Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1967, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1967, Blaðsíða 12
Gísli Sigurðsson. Hann var sonur Sig- urðar lögréttumanns Jónssonar í Sól- heimatungu og konu ftans Guðrúnar Jónsdóttur, Daðasonar, frá Hrafnabjörg- vm. Tekinn í Skálholtsskóla 1707, stúd- ent þaðan 1713 og vígðist 1717 aðstoðar- prestur séra Jóns Stefánssonar á Lamba- stöðum. Þar fékk hann Þóru dóttur séra Jóns og veitingu Odds Sigurðssonar fyrir prestakallinu eftir hann 1718. Hélt hann það síðan til dauðadags 1769, eða rúm- Hega hálfa öld. A hans dögum hófust verksmiðjurnar í Reykjavík og fjölgaði þá svo mjög fólki í prestakallinu, að hann varð að fá sér aðstoðarprest. Gísli bjó á Lambastöðum og fékk mjög léleg- an vitnisburð í skýrslum Harboes. Dótt- ír hans var Vilbcrg, sem giftist séra Snasbirni Þorvarðssyni frá BrautarholtL — Þau séra Gísli og Þóra voru baeði greftruð að Neskirkju. Snæbjörn Þorvarðsson. Foreldrar hans voru Þorvarður lögréttumaður Einars- 6on í Brautarholti og fyrri kona hans Agatha Halldórsdóttir á Möðruvöllum í Kjós. Snæbjörn fór í Skálholtsskóla 1737, varð stúdent 1740, var síðan um tíma í þjónustu Sigurðar sýslumanns eldra Sigurðssonar í Saurbæ, og varð djákn í Viðey vígðist 17. júní 1748. aðstoðarprestur tengdaföður síns. séra Gísla, og þjónaði brauðinu fyrir hann 1759—1769. Þá fékk hann Lund í Borg- erfirði. Var hann talinn lítill kennimaður og hirðulaus um barnafræðslu, enda drykkfelldur. Þorsteinn Sveinbíamarson. Hann var launsonur Sveinbjarnar Egilssonar í Innri-Njarðvík og Guðrúnar Nikulás- dóttur í Vogum, Jónssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1753 og varð stúdent 1756. Var þá fyrst skrifari Brynjólfs sýslu- manns Sigurðssonar í Hjálmholti, síðan Skúla landfógeta Magnússonar. Fór utan til háskólans 1759 og tók þar guðfræði- próf 1762. Kom svo heim og var um hríð í Viðey hjá Skúla, en 5. nóvember 1765 var hann skipaður prestur hegn- ingarhússins í Reykjavík og verksmiðj- enna. Jafnframi varð hann árið eftir aðstoðarprestur séra Gísla Sigurðssonar á Lambastöðum. Hafði séra Gísli þá tvo eðstoðarpresta og var verkum skipt þannig á milli þeirra, að Snæbjörn Þor- varðsson þjónaði Nessókn og Laugar- nessókn, en Þorsteinn Reykjavíkursókn. Eftir fráfall séra Gísla 1769 fékk hann Hestþing í Borgarfirði og lifði fram til érsloka 1814. Séra Þorsteinn var vel gefinn og góður kennimaður og vel 6káldmæltur og er margt til eftir hann. Meðal annars orti hann kvæði þegar dómkirkjan var flutt frá Skálholti til Eeykjavíkur 1796. Það kallast „Afsals- hréf ekkjufrúr Skálholtskirkju til dótt- ur sinnar dómkirkjunnar í Reykjavík" Cg er prentað í Blöndu I. Þorkell Ólafsson. Hann var sonur Ól- efs biskups Gíslasonar og konu hans Margrétar Jakobsdóttur prests að Kálfa- Ifelli. Hann tók guðfræðipróf við há- ekólann í Kaupmannahöfn og vígðist 1766 prestur til Hvalsnesþinga. Hinn 26. maí 1769 voru honum veitt Seltjarnar- nessþing, en fyrir tilmæli stiftamtmanns gaf hann þau upp við séra Árna Þórar- ínsson. Fékk séra Árni veitingu fyrir Beltjamarnessþingum 13. júní 1769. eða 18 dögum eftir að séra Þorkatli voru veitt þau, og varð hans prestskapartíð þar því ekki lengri, en hann var gerður kirkjuprestur að Hólum. Árni Þórarinsson. Foreldrar hans voru séra Þórarinn Jónsson í Hjarðarholti og kona hans Ástríður Magnúsdóttir prests í Hvammi í Hvammssveit. Ellefu ára missti Arni föður sinn og var þá tekinn í fóstur af föðursystur sinni sem var gift Arnóri sýslumanni Jónssyni í Belgs- holti og sá Arnór um menntun hans. Fór hann fyrst í Skálholtsskóla og síðan til háskólans 1761 og lauk þar guðfræði- prófi 1766 með 1. einkunn. Kom hann svo heim og var tvo vetur kennari hjá kaupmanni á Eyrarbakka, en fékk svo Seltjarnarnessþing 1769 og bjó á Lamba- stöðum. Hann var gáfumaður og dugn- aðarmaður, einarður og lét ekki sinn hlut fyrir einokunarvaldinu. Hann gegndi prestakallinu hér fram til 1781, en þá fékk hann Odda á Rangárvöllum, og 1784 varð hann biskup á Hólum. — Kona hans var Steinunn Arnórsdóttir sýslumanns, og meðal barna þeirra var Jóhann, sem varð kennari við Hóla- vallarskóla. Eiríkur Bjarnason. Foreldrar hans voru Bjarni lögréttumaður Bjarnason að Fossvöilum og kona hans Steinunn Ketilsdóttir prests á Svalbarði Eiríks- sonar. Þau önduðust bæði í Stórubólu 1707 frá fjórum ungbörnum og var Ei- ríkur þá á þriðja ári. Tók föðursystir hans hann þá í fóstur og var hann hjá henni til 13 ára aldurs, en fór þá til móðurbróður síns, séra Þorsteins Ketils- sonar á Hrafngili, og Iærði hjá honum þar til hann fór í Hólaskóla. Þaðan varð hann stúdent 1727 eða 1728, og varð djákn á Þingeyrum 1729. en vígðist til Miðgarða í Grímsey 1733. Þar þoldi hann ekki að vera og fluttist þaðan sjúkur 1735. Gerðist hann þá aðstoðarprestur hjá móðurbróður sínum, séra Þorsteini á Hrafnagili. Fékk Eyjadalsá 1742, Skorrastað 1747, Þvottá 1751 í skiptum við séra Þórarin Jónsson, en varð vegna fátæktar að hverfa þaðan 1755 og var þá Þvottárprestakall lf.gt til Hofs í Álftafirði, en hann fór embættislaus að SkálholtL Hann gegndi prestsstörfum að Stað í Grindavík veturinn 1755—1756, en tók þá Hvalsnesþing að áeggjan Finns biskups og var þar í 11 ár og bjó fyrst í Gerðakoti og svo á Löndum. Árið 1756 bað hann stiftyfirvöldin „að gefa sig, gamlan og lúinn, lausan frá því erfiða prestakalli". Fékk hann þá lausn, en hafði síðan árlegan styrk af sjóði upp- gjafapresta. Fluttist hann nú að Hlíðar- húsum í Reykjavík til Níelsar Hjalta- líns, sem átti Guðrúnu dóttur hans. Níels sonur Jóns sýslumanns Hjaltalíns. er var einasti ábúandi í Reykjavík. Níels var einn af þeim mönnum, er útnefnd- ir voru til þess að ákveða hvar skólahús, biskupssetur og kennarahús skyldi reisa í Reykjavík, þegar Skálholtsskóli og biskupsstóll flyttust þangað. Var séra Eiríkur þarna mörg ár og hafði með höndum skriftir fyrir ýmsa og gegndi stundum prestsverkum fyrir Garða- og Reykjavíkurpresta í forföllum þeirra, og var millibilsprestur í Reykjavík 1781—1782 „og þótti áheyrendum lítils um vert“ ræður hans og kenningar, enda hefir prestur þá verið nær áttræðu. 1 bréfi sem Eiríkur ritaði Hálfdani Einarssyni skólameistara á Hólum, og dagsett er i Hlíðarhúsum 6. maí 1776, segist Eirikur vera önnum kafinn af ýmsum skriftum fyrir Bjarna landlækni, Skúla landfógeta, Björn lyfsala. séra Arna og Guðlaug prófast í Görðum, „og fyrir hann í hans slösunartilfelli og sængurlegu næsta vetur“ þjónað hafa Garða- og Bessastaðasöfnuðum, og vera þá nýkominn heim aftur til Hlíðarhúsa til tengdasonar síns. Árið 1788 fór séra Eiríkur frá Hlíðar- húsum vestur að Bár í Eyrarsveit til Þorvarðar Þorsteinssonar og Ingunnar Hjaltalíns, dótturdóttur sinnar, og var hjá þeim upp frá því. Var hann þá enn svo hress, að hann jarðsöng lík að Set- bergi 19. maí 1789. Hann andaðist 19. nóvember 1791 og lá þá í viku, en aldrei hafði honum orðið misdægurt á ævinni nema þegar hann var í Grímsey. Hann var þá 87 ára að aldri og hafði verið prestur um 56 ár. Hann hafði komizt í rr.argan lífsháska og kröggur um ævina, og hagir hans voru jafnan mjög erfiðir. Hann var talinn frómlundaður og vel gefinn, en ekki þótti mikið til hans koma. Hann var talinn með betri skáld- um síns tíma og orti mikið af sálmum, andlegum kvæðum og rímum. Séra Jón Hjaltalín segir í Tíðavísum um lát séra Eiríks: Arum saddur hvíld svo hlaut, hlaut þar vist er mæða þraut, þrautum horfinn finnur frið friðarkóngsins síðu við. Dómkirkjuprestar Guðmundur Þorgrímsson. (1782— 1790). Hann var sonur Þorgríms sýslu- manns Sigurðssonar í Hjarðarholti í Stafholtstungum og komu hans Ragn- hildar Hannesdóttur prests í Reykholti Halldórssonar. Lærði undir skóla hjá Vigfúsi presti Jónssyni í Miklaholti. Tek- inn í Skálholtsskóla 1769, stúdent 1774, var síðan eitt ár heima og tvö ár hjá Magnúsi varalögmanni ólafssynL sem þá var í Skálholti. Fór í háskólann 1777 og tók embættispróf í guðfræði 1780. Hann var einn af þeim íslenzku stúdentum, sem stofnuðu Lærdómslista- félagið 1779. Fékk Seltjarnarnesþing 1782 og bjó á Lambastöðum til æviloka. Þar dó hann 28. nóvember 1790 úr tær- ingu samfara sullaveiki og var ekki nema 37 ára. Meðan hann var prestur fékk Reykjavíkurkirkja dómkirkjurétt- indi 1785, og er hann því talinn fyrsti dómkirkjuprestur hér. En hann sá aldrei hina nýju dómkirkju, hvað þá að hann kæmi í hana, því að hún var enn í smíð- um, er hann lézt, og var ekki talinn full- smíðuð fyrr en 1796. Séra Guðmundur var merkur maður, ástsæll og spaklyndur, en gat þó verið einarður. ef því var að skipta. Á fyrstu prestskaparárum sínum komst hann í deilu við Levetzow stiftamtmann út af framfærslukvöð og nokkru seinna kærði hann þrjá menn stiftamtmanns fyrir helgidagsbrot. Levetzow brást þá reiður við, hann úrskurðaði að kæran skyldi ekki tekin til greina og kærði svo prest fyrir Kansellíi. Hannes biskup Finnsson sendi þá útlistan til Kanselli og bað um úrskurð þess. Varð þetta til þess, að stiftamtmaður fékk vítur hjá Kansellíi fyrir að fara með lögleysu og yfirgang. Gat hinn stolti stiftamtmaður ekki feng- ið meiri háðung. Kona séra Guðmundar var Sigríður dóttir Halldórs prófasts í Hítardal, Finnssonar biskups. Brúðkaup þeirra var í Skálholti rétt fyrir þing 1786, og jafn- framt var þar haldið brúðkaup séra Gísla Einarssonar í Selárdal og Ragn- heiðar Bogadóttur í Hrappsey, Bene- diktssonar. Var þar vegleg veizla og margt göfugra boðsgesta. Sigríður var þá ekki nema 18 ára gömul. Þau Guð- mundur eignuðust þrjá syni og kölluðu þeir sig allir Thorgrímsen: Þorgrímur síðast prestur að Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd, Halldór „valdsmaður“ í Gull- bringu- og Kjósarsýslu, og Torfi verzl- unarstjóri. faðir Guðmundar Thorgrím- sens á Eyrarbakka. Vegna fráfalls séra Guðmundar urðu Seltjarnarnesþingin prestlaus um nær 10 mánaða skeið. En nágrannaprestarn- ir, séra Markús Magnússon í Görðum og séra Jón Hannesson á Mosfelli, tóku að sér í félagi að sinna prestverkiun hér þennan tíma. Jón Hannesson var sonur Hannesar Jónssonar í Marteinstungu og konu hans Guðrúnar Brynjólfsdóttur lögréttumanns að Ingjaldshóli. Hann hélt fyrst Holta- þing, en fékk Mosfell í Mosfellssveit 1775 í skiptum við séra Böðvar Högna- son. Séra Jón sagði af sér prestskap frá fardögum 1799. — Hann var ramur að afli og glímumaður góður, vel gáfaður, hagmæltur og bar skyn á lækningar. Markús Magnússon. Foreldrar séra Magnús Teitsson í Vatnsfirði og kona hans Ingibjörg Markúsdóttir sýslumanns í ögri Bergssonar. — Séra Markús gerð- ist fyrst aðstoðarprestur hjá séra Guð- laugi Þorgeirssyni í Görðum á Álftanesi og fékk svo kallið eftir hann 1781 og hélt til æviloka. Var prófastur í Kjalar- nesþingi og stiftprófastur. Mjög merkur maður. — Þegar dómkirkjan í Reykja- vík var vigð 6. nóvember 1796, fram- kvæmdi Markús stiftprófastur vígsluna, vegna þess að Hannes biskup Finnsson var þá nýlega látinn. Geir Vídalín (1791—1797). Hann var sonur Jóns Vídalíns próf. í Laufási, Jónssonar, Pálssonar lögmanns Vídalíns. Móðir Jóns prófasts var Helga dóttir Steins biskups á Hólum Jónssonar, en kona Jóns próf. og móðir Geirs var Sigríður Magnúsdóttir systir Skúla landfógeta. Geir var fæddur að Lauf- ási 27. október 1761. Þegar hann var á 6 ári dóu foreldrar hans í sömu vik- unni og fóru bæði í sömu gröf og létu lítið eftir sig. Fór Geir þá til aldavinar föður síns, Arna bónda Bjarnasonar f Vestari-Krókum í Fnjóskadal og konu hans Margrétar Benediktsdóttur (þau voru foreldrar séra Benedikts próf. I Hjarðarholti í Laxárdal). Þótt Árni væri fátækur reyndist hann sveininum sem bezti faðir og útvegaði honum undir- búningskennslu í ýmsum stöðum. Þegar Geir var 13 ára var Arni orðinn hrumur, en fór þá með hann til Hólaskóla, bað fyrir hann mjög innilega og blessaði hann að skilnaði með svo viðkvæmum orðum að allir komust við. Fékk Geir þarna heila ölmusu og var fimm ár f skólanum. Fór hann svo til Kaupmanna- hafnar 1780 og varð stúdent úr heima- skóla hjá Sveini Guðlaugssyni Sander. Var það að ráðum Skúla rektors Thorlacíus. Sveinn var sonur Guðlaugs prófasts í Vatnsfirði, frábær gáfumaður. Hann lézt í bólusótt 1780. Innritaðist Geir svo í háskólann 10. marz 1781, lauk sama ár prófi í heimspeki og prófi f málfræði 1784, báðum með 1. einkunn. Fékk hann þá styrk og tók að nema guðfræði og lauk guðfræðiprófi í mal 1789 með 1. ágætiseinkunn og „hrósi allra háskólans lærifeðra fyrir gáfur, gott siðferði og iðni“. Að loknu prófi hélt hann til íslands. Skipið lenti í mikl- um hrakningum og hafvillum og strand- aði seinast við Grindavík og brotnaði f spón, en menn björguðust. Fór Geir þá til Viðeyjar og dvaldist hjá Skúla móð- urbróður sínum næstu tvö ár. Framhald síðar. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjótfur Konráð Jónsson. Ritstj. fltr.: Glsli Sigurðsson. Auglýsingar: Arnl Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 8. Síml 22480. Útgefandi: H.f. Árvakur, Reykjavík 12 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 7. maí 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.