Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 16
Casals og- Marta kona hans taka við heillaóskum Kennedys Bandaríkjaforseta og Jaqueline konu hans eftir tónleika sem Kennedy voru haldnir í Puerto Kico. Casals lék einnig fyrir Kennedy í Hvita húsinu og var það í annað sirrn er hann kom þar, því áður hafði hann sótt heim Theodore Roosevelt í forseta- tíð hans. I það safír til minja. Morphy greifi ger- ir ekki síður vel til Casals þótt með öðru móti sé og skrifar meðmælabréf með honum til handa franska hljóm- sveitarstjóranum Lamoureux, sem ein- mitt þá heyr harða baráttu fyrir verk- um Wagners í Parísarborg. Lamoureux tekur Casals af nokkr- um styttingi og á enda vanda til slíks, biður hann koma aftur næsta dag. Cas- als gerir svo, en Lamoureux kveðst þá vera vant við látinn. Casals snýst á hæli svo skjótt að Lamoureux bregð- ur skemmtilega í brún og snýr við blað- inu með það sama og biður hann að leika fyrir sig. Casals gerir bón hans og verður Lamoureux þá svo hugfang- inn og hrærður að hann tárast við og segir: „Þér leikið með mér á næstu tónleikum.“ eir tónleikar tryggðu Casals heimsfrægð. Upp frá þeirri stundu er hann lék með Lamoureux stóðu honum allar dyr opnar. Hann hóf þá fyrir al- vöru tónleikaferil sinn og ferðaðist um heiminn þveran og endilangan að kalla mátti í þann tíð og hlaut fyrir mikinn heiður og æru af öllum mönnum. Hann lék fyrir Viktoríu Bretadrottningu í sumarhöll hennar á eyjunni Wight og fyrir Theodore Roosevelt Bandarikja- forseta í Hvíta húsinu og fyrir aðskilj- anlega fursta og annað fyrirfólk í Pots- dam-höll. Hann fer í tónleiíkaferðir um Frakkland, Spán, Belgíu, Holland, Norðurlönd, England, Þýzkaland og Aust urríki og Ungverjaland (sem í þann tíð voru eitt og sama ríkið). Til Suður- Ameríku kemur hann líka og til Banda- ríkjanna og er þar tekið með hyllingar- hrópum þeim er áður fögnuðu fiðluleik- aranum Kreisler „Konungur bogans er kominn". í hartnær fjóra tugi ára er Pablo Casals sá listamaður heims sem flesta tónleika heldur á ári hverju eða um 250 að jafnaði og sá þeirra jafn- framt sem safnar þar mestu fé. 'Hann kemur til Rússlands til að halda þar tónlei'ka 1905 rétt í þann mund er þar er gerð bylting en heldur tónleikana engu að síður, við Kertaljós í höllu einni í Sankti Pétursborg, því allsherjarverkfall er I borginni samfara byltingunni og skothvellir trufla tón- leikana nokkuð, enda sumir allnærri höllinni. Seinna heldur Casals einnig tónleika í Moskvu og enn síðar fer hann í tónleikaferð um landið allt og er ákaft fagnað. f París vingast Casals við Massenet, Fauré og Saint-Saens og þeir skrifa fyrir hann tónverk. í Rússlandi gistir 'hann Ihjá hljómsveitarstjóranum Ziloti og kynnist þar og á ferðum sínum um landið Rimsky-Korsakov, Rachmanin- off, Scriabin, César Cui, Liadow, Kusse- witzki og Glasunov, sem skrifar íyrir hann konsert. Og á tónleikum hans viða um heim veljast honum til undirleikara menn á borð við Paderewski, Bruno Walter, Harold Bauer, Horzowski og Schulhof. f Hollandi leikur Julius Rönt- gen á píanóið er Casals heldur þar tón- leika og í Noregi Grieg. Casals er í París þegar Dreyfusarmálið stendur sem hæst og kynnist þar Clemenceau, sem þá var mikill vígamaður bæði á sverð og penna, kynnist líka Piccart, þeim er allur styrrinn stendur um, Léon Blum, Briand, Viviani og málar- anum Carriere sem gerir af honum fræga mynd. Hann verður mikill vinur heimspekingsins Bergsons, sem inr.ir hann oft og einatt eftir því hver sé kjarni tónlistarinnar. Af listamönnum er hann hændur að Ysaye og heldur oft með honum tónleika og einnig er hann góðkunningi Enescos og Caselia. Cortot og Thibaud eru líka vinir hans og með þeim myndar hann tríó sem orð fór af víða um heim. ll engi vel var Casals ófáanlegur til þess að halda tónleika í Vinarborg, þótti sem bann myndi þar eiga við að etja snillingana Haydn, Mozart, Schu- bert og sjálfan Beethoven og leizt ekki á. Er hann loks lætur til leiðast er hann svo taugaóstyrkur að hann má vart halda á boganum og missir hann reynd- ar úr höndum sér þegar á fyrstu nótun- um svo hann þýtur út í sal. Engum við- staddra stekkur þó bros af þessu til- ei'ni, heldur rétta menn gripinn aftur meistara sínum, maður af manni og hneigja sig með kurt og pí. Með það hefur kurteisi Vínarbúa og aðdáun sigr- azt á taugaóstyrknum og Casals leikur betur á sellóið sitt en nokkru sinni fyrr. Letchitski, píanókennarinn frægi, sem m.a. kenndi Paderewski, var að því spurður að tónleikunum loknum, hversu honum hefði þótt. „Þann veg“, sagði Letchiski, „að ég ráðlegg nemendum mínum og reyndar öllum ykkur sem orð mín nemið að láta ykkur aldrei ganga úr greipum tækifæri til að hlusta á Casals. Sjálfur mun ég sitja um færi til þess að hlusta á hann héðan í frá.“ f Þýzkalandi átti Casals við rammari reip að draga. Hann hafði ungur dreng- ur einhverju sinni rekizt inn á forn- bókasölu í Barcelona og fundið þar „Sex svítur fyrir selló“ eftir Bach. Æ síðan hafði 'hann æft verk þessi með leynd og þótti sem þar myndi vera eitt höfuðverka tónlistarferils síns. Hann vildi sýna og sanna að svíturnar væru ekki aðeins skynsamlegar og nota- drjúgar æfingar eins og almennt var talið, heldur lifandi tónverk, full af skáldskap og lotningu og háleitum til- finningum. Þegar hann svo lék þær fyrsta sinni á tónleikum í BeTlín ætl- aði allt um koll að keyra og Þjóðverj- ar fylltust vandlætingu á þessum út- lendingi sem ætlaði sér þá dul að kenna þeim að þekkja þó ekki væri nema eina nýja hlið á meistara Bach. Eftir miklar deilur fór svo að skilning- ur Casals á svítunum sex og túlkun hans á þeim náði almennri viðurkenn- ingu. Zinger og Furchtwángler lofuðu hann hástöfum og Albert Schweitzer, sem sjálfur lék verk Bachs flestum bet- ur og skrifað hafði um meistarann bók 3J auki, varð svo um er hann heyrði Casals leika eina svítuha fyrsta sinni að hann hrópaði upp yfir sig: „Þúumst fyrir alla muni, þúumst!“ U m þetta leyti, þegar Casals stenuur á hátindi frægðar sinar, kemst það orð á að hann sé með afbrigðum skapstyggur. Umboðsmenn og aðrir sem um tónleika hans sjá eru sagðir í öng- um sínum þegar hann sé annars vegar, svo afdráttarlaus sé hann í kröfum sín- um og slaki aldrei á etf listin eigi í hlut. Ein sagan segir að hann hafi lát- ið stöðva loftræstikerfi í „Kings Hall“ í London vegna þess að nema mátti suð í því, önnur greinir frá konu einni er sótti tónleika Casals í París og varð það á að beita blævæng sínum af helzt til mikilli ákefð. Konan sat á fyrsta bekk og Casals leit til hennar ofan af sviðinu, svo illu auga að leið yfir frúna á stundinni. f Brússel hætti Casals ein- hverju einni í miðju verki er einhverj- um áheynanda varð það á að hósta. „Ég er líka kvefaður", sagði Casals, „en ég sýni ekki Bach það tillitsleysi að hósta á þessari stundu. Gjörið svo vel að fara að dæmi mínu“. Grafarþögn ríkti í saln- um það sem eftir var tónleikanna og enginn dirfðist að æmta né s'kræmta. Ótaldar eru líka sögurnar af þvi er Casals hætti að leika vegna skrafs á áheyrendabekkjum eða öðru ámóta og er vafalítið margt satt þótt ýkzt hafi og margfaldast í meðförum manna. Eftir borgarastyrjöldina á Spáni dró Casals sig í hlé að kalla mátti og settist að í F’rades í Frakklandi sunnanverðu, skamman veg frá Miðjarðarhafinu. Þar vann hann löndum sínum er land flýðu í styrjöldinni allt það gagn er hann mátti og kostaði til miklu fé og enn meiri tíma, svo að sellóið hans sat á hakanum langtímum saman. Þá skall a heimsstyrjöldin síðari og flestallir lista- menn erlendir yfirgáfu Frákkland og reyndar margir þarlendir listamenn lika. Casals bárust glæsileg tilboð vest- an um 'haf þar sem hampað var auð og öryggi er í vændum væri vildi hann setjast þar að og boðið var að senda flugvél þaðan til Frakklands þeirra er- indá einna að sækja hann. C asals þá ekki tilboð þessi, vildi ekki skiljast við landið sem verið hafði honum kært aðsetur um langan tíma og fjölda landa hans hæli í neyð. Og hann tók sig upp frá þorpinu sínu og fór í tónleikaferðir um landið þvert og endilangt og gaf jafnan allt það fé er inn kom, að því marki að aldrei vildi hann þiggja meiri greiða af tónleika- haldara en eina bjórkollu og var mörg- um minnisstætt. Þá var auður Casals sem áður var nær allur til þurrðar genginn og svo erfitt um öll föng f Frakklandi pð oftlega varð hann að setjast að snæðingi kappklæddur, í yfir- frakka og með trefil sökum kulda og eldsneytisskorts. Á þessum árum var lengi samvistum við Casals katalónski rithöfundurinn Joan Alavedra er skráð hefur ævisögu hans. Alavedra orti einhvern tíma um þetta leyti ljóðið „E1 Pessebre" sem Casals samdi síðar við oratoríó, er flutt hefur verið mjög víða um heim. Tón- listarhátíð sú sem kennd er við Cas- als og haldin hefur verið í Prades ár hvert um langt skeið hóf einnig göngu sína á þessum árum, og var hin fyrsta haldin á aldarafmæli Bachs. P 1. ablo Casals hefur nú um áratuga skeið notið almennrar hylli og viður- kenningar sem bezti sellóleikari I heimi og ýmsir vilja einnig telja hann tii fremstu hljómsveitarstjóra sem nú eru uppi. En hann hefur lagt gjörva hönd á sitthvað fleira, eins og áður hef- ur verið á drepið. Hann stofnaði hljóm- sveit sem heitin var eftir honum, „Orquesta Pau Casals" í Barcelona og þótti afburðagóð. Hann var potturinn og pannan í tónlistarhátðunum sem við hann eru kenndar, bæði þeirri sem haldin er í Prades ár hvert og hinni sem fram fer í San Juan í Puerto Ricou Þá er hann einnig tónsmiður góður eins cg áður er getið og friðarsinni flestum meiri. Starf hans í þágu friðar á jörðu er allt að því eins annálað og sellóleik- ur hans og aldrei hefur Casals látið undan siga eða slakað á í baráttu sinni fyrir frelsi, lýðræði og friði, heldur jafnan verið eins stáðfastur í sannfær- ingu sinni þar og í tónlistinni. Hann hefur og hlotið almenna viður- kenningu fyrir hvorttveggja, starf sitt J þágu tónlistarinnar og starf sitt fyrir frið á jörðu. Honum var boðið til Sam- emuðu þjóðanna fyrir nokkru að leika þar og ávarpa þingheim er honum voru veitt heiðursverðlaunin „Award oí Hirodhima“. Hann hefur verið sæmdur heiðursmerki því sem kennt er við Al- bert Einstein og því sem ber nafn Schweitzers og hann á einnig í fórum sjnum æðsta heiðursmei’ki Bandaríkj- anna, Ffelsisorðuna. Gasals hefur ekki komið tii Rúsn- 24, desemiber 196® 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.