Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1967, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1967, Blaðsíða 5
EFTIR SEAN OTAOLAIN ifl aguire dró sparserndarstrik með blýanti sinum á teikning- tma, stytti með því bryggjuna um fimm metra og velti því fyrir sér hvort landmælingamaður sýslunnar myndi láta hann komast upp með það. „Tja, spurningin er: myndirðu verða ánægð með indverska lambið? Hvernig sagðirðu að það væri á litinn? Svart? t>að er harla einkennilegt lamb.“ Hanr. þurrkaði strikið út gramur í bragði. Bryggjuskömmin yrði of grunn á lágfiri ef hann stytti hana um fimm metra. „Það er litað. Það er líka hægt að fá það brúnt“, h'rópaði hún. Það er hægt að fá alls konar lambskinn. Breitschwanz er skinn af nýfæddum persneskum lömbum." Þetta ýtti við honum; góðbóndinn í honum var skelfingu lostinn. „Nýfæddum lömbum!" hrópaði hann. „Ætlarðu að segja mér, að þeir....“ „Já, er það ekki voðalegt? í alvöru talað. Paddy, hver sem léti sér detta i hug eð ganga í breitschwanz ætti að vera settur í fangelsi. Paddy, ég er búin að taka ákvörðun. Ég gæti hreint og beint ekki keypt loðkápu. Ég kaupi hana bara alls ekki. Og svo er þetta búið máL“ yrði ég að eiga tvær eða þrjár dragtir — hamingjan góða, ekki gæti ég komið fram dag eftir dag í sömu múnderingunni, finnst þér það?“ „Gott og vel! Gott og vel! Það er útrætt mál. Þá er spurningin þessi: Eigum við eða eigum við ekki að festa kaup á loðkápu? Nú! Hverjir eru kostir loðkáp- unnar?“ Hann taldi upp á fingrum sér. „Fyrsti: Hún er hlý. Annar: Hún heldur á þér hita. Þriðji . . . “ Molly stökk á fætur, rak upp vein og fleygði í hann saumakörfunni. „Hættu! Ég sagðist ekki vilja neina loðkápu! Og þú vilt ekki að ég eignist loðkápu! Þú ert nízkibrandur, það er það sem er! Og það er sama búra- eðlið í þér og öllum frum. Þið eruð allir eins, allir upp til hópa. Þú getur átit þessa fj andans loðkápu fyrir mér ... .“ Og svo hljóp hún út úr herbergir.u, snöktandi af bræði og vonbrigðum. „Nízkur?“ Maguire stóð á öndinni. „Að nokkur skuli geta sagt að ég . . ■ Nízkuri“ ■" „Hver segir að ég þrái? Það geri ég ekki. Hvað áttu við? Vertu ekki með neina vitleysu. Ég vil aðeins eignast eitthvað sómasam- legt til að vera í ef við förum í leikhús eða utanyfir ballkjól, annað ekki. Hvað áttu við með að ég þrái?“ „Jæja, en hvað er athugavert við þetta sem þú átt með skinn- inu á ermunum? Þetta gljáandi með þarna, hvað kallarðu það nú aftur — pallíettur, er það ekki?“ „Þaö! Áttu við það? í guðs bænum vertu ekki að tala um það sem þú hefur ekki vit á. Ég er búin að eiga það í fjórtán ár. Það minnir mest á eitthvað sem amma gamla hefði klæðzt við sína eigin jarðarför." • Hann hló. „Þú varst einu sinni hrifin af því.“ „Auðvitað, ég var hrifin af því þegar ég fékk það. f sannleika Bagt, Paddy Maguire, stundum finnst mér . . .“ „Fyrirgefðu, fyrirgefðu. Ég var aðeins að reyna að vera hjálp- legur. Hve mikið kostar ocelotkápa?" „Áttatíu og fimm eða níutíu — að minnsta kosti.“ I „Nú jæja, — því ekki það?“ „Paddy, segðu mér hreinskilnislega. Hreinskilnislega, heyrirðu það! Heldurðu í alvöru að ég gæti hengt áttatíu og fimm pund utan á mig?“ Hún tók aftur upp náttfötin og horfði á þau voteyg. Hann sneri sér við til að gefa sig heilum huga að vandamáli hennar. „Elsku Molly, ég er hræddur um að ég skilji ekki hvað vakir fyrir þér. Ég á við, viltu ekki eignast loðkápu? Ég meina, setjum svo að þú kaupir ekki loðkápu, hvað annað gætirðu þá gert?“ „Nákvæmlega hvað áttu við með þessu?“ — mjög kuldalega. „Ég á við að það virðist ekki vera bráðnauðsynlegt að þú kaupir loðkápu. Það er að segja, ef þú vilt það ekki sjálf. Það hlýtur að vera hægt að klæða sig vel á einhvern annan hátt en í loðkápu? Ef þér stendur stuggur af loðkápum, hvers vegna þá ekki að kaupa eitthvað annað jafngott? Það eru hundruð milljóna annarra kvenna í heiminum og þær geta ekki allar átt loðkápu." „Ég er búin að segja þér að þær klæða sig upp! Og ég hef engan tíma til þess. Þetta hef ég þegar skýrt fyrir þér.“ IVIaguire reis á faetur. Hann tók sér stöðu við eldinn með hendur fyrir ■aftan bak og íhyglissvip. Har.n ávarpaði herbergið. „Allar aðrar konur í heiminum geta ekki alltaf haft tíma til að klæða eig upp. Það hlýtur að vera til einhver lausn á málinu. í næsta mánuði verður til dæmis garðsamkvæmi í forsetabústaðnum. Hversu margar af öllum þeim konum munu verða í loðkápum?“ Hann beindi orðum sínum til stólsins. „Hef- ur frú de Valera tíma til að klæða sig upp?“ Hann sneri sér við og laut yfir mókörfuna. „Hefur hershöfðingjafrú Mulcahy tíma til að klæða sig upp? Ráð er til við hverjum hlut.“ (Hann gaut hornauga til teikninganna af bryggjunni; það væri alltaf hægt að mjókka hana um tvö, þrjú fet). „Þegar öllu er á botninn hvolft, þá sagðirðu mér sjálf að þú gætir fengið svarta dragt fyrir tuttugu og fimm gíneur. Er það eða er það ekki staðreynd? Jæja þá“, sagði hann sigri hrós- endi, „hvers vegna kaupirðu þá ekki svarta dragt fyrir tuttugu og fimm gín- eur?“ „Vegna þess, moðhausinn þinn, að ég yrði að kaupa skó og blússu og hanzka eg loðkraga og tösku og allt í stil við hana og ég myndi eyða miklu meiri pen- ingum þegar allt kæmi til alls og ég hef ekki tíma til þess konar hluta, og svo Hún hratt aftur upp dyrunum til að kjökra: „Ég fer í garðsamkvæmið í regnkápu. Þá geturðu líklega orðið ánægður!" Svo hljóp hún út aftur. Hann sat eftir við borðið, utar. við sig af ískaldri þykkju. Hann tautaði hi8 hraksmánarlega orð upp aftur og aftur og braut heilann um hvort nokkur sann- leiksvottur leyndist í því. Hann bætti tíu metrum við bryggjuna. Stytti þá aftur um fimm, sá svo hvað hann hafði gert og sópaði öllu saman niður af borðinu. au voru í þrjá daga að sættast. Hún hafði hæft hann undir beltisstað og það var þeim báðum ljóst. Fjórða morguninn fann hún hundrað og fimmtíu punda ávísun á snyrtiborði sínu Eitt augnablik hófst hjarta hennar á loft. Á næsta augnabliki seig það niður aftur. Hún fór niður, vafði örmunum um háls hans og lagði ávísunina, rifna í fjóra hluta, í hönd hans. „Fyrirgefðu, Paddy“, sagði hún biðjandi og grét eins og barn. „Þú ert ekki nízkur. Það hefurðu aldrei verið Það er ég sem er auðvirðileg.“ „Þú auðvirðileg?“ sagði hann og hélt henni ástúðlega í faðmi sér. „Nei, ég er ekki auðvirðileg. Ég er bara huglaus, Paddy. Kjarkurinn var dreg- inn úr mér fyrir ævalöngu.“ Hann horfði á hana raunamæddur. „Skilurðu hvað ég er að reyna að segja?“ Hann kinkaði kolli. En hún sá að hann gerði það ekki. Hún var ekki viss um að hún gerði það sjálf. Hann dró andann djúpt með ráðnum hug, hélt henni út frá sér í armslengd og horfði beint í augu hennar. „Molly, segðu mér sannleik- ann. Langar þig til að eignast þessa kápu?“ „Ójá, það veit Guð, já!“ „Farðu þá og kauptu hana.“ „Ég gæti það ekki, Paddy. Ég bara gæti það ekki.“ Hann horfði á hana langalengL Síðan spurði hann: „Hvers vegna ekki?“ Hún leit beint á hann, hristi höfuðið dapurlega og sagði lágri kjökrandi röddu: „Ég veit það ekkL“ Torfey Steinsdóttir þýddL LESBOK MORGUNBLAÐSINS 5 T. maí 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.