Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1967, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1967, Blaðsíða 4
egar Maguire var gerður að ráðuneytisstjóra í Samgöngumálaráðuneytinu, vafði kona hans örmunum um háls hans, tyllti sér á tær, horfði djúpt í augu hans og sagði, með tilbeiðslu: „Jæja, Paddy, nú verð ég að eignast loðkápu." „Vitanlega, vitanlega elskan mín“, hrópaði Maguire og hélt henni út frá sér full- tir aðdáunar, því hún var enn fríðleikskona þrátt fyrir gráu hárin og hinn fyrsta vísi að loti. „Kauptu tvær loðkápur! Upp frá þessu höfum við ótakmarkað láns- traust hjá Switser.“ Molly settist aftur í sæti sitt, kreisti hendurnar miUi hnjánna og sagði í ávítunar- rómi: ,J>ér finnst ég óhófsöm!" „Ég er nú hræddur um ekkL Lífið hefur ekki alltaf verið sældarbrauð hjá okkur og það er kominn tími til að við gerum okkur elliárin ofurlítið þægileg. Mér þætti gaman að sjá konuna mína í loðkápu. Mér þætti fengur í að sjá hana bera af sum- um þessum kvensum niðri í Grafton-stræti — málaðar drósir, sem aldrei hafa gert ærlegt handtak fyrir Guð né menn, svo ekki sé minnzt á föðurlandið. Fyrir alla muni kauptu loðkápu. Farðu niður eftir til Switsers í fyrramálið“, hrópaði hann af sakleysi og hjartahlýju einfeldningsins,, „og pantaðu þá beztu ioðkápu, sem hægt ©r að £á fyrir peninga." Molly Maguire horfði á hann með ástúð og gremju. Árin höfðu fægt af henni flesta agnúa — stjórnmál, byltingar, eiginmaðurinn ýmist fangelsaður eða látinn laus, börnunum komið á legg með aðstoð ættjngja og Fangahjálparinnar. Þessi ár voru sjáanleg á fingurgómum hennar sem voru of rauðir, of hrjúfir, og í titr- andi augunum. „Paddy, heimskinginn þinn, veiztu hvað þú þyrftir að borga fyrir minkakápu? Svo ég nefni nú ekki safalafeld? Og þá alls ekki breitschwanz, nema í hljóði?“ „Segjum hundrað pund“, sagði Paddy borginmannlega. „Hvað eru hundrað pund? Eftirleiðis munu milljónir af almannafé fara um mínar hendur. Ég verð að hugsa 6tórt.“ Hún svaraði í sínum hlýja, sönglandi Limerick-málhreim; ráðsett og hróðug eins og þeirri konu sómdi sem hafði fyrrmeir, í sveitaverzlun föður síns, oft handfjatlað jþúsundir pundsseðla. „Er þér ljóst, Paddy Maguire, hvað raunveruleg lúxusloðkápa gæti kostað þig? Hún gæti kostað þig þúsund gíneur, eða meira.“ „Eitt þúsund gíneur? Fyrir kápu? En það eru heil árslaun." „Einmitt“ Paddy dró saman seglin. „Og“, sagði hann mieð varúð, „er það þess konar kápa, sem þú hafðir í huga?“ Hún hló, ánægð yfir að lækkað á honum risið. „Ertu frá þér, það er nú öðru nær. Ég hafði hugsað mér að kaupa fallega, litla képu, kannski á þrjátíu til fjörutíu, í mesta lagi fimmtíu pund. Fyndist þér það of mikið?“ „Farðu til Switsers á morgun og komdu henni heim.“ Töfrar óbyggðanna Eftir Eirík Einarsson Réttarholti Blasir við sýn, í blárrar móðu jirð, — björtustu vonir öðru hverju rætast — vaknar af dvala útþrá inni byrgð, örœfin heilla, þrár í hjörtum mœtast. Andinn sér lyftir upp í hærra veldi, alfrjálsa leið, á björtu júníkveldi. Engum fær dulizt öræfanna tign, óþekktar slóðir huga mannsins seiða. Huldumœr birtist hverjum sem er skyggn, háttprúð sem fyrr, en dulbúin til veiða. Háfjallablærinn brjóstum vorum svalar. Blómin sér vagga, lœkjarsprænan hjalar. Leikur um vanga léttur morgunblær, leiftrandi geislar falla á jökulbungur, fjarkegir tindar færast óðum nær, framundan byltist elfarstraumur þungur. XJm heiðavötnin fjallasvanir synda, silfraða gára á bláan flötinn mynda. Litauðgin töfrar, leikur bros um kinn, leyndustu kenndir bœra hjörtun ungu. Útsýn tíl jökla, heiður himinninn hrifningu vekja. Streyma Ijóð af tungu. Islenzkum heiðum enginn maður gleymrr, öræfamyndir hjartað lengi geymir. En jafnvel í þessum orðum hélt hún sig skynja einhverja ögn af mikillæti, eins og hann fyndi töluvert til sín. Hún lét það eiga sig. Hún sagðist ætla að litast um. Ekkert lægi á. Hún ympraði ekki á málinu aftur í heilan stundarfjórðung. „Paddy! Þetta með loðkápuna. Ég vona innilega að þér finnist þetta ekki ósmekk- legt hjá mér?“ „Hvernig gæti það verið ósmekklegt?“ „Ja, eins og ég væri einhver frú Nýrík. Ég vil ekki loðkápu til þess að geta bor- izt á.“ Hún hallaði sér fram með ákefð. „Veiztu hvers vegna ég vil eignast loðkápu?" „Til að halda á þér hita? Hvað annað?“ „Ó, já, líka til þess, býst ég við“, samsinnti hún stuttlega. „En þú verður að gera þér ljóst að héðan í frá verðum við að taka þátt í boðum, móttökum og slíku. Og — jæja — ég á ekkert til að fara í!“ „Ég skU“, sagði Paddy samþykkjandi; en hún vissi að hann skildi ekki neitt. „Sjáðu_tU“, útskýrði hún, „það sem ég hef í huga er flík sem ég get farið í hvenær sem er. Ég kæri mig ekki um loðkápu tU þess að sýnast". (Þetta sagði hún með mikilli fyrirlitningu). „Ég vU geta smeygt mér í hana þegar ég fer út og verið í hverju sem er innanundir loðkápu." „Það virðist ágæt hugmynd." Hann velti málinu fyrir sér af sömu kostgæfni og hann væri að íhuga uppkast að fyrirhuguðum vegaframkvæmdum. Hún halffiði sér aftur í stólnum með ánægjusvip þeirrar konu, sem að fuUu hefur tekizt að friða samvizku sína. Þá eyðilagði hann allt saman með því að spyrja: „En segðu mér, hvað gera allar hinar konurnar, sem enga loðkápu eiga?“ „Þær klæða sig upp.“ „Klæða sig upp? Klæðið þið ykkur ekki allar upp?" ,,Paddy, láttu ekki eins og flón. Þær hugsa ekki um neitt annað en að klæða sig. Ég hef engan tíma tU að hugsa um föt. Ég er önnum kafin húsmóðir, nú og svo kosta föt mikla peninga." (Nú sá hún glampa í augum hans sem bersýnUega þýddi að fjörutíu pund væru nú ekkert rusl heldur). „Ég á við að þær eiga kjóla, sem kosta tuttugu og fimm pund hver. HeUa tylft. Þær eyða miklum tíma og um- hugsun í það. Þær lifa fyrir það. Ef þú værir giftur einhverri þeirra, myndirðu fljótlega skUja hvað það þýðir að klæða sig upp. Það sem dásamlegast er við lnðkápu, er að það er hægt að fleygja henni yfir sig og vera þá eins vel klædd- ur og þær allra fínustu.“ „Jæja, það er fyrirtak! Kauptu þessa blessuðu kápu." H .ann var auðsjáanlega ekkert hrifinn lengur. Það var nú upplýst, að loðkápa er ekkert stórkostlegur hlutur — aðeins nytsamur hlutur. Hann teygði sig eftir skjalatösku sinni. Það var bryggjan þarna niðri í Kerry, sem þurfti at- hugunar við. „En vel á minnzt“, bætti hann við, „hún myndi líka vera hlý og notaleg. Þér þyrfti ekki að verða kalt.“ „Oh, uss, mikU ósköp, já, hlý og notaleg, auðvitað, já, já!“ Og hún ruddist út og skeUti hurðinni á eftir sér og dreif börnin í háttinn eins Og hún væri að fleygja kolapokum niður í kjallara. Þegar hún kom aftur sat hann niðursokkinn í teikningar sínar og sundurliðanir. Hún fór að bæta náttföt eins drengjanna. Að stundarkorni liðnu brá hún þeim á loft og horfði á þau örvænt- ingarfulL Svo lét hún þau falla niður í keltu sína aftur og leit á fatahrúguna, sem beið viðgerðar við hlið hennar. „Ég geri ráð fyrir því að þegar ég er dauð og grafin, muni þeir finna upp plast- náttföt, sem hægt er að þvo með rakri rýju og gera við með limL“ Hún horíði inn í logana af móeldinum. Tíu náttföt.......nærfatnað á alla fjöl- skylduna. ,J>addy!“ »»Ha?“ „Ekkert vUdi ég síður en að fólk færi að ímynda sér að ég væri að fá einhverjar stónmennskugrillur." Hún horfði inn í logana af móeldinum. Tíu náttföt , . . nærfatnað á alla fjöÞ sínar. „Ég get fullvissað þig um það, Paddy, að ég hef andstyggð — blátt áfram and- styggð á allri nýtízkulegri sýndarmennsku." ,A-lveg rétt.“ „Þessum konum finnst þær ekki hafa klifið metorðastigann fyrr en þær hafa loðkápu!" Hann tuldraði eitthvað niður í bryggjuteikninguna. „Mér er nefnilega sama hvað þú eða annar segir, Paddy, það er eittlhvað ósmekktegt við loðkápu. Þær eru svo ólögulegar. Sérstaklega af moskusrottu. Það sem ég var að hugsa urn var svart, indverskt lamb. Auðvitað væri ocelotfeld- ur það eina rétta. En þær eru alltof dýrar. Það er að segja þær ósviknu. Og ég léti aldrei nokkurn mann sjá mig í gerviocelot." Hann skáskaut tU hennar augunum frá borðinu. „Þú virðist vita heilmikið um loðfeldi." Hann hallaði sér afturábak og brosti velviljaður. „Ég vissi ekki að þú hefðir þráð að eignast loðkápu aUan þennan tíma.“ 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. mal 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.