Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 18
Þeear Raufarhólshellir var mældur FerðasÖgubrot úr Þrengslunum eftir Björn Vigni Sigurpálsson að er miður ágúst, sólin skín hátt á lofti, og lóan er að byrja að hópa sig. Eftir grjúpum veginum skröltir blámálaður Hússa- jeppi með öllu því vélarafli, sem þeir austantjaldsmenn hafa gefið honum í vöggugjöf. Það er laugar- dagur og mennirnir fimm, sem jepp- inn hefur innanborðs, nota tímann til þess að jafna sig eftir slark næt- urinnar. Aftur í jeppanum liggja fimm luktir, og gefa frá sér hávær hljóð í hvert ekipti, sem bíllinn lendir í einhverri holunni á veginum. Við hlið þeirra ligg- ur snærishönk, réttir 25 metrar að lengd, og hefur mun lægra um sig. Þarna liggur líka einhvers staðar ein- mana hermannahjálmur úr síðasta stríði og lætur lítið á sér bera. Mennirnir fimm í Rússajeppanum segja heldur ekki mikið — þeir hugsa þeim mun meira. Eftir skamma stund verða þeir allir staddir í iðrum jarðar og kanna áður ótroðnar slóðir. Tækin þarna aft- ur í jeppanum eru kannski ekki merki- leg vísindatæki á nútímamælikvarða, en samt sem áður — þau ættu að duga til þess að igera frumkönnun og mælingar á Raufarhólshelli. !Það er annars merkilegur fjandi, hugsa ég með mér, þar sem ég reyni að láta fara eins vel um mig og unnt er í hastri jeppadruslunni, að þessir bless- aðir vísindamenn okkar skuli ekki ennþá á því herrans ári 1966 hafa haft rænu á því að kanna hellinn almennilega og gera á honum fullkomnar mælingar. Eða eru þeir kannski hræddir um að það hafi í för með sér algjöra endurskoðun á öllum landafræðikennslubókum lands- manna, og að stroka þyrfti Surtshelli út, sem þann stærsta. E g hafði vitað það um nokkurt skeið að til var hellir á þessum slóðum, sem heitir Raufarhólshellir, og eitt sinn meira að segja staðið í sjálfum munna hans. Félagi minn og ég höfðum rætt um það okkar á milli að fara einhvern daginn og skoða hellinn almennilega — með luktir og nesti og yfirleitt allan nauðsynlegan útbúnað. Hafði félagi minn við þetta tækifæri frætt mig heil- mikið um hellinn. Hann hafði fundizt, þegar unnið var að lagningu Þrengslavegar. Var það með þeim hætti, að einhver mætur vega- vinnumaður hafði sezt á mosavaxna hraunnibbu til þess að fá sér kaffisopa. Hann hafði skrúfað lokið af brúsanum með þeirri andlegu ró, sem einkennir starfsmann hins opinbera, hellt vænum kaffidreitli í lokið, og að því búnu lagt brúsann frá sér í mjúkan mosasvörðinn við hlið sér. En býsn mikil og undur — brúsinn hvarf sem jörðin hefði hann gleypt. Vegavinnumaðurinn, sem var í blóð borin annáJuð þrákelkni sannra ís- lendinga og hafði ekki vanizt þvi, að hvorki einir né neinir hirtu frá honum hans veraldlegu eignir, hafði strax far- ið að róta og grafa í mosann. Og útkom- an var sú, að sjálfur Raufarhólshellir kom í leitirnar. Félagi minn gat þess að í fyrstu hefði aðeins verið um að ræða smáholu niður í hellinn en hin þrjú stóru op, sem nú eru, væru síðar til komin. Það var nefnilega þannig, að þegar frétt- ist um fundinn, hafði einhver athafna- maður í höfuðstaðnum strax séð sér leik á borði og látið sprengja á hann þessi op í því skyni. að reisa á þessum slóðum hótel, en til þess þurfti auðvitað við- eigandi „túristatraktsjón". Ekki kunni félagi minn neinar skýringar á því, hvers vegna aldrei hefði orðið af þessu þjóðþrifafyrirtæki, en upp frá þessu hefði hellirinn fallið í gleymsku hjá öllum einhvers megandi mönnum. En hvað um það — þessi athyglis- verða saga um hellisfundinn nægði til þess að áhugi minn á Raufarhólshelli var vakinn. Þess vegna var ég ekki lengi að svara játandi, þegar samstarfs- maður minn, Guðbrandur Gíslason, hafði orð á því, hvort ég vildi ekki taka þátt í leiðangri í því skyni að gera at- huganir og mælingar á Raufarhólshelli, með honum og þremur félögum hans. Við fórum ekkert dult með það, hvað við hefðum í hyggju, og fengum að laun- um nokkur uppörvunarorð hjá sam- starfsfólkinu, m.a. var einhver svo vin- samlegur að geta þess, að hann hefði heyrt einhverjar sögusagnir um ófreskj- ur, sem hefðust við í 'hellinum. Ófreskj- ur, skárra var það. v » íð erum komnir á leiðarenda. Leiðangursstjórinn, Guðmundur Hall- dórsson, skeggjaður maður eins og allir meiri háttar leiðangursstjórar eru og klæddur rauðri blússu að skipan Maos formanns, hoppar vasklega út úr jepp- anum, og byrjar að tína vísindatækin út úr skottinu. Fyrst koma luktirnar, þá snærishönkin og að síðustu hermanna- hjálmurinn, sem Guðmundur setur á höfuðið. Á meðan Guðmundur fer ham- förum þarna fyrir aftan jeppann notum við tækifærið og teygum að okkur dá- samlega tært fjallaloftið, líkt og menn sem búa sig undir mjötuðinn. ;rA-llt klárt“, hrópar Guðmundur, og við tökum hver eina lukt í hönd. Það er byrjað að prila niður opið, og innan skamms erum við staddir í sjálfum munnanum, og stöndum auglitis til aug- litis við myrkrið. Það er kalt þarna niðri og klaki á steinunum. Það er líkast því sem hellinum sé ekkert um komu okkar gefið, og það virðist sem andi köldu í okkar garð. Annars er heldur varla von — grjótöld sú, sem þarna hefst við, hef- ur aldrei fyrirhitt mennska menn áður. Áður en haldið er inn í myrkrið skipt um við með okkur verkum. Það er á- kveðið að Guðmundur fari fyrstur, enda er hann útbúinn beztu luktinni, auk þess sem hann hefur þennan forláta hjálm á höfði, ef gramur sá, sem þarna er sagð- ur hafa hýbýli sín, skyldi taka upp á því að kasta í okkur grjóti. Næstur Guð- mundi skal fara Örn Eyjólfsson, heljar- menni hið mesta, og heldur hann í fremrl enda snærisins góða. Þriðji 1 röðinni er ég, og er mér falið að sjá um allt hið bóklega. Er mér fengin skrif- blo'kk og penni í hönd og skal ég rita þar breidd hellisins og hæð, bugður og beygjur, hóla og hæðir, sem kunna að vera á leið okkar, rakastig og síðast og ekki síst íbúatölu, ef einhver er. Síðastir fara þeir Guðbrandur og þrekmenni að nafni Snorri Ásmundsson og skulu þeir; ávallt gæta þess að vera réttum 25 metr- um aftar en Örn með aftari enda snær- isins, svo að lengdarmælingin verði sem réttust. „Ei hleypidóma né hik ég þekki, — um helvíti og djöful fæst ég ekki“. lætur Goethe Fást segja einihvers staðar. Einsi er um okkur farið — við leggjum ó- trauðir af stað inn í hellismyrkvann og hræðumst hvergi, þótt einhvers staðar kunni smjattandi ófreskja að bíða i leynum með sultarglampa í augumu. Guðmundur hefur nefnilega axlað hagla- byssuna sína, sem hann ber alltaf með sér við meiri háttar tækifæri. Hellisbotninn er ákaflega stór- grýttur og háll, og því erfiður yfirferð- ar. Hverjir tuttugu og fimm metrar eru torsóttir. Ég finn að við göltrumst held- ur niður á við og rita því athugasemd um það. Margir grjóthörgar verða á leið okkar, sumir smáir, aðrir eins stórir og Mundíafjöll, að því er manni virðist. Alltaf rita ég samvizkusamlega í blokk- ina mína. Þegar við höfum fetað okkur upp á við og niður á við í drjúga stund lengra og lengra inn í myrkrið, og ég hef skrifað, að hellirinn beygi á tveim- ur eða þremur stöðum, og krossað átta eða níu sinnum við hverja 25 metra, sem mældir hafa verið, erum við skyndilega staddir í allstórri hvelfingu. Eftir gaumgæfilega athugun kemur i Ijós að þarna greinist hellirinn. Beint framundan virðíst aðalhellirinn halda áfram, en hátt á vinstri hönd liggur annar hellir miklu mjórri og lægri. Það er sezt á rökstóla. Meirihlutinn, þ.e. ég og Guðbrandur viljum láta afhellinn X friði, Örn og Snorri sitja hjá, en Guð- mundur vill óður og uppvægur kanna hellinn. Hann byrjar að tala um gildi afhella í þágu vísindanna, og bætir því 18 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS' 24. desember 1860

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.