Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 3
verið 'þræiar i Egyptalandi og átti það eð brýna fyrir þeim mannúð gagnvart líji'um mönnum. Hiér um geta menn les- ið í 5. Móselbók 16. kap. — Á þeim tóma er páskavifcan hjá oss, en hún var á‘ður nefnd hvíta vika og sunnudagurinn eftir páska hvíti sunnudagur, en latneskt heiti -hans, Quasimodogeniti, er tekið eftir intróitos frá L Pét. 2,2. Líikt og timinn fyrir páska var bar- éttu- og hryggðartími, þannig var tóm- inn frá páskum fram til hvítasunnu fagnaðartimi. Flestir textarnir eru tekn- ir úr Jólhannesar guðspjaili og fja'lla um styrkingu andlegs lífs, gjöf Heilags enda, bænina, huggunina, vonina og andlegt samfélag við Guð og menn. Þessi tími er talinn á sama hátt og viknahátíð- in hjá ísrael: Sjö vikur skalt þú telja .... og er þá komið að hvitasunnunni, eem hjá fsrael var bæði uppskeruhátóð og minningarhátíð um gjöf lögmálsins, einkum iboðorðanna tóu, á Sínaifjalli. Penteko&te er grískt töluheiti, fimmtug- asti (þ.e. dagur), sem hefir á Evrópu- málunum orðið að nafni á hvítasunnu- hátíðinni í mörgum löndum (pinse, Penteoost o. fl.). Til-gangur hátfðarinnar er tvöfaldur: Að minnast gjafar Heilags enda og stofn-unar kirkjunnar. Sennilega er engin hátíð hér á landi orðin svo af- knstnuð og afsiðuð sem hvítasunnan, og líkis't fremur hátíð illra anda en Heil- eg's anda. Áður fyrr var hvitasunnan fermingardagur margra ungmenna hér á landi og mjög minnisstæð hátíð. Uppstigningardagur er gömul hátíð I kirkjunni, allt frá þriðju öld, fjiörut'íu dögum eftir páska og tíu fyrir hvita- eunnu. Hér hefir verið rætt um elztu stór- Ihátiðir kristninnar, sem voru uppruna- lega arfur frá ísrael. Eins og menn vita, bar 'þær ekki upp á sama dag árlega, með því að þaer fylgja tunglalmanak- inu. Þetta hefir þau áihrif að tómibilin „eftir þrettánda" og „eftir trínitatis“ verða heldur ekki jafn iöng frá einu ári til annaxis, og að sama skapi sem það fyrra verður styttra, hlý'tur hitt að verða lengra. IV. Þ róun jólanna er ekki tengd við sögu Jesiú á sama hátt og páskarnir. Eng- inn veit á hvaða árstóma hann er Æædd- ur, en lærisveinarnir vissu vel á hvaða órt'tóma hann dó. Hins vegar var enemma tekið að minnast skírnar Jesú, og var það upphaflega gert um þær mundir sem þrettándinn hefir lengi ver- ið hjá oss, og hét sú hátóð epifanía á griísku, en það orð merkir opinberun. Er það heiti enn í ísl. almanakinu og segir sína sögu. En textar dagsins voru é reiki á milli þess að minnast skírnar Jesú, fæðingar hans iút frá 1. Tím. 3.16, eem er vissulega opinbe'runartexti, mjög eamþjappaður, e'ða brúðkaupsins í Kana eða vitringanna frá Austurlöndum. Svo Éór reyndar að textinn um vitringana BÍgraði, og víða um heim er þessi dag- ur helgaður kristniboði meðal allra þjóða. Spekingar þjóðanna koma og veita lotningu barninu, sem fæddist af Davíðs sett í Iborginni Be'tlehem. En að vissu marki mætti kalla epif'aniíúhá'tóð- in-a hin igöm'lu jóL Jólin verða ekki kirkjuleg hátíð fyrr en á 4. öld. En dagurinn — og reyndar fleiri dagar kringum vetrarsólhvönf — voru frá fornu fari sterkar trúarlegar faátóðir í heiðnum sið umhverfis Mið- jarðanhaifið. Margir guðir áttu „afmæli" þann 25. desember. Þann dag var talið eð „Himnadrottningin" hefði alið fcarn sitt, sólguðinn. Keisararnir, einkum hinir síðari, reyndu að lyfta sóldýx-kun-' faini ag gera úr henni eins konar ein- gyðistrú, og sumar af ofsóknunum gegn kristninni áttu rœtur að rekja til slákra tilrauna af hálfu keisaranna. Annars var BÓJdýrkun að finna víðs vegar í heimin- «m 'til forna, í Japan, Indllandi, Egypta- teiidi, 1 Inkaríkin'U og me’ð brezkum íornimönnum. Litið er víða á sólina sem tearlkyns goð eða afl, og þannig var 24. desemiber 1066 - ■ ■ Séra Bjarni Sigurðsson: Með vísnasöng á er hún loks runnin upp tíð veizluhalda og skrauts og í hönd fer skeið mikilla skemmt- ana. Mörgum þykir það að vísu lítils vert, en þó eru aðrir, sem láta sig það nokkru skipta, að mandla sé í hátíðargrautnum. Sá, sem finnur hana, lætur sér vel líka eða fagnar því jafnvel inni- lega, því að nokkur er umbun hans, sem hann hlýtur umfram aðra veizlugesti. Og hann tekur sér andartaks-hlé til íhugunar og þykir fagnaðurinn hafa tekið aðra stefnu en hann vænti sér í öndverðu. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Mörgum sýnist bera vel í veiði að komast í veizluföng í miðju skammdeginu svona rétt að segja upp úr þurru. Aftur á móti þyk- ir þeim tilefni fagnaðarins vera mjög við hæfi barna, enda er þeim ætlanda að hlýða fjálg á þær sögur fornar, sem svo ágæt- ar veizlur hafa af sér getið. — Satt er það að vísu, að hjarta sögurmar er barnslegt og hreint. En þó mun varla nokkxir sá, er hana þekkir, vilja kalla það sama hjarta barnalegt og auðtrúa. Spekingar og trúarhetjur hafa einatt barnslegt hjarta eins og öll önnur mikilmenni. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Ýmsir telja mikils um vert, að gamlir menn og farnir að kröftum hafi mætur á þeim hug- myndum, sem ef til vill eru þeim nokkur hugbót. Má vera, að þeir finni þá síður til þeirrar ein- semdar og skyggju ævikvölds- ins, er þeim kynni að vera bú- in að öðrum kosti. — Víst finna margir þeir heilagan frið í elli sinni, er eirðarlaust reikuðu stormasama ævi. Og engum þarf að koma á óvart, þó að fólk taki fremur en ella sinnaskiptum, er það gefur sér tóm til að hug- leiða tengsl lífs síns og tilver- xinnax. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Engin nýlunda er, að friðar- höiöinginn orki á hugsunarhátt manna og líferni. Um hálfum fimmta áratug eftir krossfesting- una ritar rómverski sagnaritarinn Tacitus fullur gremju ög furðu vegna þess, að kristinni trú hafi fram til þess tíma orðið svo vel ágengt, að undrun sætti. Þó að þessi fyrirlitlega hjátrú hefði verið heft í svip, spratt hún fram með nýjum krafti ekki einungis í Júdeu, þar sem þessi fjarstt /a hleypti heimdraganum, heldur líka í Rómaborg, þar sem alls konar lestir og spilling hafna og komast í tízku. — Mundi nokk- ur sá, sem átt hefir þess kost að kynnast honum og kenningu hans, ekki einhvern tíma hafa orðið snortirm af honum? Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Hann, friðarhöfðinginn, boðaði nýja lífsstefnu. — Margir hafa orðið víðfrægir og auðugir af því að finna nýja gerð smámuna, læs inga eða lindarpenna, svo að ekki sé talað ixm, ef þeir breyta bíl- hreyflinum til bóta. Það er líka vænlegt til auðs og frama að breyta vídd buxnaskálmarinnar á réttu andartaki, þrengja hana eða víkka öðrum til eftirbreytni. — Hvers virði er ný lífsstefna, sem gjörbreytir mannheimum? Stóðu Norðurálfumenn Austur- álfumönnum framar xim menn- ingu og hugvit á dögum Krists? Það orkar mjög tvímælis. Hitt er víst, að þessi nýja lífsskoðun varð þvílíkur fjörgjafi veetrænum heimi, að til einski armars verð- ur jafnað. Um sömu aldaraðir stóð Austurálfa í stað eða förl- aðist. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Lífsskoðun er mikils verð, ef hún er sönn. Lífsskoðun Krists og kenning á sér þann aflgjafa, sem heldur henni síungri. Hún er sprottin up úr jarðvegi trú- arirmar, guðstraustsins, sem er upphaf hennar og endir. Til eru þeir, sem komið hafa fyrir frysti- kistu á afviknum stað í sálinni og stinga þar niður í trú sinni til geymslu og varðveizlu. Það er gott að geta gripið til henn- ar, ef í harðbakka slær. — En mikið skelfing fór illa fyrir manninum, sem gróf pund sitt í jörðu. — Sú lifandi trú, sem Kristur boðaði og lifði, finnst okkur endlega, að hafi verið ein- hvern veginn öðruvísi. Hann talaði líka um, að hjartað og fjársjóðurinn væri í einum og sama stað. Svo að trúin verður að vera hjartans mál, annars er hún ekki trú, — lifandi, ólgandi, getandi af sér varma, þar sem umhverfis grær og vex. Svo er líka stundum talað um dýrmætu perluna. Margir kosta öllu til, að þeir megi eignast hana; þeim þykir hún ekki einu sinni full- keypt, þó að þer hljóti að gjalda við lífi sínu. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Maður borinn í fjárhúsgötu um nótt, deyddur á krossi, rómaður helzt fyrir elsiku sína og auð- mýkt, það er fyrir honum, sem máttarviðir veraldar hafa skolfið í senn 2000 ár. Líf hans er þann dag í dag sú mælistika, sem haf- sjóir mannfólksins miða við gildi einstaklinga og þjóða. Fjallræðan var holdi gædd í lífi hans, í lífi manns, sem var úthýst við fæð- ingu og krossfestur með smán. En áhrif hans drottna yfir lífi mannanna um víða veröld, svo að til áhrifa einskis annars heims- viðburðar verður jafnað. — Sjá ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum því að yður er í dag frelsari fæddur. Með visnasöng ég vögguna þína hræri. Bjarni Sigurðsson, Mosfelli. i ■LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.