Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1967, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1967, Blaðsíða 13
ÞJÚÐMAL m Við lifum á sannkallaðri bílaöld. Fá tæki hafa breytt lífi manna jafn- mikið og bíllinn, enda er bílaeign ofarlega á óskalistanum hjá öllum þorra fólks. Bílnum fylgir einhver frelsistilfinning, sem löngum hefur verið mikils metin. Þeir, sem fyrrum gátu tekið hnakk sinn og hest, voru ekki algjörlega háðir nánasta um- hverfi. Bílnum fylgir líka hreyfanleiki fólks, sem hefur margvíslegustu áhrif; svo sem á verzlunarhætti og sam- komuhald, svo að eitthvað sé nefnt. Islendingar eru nú með bílríkari þjóðum, þótt allmargar þjóðir eigi enn fleiri bíla að tiltölu. Þróunin er mjög ör í þessum efnum og kröfurn- ar sívaxandi, svo að bílum þarf að fjölga mikið hér á landi á næstu ár- um og áratugum, ef við œtlum að fylgjast með öðrum þjóðum. Að sjálf- sögðu má þó ekki gera bílinn að skurðgoði, sem eigi að ganga fyrir öllu. En hann er nytsamt og skemmti- legt tæki, sem er nátengt nútímaþjóð- félagi og á efalaust eftir að teljast meðal sjálfsagðra hluta áður en mjög langt um líður. Þannig hefur skipu- lag Reykjavíkúrsvœðisins verið miðað við stóraukna bílaeign og bílanot munu aukast verulega á fslandi, þeg- ar fjölfömustu þjóðvegir hafa verið malbikaðir. Einstaka menn býsnast yfir bíla- kaupum hér á landi og má segja um suma þeirra, að þeir fylgist ekki með tímanum, eða séu utangátta í þjóð- félagi á svo örri framfarabraut. Aðrir hafa hins vegar átt bila í ár eða ára- tugi og ætla áreiðanlega að eiga áfram, en hneykslast samt á aukinni bílaeign. í þessari afstöðu felst hvorki meira né minna en það, að þessir menn skipa sér, vitandi eða óafvitandi, sess ofar hinum almenna borgara. Eng- in hætta er þó á, að bílarnir komist úr tízku, eins og silfurrefirnir forð- um, þegar hver sem var hafði orðið ráð á að hafa einn um hálsinn. En sjálfsagt eru þeir til, sem sakna gömlu tímanna, sem heldur eru ekki svo fjarlœgir, er nókkrir útvaldir fengu alltaf bílleyfi og gátu síðan selt not- uðu bílana fyrir sama verð og nýja. Þá var hægt að aka ódýrt, ef menn höfðu rétt sambönd. Þessir tímar eru nú liðnir og koma vonandi aldrei aftur. En bílar eru dýr- ir, enda munu þeir skattaðir hærra en nokkuð annað hér á landi að undan- teknu tóbaki og brennivíni. Eftir- spumin eftir bílum er svo mikil, að þessa skatta borga menn með hvað glöðustu geði, og hefur hið opinbera því notað tækifærið, en jafnframt þarf að afla mikils fjár til vegagerðar og er eðlilegt, að það komi að veru- legu leyti frá umferðinni. Þetta háa bílverð hefur þó ýmsar. slæmar afleiðingar. Meðalaldur bíla er hér mjög hár. Var hœstur 1954 9,3 ár á fólksbílum, en er nú um 6,7 ár. Það er svo mikið áták að eignast nýjan bíl, að gamla skrjóðnum er haldið við of lengi, bœði frá sjónar- miði öryggis og einnig frá almennu þjóðhagslegu sjónarmiði með tilliti til mannahalds við viðgerðir og vara- hlutanotkunar. Jafnframt hljóta bíla- kaup að vera háð allmiklum sveiflum, og hefur það slæm áhrif á ríkiskciss- ann. Það virðist því hagsmunamál bœði ríkisins og einstaklinganna, að breytt verði um stefnu í þessum mál- um. Ef miðað er við, að ríkið þurfi jafn- miklar heildartekjur af umferðinni og áður, þá œtti að flytja skattlagning- una að nokkru frá bílakaupunum yfir á bílanotin. Varla mætti þý hækka benzínið mikið, því ekki ætti að leggja áherzlu á að draga óeðlilega úr notk- un þeirra bíla, sem keyptir eru. Eðli- legra væri að hœkka heldur árlegan bílaskatt. Mætti hann vera gjáldkrœf- ur einu sinni til fjórum sinnum á ári, eftir því sem hagkvœmast þœtti. Þessi tilhögun yrði einstaklingunum mun viðráðanlegri heldur en stóri skatturinn við bílákaupin, á 5—10 ára fresti, og ætti að gefa ríkinu miklu jafnari tékjur. Eðli málsins samkvæmt yrði þó að gera svona breytingu í nokkrum áföngum. Þá má gera ráð fyrir að vegatollar verði mik- ilvægari tekjúlind eftir því sem full- komin vegagerð eykst. í fyrstu mundi eyðast eitthvað meiri gjaldeyrir með þessum hœtti vegna endurnýjunar lélegustu farartœkj- anna. En fob-verð bíla mun þó ekki vera nema um þriðjungur af núver- andi bílverði, töluverð varáhlutákaup mundu sparast og sumir viðgerðar- menn gœtu farið að vinna þjóðarbú- inu á hagkvæmari hátt. Auk þess ætti ekki að þurfa að óttast verulegan gjaldeyrisskort, ef skynsamlega verð- ur á málum haldið í framtíðinni. G. S. V. Arleffur bUaskattur i staö' attt of hárra totta Nýjar erlenðor bækur í Borg- arbóhasaíni The World ot Archaeology — Edited by C. W. Ceram. London 1966. 432 s Ritstjóri þessa mikla verks er kunnur íyrir alþýðlegar bækur uir fornminj afræði. í þessari bók hefur hann s&ínað frásögnum fjöimargra íornminjafræðinga og annarra fornfræðinga, sem þeir hafa ritað um uppgötvanir sínar og fomminjafundi. Einkum eru þetta fomminjafundir í Austur- löndum nær og Miðjarðarhafs- löndum en einnig frá Suður- og Mið-Ameríku Hér eru öll hin frægu nöfn á þessu sviði — Elgin, Schliemanr, Layard, Belzoni Mas- pero, Wolley o.m.íl. og kemur i ljós, að margii þessara manna eru miklir rithöfundar ekki síður en fræðimenn. Er bókin mjög að- gengileg og skemmtileg. Eriksson, Hohn: Okant Etiopien — Resor och áventyr pá Afrikas tak. Sth., 1966 219 s. Myndir. Höfundurinn er viðförull sænsk- ur læknir, sem tekið hefur þátt i ýmsum sænskum leiðöngrum til náttúrurannsókna Hér segir hann frá ferðalagi um þau héruð Eþíó- plu sem minnst eru þekkt, svo sem Dauro, Konta og Kaffa. Fór hann um þessi svæði á múlasna og kynntist vel bæði náttúru lands- ins óg fólki Höfundur er fyrst og fremst náttúruskoðari sem einnig hefur áhuga á þjóðháttum, og ber bókin merki þess. Behan, Brendan: Thc Scarperer. London jB66 152 s. Þetta er eina skáldsagan, sem til er eftir hinn heimskunna, írska leikritahöfund. Kom hún fyrst út 1953 sem framhaldssaga í Irish Times undir dulnefninu Emmet Street. Síðan heyiðist ekkert fleira frá herra Street en Brendan Behan varð frægur Eftir dauða höfund- ar var svo sagan gefin út undir sinu réttú höfundamafni. — Þetta er sakamálasaga úr undirheimum Dýflinnar, en mjög vel rituð og ber svip höfundar síns í hvívetna. Nils Ferlin: Och jag funderade mycket. Sth.; 1S65. 108 s. MyndÍT. Þetta er úrvai úr blaðagreinum, fyrirlestrum, viðtölum og bréfum hins merkilega sænska skálds. Hann ritaði aldrei nein drög að sjálfsævisögu og þá sjaldan hann tók til orða í óbundnu máli voru það mest lýsingar á félögum hans, og svo auðvitað dálitið á honum sjálfum og samtlðinnl. Bréf Níls Ferlins hafa aldrei verið prentuð áður, og er þarna að finna nokkurt úrval úr þeim. Lcvl-Strauss, Claude: The Savage Mind. London 1966. 290 s. Myndir. Höfundurinn, franskur að þjóð- emi, er bæði mannfræðingur og heimspekingur. Bókin fjallar um afstöðu og hugmydir hins frum- stæða náttúmbams gagnvart marg- brotnu og skipulagslega hóþróuðu þjóðfélagi okkar tíma, og hvernig hinn frumstæði maður lagar sig eftir því. LUteraturvetenskap — nya mál och metoder. Sth, 1966 167 s. Vasabrot. Fimm sænskir bókmenntafræð- ingar af yngri kynslóðinni ritm hér um nýjai' aðíerðir viS bók- menntarannsóknii. Peter Hailbergt Statistik i den litterára analysens tjanst. Jan Thavenius: Kvantita- tiva metoder i stilistiken. Karl Erik Rosengren: Innehállsanalys och litteratursociologi. Gunnar Hansson: Lásaren och dikten. Gör- an Hermerén: Nágra problem í de estetiska vetenskapemas teori. Veitir bókin mikilsverðar upplýs- ingar um það, sem hefur verið að gerast í bókmenntarannsóknum hin siðari ár E.H.F. 7. maí 1967 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 13.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.