Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1967, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1967, Blaðsíða 2
í eimi vei'kstæði Hjartar. Þarna fór fram samsetning smáspenna við færiband Garðars Svavarssonar. Þau Guðrún og Grímur bjuggu þarna síðan og gerðu lönd sín brátt að góðu býli. En flutningurinn frá Shawano varð Hirti ávailt minnisstæður. Vegalengdin var um 900 mílur. Konur og börn fóru með járnbraut mestan hluta leiðarinnar en karlmennirnir gengu, ráku kvikfén- aðinn og höfðu búslóðina á kerrum. Var Hjörtur yngstur í hópnum, 12 ára. Ferða- lagið tók rúma 2 manuði sumarið 1879. Þeir lágu úti eða í tjöldum að nóttu til, en þokuðust áfram fetið um vegleysur myrkranna á milli, ýmist í steikjandi sól eða bleytu og aur. Það urðu margir aukakrókarnir við að finna vöð á ám eða rata veginn, einkum í skógunum. Þeir komust þó alla leið með slitna skó og sára fætur, Hjörtur berfættur, til Garðarbyggðar. Oft dáðist Hjörtur að náttúrufegurðinni á leiðinni. Hjörtur var nú farinn að hjálpa til við bústörfin og hann var sinnugur um margt. Hann varð fyrstur meðal íslenzku landnemanna til að eignast kalkúna. Hann ól þá upp til sölu og fékk 50 cent fyrir hvern að haustinu, en þeir lögðu sig á 5—6 kg hver. L andnámið þarna var svo nýtt, að um skólagöngu varð ekki að ræða. En prestur, séra Friðrik Bergmann, þjón- aði í héraðinu fyrstu arin. Á heimili Hjartar var nokkur kostur íslenzkra bóka og var hann orðinn læs og skrif- andi. Meðal bókanna var ein sem Hjört- ur hreifst af mest. Það var bláa bókin, sem hann kallaði svo, eðlisfræði eftir J.G. Fischer, sem móðurbróðir hans, séra Magnús Grímsson, hafði íslenzkað og vafalaust sent systur sinni þegar bókin kom út 1852 hjá Bókmenntafélaginu. Bók þessi er að vísu torskilin unglingi, en Hjörtur stautaði sig samt fram úr henni og las hana oftsinnis. Mun hann hafa byrjað á henni fyrsta veturinn, sem hann var þar. Hann hugsaði mjög um efni eðlisfræðinnar í hjásetu eða meðfram bústörfunum. Kom þá fyrir að hann varð annars hugar við vinnu sína. Einkum þótti á því bera við gæzlu kúnna. Þess vegna er sögð sú saga, að séra Friðrik Bergmann hafði sþurt, er Hjörtur skýldi gætá kúa, 13 eða 14 ára gamall, hvbrt væri heídúr áð hann gætti kúnna éða kýrnar gættu hans! A veturna var lítið annað að gera en að höggva við í eldinn og sinna skepnunum. Þess á milli var nægur tími. Sat Hjörtur þá löngum niður- sokkinn í lestur bókarinnar. Hann sagði sjálfur frá þvi síðar, að hánn hefði kunnað bókina að mestu utanað og hefði hann þó eigi gott minni til utan- bókarlærdóms. En efni bókarinnar höfðaði meira til skilnings en minnis og þáð átti betur við Hjört. Hann reyndi að gera einföldustu tilraunir sem bók- in sýndi eftir því sem áhöld leyfðu, og átti að lokum þá ósk heitasta að verða svo efnum búinn, er hann yrði full- vaxta, að geta gert allar tilraunirnar sjálfur, einkum þó við rafmagnið, sem heillaði hann mest. Bókin varð Hirti drýgri til þroska en nokkur skólaganga hefði getað orðið, að því leyti að hún varð honum hvöt til sjálfsnáms, er þroskaði hæfileika hans til að kryfja sjálfur viðfangsefni sín til mergjar.. Varð þetta undirstaða að lífs- starfi hans síðar. í bókinni segir, að tilraunir séu spurn- ingar til náttúrunnar og að hún svari ávallt. Þegar rétt sé spurt fáist rétt svar. Ef ekki fáist rétt svar, stafi það af því, að ekki hafi verið spurt á rétt- an hátt. Þetta kom Hirti til að hefja eigin athuganir í náttúrunni, þegar á vnglingsárunum. Auk þess sem bók- in benti, tók hann sér fyrir hendur að athuga h'fið í kringum sig, dýrin og jurtirnar. Hann safnaði grösum, skoð- aði þau og greindi eftir kerfi, sem hann bjó til sjálfur. Hann fékk við það mik- inn áhuga á grasafræði, sem hélzt hon- um alla tíð. Af búskapnum hafði hann lært að meta gagnsemi grasa og nytja- jurta. Hann athugaði og fuglana og reyndi að fylgjast með ferðum þeirra, einnig ormana og skordýrin. Hann at- hugaði og fleira í náttúrunni, t. d. him- in og loft, svo sem bláa bókin vísaði til. Einhverju sinni sendi móðir hans hann í erindum til býlis allfjarri, eitt- hvað um 50 km. Hann vissi stefnuna og lagði af stað út á grassléttuna öruggur um að rata. Hann gekk allan dag- inn, kom fram erindi sínu og hélt þá aftur á leið. Náði hann heim undir morgun. Hann sagðist hafa gengið eft- ir sólinni um daginn og stjörnunum um nóttina. Hann dáðist mjög að nátt- úrufegurð grassléttunnar, einkum í ljósaskiptunum þegar litskrúð lofts og lands tekur sífelldum breytingum í hrífandi tilbreytni sem seint gleymist. Á barns- og unglingsárum var Hjörtur hvers manns hugljúfi á heim- ili og utan. Með honum og móður hans var mjög kært. En nú var Grimur tekinn við bústjórninni með móður þeirra, þannig að þegar Hjörtur var orðinn 18 ára gamall taldi hann sín eigi lengur þörf heima við. Guðrún systir hans var farin til Chicago-borgar og þangað langaði Hjört til að vinna sér Hjörtur Þórðarson frama, einkum við rafmagnsiðn, sem þá stóð mikill ævintýraljómi um fyrir til- verknað Edinsons. heimsfrægasta allra uppfinningamanna. Hjörtur taldi sig kunna dálítið fyrir sér í rafmagnsiðn úr eðlisfræðinni og hann var handlaginn við smiðar. Hjörtur lagði af stað úr sveit- inni í allan þysinn í stórborginni árið 1885, til systur sinnar, öllum öðrum ókunnugur. Var honum þá tamari ís- lenzkan en enskan. I Chicago. Hjörtur ræddi við systur sína, sem var kennslukona í borginni, um hvað til bragðs skyldi taka. Taldi hún, að hann þyrfti helzt skólagöngu. Féllst Hjörtur á það og settist nú í barna- skóla innan um 10 ára börn; lét hann það ekkert á sig fá. Á næstu 2 vetrum fór hann gegnum fjóra barnaskóla- bekki og lauk gagnfræðaprófi (7th grade). Þá stóð hann á tvítugu og var kominn á þá skoðun, að lengra nám yrði sér tímaeyðsla. Hann yrði nú að fara að vinna fyrir sér, þótt honum væri ljóst, að hann skorti enn mikla menntun, sem hann þráði, en hennar yrði hann að afla sér með sjálfsnámi. Hon- um fannst hann vera vel fær um það af reynslu sinni við lestur eðlisfræð- innar. Á þessum skólaárum sótti hann kirkju fyrsta Baptistasafnaðarins og hitti þar oft mann, sem var um 10 árum eldri en hann og fékkst við smíðar á raftækjum og lömpum, rafölum og ýmsum öðrum rafbúnaði. Hjörtur spurði mann þennan einhverju sinni hvort hann gæti ekki tekið sig í vinnu, því hann hefði mik- inn hug á þessari iðngrein. Hinn spurði þá hvað hann teldi sig þurfa mikið fé, til að lifa í stórborginni Chicago. Hjörtur svaraði, að hann teldi sig geta komizt af með 4 dali á viku. „Ertu viss um það?“ spurði hinn. „Já, ég hefi lagt það niður fyrir mér“, sagði Hjörtur. „Eg býst við að geta greitt þér það kaup“, svaraði hinn. Þar með réðst Hjörtur til vinnu og skyldi nú standa á eigin fót- um fjárhagslega. Löngu seinna var Hjörtur að því spurður hvernig hann hefði farið að því að lifa á 4 dölum á viku. „Ég vissi að ég hafði þetta kaup og ég ásetti mér að láta það duga“, svaraði Hjörtur. „Eg fékk þolanlegt herbergi í vesturhluta borgarinnar með góð- um morgunverði fyrir 2 dali. Ég gekk til vinnu minnar og frá, notaði 1 dal í aðrar máltíðir, sem ég keypti einkum í bakarabúðum og 1 dal ásetti ég mér að leggja til hliðar til bókakaupa." Spyrjandanum, er var amerískur blaða- maður, þóttu bókakaupin furðulegust í svari Hjartar og hafði orð á því að þetta hefði enginn gert, nema íslendingur. Hjörtur keypti bækur í undirstöðu- greinum náttúrufræða og raftækni. Hann las einnig bækur eftir fræga menn, s. s. Sir Oliver Lodge í eðlis- fræði og Herbert Spencer í heimspeki, er honum þótti mikið til koma, enda þótt sumt væri ofvaxið skilningi hans, að því er hann sagði. Hann vildi eiga þær bækur er hann las og greip oft til þeirra. Varð þetta byrjun að bóka- söfnun, sem hann hélt fram ávallt síð- an. Hjörtur komst fljótt inn í starf sitt og varð hinn liðtækasti. Sýndi hann ávallt mikinn áhuga og snemma bar á því að hann hefði tillögur til um- bóta, sem reyndust vel. Rúmu ári eft- ir, að hann hóf vinnu sína fékk hann kauphækkun og rúmu ári þar á eftir fékk hann fyrirspurn frá St. Louisborg um hvort hann væri fáanlegur til að koma þangað til fyrirtækis þar, Baum- hoff að nafni, til að vefja rafhreyfla í strætisvagna, en þá var í ráði að breyta strætisvögnum borgarinnar í rafknúna vagna. Var þetta mikil nýj- ung um þær mundir, sem beiddist óð- fluga út um allar hinar stærri borgir Bandaríkjanna. Hjörtur sagðist sjálfur ekki vita, hvernig fyrirtækið í St. Louis hefði fengið vitneskju um hann, en telja má víst, að hann hafi fljótt vak- ið á sér athygli annarra fyrir hug- kvæmni og hagleik. Rafvélasmíði var þá ný iðngrein, sem fáir kunnu skil a. Þurftu því margir að læra af sjálfum sér, en í því efni munu fáir hafa stað- ið Hirti á sporði. í J’örtur tók boðinu og starfaði í St. Louis á annað ár, fram á árið 1891, en hann hafði alla tíð lagt hart að sér og heilsu hans tók að hraka, svo hann sagði starfinu lausu og hélt aftur til Chicago og um tíma dvaldi hann á æskuheimili sínu í Norður-Dakota hjá móður sinni, sér til hvíldar og heilsu- bótar. Hann hresstist brátt og hélt aftur til Chicago. Hann réð sig þar til raf- msgnsfirma upp á þau kjör. að hann fengi aukalega greitt fyrir umbætur, sem hann kynni að gera, þegar þær væru teknar í notkun og eigendur teldu sér hag að þeim. En þegar til kom var hann svikinn um aukagreiðsi- urnar enda þótt eigendur viðurkenndu að hafa hag af umbótum hans. 1 bréf- um Hjartar frá þessum árum tilfærir hann umbætur, sem hann hafi gert við rafvélasmíði þarna, en það var einangr- un á vöfum í spori og vinding á vöf- um á ferstrendum ási. Hjörtur hafði þá eigi skap til að karpa við ráða- menn fyrirtækisins og fór burtu. Hann hafði áður skrifað Baumhoff í St. Louis og hann svaraði um hæl og bauð Hirti að koma. Hann skyldi fá greiddan ferða- kostnað og 3 dali á dag í kaup. Hjörtur segir í bréfi út af brottför- inni frá hinu firmanu að hann hafi lært að bera tilraunir sínar saman við annarra og þær séu hreint ekki verri en í meðallagi. Hann segist hafa feng- ið töluvert meira sjálfstraust en áður. Þetta lýsir bæði raunsæi Hjartar oghóg- værð. Hann er þá farinn að hugsa um að gerast sjálfstæður. Hann talar um að ýmsir, sem hann hafi kynnzt, hafi gerzt sjálfstæðir og vegnað vel. Væri hann viss um að geta gert eins vel og sumir þeirra. Hjörtur dvaldi ekki hjá Baumhoff i St. Louis nema fram á árið 1892, en hélt þá aftur til Chicago. Hann hafði þá sparað saman 300 dali og var óráð- inn í því hvað gera skyldi. Það hvarfl- aði að honum að hefja háskólanám 1 verkfræði, en honum fannst það taka of langan tíma. Hann gæti haldið áfram sjálfsnámi sínu og náð eins góð- um árangri. Það varð þá úr, að hann legði upp í ferðalag til að skoða sig um í heiminum. Ýmsum þótti þessi hug- mynd ekki hyggileg, en Hjörtur fór sínu fram. Hann fór til ferðaskrifstofu í borginni og fékk þar aðstoð til að búa til ferðaáætlun um 10 þúsund mílna Framh. á bls. 10. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS' 7. maí 1987

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.