Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 22
Velkomne mine spde venner. if egar ég var í Kaupmannalhöfn fyrir nokikruim viikum á vegum Mongun- blaðsins, tii að fylgjast með gangi hand- ritamálsins í Hæstarétti Danmerkur, vildi svo til, að gamali kollega minn úr blaðamannastéttinni, Jón Magnússon, sem nú starfar hjá Ohrysler-umiboðinu, dvaldist í sama hóteli. Kvöld nokkurt ákváðum við Jón að fara út saman til að fá okkur einn bjór og spjalla saman. Að sjálfsögðu var eigin konum ökkar boðið að koma með, því við vorum ekki einir á ferð. Áður en við fórum út kvaðst Jón vita Kóngurirm i Lóngangstræde Eftir Bförn Jóhannsson um skemmtilegan veitingastað og sér- kennilegan, ekki sízt fyrir íslendinga, því húsráðandinn segðist vera konungur íslands. Kong Rudolf vaeri nafn hans og hann fagnaði íslendingum betur en ivokkur konungur annar þegnum sínum. Jón sagði, að Kong Rudolf heilsaði öllum konuim með kossi á kinnina, sem á veitingastað hans kæmu. Et£ hann vissi að gestirnir væru íslendingar, þá leiddi hann þá að heiðursborði, væri það laust, og setti íslenzka fánann á það. Forvitnin var vakin, svo það varð að ráði að heim- sækja íslandskonung. Aðsetur Kong Rudolfs er í Lþngang- stræde, skammt frá Ráðhúsinu, og ber hið virðulega nafn, „Den gyldne nþgle“ — gyllti lykillinn. Þegar við komum þar að dyrum voru þær harðlæstar en Jón barði duglega á þær. Skömmu síðar opnuðust dyrnar og brosleitur maður kom í ljós í gætt- inni. Hann kannaðist strax við Jón og Íconu hans og bauð okkur þegar að ganga inn. „Velkomne, mine sþde venn- er“ sagði gestgjafinn og kyssti báðar frúrnar á kinnina. Jón sagði, að við værum korninn til að hylla konung vorn og við vorum umsvifalaust leidd að heiðursborðinu, sem er við gluggann, sem veit út að götunni. Fátt fólk var þarna þetta tovöld. Salur- inn er fremur lítill og eru þar inni að- eins um 10 borð. Staðurinn er gamal- dags, en andrúmsloftið er vingjarnlegt, já, innilegt. Einhvern veginn mi'tolu persónulegra en maður á að venjast á veitingastöðum og bjórkrám í Kaup- mannahöfn. Ég kunni strax vel við mig. Við buðuim Kong Rudo'lf að dretoka með ökkur einn bjór og hann toom með nokikrar flöskur að vörmu spori. „Mér þykir vænt um ísland og alla mína ís- lenzku þegna,“ sagði Rudölf, „yk'kar skál, mine s0de venner." Nú kallaði einhver gestanna til hans og vildi fá smþrrebrþd. Rudolf bað okkur að af- saka og fór fram í eldhús til að smyrja brauðið. Kona hans Ingeborg, drottning Ingeborg, var lasin og þess vegna varð hann sjálfur að taka til brauðið, sagði R udolf otoJkur. G amalt og fornfálegt píanó var þarna á palli uppi undir lofti, yfir stiga- innganginum. Þar sat ungur maður og hamraði á það viðstöðulaust. Aiit í einu gekk Kong Rudolf upp á pallinn og tók að syngja ítalská aríu. Hann hafði mjög þokkalega rödd og fór vel með Íagið. Enda ekki að furða, því Kong Rudoif er gamall óperusöngvari. Hann sagði otokur, að þeir Stefán íslandi hefðu verið félagar hér áður fyrr, þegar báðir voru að læra óperusöng. Og áður en við vissum af byrjaði Kong Rudolf að syngja íslenzkt lag, „Sofðu unga ástin mín.“ Hann söng það vel og aí viðkvæmni. íslenzlki textinn komst prýðilega til skila. Síðar komst ég að því, að Rudolf þótti efnilegur óperu- söngvari og var m.a. ráðinn til að syngja á stóru farþegaskipi. En það varð honum mikið áfall, er hann fékk asthma. Ferli hanis sem óperusöngvara var lokið. Framavonirnar brostnar. Við áttum indælt og skemmtilegt kvöld hjá Kong Rudoif. Áður en við kvöddum gaf hann okkur lykla að dyr- um veitingastaðarins, gylta lykla. „Vinir mínir geta komizt inn, hvenær sem ég er hér staddur," sagði Kong Rudolf og kyssti konurnar í kveðjuskyni. ær vikur, sem við hjónin dvöld- um í Kaupmannahöfn, litum við öðru hverju inn til Rudolfs. Þar var oftast 'glatt á hjalla, stundum margt fólk, stundum færra. Gestirnir voru af flest- 22 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 24. desemiber 1ÖÖ6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.