Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1967, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1967, Blaðsíða 9
Þetta er stofan lieima hjá Mary Quant. Húsið er gamalt með háum gluggum og timburgólfi. Borðið er ævagamalt, fengið frá Welsh. Sófinn er yfirdekkt- nr með sltærrauðu skinni og gólfteppin eru frá Casa Pupo, frægri verzlun í London, sem verzlar með spænska hús- munL Þannig býr tízkudrottning unga fólksins virtist þrengja um of að hinum stóru gluggum. Árangurinn af þessu varð gríðarmik- il dagstofa á stærð við veizlusalinn í viktoríönsku sveitasetri. Þarna teiknar Mary Quant tízkufatnað sinn — „á morgnana að jafnaði og hvað sem hver kann að halda, þá er það lítið brot af fyrirtækinu," segir maður hennar. Það sem eftir er hins langa vinnudags henn- ar fer í viðræður við aragrúa sérfræð- inga og hálf-sérfræðilegra aðstoðar- manna þessarar ævintýradísar í sögu tízkufatnaðar unga fólksins, sem heitir Mary Quant. Dagurinn virðist nærri því skorinn niður I tíu mínútna sneiðar, við mynztraval og fundi með sniðmeist- urum, viðureignir við erlenda kaupend- ur og umræður um möguleika næsta tízkutímabils. Oftast snæða Plunkett- Green-hjónin hádegisverð með fundar- stjóra sínum og meðeiganda Archie McNair, í veitingastofunni Au fin bec, steinsnar frá aðalskrifstofum þeirra í Chelsea. Vinnudeginum er sjaldan lok- ið fyrr en klukkan átta að kveldi. Allt þetta skapar þörfina fyrir sefandi umfeðmi hinnar miklu dagstofu. Œíúsgögn og skreytingar eru eins víða aðsótt og áhrifin, sem skapað hafa þjóð- söguna um Mary Quant: frá átjándu öldinni, Viktoríutímabilinu og úr nýj- ustu tízku. Það sem mest ber á í þeissari myndarlegu stofu er stórkostlegur, hvít- ur franskur postulínsofn, sannkölluð hí- býlaprýði hvar sem væri. Nótnagrindin er ekki til skrauts eingöngu — herra Plunkett-Green leikur á flautu og trom- pet. Allra-handa borðið er miðhlutinn á Hér er tízkudrottningln heima hjá sér, nánar tiltekið í borðkróknum. Bæði hann og klæðnaður frúarinnar eru í hæsta máta óvenjulegir. gríðarstóru, hvítskúruðu welsku borði, keyptu af Terence Donovan ljósmynd- ara. Sóffinn úr skarlatsrauðu leðri var sérstaklega smíðaður fyrir þau hjá Woollands. Ii oftið og veggirnir eru gljámáluð í isama ljósleita móbrún-græna litnum sem herra Plunkett-Green kallar „kítti“. Gluggahlerarnir eru fóðraðir ólituðum hessianstriga með ásaumuðum dökkgrá- um böndum og þegar þeir eru dregnir fyrir gluggana á vetrarkvöldum er stof- an uppljómuð af hlýjum, þægilegum ljósum. Á sumrin verður kvöldroðinn innum háa gluggana hluti af prýði stof- unnar. Plunkett-Green-hjónin gera sér mjög títt inn lýsinguna, yfirleitt. I borðstofu þeirra til dæmis er komið fyrir ljósi ofanvið kringlótt matborðið; fullkomin dreifing ljóssins útilokar skugga og miskunnarlausa skjannabirtu. „Ég gæti ímyndað mér að þetta sé aðalástæðan fyrir því að flest kvöldboð okkar eru tiltölulega velheppnuð," segir herra Plunkett-Green. „Kvenfólkið verður allt svo fallegt. Það gerir sitt.“ Hann segir ennfremur að borðstofaa sé einskonar síðbúin brúðargjöf frá Jon Bannenberg, skreytingamanninum, listaverk einfaldleikans og hentiseminn- ar. Eftir svo sem tíu ár er ekki líklegt að neitt verði enn við líði af því sem í stofunni er. Borðið er málað með hvítri gljámálningu. Harmonikutjöldin fyrir gluggunum eru klædd málmhúðuðu efni. Á bogadregnum bekkjunum tveimur eru sæti fyrir sex manneskjur og í bilunum milli þeirra er rúm fyrir tvo stóla. Þetta skapar nánara samband milli gestanna en jafnframt geta húsráðendur séð um veitingarnar óhindrað. Hugmyndin er þess virði að stela henni. Einn af innanstokksmunum Mary Quants er þessi franski postulínsofn, en annars er gamalt og nýtt notað hvað með öðru. Eins og sjá má, er frúin sjálf frekar hlynnt stuttu tizkunni. B orðið sjálft er á upphækkuðum palli — en það er hugmynd, sem virðist í miklu uppáhaldi hjá herra Bannen- berg þessa dagana hvað borðstofur snertir — og handriðið sem sést á mynd- inni er þægilegur stuðningur þegar gengið er niður í eldlhúsið. DUANI 7. maí 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.