Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1967, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1967, Blaðsíða 3
JOHN STEINBECK J ohn Steinheck er í hópi kunnustu rithöfunda í Bandaríkjunum. Og enda þótt verk hans hafi ýmist blotið lof eða last, er þau hafa komið fyrir almenn- ingssjónir, er sagt að hann standi vel fyrir bæði Nóbelsverðlaununum og Pulitzer-verðlaununum. Bækur haris hafa verið þýddar á meira en þrjátíu tungumál. Ýmsir bókmenntagagnrýn- endur segja að Steinbeck sé hressilegur, en frumstæður, aðrir segja að hann sé vellesinn, menntaður hugsuður. Einn af fulltrúum sænsku akademíunnar, sem veitti Steinbeck Nóbelsverðlaunin 1962, segir að hann sé „óháður boðberi sann- leikans". Síðustu daga hafa hermenn- irnir í Víetnam séð John Steinbeck, rauðbirkinn og gráhærðan, skálma yfir hrísgrjónaakrana, klöngrast inn í jeppa og um borð í báta og þyrlur til að safna efni í greinar úr stríðinu. Það er allt annað en auðvelt fyrir sextíu og fimm ára gamlan mann að vera stríðsfrétta- ritari, en stafurinn, sem Steinbeck notar stundum, er það eina, sem minnir á ald- ur hans. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem hann hefur átt við harðrétti að búa, og heldur ekki í fyrsta skipti, sem hann hefur rennt augunum yfjr vígstöðvar, því að líf Johns Steinibecks er jafn jarð- toundið og hrjúft og ritverk hans, eins og komizt hefur verið að orði. John Steinbeck er fæddur 27. febrúar 1902 í borginni Salinas í frjósömum dal Kaliforníu. Forfeður hans voru írar og Bandaríkjamenn í fylkinu Massa*- chusetts. Faðir hans var gjaldkeri um margra ára skeið og móðir han-s, sem hét Olive Hamilton áður en hún giftist, var kennari á árunum milli 1880 og 1890. Frá henni tók Steinbeck í arf tilfinn- ingu fyrir gagntakandi krafti bókmennt- anna, en þessi tilfinning olli því, að Steinbeck hafa orðið sumar bækur raun- verulegri en persónuleg reynsla. Eftir- lætisbækur hans í æsku voru m. a. „Glæpur og refsing“, „Paradísarmissir", og „Frú Bovary". En sú bók, sem skip- aði heiðurssessinn í lestrarefni hans á unglingsárunum, var „Dauði Arthúrs" eftir Malory. Hefur Steinbeck sagt síð- ar, að engin bók nema Biblían hafi haft meiri áhrif á hann, og lestur þessarar Ibókar leiddi til þess, að hann fór að kynna sér fornensku og miðaldaensku. Annars eyddi Steintoeck öllum stund- um utan dyra í æsku, í dölum og Ihnjúkóttum fjöllum Big Sur fjallgarðs- ins, en einmitt þetta svæði varð síðar sögusvið margra bóka hans. Á skólaár- lum sínum tök Steinbeck þátt í íþróttum og skaraði fram úr í spretthlaupi og körfubolta. Á sumrin var hann vinnu- maður á nautabúum í nágrenni skólans. Næstu sex árin var Steinbeck við nám í Stanford-háskólanum, en hann var laus við. Hann hvarf á braut um leið og grösin fóru að grænka á vorin og það bar við oftar á árinu, að hann missti þolinmæðina og hvarf frá skól- lanum um stundarsakir. Regluleg náms- ástundun lá ekki vel fyrir honum og hann vildi fremur sækja eingöngu fyrir- lestra í þeim greinum, sem hann hafði éhuga á, en stefna markvisst að því að Ijúka prófi frá háskólanum. Frá þessum lárum minnist hann bezt kennara síns í emásagnagerð, sem var Edith Mirrieless. „Hún var eina manneskja, sem nokk- lurn tíma kenndi mér nokkuð. Hún hafði þrjár meginreglur: Nemandinn varð að hafa áhuga á því, sem hann var að gera. Hann varð að vita, hvað hann var að STEINBECK HEFUR VERIÐ MJÖG Á DAGSKRÁ AÐ UND- ANFÖRNU VEGNA FERÐAR SINNAR Á VÍGSTÖÐVAR VÍ- ETNAMS OG GREINA ÞAÐ- AN. HANN FÉKK UNGUR TILFINNIN GU FYRIR GAGNTAKANDI KRAFTI BÓKMENNTANNA, EN ÁSTUNDAÐI NÁM NAUM- AST REGLULEGA. FYRIR TILVILJUN VORU ÖRLÖG HANS RÁÐIN OG HVER MET SÖLUBÓKIN RAK AÐRA. ÞAÐ VERÐMÆTASTA í HEIM INUM ER FRJÁLS LEITANDI HUGUR MANNSINS. skrifa um. Og hann mátti ekki skrifa þrjú þúsund orð nema geta komið 'aðal- atriðunum fyrir í einni setningu“. Á þessum árum orti Steinbeck ljóð öðru ihvoru, en árið 1925 hvarf hann frá skól- anum án þess að hafa lokið prófi og nú lá leiðin til New York. í New York byrjaði Steinbeck sem tfréttaritari við The New York Journal, en það starf stóð ekki lengi. Ritstjór- larnir gagnrýndu fréttir hans: „Hvers vegna gat hann ekki snúið sér að stað- reyndum vafningalaust? Til hvers voru allar þessar skáldlegu umtoúðir, sem igerðu ekki annað en hylja kjarna máls- ins?“ Honum var vísað úr starfi. Þeim itíma, sem nú fór í hönd, lýsir Steinbeck með svofelldum orðum: „Ég leitaði að starfi, en fékk ekkert, og borgin þrengdi að, köld og tilfinningalaus, að því er mér tfannst. Ég yfirgaf því borgina, ekki vegna óbeitar, heldur gagntekinn þeirri virðingu, sem skapast af fölskum ótta“. Eftir þetta lagði Steinbeck leið sína 'til Kaliforníu til að sleikja sár sín og skrifa. Þarna dvaldist hann meðal fólks, sem hann þekkti og sem þekkti hann og viðurkenndi tilveru hans. Hann hafði til þessa framfleytt sér við hin margvísleg- ustu störf, en í Kaliforníu fékk hann starf sem eftirlitsmaður á einkabúgarði og byrjaði að skrifa. Tvo snjóþunga vet- ur vann hann að skriftum og lauk á þeim tíma við fyrstu bók sína, „Gull- toikarinn“. Upphaflega hafði hann skrif- að þessa sögu í Stanford, en hann hafði umskrifað hana sex sinnum áður en hún kom endanlega út. Þessi bók vakti ekki mikla athygli, en ritlaunin, sem Stein- toeck hlaut fyrir hana, nægðu þó til þess, að hann gat kvænzt unnustu sinni, Carol Henning frá nágrannaborginni San Jose. Á næstu árum ritaði Steinbeck tvær toækur til viðtoótar. Söluágóði þeirra beggja varð minni en söluágóðinn af „Gullbikarnum" hafði verið. En önnur þessara bóka, „Beitilönd himinsins", sem kynnir í fyrsta skipti umhverfið Salinas, toreytti örlögum Steintoecks og framtíð á tilviljunarkenndan hátt. Bókin seldist það tregt, að verðið, sem upphaflega toafði verið tveir dollarar og 50 sent, var komið niður í tíu sent. Þá bar það við dag einn, að bókmenntaráðunautur og útgefand'i, Pascal Covici að nafni, keypti bókina til að lesa hana á langri lestarferð. Hann varð svo hrifinn, að toann setti sig í samband við umboðs- mann höfundarins og spurði, hvort hann œtti eitthvað öbirt í fórum sínum. Stein- toeck skýrði þá frá því, að átján mánuð- um fyrr hefði hann lokið við handrit að bók, sem sjö útgefendur hefðu svo neitað að gefa út. Þetta var handrit að toókinni „Tortilla Flat“. Þetta var árið 1935 og Covici gaf bók- ina út sama ár. Útkoma -hennar gjÖT- toreytti lífi Steinbecks. Bókin var met- sölubók mánuðum saman og hann gat séð fram á a.m.k. eins árs áhyggjuleysi við ritstörfin. Hann byggði sér þægilegt toús í fjalllendi heimabyggðar sinnar og •sneri sér að því að framfylgja köllun sinni. Og það var ekki aðeins að fjár- Ihagsafkoma hans væri breytt. Tilviljun- in, sem kom því til leiðar, að Steinbeck varð frægur um öll Bandaríkin og fjár- toagslega sjálfstæður, hafði einnig gert það að verkum að góð vinátta skapaðist á milli hans og Pascals Covici, sem þeir nutu báðir góðs af í þrjá áratugi. Og með þessu var ævitoraut Steinbecks mörkuð. Rithöfundarferillinn blasti við eftir að „Tortilla Flat“ aflaði honum landsfrægðar og þegar hann hlaut toeimsfrægð fyrir „Þrúgur reiðinnar" tfjórum árum síðar var aðeins um stigs- mun að ræða. Fyrir þá bók hlaut hann einnig Pulitzer-verðlaunin. Annað merkasta ritverk Steinbecks var „Austan Edens“, sem kom út 1951. Hann játaði líka skömmu áður en bók- in kom út, að hann liti á hana sem það bezta, sem hann hefði gert. Hann sagði: „Ég held að allt, sem ég hef skrifað, hafi að vissu leyti verið undir- toúningur undir þetta verk. Ég er nú fimmtugur að aldri. Ef „Austan Edens'* er ekki góð bók, finnst mér ég hafa eytt tfíma mínum til einskis. í þessu verki er allt, sem ég hef lært um list mína, iðn eða starf á- öllum þessum árum. Ég skal játa það, að mig langar mikið til þess að fólk lesi þessa bók og hrífist af Ihenni. Og mér þykir miður ef menn gera það ekki“. Steintoeck þurfti ekkert að óttast. „Austan Edens" varð metsölubók í Bandaríkjunum. Og það getur verið að i þessari bók svari hann því, hvað hann er að gera um þessar mundir í Víetnam, en hann kemst að orði á þessa leið í „Austan Edens“: „Hverju á ég að berjast fyrir og hverju á ég að berjast gegn? Ég held að tfrjáls leitandi hugur mannsins sé það verðmætasta í heiminum. Og þessu ætla ég að berjast fyrir — frelsi hugans að itaka þá stefnu, sem hann óskar, af sjálfsdáðum. Og þessu ætla ég að berj- ast gegn — hverri hugmynd, trú eða stjórn, sem takmarkar eða útilokar frelsi einstaklingsins“. Steinbeck í Víetnam. 7. maí 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.