Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1967, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1967, Blaðsíða 15
Á es'Iersdium bóka- matkaði Nýjar Penguin-bæknr: Koads to Ruin. The Shocking History of Social Reform. E.S. Turner. Penguin Books 1966. 5/— í þessari bók bregður höfund- urinn upp nokkrum myndutp úr baráttu manna og kvenna gegn ýmiskonar óréttlæti sem okkur þykir nú á tímum fráleitt en kostaði mikla baráttu að af- nema á síðustu öld. Höfundur- inn sem er blaðamaður ;g rithi'f undur, segir hér frá nokkrum þáttum þessarar baráttu. Hér eru kaflar um baráttuna fyrir stytt- ingu vinnutíma barna á laugar- dögum, úr tólf timum í níu tima, og áíramhaldandi baráttu fyrir enn meir; styttingu. Einn kaflinn er um baráttu gegn sölu áfengra drykkja til barna, en drykkju- skapur barna og unglinga var orðinn áberandi á Englandi; mik- 111 i skuggahverfum borganna strax á tyrri hluta 19. aldar. Það var algengt að sjá krakka þvæl- ast um dauðadrukkna á kránum og ekki var óalgengt að börn dæju úr ofdrykkju, síðasta dæm- ið sem höfundur nefnir er frá 1908. Höfundur ræðir nokkur önnur dæmi úr mannréttinda- baráttunni. Þetta er merkileg bók en höfund» hættir til lang- dreginna útlistana og málaleng- inga, sem orsakast líklega af mikilli ritgleði hans, og spillir þetta bókinni. British History in the Nineteenth Century and After: 1782—1919. G M. Trevelyan Penguin Books 1965 8/6 Þessi bók er eftir höfund „Illu- strated English Social History" og margra fleiri bóka. Hánn er meðal merkustu sagnfræðinga sem nú eru uppi. Bókin kom fyrst út 1922 og í endurskoðaðri útgáfu 1937. Þetta tímabil, sem bókin spannar, er mesta breyt- ingatímabil sem orðið hefur á England: og víðar. IðnaðarbyR- ingin og allt, sem henni fylgdi, gjörbreytti þjóðfélaginu og ge-ði England að mesta veldi heims. Höfundur segir 1 formála, að æll- an sín hafi verið að setja saman auðlesna bók, bar sem allt varri að finna sem máli skipti um sögu Englands þetta tímabil, og það hefur honum tekizt. Bókaskrá, tímatalstafla og registur fylgja. D. H. Eawrence: England, My England — The Plumed Ser- pent — The White Peacock. Penguin Books 1966. Lawrence áleit kynferðislífið lykilinn að allri mennskri hegð- un. Fáir höfundar eru gæddir slíku sálfræðiiegu innsæi og næmleika fyrir umhverfi og fólki. Sumir álita hann merkast- an enskra rithöfunda og enginn neitar þvi að hann sé með þelm merkari, þrátt fyrir prédikanir, dulspekiþrugl og heiftarfulla andúð á ýmsum stofnunum, sem hann áleit fjandsamlegar sér. í einni oiantalinna bóka gætir nokkuð áhrifa frá Nietzsche (The Piumed Serpent). Hann lýsir þar „manninum", manns- hugsjón sinni. Sagan gerist i Mexíkó, þar sem aðalpersónan, Kate, kynnist frumstæðri nátt- úrudýrkun og dularmögnuðum helgisiðum. „The White Peacock" er æskuverk og ein af fyrstu bók um hans og þar lýsir hann ýms- um sem koma við sögu í æszu hans. Hann breytir aðstæðum i þessari bók á þann hátt, að það spillir bókinni, svo að hún verð- ur ekki eigin saga eins og „S >ns and Lovers". Bókin hefur þrátt fyrir þetta gildi í sjálfri sér og sem heimild um afstöðu Law- rence til æsku sinnar. í fáum bókum giittir sxýrar í stéttarvit- und hans og _ þessari, þar lem hann reynir aó tosa lágstétrar- fólki upp í millistétt og lýsir bví síðan sem millistéttarfólki. „Eng- land, My England" er smásögu- safn um eftirlætisefni höfundar, baráttu kynjanna og samdrátt Fyodor Dostoyevsky: The Gambler — Bobok — A Nasty Story. The Penguin Classics. Translated with an Introduction by Jessie Coulson. Penguin Books 1966. 5/— Fyrsta sagan í þessari bók var skrifuð á þremur vikum til þess að höfundur gæti staðið við skuldbinaingar sínar við útgií- anda sinn. Fjárhættuspilarinn er talinn með merkari novelettum höfundar Hann vissi hvað pað var að vera haldinn spilafíkn- inni, þess vegna er sagan að nokkru sjálfslýsing. Um leið og hann vai að skrifa þessa sögu. vann hann að , Glæpi og refs- ingu“, og á þesrum þremur vik- um kynntist hann tilvonandi konu sinni, Önnu Grigorévnu Snitkinu. Bobok eru samræður í kirkjugarði og síðasta sagan er ein af elztu og beztu smásög- um hans. Hemingway: Green Hills of Africa — Across the River and Into the Trees — The Torrents of Spring — The Fifth Column — A Moveable Feast. Penguin Books 1966. Penguin-útgáfan gefur nú út þessar fimm bækur Hemingways. Útgáfan byrjað: snemma að gefa út verk Hemingways í vasabrots- broti; „A Farewell to Arms“ var önnur bókin, sem forlagið hóf starfsemi sína með. Síðan hefur það gefið út aliar bækur Hem- ingways ‘ vasabókabroti. Enginn höfundur hefur haft slík áhrif á nútímabókmenntir sem Hem- ingway; fáir höfundar eru eins mikið lesnir og engir hafa 'jáð betur tímabilið milli heimsstyrj- aldanna en hann. Örlög hans hafa orðið mörgum tilefni til margvísiegra bollalegginga og bókaskrifa og verða það sjálf- sagt enn nokkurn tíma. The Bolshevik Revolution 1—3. A History of Soviet Russia. E.H. Carr. Penguin Books 19G6 28/6 Höfunaurinn hlaut menntun sína í London og Cambridge. Hann hefur starfað við hás'cóla síðan 1936 og var auk þess Xö- stoðarritstjóri „The Times“ á ár- unum 1941—46. Hann hefur sett saman nokkrar bækur varðandi stjórnmálasögu og sagnfræði. Mesta verk hans er þetta rit og áframhald þess, Saga Sovét- Rússlands, sem út hefur komið í átta bindum. Þetta er örugg- asta og jafnframt viðamesta rit, sem birzt hefur á Vesturlöndum um þessi efni. Þessi bindi ná yfir tímabilið 1917—23. í fyrsta bindinu segir höfundur sögu kommúnistafiokksins 1898— 1917 og þeirra deilna, sem áttu sér stað innan flokksins og mörkuðu atburðina 1917. Síðan rekur hann atburðina sem ollu valdatöku flokksins og á hvern háti flokkurinn snérist við lausn þeirra vandamála upplausnar og sundrungar.sem leysa varð. Ann- að bindið fjallar einkum um efnahagsmál ríkisins og um þær aðferðir sem gripið var tU, til þess að rétta við efnahag og at- vinnuvegi landsmanna. Þriðja bindið jekur ástæðurnar fyiir utanríkispólitík Sovét-Rúss.a ids. f þriðja bindinu er bÓKaskrá fyrir allt verikð Registur fylgir hverju bindi. New Horizons in Psychology. Edited by Brian M. Foss. Penguin Books 1966. 7/6 Höfundurinn las stærðfræði og eðlisfræði við háskólann í Cam- bridge, síðar sálai'fræði við há- skólann í Oxford og hefur hel»- að sig þeirri grein. Hann hefur skrifað íjölda greina um þe>si efni og gefið út nokkrar bækur um viðbrögð og hegðun korna- barna. Þessi bók er safn greina um hin ýmsu svið sálfræðinnar eftir ýmsa sálfiæðinga. í þessum greinum birtist staða sálfræðinr.- ar nú á dögum og einnig /ísir að væntanlegri þróun hennar á næstunm Bókin er sett saman að frumkvæði Penguin-útgáfunnar. The Earliest English Poems. Penguin Classics Translated and Introduced by Michael Alexand- er. Penguin Books 1966. 4/6 í þessari bók eru kaflar merk- ustu engilsaxnesku kvæðama þýddir á nútímaensku. Hér eru teknir kaflar úr Beowulf, The Wanderer og The Seafar-r. Ágætir formálar fylgja og gefur útgáfan góða hugmynd um ágæfl þessara gömlu kvæða og smekk skálda þeirra. 7. maí 1967- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.