Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1967, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1967, Blaðsíða 8
— YFIRLÆKNIRINN í AUSCHWITZ Framhald af bls. 7 B laðamaðurinn sýndi nú veitingamanninum nokkrar myndir og án þess að hika benti hann á myndina af Mengele. Tveir munkar, sem rákust inn af tilviljun meðan á samtali þeirra stóð, staðfestu að þessi maður, sem myndin var af, hefði verið á eyj- unni daginn áður. Við höfðum tapað einni lotunni enn, og það hafði munað aðeins fáeinum klukku- stundum. Seinna, þegar ég hitti Jóhann aftur, spurði ég hann með hvaða hætti Mengele hefði yfirgefið Kýþnos. — Það voru einhverjir spænskir vinir hans sem sóttu þau hjónin á lystisnekkju. Ég þekki ekki þessa vmi hans, en ég veit að þeir fóru með hjónin til Barcelona. Veiztu að hann lét sig hafa það að heim- sækja Þýzkaland? — Þýzkaland? Þar hefur verið gefin út handt&ku- skipun á hendur honum. — Mengele á góða vini í Þýzkalandi. Ég veit að hann kom til Þýzkalands á árinu 1959 til að vera við jarðarför föður síns. Hann dvaldi þá hér nokkra daga. Auðvitað bjó hann ekki á hótelinu og hann vildi heldur ekki dvelja heima hjá ættingjum sín- um. Hann bjó í enska klausturskólanum. — Og það fór enginn til lögreglunnar og sagði frá honum? — í Gunzburg eiga allir allt sitt undir Mengelum á einn eða annan hátt. Þegar það vitnaðist, að Mengele hefði verið i Gunzburg 1959, lét opinberi saksóknarinn í Frankfurt þau ummæli falla, að Gunzburgbúar hefðu „hagað sér eins og hópur samsærismanna við að hjálpa Mengele- fjölskyldunni". Borgarstjórinn mótmælti þessum um- mælum, en þá uppgötvaði eitt blaðanna, að borgar- stjórinn væri lögmaður Mengelefjölskyldunnar. Það upphófust ásakanir og gagnásakanir. Gunzburg er miðaldaborg, með um það bil 12 þúsund ibúa, og hreykin af hinum yndislega kastala frá Endurreisnar- tímanum og einnig af stærsta fyrirtæki sínu, land- búr aðarvélaverksmiðju Karls Mengele og sona hans. Mengelarnir höfðu verið helztu borgarar Gunzburg um langan aldur. J ósef Mengele fæddist hinn 16. marz 1911, og var alinn upp eins og hæfði erfðaprinsi hinnar ríkj- andi fjölskyldu í Gunzburg. Um 1920 hóf hann að sturidia heimspekinám í Munchen, þar sem hann hitti AdolE Hitler á hans bjórkjallaradögum og varð ofsa- fenginn fylgjandi der Fuhrer. Fólk í Gunzburg, sem mundi Mengele sem ungan mann, sagði að hann hefði alla tíð þjáðzt vegna útlits síns. Hann langaði til að lít-a út eins og Aríi, en hann gerði það bara ekkL Mengele fór snemma í stríðið og gekk í SS- sveitirnar. Árið 1943 var hann gerður að yfirlækni í Auschwitz. Þegar Mengele ákvað að flýja eftir stríðið, þá komst hann undan eftir leiðinni Reschen-Scheideck- Merano til ftalíu — þaðan til Spánar og síðan til latnesku Ameríku. Á eftirstríðsárunum hafði fyrir- tækið Mengele og synir eignazt 50 prósent af hluta- fá Fadrofarm KG, S.A., en það var nýstofnað fyrir- tæki í Buenos Aires, sem setti saman þýzka traktora. Hið argentínska fyrirtæki var stofnað með einnar milljón dala framlagi. Það var einhvern tíma á árinu 1952, sem Mengele kom til Buenos Aires með fulla vasa af fölskum pappírum, og byrjaði að vinna sem læknir án þess þó að hafa leyfisbréf. Hann nefndist um þessar mundir Friedrich Edler von Breitenbach og átti marga vini meðal nazista og lög- reglunnar. Þegar Juan Perón, hinn argentínski einræðisherra, flúði land 19. september 1955, fylgdi hópur nazista í kjölfarið yfir til Paraguay. Mengele fór til Asuncion, höfuðborgarinnar, en kom þaðan aftur til Buenos Aires og gerðist forstjóri fjölskyldufyrirtækisins þar í borg. Tíu ár voru nú liðin frá stríðslokum, og enn hafði enginn þýzkur dómstóll tekið mál Mengele fyrir, og hann hefur sjálfsagt talið að sér myndi vera óhætt að taka upp sitt eigið nafn á ný og setjast um kyrrt, og þannig vildi það til að við komumst aftur á sporið. A-rið 1962, nokkrum mánuðum eftir að Mengele hnfði stungið okkur af á Kýtþnos, komst ég að því, að hann var kominn til Suður-Ameríku aftur. Kona hans og sonur dvöldu áfram í Evrópu. Frú Mengele bjó í Kloten í nánd við Zúrich í Svisslandi. Ég vissi af því, að hún hafði leigt sér lítið hús svo nálægt flvgvellinum, að vélarnar flugu rétt yfir þakinu — það gat auðvitað ekki talizt kyrrlátur staður, en mjög henfcugur eiginmanni hennar, sem gat verið kominn heim til hennar aðeins fáeinum mínútum eftir að hann lenti á flugvellinum, og án þess að eiga á hættiu að margir sæju hann. Ég bað svissnesk- an embættismann í Zúrich að láta fylgjast með heimiili hennar, ef ske kynni, að Mengele leitaði þangað. Nokkrum vikum seinna, eða í júlí 1962, ráku Svisslendingar frú Mengele úr landi. Ég hafði enga löngun til að vinna frú Mengele tjón, en það var greinilegt að Svisslendingar nenntu ekki að eiga það á hættu að þurfa máski að fara að framselja naz- ískan stríðsglæpamann. Frú Mengele fluttist til Merano, yndislegrar borgar í Suður-Týrol á ftalíu, og þar býr hún enn í einbýlishúsi, og þarna eru marg- ir fyrrverandi nazistar í grenndinni. Þegar hér var komið sögu hafði Mengele aft.ur flutt sig til Asuncion. Hann hefði að sjálfsögðu held- ur kosið að búa í Buenos Aires, en handtökuskipunin var enn í gildi þar. Hann fék'k samt næga peninga frá fjölskyldufyrirtækinu í Buenos Aires til að geta lifað þægilegu lífi. í júlí 1962 bað Bonnstjórnin yfir- völdin í Paraguay að afla upplýsinga um dr. Jósé Mengele, sem byggi í Fulgencio Moreno 507. Nokkr- um mánuðum síðar barst það svar við þessari fyrir- spurn frá yfirvöldunum í Paraguay, að nefndur Mengele væri borgari í Paraguay og „væru engir glæpir á sakaskrá hans“. M engele dvaldí samt ekki lengi í Asuncion. Honum hefur fundizt hann öruggari í einni af þess- um þýzku nýlendum, sem eru á landamærum Para- guay, Brasilíu og Argentínu. Árinnar, sem myndar landamærin, er ekki stranglega gætt, og það er mjög auðvelt að skjótast yfir til Brasilíu. Mengele fluttist til búgarðs í nánd við Encarnación, sem Alban Kruge Krug, auðugur bóndi átti, en honum er lýst svo, að hann sé maður mjög ofsafenginn í skapi og haldinn mjög ofsafengnum pólitískum skoðunum. Þegar Krug, auðugur bóndi, átti, en honum er lýst svo, að gráir fyrir járnum. Mengele dvaldi um það bil'tvö ár á búgarði Krugs. Hann hjálpaði til við búverkin og stundaði sjúklinga í Encarnación og gekk undir nafninu dr. Fritz Fischer. Seint á árinu 1963 sótti eirðarleysi á hann á ný. Ég vissi að það myndi ómögulegt að fylgjast með ferðum manns, sem var verndaður af svo mörgu fólki víða um heim. í stað þess hóf ég að gefa nánari gætur því fólki, sem næst honum stóð, og það var r^uðvitað kona hans og sonur, Karl-Heinz. Frú Martha Mengele hélt kyrru fyrir á heimili sínu í Merano, en Karl-iHeinz var um þessar mundir við nám í Montreux í Svisslandi. Skömmu fyrir jólin 1963 var póstlagt bréf í Montreux, til vina minna í Austur- ríki, og í því bréfi var sagt að Karl-Heinz Mengele hefði haldið til Milanó og myndi dvelja þar á til- nefndu hóteli. Hann hafði sagt skólafélögum sínum, að hann væri að fara til að hitta ættingja, sem hann ætti von á frá útlöndum. Bréfið hafði verið póstlagt þann 22. des., en í önnum jólanna komst það ekki mér í hendur fyrr en að morgni þess 28. des. Ég tók mér flugfari með fyrstu vél til Milanó. Á hótelinu, sem um hafði verið að ræða, var mér sagt að maður nokkur, sem hefði haft spænskt vega- bréfi á nafni „Gregori-Gregori", hefði verið þarna en væri farinn fyrir tveimur dögum. ]Væsta lota átti sér stað fáeinum mánuðum seinna, kvöld nokkurt í marz 1964. Mengele eyddi helgina á Týrol-hótelinu í nánd við Hohenau, þýzka nýlendu í austurhluta Paraguay. Hótel Týrol er eftirlætissamkomustaður heldra fólksins á staðnum. Þar er góður matur, góður bjór og góð hljómsveit. Stroessner forseti kemiur þar stundum um helgar og það gerir Mengele einnig. Það var á heitu dimmu kvöldi. Sex menn höfðu fylgt í humátt á eftir „dr. Fritz Fischer", þegar hann hélt til herbergis síns í Hótel Týrol, en það var númer 26. Ég hitti seinna nokkra þessara manna. Þeir höfðu allir verið í Auschwitz og töldu sig eiga óuppgerðar sakir við Mengele og höfðu farið til Suð- ur-Ameríku til að reyna að ná honum og færa hann til Frankfurt. Nokkrum mínútum fyrir eitt um nótt- ina hlupu þessir menn upp stigann á Hótel Týrol og brutu umsvifalaiust upp herbergisdyrnar á herbergi nr. 26. H-erbergið var mannlaust. Hóteleigandinn upp- lýsti mennina um, að Herr dr. Fischer hefði yfirgefið hótelið 10 m'ínútum áður, eftir að hafa fengið sím- hringingu. Hann hafði haft svo hraðan á, að hann hafði -farið á náttfötunum og aðeins fleygt yfir sig frakka og hlaupið síðan eins og fætur toguðu niður stigann og horfið út í nóttina. Framhald á bls. 10 Afkáraskapur, segja sumir. Loksins eitthvað nýtt, segja aðrir. Þetta er brezka unglingatízkan, sem stundum er kölluð bítlatízkan, og fyrir utan Bítlana hefur enginn átt meiri þátt í að skapa hana en Mary Quant. ___ iMary Quant og eiginmaður hennar og meðeig- andi, Alexander Plunkett-Green, lifa þesskonar lífi, sem flestir setja í samband við kaupsýslumanna- glansmyndir frá Hollywood, með Rock Hudson og Doris Day í aðalhlutverkunum: Ærandi ósköp væri ef tii vill rétta lýsingin á erilsömu lífi þeirra. Fyrir bragðiðerþeimnauðsyn á haganlegu og friðsælu umhverfi heimafyrir. Þau vilja einnig hafa rúmt um sig. Þessa þrjá eiginleika, sem í stór- borgarlífinu eru öllum hverfulli, hefir þeim tekizt að handsama og sameina í íbúð sinni í Draycott Place. í hinni óþrotlegu sókn eftir slíku stormahléi nutu þau snilldaraðstoðar arkitektsins Anthonys Gregorys og skreytingamannanna Davids Hicks og Johns Bannenbergs. I búðina fundu þau fyrir um það bil fjórum árum en voru sammála um að gera eina stóra stofu úr tveim herbergjanna. Loftið í stóru stofunni hækkuðu þau síðan um 18 þumlunga, þar eð það Unga kynslóðin á götu í London. Það þarf meira en þetta til að Lundúnabúar líti við. Myndin er tekin í Carnaby Street, þar sem hver tízkuverzlun- in er við aðra. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. maí 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.