Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 15
 ...v.-v 'js.-■ v,-.-'. Sagt undan og ofan afævi sellósnillingsins og friðarvinarins Pablo Casals, sem nu stendur áníræðu ons konungur XII, sem greifinn hafði kennt fyrri. Að kennslu lokinni leikur Casals fyrir lærimeistara sinn, þá er reiddur fram hádegisverður og loks hjálpar Casals greifanum að klöngr- ast upp í vagninn sem flytur hann til konungshallarinnar til starfa fyrir drottningu. hessi ár stundar Casals einnig jafnframt öðru námi tónlistar- nám, m.a. hjá Bretón og hjá Monasterio og tvisvar í viku hverri fer hann til Ikonung'S.hallarinnar að leika fyrir drottn- ingu og stundum með henni, þyí drottn- ing leikur sjálf á píanó og þykir gam- an að leika fjórhent. Aftur er það móðir Casals eem ákveður að hér skuli verða breyt- ing á. Morphy greifi vill að pilturinn leggi fyrir sig tónsmiðíir, en móðir hans er viss um að sonur hennar geri réttar í því að leggja alúð við selló- leikinn, þar muni framtíð hans örugg- ari og efnilegri, hann geti þá alltaf 6núið sér að tónsmíðunum síðar. Og hún tekur sig upp á ný með synina Iþrjá og heldur til Belgíu, til Briissel með bréf frá Morphy greifa til hins kunna stjórnanda tónlistarskólans þar, Gewaerts. Dvölin í Belgíu varð skemmri miklu en áætlað var og atvik það er því réði var lengi í minnum haft með vinum Casals og aðdáendum. Gewaert ies bréfið Morphys greifa og lítur á tónsmíðar Casals og segir honum að 6vo búnu að hann kunni þegar meira fyrir sér en svo að nokkur sá finnist i Belgíu er geti kennt honum neitt í þeim efnum. Ráðleggur hann pilti að jreyna að komast sem fyrst til Fansar og hlusta þar á alla þá tónlist er hann fiamast geti en spyr jafnframt hvort hann vilji ekki nota tímann meðan hann dveljist í Belgíu til þess að sækja tíma í sellóleik hjá prófessor Jacobs. Casals gengur því fyrir Jacobs, ung- ur maður og ekki aðsópsmikill og sýn- ist reyndar enn yngri en hanh er í raun og veru, svo smár vexti er hann ©g uppburðarlítill. Jacobs tekur þessum nemanda sín- tim fálega, þykir sem Gewaert muni hafa borið á hann of mikið lof vegna meðmælanna greifans og spyr hvað bann vilji leika fyrir sig, kannski eitt- hvert shemmtilegt spænskt þjoðlag. Casals dylst ekki sneiðin prófessors- ins og þykkist við, grípur það sellóið eem hendi er næst — þvi sitt eigið hafði hann skilið eftir heima — og leikur erfiðasta verk sem fyrir var tekið á pkólanum, „Souvenir de Spa“ eftir Ser- vais. Þögn slær á alla viðstadda og menn undrast hvílíkt vald þessi sma- vaxni sunnanmaður hefur á hljóð- færinu. A skammri stund hefur hann j fangað hug þeirra allra. „Mitt ríki er f andans hæðum“ sagði Beethoven forð- um daga við fyrirfólkið í Vínarborg. Casals gæti sagt eitthvað svipað. Riki heggja er ríki tónanna, skammlíft hverju ginni en skilur þó eftir djúp og varan- leg áhrif. jVleðan Casals leikur bliknar Jacobs og roðnar á víxl og er afleit- lega brugðið. Er verkinu lýkur bendir hann Casals að koma inn með sér á Bkrifstofu, biður hann mikillega afsök- Bnar á viðtökunum og býður honum að dveljast með sér þama um veturinn ©g muni hann þá, þótt það brjóti að Bönnu í Ibága við allar reglur skólans, hJjóta fyrstu verðlaun að vori. En Pablo Casals á allt skaplyndi sunnan- rnanna og er stórlyndari miklu en stærðin gefur til kynna. Hann segir Jacobs stuttur í spuna en sárhrygg- ur að svo illa hafi hann tekið sér, feimnum pilti og óframfærnum, langt að komnum úr framandi landi, að aldrei mirni hann sitja eina einustu kennslustund hjá honum. Að svo búnu heldur Casals heim, hittir fyrir móður sína og segir henni allt af létta en hún hlustar á söguna allt til enda og lofar hvorki né last- ar framferði sonar síns en segir að- eins: „Jæja sonur sæll, hvað hyggstu þá fyrir?“ — „Fara að ráðum Gewa- erts“, anzar drengur af bragði, „halda til Parísar að hlusta á músikk“. í bítið næsta morgun leggja þau af stað. Mr etta var örlagarík ákvörðun, því nú féll niður styrkur Spánardrottningar Svona leit hann út, pilturinn sem sigr aði Parísarbúa á fyrstu tónleikum sín- um með Lamoureux. og þá varð þröngt í búi hjá þeim Cas- als og móður hans með bræðurna litlu tvo, sem orðnir voru þriggja og fimm ára er 'hér var komið sögu, á framfæri sínu. En mæðginin láta ekki hugfail- ast. í>au höfðu haft með sér til Belgíu rúmfatnað sinn og nauðsynlegustu eld- húsáhöld og fluttu áfram með sér til Parísar. Þar fá þau inni í saggafullu húsi og niðurníddu í einu fátækrahverf- inu, ömurlegum stað og heilsuspUlandi. Casals ræðst ekki í að leita sér kennslu, heldur snýr sér þegar í stað að því að sjá fjölskyldunni farborða. Músikkin verður að bíða um sinn. Hann fær vinnu við hljómsveit á skemmtistaðnum Fol- ies Marigny og þar með er fjölskyld- unni tryggt nauðsynlegasta lífsviður- væri. Fyrir starfann fær hann fjóra franka á dag og þarf þá að fara gang- andi heimanað og heim aftur um þvera Parísarborg þrisvar á dag, til æfinga að morgni og til að spila við sýning- arnar síðdegis og á kvöldin. „Fótgang- andi er aUt svo skelfing langt í burtu“ skrifaði Mozart einhverju sinni i bréfi tU föður sins. Og Casals er á sama máli. En fargjaldið með strætisvagn- inum er fimmtán sentímur og fyrir það fé er hægt að kaupa hálft pund af brauði. Þess vegna gengur Casals til vinnu sinnar og frá aUa daga. IWÍóðir hans leggur líka sitt af mörkum þótt ekki eigi hún hægt um vik og tekur fatnað heim að sauma. Oft situr hún að saumum sínum þegar Casals kemur heim löngu eftir mið- nætti og heldur stundum áfram lengi nætur meðan sonurinn leikur á sellóið sitt lög sem honum komu í hug á göngu ferðunum löngu heimanað og heim aftur Um síðir veikist Casals. Þá eru góð rá'ð dýr, því það eru meðul og læknis- hjálp í stórborginni. Og einn morgun- inn bregður sjúklingnum heldur en ekki í brún er móðir hans kemur heim aftur eftir að hafa skilað af sér saumun- lim — hún er með stuttklippt hárið, þeta mikla, þykka og fallega hár sem hún hafði alla tíð verið svo hreykin af, þetta hár sem hún burstaði af kost- gæfni kvölds og morgna . . Ég seldi það“ segir hún og ber ekki við að brosa, „okkur vantaði peningana.“ Veturinn var harður. Er á hann leið og Pablo 'batnaði veiktist móðir íhans og lá lengi líka. Þá sáu þau sitt óvænna og ákváðu að fara aftur til Spánar. Er henni batnaði tóku þau saman sitt haf- urtask og héldu heim á bóginn, til Barcelona. Það hafði gengið á ýmsu fyrir þeim þessi útivistarár og vegur þeirra við heimkomuna var ekki mikill á veraldarvísu, en Casals þótti samt sem nokkuð hefði á unnizt. „Hlustið á mús- ikk, alla þá músikk sem þér framast getið“ hafði Gewaert ráðlagt honum í Brússel forðum. Og Casals hafði lagt við eyrun og hlustað á allt sem hann komst til og þar á meðal á Mattheusar- passíu Bachs. X Barcelona er mikið um að vera þegar Casals kemur heim aftur, borg- in í örum vexti og menningarlíf stend- iir þar með blóma en nýi tíminn og sá gamli takast á. í leikhúsunum er verið að sýna verk Ibsens, Hauptmanns, ! Sudermanns og Björnssons og í tónlist- i inni hefur Wagner haslað sér völl á i kostnað ítölsku óperusmiðanna, úr- ■ drættir úr verkum Tolstojs og Gorkis ■ birtast í tímaritum og þýdd eru verk Nietzsches og Novalis og í arkítektúr er Gaudí að skapa ný form, en á list- sýningum gefur að líta verk eftir Pic- asso og Nonell sem búa yfir öflugri mótmælum gegn riikjandi þjóðháttum en sprengjurnar anarkistanna sem alltaf láta til sín heyra annað veifið á götum úti. Casals er skipaður prófessor við tón- listarskólann í Barcelona og jafnframt fyrsti sellóleikari í hljómsveit óperu- leikhússins. Hann er enn svo ungur, að hann óttast agaleysi nemenda sinna, geri þeir sér það ljóst hversu litlu eldri hann er þeim' og safnar því skeggi, klippir sig að hætti Parísarbúa og geng- ur jafnan uppáklæddur og er hinn virðulegasti í allri framgöngu. Þess ut- an er hann strangur kennari, svo strang ur að enn er i minnum haft meðal nemenda hans er þá voru. Um þessar mundir fer hann líka að halda tónleika, ýmist einn eða með píanóleikaranum og tónskáldinu Grana- dos, og er hvarvetna mj'ög vel tekið. Eitt sinn er hann fer í tónleikaferð til Portúgal kemur hann við í Madrid og heimsækir þá Morphy greifa, sem fer með hann á fund drottningar. Drottn- ing gefur honum þá selló eitt flestum betra og glæsilegra og lætur greypa Pablo Casals og Albert Schweitzer, „Bach-postularnir“ sem kallaðir voru einhverju sinni, ræða nauðsyn þess að friður ríki með öllum mönnum og hvað megi til þess gera með aðstoð alþjóðasamtaka. ' 24. desemiber 1%6 ■LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.