Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 15
— En myndlistin, Jón, hvenær kemur hún inn í söguna? — Ég sá fyrst málverk á sýningu Ásgríms bróður míns 1906. Sú sýning var í Góðtemplarahúsinu uppi á lofti og ég varð bæði hrifinn og undrandi. Mér fannst þetta svo náttúrulegt. Mig minnir, að það hafi einkum verið mynd- ir austan úr Hreppum og frá Vest- mannaeyjum. Þá hafði Ásgrímur verið hjá Gesti á Hæli, sem skildi hann vel, enda málaði hann talsvert í Hreppun- um, til dæmis stóru Heklumyndina. — Kom Ásgrímur þér til að mála? — Já, hann gerði það. Hann vissi að mig langaði til að reyna og hann kenndi mér undirstöðuatriðin. Hann fékk lán- aðar gipsmyndir og lét mig teikna eftir þeim: Hönd og fót og haus, rós og engil og fleira. Svo fór hann að segja mér til við að mála kyrralífsmyndir, til dæmis eina, 'sem ég á frá þeim tíma. Það eV koparkanna og ávextir. Ásgrímur var aldrei ánægður með þessa mynd. — Á árum fyrri heimsstyrjaldarinn- ar vann Jón hörðum höndum eins og gengur, en hann málaði að staðaldri. Og á vegg í stofunni hjá honum hangir mynd, sem hann hefur málað árið 1915 og þar er auðséð að talsverð kunnátta og æfing eru fyrir hendi. Þessi mynd sýnir húsþyrpingu við Laugaveg 24; þetta er mjög hrífandi mynd, þó hún sé litil og mér er til efs, að Jón liafi í annan tíma málað mynd, sem mér þætti eigulegri. En skrýtið var það, að nú fór stóri bróðir að verða neikvæð- ur. Hann var oft harður í dómum og óvæginn. Einu sinni voru þeir bræð- urnir á gangi niður Skólavörðustíginn. Jón var búinn að draga saman 3 þúsund krónur; þetta var árið 1920. Hann sagði Nýtt málverk eftir Jón: Eyjafjallajökull. við Ásgrím, að nú vildi hann komast út á Akademíið í Höfn og læra málara- list eins og Ásgrímur hafði gert. Hann langaði til að læra listina til fulls. En Ásgrímur dró heldur úr honum með námsförina. Hvers vegna veit Jón ekki. Þetta voru erfiðir tímar og móðir þeirra- lá og var lasin. Þegar Jón kvaddi til að halda utan til Kaup- mannahafnar, sagði hún við hann, að þau mundu ekki sjást oftar. Það kom heim, því hún dó þá um veturinn. Fjöl- skyldan bjó þá á Grettisgötu 35. — En hvernig gekk námið. — Það var ekki um að ræða að kom- ast beint í Akademíið og ég fór að læra teikningu hjá Viggo Brandt, málara og kennara. Ásgeir Bjarnþórsson var þar þá við nám, líka Ásmundur Sveinsson og Finnur Jónsson. Seinna um veturinn kom Guðmundur frá Miðdal og Tx-yggvi Magnússon var þarna líka að teikna. Þetta var skemmtilegur félagsskapur og sérstaklega gott að vera með þeim Finni og Ásmundi. Jón Jónsson teiknaði í Kaupmanna- höfn þennan vetur. En bæði var að aurarnir voru af skornum skammti og hann langaði heim. Svo að hann sigldi heim um sumarið, en Akademíið tók teikningar hans gildar. Þegar hann fór aftur út um haustið, varð ágætur mað- ur til að lána honum 800 krónur, en þá hafði orðið innanríkisstyrjöld í Aka- demíinu og nýir menn höfðu tekið Ivöldiix. Brandt og fleiri áhi'ifamenn fengu nýliðana til að gera vei'kfall og neita að hefja nám. Aftur á móti bauð Brandt honum fijálsa kennslu þá um veturinn og hann þáði það. — En þú hefur komizt á Akademíið að lokum? — Já, það gerðist veturinn eftir. Ég var þá aðeins þann eina vetur og mér líkáði illa. Einar Nilsen var aðalkenn- ari og mér líkaði ekki við hann. Jón Engilberts var hjá honum síðar og Jón Þórarinsson og þeir hafa báðir látið vel af honum, en ég hafði lítið upp úr þessári veru á Akademíinu. Nú, svo gerðist það, að maður gifti sig, þegar heim kom, og þá byggði ég þetta hús á Njálsgötu 8 B. Það voru erfiðir tím- ar efnahagslega, en ég vann við húsa- málningu og síðar fékk ég meistara- réttihdi fyrir hefð. Og ég fór fljótlega að táká að mér verk. — En málvérkið, hvei'nig dafnaði það? — Ég málaði myndir í tómstundum og við Ásgrímur hittumst oft og okkur kom mjög vel saman. Ég bar alltaf mikla virðingu fyrir honum vegna hæfileika hans og kunnáttu. Það var eins og endui'fæðing að koma á sýn- ingar hans og þó hafði ég séð margar ágætar sýningar í Kaupmannahöfn, meðal annars myndir eftir ýmsa gömlu meistarana. — Hefur þú oft farið utan síðan? — Nei, fyrir utan þessar námsferðir til Kaupmannahafnar hef ég aldrei far- ið utan. Maður hefur ekki mátt vera að því vegna vinnunnar, en annars er ég ekki að kvai'ta yfir henni. Mér finnst erfið vinna fremur hafa styrkt mig og alls ekki háð mér við málverkið, nema að tíminn var oft of naumur. En mér hefur ekki fundizt, að ég hafi neitt þurft að sækja til annarra landa. Hér er óendanlegt verkefni og fallegir stað- ir eru fleiri en svo, að maður komist yfir að mála á þeim öllum. — Þú hefur sem sagt látið aðra um að gera tilraunir? — Já, ég hef haldið mér við það sem ég kann. — Hefur þér aldrei komið til hugar að það væri spennandi að prófa eitt- hvað nýtt? — Nei, mér finnst mest spennandi að mála náttúruna eins og hún er. Það er alveg nægilega spennandi fyrir mig. — En ég jief orðið var við að þú kem- ur á málverkasýningar. — Já, ég geri mér far um að fylgj- ast með og sjá allt sem ég get. Ég hef jafnvel gaman af abstrakt-málverkum og verkum yngri mannanna, þó mig langi ekki til að mála eins. — Og nú getur þú lifað af því sem þú selur, eða hvað? — Ég er á eftirlaunum, en það kem- ur fyrir að ég sel mynd og mynd. Við druikkum kaffið í fremri stofunni og horfðum á Eyjafjallajökul í innri stofunni, og þar er líka gamla borðið með málaralérefti, strengdu yfir plöt- una til þess að hún skemmist síður og á því eru allar litatúburnar og mál- verkatöskur og statíf úti í.horni, því Jón er einn af þeim fáu sem málar á staðnum. Sú aðferð höfðar ekki lengur til yngri málaranna, sem taka með sér áhrifin heím í vinnustofuna og vinna verkið þar. Hann. sagðist vera að. hugsa um að íhalda sýningiu et gpð lofi, kannski í Bogasalnum, en Bogasalurinp er alltaf upptekinn og kannski munu þeir alls ekki vilja lofa honum að sýna í Bogasalnum; það var svo sem ails ekki vist. Þeg-atr ég kom r.iður að úti- dyrunum, sá. óg að það var farið að snjóa. Jón Jónsson, bróðir hans- Ás- gríms, stóð eftir uppi á stigapallinum og bað uppsveitamenn vel að lifa.— G.S. Við' Laugaveg 24. Málverk eftir Jón síðan 1915. 24. desembér 1967 ■LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 47

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.