ekki fá þau?. Það þótti ekki viðkunnanlegt að heiðra þannig mann sem var í uppreisn gegn ríkisstjórn síns lands hvort sem hún værí lögleg eða sæti með röngu. Og Astúrías var ein- hver öflugasti óvinur ofbeldisstjórnar sem Bandaríkin settu í hásæti í Guate- mala í nafni frelsisins 1954 vegna þess að United Fruit Company mátti ekki hugsa til þess að frjálslynd stjórn og löglega kjörin undir forsæti Arbenz færi að hjálpa hungruðu fólki til betra lífs og dirfðist að þjóðpýta löndin sem *' United Fruit hafði stolið frá fólkinu. Þá kom til valda Armas, þriðji ein- valdurinn og harðstjórinn til að pína guatemaltesku þjóðina á ekki lengri tíma en lífsskeið Astúríasar nær yfir, hann er einu ári eldri en öldin. Og allir þessir þrír ofbeldismenn hafa haft ærna ástæðu til að óttast og hata Astúrías þó ekki væri nema vegna hinn- ar nístandi ákæru hans í eina skáldverk- inu sem hefur verið þýtt á íslenzku efiir hann: E1 senor presidente sem þýð- ir Herra Forseti en ekki Forseti lýð- veldisins einsog hún nefnist i þýðingu Hannesar Sigfússonar. (Mál og menn- ing 1964). Hinir kurteisu Svíar, vildu þeir ekki móðga leppa United Fruit Company y með því að heiðra hið mikla skáld? Þá komu örlögin til að létta samvizku- stiíðið. Armas og bullur hans féllu á þvi að leyfa kosningar sem sópuðu þeim burt úr sessi og frjálslyndari stjórn vinstri og miðflokka tók við í júlí í fyrra undir forystu Júlíusar Cesars Men. dez Montenegro sem hljóp í skarðið þegar skjólstæðingar CIA sá fúli Armas og hans félagar höfðu myrt bróður hans sem var frambjóðandi. Montenegro varð að vísu að ganga að skilmálum hershöfðingjanna ýmsum einsog því að þeir fengju að ráða inn- anrikisráðherranum. Stjórn Montenegro flýtti sér að skipa Astúrías sendiherra sinn í Paris. Og þá var ókey að hann fengi Nóbelsverðlaunin. F yrir tveim árum var altalað að þá myndi Astúrias hljóta þessi verð- laun þrátt fyrir hina teprulegu tillits- semi akademíunnar við pólitískar kurt- eisisvenjur. Ég vissi til þess að menn sem höfðu alþjóðlegt áhrifavald í bók- menntapólitíkinni höfðu þegar tilkynnt Astúríasi að nú væri öruggt að hann hlyti þessi frægu verðlaun. Þrem dög- um eftir að dólgurinn Sjolokoff nafði verið sæmdur þeim til þess að friða Sovétríkin eftir Pasternakmálið var ég kvöldstund með Astúríasi og ýmsum spönskum og suðuramerískum vinum hans. Við komum saman heima hjá spænska skáldinu Rafael Alberti í Róm sem var einn nánasti vinur og keppi- nautur Garcia L/orca sem fasistar myrtu. Alberti hefur verið landflótta frá því borgarastyrjöldinni spönsku lauk, fyrst í Suður-Ameríku, síðan í Róm: þá bjó hann í gömlu töfrandi húsi í sextándu- aldarhverfi, rauðgult hús með hvítum styttum á sillum og brotuin úr marm- aratöflum og bogadregnum gluggum með grönnum súlum úr marmara; dular- fullir stigar; og rósir á svölunum uxu að lit í bjarmanum úr stofunni þar sem þær bar við svartan næturhimin. Þeir eru miklir vinir: tvö skáld sem fasisminn hatar. V ið fórum í veitingahús nálægt Campo di Fiori þar sem Bruno var brenndur: Mannmörg fjölskylda framdi galdra í eldhúsinu yfir pottum sínum og bar fyrir þessa spönskumælandi sam- komu, og við sátum á svölum kringum stórt borð og dunurnar frá umferðinni voru fjarlægar; þetta forna hverfi var kyrrt með gosbrunnum sínum og stytt- um á þökum húsa; vatnsniðurinn frá gosbrunnunum minnti líka á Spán, Spán Máranna sem komu úr eyðimörk- inni og þorsta hennar og færðu Spáni hinn sefandi nið rísandi og hnígandi vatnssúlna sem Spánn gerði að sínu í byggingarlist og flutti með sér til Suð- ur-Ameríku. ' _ Allir voru í uppnámi og reiðir vegna þeirra ranginda sem höfðu verið fram- in sem leikur í diplómatísku tafli þar sem verðleikar skálda áttu að ráða. Og Nóbel ætlaðist líka til þess að mann- úðlegir verðleikar og hugsjónir ættu að koma til álita. En hér var sniðgenginn sá sem var í senn mikið skáld og hug- sjónamaður sem aldrei hafði linnt að berjast fyrir rétti hinna smáðu og á- kærði oflbeldið og svívirðinguna. En sá sem var sæmdur af hinum átján átti einu verðleikana sína í einu skáldverki sem kom út fyrir mörgum áratugum: Lygn streymir Don og er nú í dag þý- lyndastur talsmaður afturhalds og skoð- anakúgunar, óvinur listarinnar, haturs- maður skálda sem gengdu sinni skyidu sem skilur með innantugthúsmönnum og utan. Maður sem vill láta drepa skáldibræður sína ef þeir leyfa sér að tala einsog samvizkan býður þeim og andinn heimtar. Og þarna framdi aka- demían svívirðingu sem jaðrar við það hneyksli þegar Winston Churchill hlaut þessi bókmenntaverðlaun sem eingöngu á að veita fyrir bókmenntir en ekki fyrir mælsk stjórnmálaskrif sem á að dæma á allt öðrum forsendum en skáld- skap. En einn var sá þarna sem ekki brá skapi við þetta tal. Astúrías. Uann talaði stillilega um kúgara þjóðar sinnar, hershöfðingjana og arð- ræningjana erlendu sem leika þeim brúo um fram, um ótta þeirra við það vopn sem bítur og ævinlega lifir þá, skáld- skapinn. En undir kyrru fasi hans og Ijúfu skynjaði ég eldinn, þungstreymt geðið tamið og agað á lö'igum útlegð- arárum og á árunum heima þegar allt var í böndum harðstjórnarinnar, og skáldið verður að dylja sitt geð til að verða ekki drepinn áður en hann nái að skapa þau verk sem ráða örlögum harðstjóranna og steypa þeim til hel- vítis. Hann sagði mér frá baráttu sinni á hverjum degi andspænis hinu óskrifaða blaði; ár eftir ár hófst hið daglega stríð klukkan sex að morgni og stóð framundir hádegið, að brjóta niður dag- lega fyrirstöðu og ná niður í hin djúp- gengu og bólgnu fljót svo að þau nái að byltast fram með þúsund ár Indíán- ans í blóðinu og umbreyta galdri hans og öskri og þögn og fornum Ijóðþul- um og arfsögum og þjáningu í skáldmál handa heimi nútímans og framfleyta hinu eldforna sem giftist sigurvegaranum spánska og blóði hans án þess að drukkna í því, sýna heim- inum streituna, tvítogið í einstaklingn- um; og bregða ljósi yfir leiksviðið í dag þar sem miskunnarlaus ópersónu- leg öfl sem viðurkenna ekki einstakl- inga leika sér að manneskjunni og neita henni. í skáldsögunni Fárviðrið (Viento Fuerte) segir Geo Maker Thompson for- stjóri risafyrirtækisins Tropical (sem táknar United Fruit Company) við draumhneigðan hugsjónamann sem líka er frá Bandarikjunum og er orð- inn leiður á milljónunum sínum og er að reyna að hjálpa fátæklingum með þvi að stofna samvinnufyrirtæki ban- anaræktenda: Við erum verzlunarfyr- irtæki, og verzlunarfyrirtæki, herra Mead, er ekki góðgerðarfyrirtæki. ..... Þá spyr hinn hvort forstjórinn sé viss um að allir hluthafar í Tropi- cal myndu sætta sig við að peningar þeirra séu notaðir á þennan svívirðilega hátt sem gert er og ætli þeir myndu ekki skammast sín ef þeir vissu hvers- konar aðferðum er beitt? Hluthafarnir hugsa ekki um annað en arðinn, svarar sá. Jæja þekkið þér þá? Þekkið þér þá alla? Það skiptir engu máli. Það er ekki um einstaklinga að ræða heldur bara hlutabréf, segir forstjóri ávaxtahrings- ins. Nei það er ekki um einstaklinga að ræða. Það er kerfið. Og Indíánamúgur- inn er beygður undir þetta mikla vald og einstaklingurinn veit ekki hvert hann á að beina reiði sinni og sár- indum, hann hrópar á hina fornu guði Maya-Indíánanna, forfeðranna sem áttu háa menningu með vísindum og list og hálfgleymdum og gleymdum guðum sem hefna sín stundum; hann skynjar gald- urinn kringum sig og hin ófresku öfl, hann ákallar þau í máttvana reiði sinni. Indíáninn Hermanegildo Puaj býður galdramanninum Rito Perraj (Viento Fuerte) að hann skuli fórna höfði sínu ef galdramaðurinn vilji gera svo vel að vekja fárviðri, ægilegan byl sem rífi allan gróður upp með rótum og hósti burt húsunum til þess að feykja burt erlendri kúgun. Hermenegildo skilur að það þýðir ekki að drepa kúgarann: Dreptu þennan leikstjóra, og þeir skipa annan leikstjóra. Dreptu hinn og þeir skipa annan leikstjóra .... Og bylurinn verður sem er i senn samk'væmt formum arfsögnum Mayanna og kristilegur dagur reiðinnar, dies irae: dómsdaguir yfir arðráni og kúgun; og sópar burt þeim níðingum sem hafa 36 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. desember 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.