Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1967, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1967, Blaðsíða 7
Morðsngjarnsr á meðal vor - 3. hluti Eítir Simon Wiesenthal YFIRL/EKNIRINN I AUSCHWITZ Lifandi fólk notað í tilraunaskyni N 11 azistastjornm spillti folki ur öllum stéttum í því augnamiði að breyta þýzku þjóðinni þannig, að það hæfði hinni afkáralegu hugarsmíð Hitlers. I,ækn- ar, sem höfðu unnið þann eið Hippókratesar að bjarga mannslífum, urðu að umskiptingum ekki síður en aðrir. Þeir léku það oft í fjöldafangabúðunum að sprauta eitri eða lofti í æðar fórnardýranna. Þegar bílfarmur af föngum kom til fangabúða, stóð læknir hjá, meðan fangarnir voru tíndir af bílnum, og lét þá ganga sér í flokk, sem litu sæmilega hraustlega út, og veitti þeim þar með nokkurn gálgafrest — en hina, sem hann taldi ekki s.etjandi á, lét hann leiða skemmstu leið til brennsluofnanna. Verst af öllu var þó það, að fangabúðirnar urðu einskonar galdra- og kukltilraunastofur, þar sem lifandi fólk var notað eins og svín við tilraunir. essar tilraunir voru ekki aðeins framkvæmdar af læknum, heldur einnig af efnafræðingum og sér- íræðingum frá helztu þýziku lyfjastofnununum. Nokkrir þeirr.a lækna, sem gátu sér orð í fangabúð- unum, eru starfandi læknar nú í Austurríki, Þýzka- iandi, Egyptalandi og Suður-Ameríku. Við höfum nöfn þeirra og heimilisföng. Þó að margir væru slæmir, hefur dr. Jósef Mengele máski verið verstur þeirra allra. Hann var yfirlæknir við Auschwitz-fangabúðirnar og sérhæfði sig í þeirri grein, sem hann nefndi „tvíburavísindin“. Hann reyndi að gerviframleiða arísk börn með blá augu. Nafnið Mengele þekktu allir, sem í fangabúðum höfðu verið, jafnvel þótt þeir hefðu aldrei komið til Auschwitz. Mengele var lítill vexti, dökkur á brún og brá og skjálgur á öðru auganh og milli framtanna hans að ofan var þríhyrningsmyndað bil. Hann gekk ævin- lega í stífpressuðum einkennisbúningi, spegilgljáandi stigvélum og með hvíta hanzka. að var hann, sem ávað 1944, hverjir af þeim þúsundum, sem komu til Auschwitz, skyldu lifa og deyja. Ég hefi undir höndum vitnisburð manns, sem horfði á Mengele kasta barni á eldana. Annar maður ber það, að hann hafi horft á Mengele drepa 14 ára stúlkubarn með því að reka hana í gegn með byssu- sting. Mengele fórnaði þúsundum barna, tvíburum hvaðanæva úr Evrópu, með þvi að sprauta þau i því augnamiði að breyta brúnum augnalit þeirra í bláan. Hann hélt fram þeirri kenningu að erfðir með mönnum væru þær sömu og með hundum. Hann var sannfærður um þá köllun sína að rækta ofurmenni með blá augu og ljóst hár, „norrænt“ fólk, og jafn- framt að það væri skylda hans að drepa „líffræðilega lægri tegundir". Tilraunastofa hans í Auschwitz var alltaf yfir- mátahrein, og sprautur hans vel sótthreinsaðar. Hann notaði oft sprautur til að sprauta fenóli eða benzíni eða lofti í sjúklinga, sem drap þá samstundis. Mengele var hinn fullkomni SS-maður. Hann gat brosað til fallegra stúlkna um leið og hann drap þær. Þegar stríðinu var lokið hélt hann heim til Gunz- burg, borgar í Bavaríu. Fjölskylda hans og vinir, sem vissu ekkert um starf hans í Auschwitz, fögnuðu honum sem góðum hermanni, er hefði gert skyldu sína í stríðinu. Fimm skemmtileg og kyrrlát ár bjó Mengele í Gunzburg og heimsótti oft Muncihen og nærliggjandi borgir. Það abbaðist enginn upp á hann. Það var fyrst 1960, sem nafn hans fór að bera á góma við hin ýiwsu réttarhöld yfir stríðsglæpamönnum. Nokkrir af hans fyrri félögum og undirmönnum, þar á meðal bílstjórinn hans, byrjuðu að segja frá framferði hans í Ausdhwitz. Mengelé hvarf. S eint á árinu 1950 spurði ég Hermann Lang- bein, aðalritara alþjóðlegu Auschwitz-nefndarinnar, hvort honum hefði orðið nokkuð ágengt við að finna Mengele. Langbein svaraði: „Árið 1954 sótti Mengele um skilnað frá konu sinni í Freiburg í Breisgau, en það var síðasti sam- verustaður þeirra hjóna. Þá átti Mengele nokkur bréfaskipti við lögfræðing sinn, dr-. Hans Laternser. Ég komst yfir upplýsingar um heimilisfang hans, en spurðu mig ekki, hvernig ég fór að því“. Ég komst að því eftir ýmsum leiðum, að Mengele hafði þráfaldlega skipt um nafn á undanförnum árum. Vestur-þýzka stjórnin hafði lagt fé til höfuðs honum, 60 þúsund mörk, en það er hæsta fjárhæð, sem lögð hefur verið til höfuðs noikkrum einstökum nazista að Martin Bormann einum undanskildum, en til höfuðs honum voru lögð 100 þúsund mörk (25 þúsund doll- arar). — Þegar ég hafði aflað mér þessara upplýsinga, hafði ég samband við vin minn í Buenos Aires og lét honum í té siðustu tvö heimilisföng læknisins, ef ske kynni, að hann gæti rakið feril hans áfram. 30. des. 1959 fékk ég svo þær upplýsingar frá þessum manni, að hann hefði látið vestur-þýzka sendiráðið vita af Mengele, sem byggi nú undir sínu eigin nafni í Vertiz 968, Olivos. Þessar upplýsingar voru sendar saksóknaranum í Freiburg og gekk nú á miklum skriftum milli sendi- raða og stjórnarráða, en Argentínu-stjórn vildi frem- ur líta á Mengele sem flóttamann af stjórnmálaástæð- um en glæpamann, en pólitískir flóttamenn eru heilagar kýr í Argentínu, eins og flestum Suður- Ameríkuríkj um. Meðan á þessu gekk höfðu ættingjar Mengele í Þýzkalandi látið hann vita, að handtökuskipun hefði verið gefin út í Freiburg. Tæpum tveimur mánuðum áður en kæra var opinberlega gefin út í Freiburg, brá Mengele sér til Paraguay, þar sem hann átti vini heim að sækja. Einn þeirra var Alexander von Eckstein, barón, sem er sagður náinn vinur hins þýzkættaða forseta, Alfredos Stroessners. Eckstein þessi gekk í málið fyrir Mengele og fékk því framgengt með vitnisburði sínum og reyndar fleiri, að Mengele fékk borgararéttindi í Paraguay þrátt fyrir löggjöf um fimm ára dvalarskilyrði áður en það yrði. Jósé Men- gele voru veitt paraguayísk borgararéttindi þann 27. nóv. 1959 með stjórnartilskipun no. 809. Fáum dögum eftir að Mengele gerðist þannig löglegur borgari Paraguay hvarf hann aftur til Argentínu. Það hreyfði enginn neitt við honum í Buenos Aires þrátt fyrir áðurnefnd stjórnarskrif og þannig liðu sex mánuðir án þess að argentínsk stjórn- arvöld sýndu þess nokkur merki, að þau ætluðu sér að handtaka hann. Það var greinilegt, að það mátti reikna með að þessi stjórnarvöld yrðu eins aðgerðar- laus í Mengelemálinu eins og í Eichmanns-málinu. Þessi mynd var tekin ný- f. lega í Paraguay og er HH , v t' 1 áliti*S að hún sé af £ §& < hinum illrœmda fjölda- morðingja dr. Josef TyL.., Mengele. 1T Mengele var samt ekki alveg viss um, að hin ný- fengnu borgararéttindi í Paraguay yrðu honum nægj- anleg vernd, svo að hann taldi öruggara að yfirgefa Buenos Aires. Hann fór til San Carlos de Bariloche, mjög fallegs vatnahéraðs í Andesfjöllum, þar sem margir fyrrverandi nazistar eiga villur og landareign- ir. Þessi slaður er einnig þægilega nálægt landamær- um Chile. Það átti sér stað einkennilegur atburður þarna í Bariloche. Meðal ferðamannanna um þetta leyti var ungfrú Nora Eldoc, sem var þarna komin frá ísrael til.að heimsækja móður sína. Þessar tvær konur höfðu verið í Auschwitz og þar hafði dr. Mengele gert ungfrú Eldoc ófrjóa. Það var einskær tilviljun, að hún skyldi koma til Bariloche á sama tíma og Mengele var þar. Hún var glæsileg kona á þessum árum, 48 ára gömul, og átti marga vini í borginni. Það var svo eitt kvöld í danssal hótels- ins á staðnum, að hún stóð augliti til auglitis við Mengele. Það er ekki vitað, hvort Mengele þekkti ungfrú Eldoc — hann „meðhöndlaði" þúsundir kvenna í Auschwitz — en hann kom auga á númerið, sem hafði verið „tattóverað" á vinstri framhandlegg kon- unnar í Ausohwitz. Augnablik horfð'ust þau þarna þögul í augu, fórnardýrið og kvalarinn, en svo sneri ungfrú Eldoc sér undan og yfirgaf salinn. ’ N i i okkrum dögum seinna kom hún ekki til baka úr fjallaferð, sem hún hafði farið í. Hún fannst fáum vikum seinna í nánd við gjá eina og var lík hennar illa leikið. Lögreglan sagði hana hafa hrapað til dauða. Þegar njósnarar fsraelsmanna höfðu rænt Eich- mann í Buenos Aires og leitt hann fyrir rétt í Jerú- salem, fullyrti argentínska stjórnin að hún myndi hafa framselt hann, ef hún hefði verið beðin um það. Þetta er meira en vafasöm fullyrðing, og ég sagði blöðunum, hver raunin hefði orðið á með Mengele.. Af hvaða ástæðum, sem það hefur verið, þá var nú gefin út handtökuskipun á Mengelie í júní 1960, en hún kom of seint. Da.ginn, sem Eichmann var hand- tekinn, hvarf dr. Mengele yfir til Brasilíu, og hvarf þar sjónum manna. Það var samt ekki lengi. Einn dag í apríl 1961 kom til mín maður, sem ég kalla Jóhann. Hann er Þjóðverji, kominn yfir miðjan aldur, og var eitt sinn meðlimur nazistaflokksins og heldur enn sambandi við ýmsa sína fyrri félaga. Þessi maður kom nú til mín og sagði: — Ég hefi góðar fréttir að færa þér. Ég veit nefnilega hvar Mengele er niðurkominn. Ég hitti gamlan kunningja hér á dögunum, sem var nýkominn frá Egyptalandi og sagðist hafa séð Mengele þar. — Nú, við héldum að hann væri í Suður-Ameríko. — Hann var það, en fór þaðan í siðasta mánuðL Það virðist eins og hann sé orðinn áhyggjufullur. — Og hvernig líður Egyptum? — Þeir vilja að hann yfirgefi landið strax eða eins fljótt og hann fái því við komið. Þýzki hópurinn í Egyptalandi, sem er undir stjórn Obersturmbannfúhrer Schwarz í Alexandríu, leigði lystisnekkju og fór með Mengele og konu hans til Kýþnos, lítillar grískrar eyjar. Þjóð- verjarnir lofuðu að flytja hann þaðan aftur eins fljótt og þeir gætu. Þið hafið ekki mikinn tíma. E g var í þann mund að fara úr borginni vegna Eichmanns-réttarhaldanna. Ef ég hefði samband við grísk yfirvöld eftir venjulegum leiðum, myndu tapast nokkrar dýrmætar vikur. Ég hringdi í ritstjóra viku- rits, sem ég hafði haft samvinnu við fyrr. Ritið vant- aði söguna, mig vantaði manninn. Langbein hafði samband fyrir mig við dr. Cuenca, þekktan vísinda- mann, sem hafði verið neyddur til að vinna undir stjórn Mengele. Cuenca sagði okkur, að strandferða- skip kæmi við á Kýþnos aðeins tvisvar í viku. Það var ákveðið að blaðamaður færi til Kýþnos. Ef hann íyndi Mengele þar átti hann að hafa samband við Cuenca, sem ætlaði þá að koma til Kýþnos að ganga úr skugga um, hvort hér væri örugglega um réttan mann að ræða. Það lék enginn vafi á um bað, að grísk stjórnarvöld myndu framselja Mengele, ef gríska lögreglan væri viss um að það væri hann. Blaðamaðurinn kom til Kýþnos 48 timum síðar. í veitingastofu í grennd við höfnina spurði hann veitingamanninn, hvort hann hefði haft einhverja gesti nýlega. — Þjóðverja einn og konuna hans. Þau fóru í gær. — En það var ekkert strandferðas'kp hér í gær, sagði blaðamaðurinn. — Það kom hvít lystisnekikja hér inn á höfnina. Þýzku hjónin fóru með henni. Framhald á bls. 8 7. maí 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.