Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 29

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 29
Konueyjarbyggð. Karlsey í baksýn. ar og hlýlegustu draettina í svip lands- ins. Hann var hug'hrifamaður, svo áð nálgaðist tilbeiðslu. Ýmis .ljóð hans eru náskyld trúarskáldskap. Frá náttúru- og þjóðlífslýsingum hans er stutt leið til barnaljóða skáidsins, er nefnast Barna- rímur og komu fyrst út 1914. En síð- ari útgáfur hafa verið auknar. Þessi yndkslegu smákvæði, sem hvert fær- eyskt barn hefur alizt upp með, eru tvímælalaust það sérstæðasta, sem Hans Andreas hefur ort. Með því að sameina þar gamansemi og alvöru, hversdags- leika, ævintýri og draum, þannig að hvert barn gat skilið, hefur hann ort sig inn í hug og hjarta hvers Færey- ings. Eftir Hans Andreas liggja fleiri og fjöbreytilegri ritverk en nokkurn annan Færeying frá síðari tímum. Hann skrif- aði skáldsögur, leikrit og ævintýri, en var mestur sem ljóðskád. — Þegar ég fyrir nokkru fór yfir færeysk jóð í því skyni að þýða sýnishorn af þeim, urðu mér ljóð hans einna hugstæðust og tók þau fyrst til meðferðar. Læt ég hér fljóta með eitt af þeim; ég held að það lýsi honum vel og sé um leið færeyskt í anda, nokkurs konar þjóðvísa: Hans Andreas Djurhuus: ER BEIZLAÐI ÉG MÉR BJATAN HEST Er beizlaði ég mér bjartan hest, blóm og angan m.ér buðu unað og yndi flest. Fagurt skein sólin, og vindurinn blés j>á um vangann, hittast hjá Landsbókasafni Færeyja klukkan hálf-þrjú. Safnahúsið stendur við dálítinn læk, sem rennur út í Vesturvog, er stílhreint hús, hlaðið úr basalti, tún umhverfis, trjálundur fyrir framan það, tvílyft. Bækur eru á neðri hæð, en þjóðminja- og skjalasafn uppi. Einkum dvaldist okkur við skoðun þjóðminjasafnsins, er hefur að geyma margt merkilegt úr sögu Færeyja, þótt hér sé of langt upp að telja. Er nú hús þetta orðið allt of lítið fyrir öll söfnin. Og sagði Jóhann- es okkur, að ætlunin væri að reisa nýtt hús fyrir bækurnar, verður væntanlega bráðum veitt fé til þess, en hafa núver- ándi safnahús aðeins handa skjölum og þjóðminjum. Lá nú leiðin í náttúru- gripa- og sjóiminjasafn ,sem eru geymd í annarri byggingu ofan við áðurnefnt safnahús. Eru þessi söfn Færeyingum eigi miður til sóma en fyrr greind söfn. Meðal sjóminjanna vöktu athygli okk- ar sérkennileg snið báta. En Færey- ingar hafa fundið upp ýmsar gerðir af þeim og smíðað þá af miklum hagleik. Að sjálfsögðu var þar margt og mis- munandi veiðarfæra frá ýmsum tímum. Náttúrugripasafnið fannst okkur yndi að skoða, svo fjölbreytt sem það er og því smeikkvislega fyrir komið. Að síð- ustu leiddi Jóhannes okkur inn í Fróð- skaparsetur Færeyja, nýtt hús í þjóð- legum stíl, eins konar vísir að háskóla, skildist mér, með rannsóknarstofum fyrir þjóðlegan fróðleik, jarðfræði og fleiri vísindagreinar. A ð lokinni skoðun þessara stofn- ana fórum við hjónin, ásamt Jóhann- esi, í síðdegisboð til Sígríðar systur hans og manns hennar, Sigurðar Jóensens lögfræðings, en til hans hafði ég kveðju frá Jóni Björnssyni rithöfundi. Höfðu þeir kynnzt á Kaupmannahafnarárum sínum. Þar hóf Jón rithöfundaferil smn að ráði, og Sigurður nam lögfræðina. Jafnframt því rtámi og skyldunum, sem á eftir fóru, hefur hann stundað rit- störf, enda skáld gott. íslenzk þýðing barnabókar eftir Sigurð kom hér út fyrir nokkrum árum og var vel tekið. Frú Sigríður er eínnig ágætlega ritfær, hefur m.a. ritstýrt kvennablaði í Þórs- höfn og þýtt allmikið úr erlendum mál- um á færeysku. Hjá þeim hjónum sát- um við langa stund við samtal á ís- lenzku, því bæði eru þau mæta vel máli farin á þeirri tungu, og sonur þeirra, sem heima var, en oft hefur verið við ísland á vertíð og með ísiendingum. Öll virtust þau kunna góð skil á bók- menntum og fleiru hérlendis. Til dæmis heyrði ég, að Sigurður var vel að sér í skáldskap Jóhannesar úr Kötlum. Fannst mér fjölskyl'da þessi þjóðleg vel, frjálslynd í skoðunum og vilja sem mest sjálfsforæði Færeyinga, bæði menningarlegt og stjórnarfarslega séð. Sól var enn hátt á lofti og varp skær- um bjarma yfir Kirkjubæjarreyn and- spænis verustað okkar, þegar við kom- um þangað að kvöldi fynsta dagsins í Færeyjum. Mér þótti of snemmt að ganga til hvílu, varð því reikað út aft- ur og inn um hliðið á grafreit Þórs- hafnar, sem lá þar skammt frá, yndis- iegum stað. Tvö leiðin fundustu mér eftirtektarverðust: legstaður Símunar skólastjóra av Skarði og leiði Djurhuus- bræðra. Bar tvennt til, ágæti þeirra, sem þar hvíldu, og legsteinarnir. Þeir voru úr færeysku basalti með áletr- unuim. Sírnun av Skarði mun vera kunn- astur sem brautryðjandi lýðháskóla- hreyfingar í Færeyjum, en var einnig mjög gott skáld, meðal annars höf- undur þjóðsöng Færeyinga: Tú alfagra landið mitt. Djurhuus-bræður þekkti ég vel af ljóðum þeirra, sem ég hafði lesið og hrifizt af. En mér fannst ég nálgast þá meir en nokkru sinni fyrr þarna við grónar grafir þeirra, og áhrif af Ijóðunum rifjuðust upp. Ég hef oft heyrt því haldið fram, að eldri bróð- irinn, Janus Djurhuus, væri meira skáld. Um það vil ég ekki dæma. Þeir voru hvor með sínu móti: Janus marg- slungnari, bjó ef til vill yfir ennþá meiri andstæðum, var róttækt verkalýðs- og byitingaskáld í aðra röndina, en sveim- hugull draumóramaður á hinn bóginn, skaut ýmist eiturörvum háðs og kerskni af boga sínum gegn þeim, sem honum afnnst, eiga það skilið, eða orti hrifn'æm ástaljóð, þunglyndur, efagjarn og böl- sýnn, en þráði umfram allt frið, hrein- leika og fegurð, eirðarlaus útlendingur fjarri sínum fæðingarstað mestan hluta starfsævi sinnar, landflótta maður, sem allt í senn þráði, tilbað, elskaði og fyrir- leit föðurland sitt. Menn bæði óttuð- ust hann og elskuðu. Hann var ein- mana og engum nákominn.. Oft hefur verið í hann vitnað, eigi aðeins í kveð- skap hans, heldur líka tilsvör, hlífðar- laus, fyndin og bituryrt. Um hann hef- ur myndazt eins konar goðsögn. Fá eða engin önnur færeysk skáld hafa haft þvílíkt vald á myndríki og auðlegð málsins eða séð slíkar sýnir. ótt Jens Hendrik , Oliver Djur- huus, eða Janus eins og hann oftast var nefndur, öðlaðist meiri viðurkenningu fagurkera en yngri bróðirinn, Hans Andreas, þá var hinn síðarnefndi í rík- ara mæli skáld fólksins. Ungur las hann mjög norsk og dönsk ljóðskáld og varð fyrir áhrifum af þeim. Sjálfur segir hann, að Norðmaðurinn Per Sivle liafi verið sitt kærasta skáld og fyrir- mynd. Hjá Sivl’e fann Hans Andreas sams konar einkenni og í fari sjálfs sín, fvrst og fremst látlausan yndis- leik málsins, er átti eftir að einkenna ljóð hans sjálfs. Hjá Per Sivle fann Hans Andreas líka sams konar ástríðu- þungna ættjarðarást og þá djúpu átt- hagakennd, sem hann var sjálfur gagn- tekinn af í svo ríkum mæli, að les- endum ljóða hans fær ekki dulizt. Framan af árum orti Hans Andreas einkum ljóðræn kvæði um færeyska náttúru, sérstaklega mildari árstíðirn- Frá Húsavík á Glitraði döggin í grænum reit, gróðurangan, en hvar sem ég íór, og hvert sem ég leit, fylgdi mér treginn og þung var mán þrautagangan. Var ég í borgum og veizluhöll vordag langan, og þeysti ég út um iðgrænan völl, brennheit var þrá mín, og bleikur ég gerðist á vangann. Líkt og að venju vongjöfult er vor og angan. Og yndisleg stúlka þá mætti mér. Samstundis kyssti ég hana á varir og vangann. Yndi mér vei-tti um vorkvöld löng víðiangan. Minn færleikur hljóp,, og ég fagnandi söng. Gleymdist þá harmurinn sári og saknaðargangan. Vonglaður kný ég minn vængjaða hest vordag langan. Mér ungmey sú fylgir, sem ann ég mest. Björt ljómar sólin, og vindurinn strýkur um vangann. Framhald á bls. 63 Sandey. 24. desember 1967 •LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 61 J

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.