Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 2
tr * Kirkjuárið er listaverk, sem hefir verið lengi í smíð- nm. Ýmsir vi'lja vita nokícru meira um það en almennt gerist. Væri saga þess sögð nákvæmlega, yrði hún efni í stóra bók. Þeir sem les- ið hafa guðspjölliin munu hafa veitt því eftirtekt að hátíðahelm- ingur kirkjuársins líkist í stórum dráttum samstofna guðspjalli. Sög- urnar af fæðingu Jesú koma eðli- lega í kringum jólin, efnið um Jóhannes skírara og fleiri fulltrúa ísraels eru textar jó'laföstunnar, nafngjöf Jesú og umskurn á nýárs- dag, skírn hans skömmu síðar, bar- átta hans gegn valdi hins illa á föstunni, en dymbilvikan kemur ljóslega fram í textum guðspjall- anna, er segja frá viðburðum hennar svo að segja frá degi til dags. Og mætti svo halda áfram að telja nokkru fram yfir páska, en lexíur hvítasunnunnar eru úr fyrstu kapitulum Postulasögunnar. Undan- tekningar eru að vísu a'llmargar, en sé stiklað á stóru, munu menn fljótlega sjá hve margt er sam- eiginlegt. L F yrirmynd að kirkjuári kristinna manna var heilagt ár ísraels, með þrem stérhátíðum og vikulegum hvíldardög- um, sabbatsdögunum. ttvildardaga höf- lun vér að erfðum tekið, og tvœr af stór- Giorgione; Tilbeiðsla fjárhirðanna. Málverk í Ríkislistasafninu í Washington. Kirkjuár og stórhátíðir Eftir prófessor Jóhann Hannesson Ihátíðunum, páskana og hvítasunnuna, en (hins vegar ekki þá (þriðju stórihátið ísraels, laufskálahiátlíðina, er haldin var að hausti að lokinni vínberjauppsker- unni. Elzta kristna hátíðiin eru páskarnir, eem (þróuðust svo að segja í beinum tengslum við páska ísraels. Þrennt þarf að eiga sér stað til þess að páskarnir komi: 1. Jafndægri á vori 2. Fyrsta tungLfylling eftir jafndægrin. 3. Sunnu- dagur, en á þeim sunnudegi eru páskar kirkjunnar. Páskar ísraels eru á sjá'lf- an tunglfyllingardaginn, það er einhvern dag dymlbilvikunnar og þar af leiðandi nokkru fyrr en vorir páskar. Dymbilvikan er vikan fyrir páska, en páskavikan er hins vegar sú vika, sem hefst með páskadegi. Sá hluti guðspjall- anna, sem segir frá viðburiðunum kring um handtöku Jesú, rtéttarihöldunum yf- ir ihonum, pínu hans, dóminum yfir Ihonum, krossfestingunni, dauða hans Oig igreftrun, nefnist passían. í passdunni thefir Hallgrímur Pétursson fundið íimmtíu atriði til að hugleiða og yrkja um. Sum verk frægra tónsnillinga bera heiti passiíunnar eða einstakra þátta hennar; Mattheusarpassían eftir Bach teist hámark slákra listaverka, en ann- ars er flutningur passiíunnar á listræn- an, hátiíðlegan hátt i kirkjum kunnur allt frá 4. öld og inn í nútímann. Dymlb- iivikan nefnist einnig kyrra vikan eða vikan helga. Texti pálmasunnudags seg- ir frá innreiðinni, textar mánudagsins frá musterishreinsuninni, rökræður við farisea og skriftlærða þriðjudag, og mið- vikudag segir frá samningum milli öld- ungaráðsins og Júdasar. Bæn Jesú og innsetning Heil. kveldimáltáðar eru text- ar skírdags, en á föstuidaginn langa minntust menn margra viðburða: Yfir- heyrslunnar fyrir Kaifasi, afneitunar Péturs, sjálfsmorðs J'údasar, og svo rek- ur hver viðburðurinn annan: Jesaís var leiddur fyrir Pílatus og Heródes, Jesús var aftur leiddur fyrir Pílatus, þá er krosstourður Jesú, krossfestingin, orð hans á krossinum, dauði Jesú og greftr- un. Laugardaginn liggur Jesús í gröf- inni, en kvöld þess dags var mjög mikil- vægt í fornkirkjunni. Þá var skírn og „vigilia“, það er vaka. Trúnemar voru á skírðir — til upprisunnar með KristL næturmyrkrinu var tendrað upprisu- Ijósið — það er víða aðeins eitt Ijós á einu kertþ en einnig tíðkast þrjtú kerta- ljcs í þríarma ljósastiku og nefnist upp- risuljós. II. U ndiribúningur undir páskana var í fornkirkjunni einkum skírnarfræðsla trúnemanna, sem stóð í margar vikur, og guðspjöll og a'ðrir textar föstunnar Ibera þessum undiribúningi vitni enn í dag. Þeir segja margir frá freistingum og baráttu Jesú við iHu andana, en inn í sams konar toaráttu áttu trúnemarnir að gsnga, bæði trúarlega og siðferðilega. Þeir lærðu að afneita glysi heimsins, ill- um öndum og prjá'li Dj'öfulsins, og einn þáttur í baráttunni var fasta eftir sér- stökum reglum. En á dögum Ireneusar kirkjuföður, um 190 og s'íðar, var ekki aimennt fastað nema í tvo daga, það er föstudaginn 'langa og laugardag. En fimmtíu árum síðar voru dagarnir orðn- ir sex að tölu. Á Nikeuþinginu og árun- urn á undan, um 320 og næstu ár, settu menn fram hugmyndina um fjörutíu daga föstu, og skyldi þá miðað við páska, en ailir sunnudagar — þ.e. Drott- ins dagar — voru undan skildir, og leiddi þetta til að menn komu áð þeim degi, sem lengi vel hefir verið kallaður öskudagur. En sunnudagurinn á eftir öskudegi fékk nafnið qadragesima, hinn fertugasti, þótt talan sé ekki nákvæm miðuð við páskana. Þá er guðspijallið um freistingu Jesú. Baráttan gegn hinu illa í öllurn myndum var fyrsta imál á dí'gskrá föstutiímans — en einnig fræðsla um sannindi hjálpræðissögunnar, sið- ræns l'ífs og trúarinnar. En sunnudag- urinn í föstuinngang, þ.e. næstur á und- an öskudegi, er til minningar um skírn Jesú. Hér með hefir verið lýst myndun sjö vikna föstunnar. En hvernig stendur þá á níu vikna föstu, sem byrjar meir en tveim vikum fyrir öskudag? Hún mynd- aðist út frá reynslunni, þvlí sex kjöt- lausir dagar í viku reyndust erfiðir í framkvæmd í mörgum löndum, þótt viiji væri fyrir hendi. Menn urðu að fi nokkra föstulausa virka daga, og þar með lengdist fastan, og enn bætast vi‘ð sunnudagar, sem bera talnaheiti, sexa- gesima og septuagesima, sextugasti og sjötugasti, en þá er ekki talið af ná- kvæmni. Þessi þróun varð á 7. og 8. öld, og þessi sögulegu nöfn eru enn á sömu sunnudögum oig áður í íslenzka alman- akinu. Á þessu ári (1966) voru þeir sunnudagar, er talnaheiti bera, allir í febrúar. En mörg 'önnur latnesk heiti á sunnudögum kirkjuársins eru komin af iþeim intróitus (inngöngutexta) sem messa dagsins hófst á, en þessir textar voru oft úr Daviðs sálmum eða úr toréf- unum í Nýja testamenntinu. Nú er yfir- leitt inngöngusálmur á þessum stað í messunnL Hér af má nokkuð ráða hve miklu menn töldu það varða a® búa sig vel undir páskana. En um forsögu og síð- ari sögu páskanna hlöfum vér áður skrif- að, og verður hún ekki endurtekin hér. En engin stórihátíð kirkjunnar hefir þró- azt eins fijótt og eðlilega og páskarnir, þótt hins vegar hlypi alltcnf mikill vc t- ur í föstuna þegar snemma á mi'óöld- um. III. Víkjum nú að tímanum eftir páska. Hjá ísrael fyigdi hátið ósýrðu brauð- ar.na svo fast á eftir páskunum að þess- ar tvær hátáðir runnu saman í eina, sijá Lúkas 22,1. En tilgangurinn með hátið- unum var ekki sá sami. Tilgangur pásk- anna var að minnast björgunar ísraels, Ibæði frá dauða frumiburðanna og frá dauða þjóðarinnar í Rauða hafinu, sem virtist yfirvofandi þegar her Egypta elti ísraelsmenn. En með ósýriða brauðinu skyldi minnast dvalar þeirra í eyðimörk- inni, og ósýrða brauðið var þess vegna kallað neyðarbrauð og nefnisit svo þann dag í dag með Gyðingum. Þá áttu þeir einnig að minnast þess að þeir hiöl’ðu « 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS' 24. desember 19S6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.