Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 7
grófustu ágtmdina, spurði hann sjálf- an sig. Var það rétt, að „lögmál mark- aðstorgsins“ ætti að ráða í samskiptum fólks? Var það satt, að einustu tengsl- in milli manna væru peningarnir, og að einasta markmiðið í lífinu væri að auðgast? Hið kærleiksríka hjarta Dick- ens gat ekki meðtekið þessa skoðun umheimsins. í tilefni 'jólanna ætlaði hann að sanna að hún væri röng. Hann vissi hver ætti að vera kenningin í Jólaævintýrinu hans — en efnið var ófundið. Nú voru til í Englandi heilmargar eagnir í sambandi við jólanóttina, sem glaður? Svona fátæklingsræfill, eins og þú! nöldrar frænát hans. Scrooge hefur fyrrum átt sér starfs- bróður, Marley að nafni. Sá var jafn gjörsneyddur góðvild og örlæti sem hann sjálfur. En Marley er dauður og Scrooge er einn á jólakvöldið í þessari ömurlegu nirfilsíbúð sinni. Aleinn? Nei P'jí í húsi hans birtizt vofa, andi Mar* leys. En Scrooge trúir ekki á drauga: — Staðreyndir, herra minn, ekkert ann- að en það sem hægt er að þreifa á! Samt leikur hér enginn vafi á. Hann þekkir aftur sinn fyrrverandi félaga, sem er baðaður bláleitum guium og Marley kemur til að bjarga sálarheill Scrooge gamla. gátu komið Dickens að notum. Sagt var að þá nótt gætu andar látinna manna birzt og talað við lifandi fólk. Dick- ens sá, að þarna væri tækifæri til að ná á frumlegan og áhrifaríkan hátt til hörkutóléinna, sem hann vildi hafa bætandi áhrif á. Einkum ef sendiboði jólanna væri sjálfur gamalt nirfill, sem hefði gert sig sekan mn mannúðarleysi meðan hann dvaldi á jörðinni. annig er til komið efnið, sem Dickens valdi sér. Ebenezer Scrooge (og nafnið hans er jafn sarg- arjdi og nafn Gradgrinds) er gamall fjaraflamaður, hræðileg manngerð, sem aldrei hefur látið sig varða annað í lífinu en peninga, járnskápinn sinn, eamninga, viðskiptamál og bókhalds- ekræður. Auðvitað geðjast engum að honum. Skrifarinn hans, Bob Cratchit, eem á fyrir fjölskyldu að sjá, þorir hvorki að biðja hann um eyris launa- hækkun né frí einn einasta dag, þó það eé á aðfangadaginn. Systursyni hans, sem kemur til að óska honum gleðilegra jóla, er tekið með kuldalegu háði. .— Hvaða ástæðu hefur þú til að vera dregur hlekki úr læsingum. Hvers vegna leitar Marley þessa jólanótt aft- ur til hins veraldlega heims? Til að bjarga Scrooge írá þeirri bölvun, sem hefur orðið hlutskipti hans sjálfs. — En hvers vegna hlauzt þú þennan dóm, Marley? segir Scrooge. Þú varst þó altaf snjall á viðskiptasviðinu. Andinn nýr hendur sínar: — við- skiptasviðinu! hrópar hann háðslega og með fyrirlitningu. Mannkynið hefði átt að vera mitt starfssvið. Á okkar viðskiptasviði hefði átt að ríkja mann- kærleiki og umburðarlyndL Að svo mæltu tilkynnir hann Scrooge, sem er alveg agndofa, að þrír andar muni heimsækja hann og veita honum stór- kostlegt tækifærL m eyndar líður ekki á löngu áð- ur en fyrsti andinn birtist, andi liðinna jóla. Hann tekur Scrooge með sér þangað sem nirfillinn hafði eytt æskuárum sínum. Það vekur hjá hon- um sárar minningar. Hann sér ein- mana skóladreng, sem hvorki á fjöl- skyldu né vini. Og hann minnist þess að hafa eitt sinn verið þetta vesalings barn, sem enga aðra vini átti en Ro- binson Cruso og Ali-Baba. Allt í einu verður honum hugsað til annarra barna, sem höfðu komið þetta kvöld til að syngja jólasöngva fyrir hann og sem hann hefur rekið í burtu. — Ég vildi óska að ég hefði vikið einhverju að þeim, segir hann við sjálfan sig. En nú er það of seint. Annar andinn er andi þeirra jóla, sem eru að líða. Þetta er glaðlegur náungi og góðviljaður. Hann dregur Scrooge með sér út á götu, þar sem krökkt er af kátu fólki, og að húsi Bobs Cratchits, vesalings skrifarans, sem Scrooge greiðir svo lúsarlegt kaup. En hvað er nú þetta? Bob Cratchit, sem ekld vinnur fyrir nema 15 shillingum á viku, hefur fundið eittlhvert ráð til að kaupa jólagæs. Hann er sjálfur glaður, unga konan hans er ánægð og börnin þeirra ljóma, jafnvel litli krypplingur- inn, sem verður að ganga við hækj- ur. Býtingur með logandi púnsi, kast- aníur, kvistur af jólaþyrm, mistilteinn — ekkert skortir við jólahaldið hjá fjölskyldu Cratchits, ekki fremur en á jólum fátæka systursonarins, þangað sem vofan leiðir nú nánösina hann frænda hans. Þannig fær Scrooge að kynnast sláandi dæmum um það, sem hann hefur sjálfur aldrei þekkt, ham- ingju af völdum væntumþykju. Þriðji andinn er andi ókominna jóla. Hann leiðir Scrooge að beði, þar sem liggur lík með voðina dregna upp yfir andlitið. Þetta er lík af manni, sem ekki hefur þótt vænt um, neinn og eng- inn syrgir. Kringum blómalausan dán- arbeð hans rífst ókunnugt fólk um fé hans og muni, sem hann hefur gætt svo vel alla sína æfi. Þá hefur hann ekki getað tekið mér sér yfir um. Hvað er honum þá eftir skilið? Nákvæmlega ekki neitt. Ekkert annað en eilíf bölv- un, sem hann er dæmdur til. Þá fer andinn með hann að legsteini í kirkju- garðinum. Þar les Scrooge, skelfingu lostinn, sitt eigið nafn á vanræktum legsteini: Ebenezer Scrooge. Hann fell- ur á hné og sver að hann sé orðinn gerbreyttur maður. En er það þá ekki of seint? — Góðí andi, hrópar Scrooge, full- yissið mig um að ég geti breytt þeim örlögum, sem þér hafið sýnt mér í kvöld. Ég er ekki sá sami sem ég var. Ég skal halda jólin í heiðri og ég mun reyna að gera allt árið að einum löng- um jólum. Aldrei gleymi ég þeirri lexíu, sem andar þess liðna, stimdarinnar sem er að líða og ókomins tíma hafa kennt mér. Andi! Ó, andi! Segðu mér að ég geti máð út letrið af þessum legsteini. Þá hverfur andinn og Scrooge ligg- ur aftur í rúminu sinu og er á lifi. Hef- ur hann verið að dreyma? Sá hann í rauninni þrjá anda? Hann hefur að minnsta kosti skilið hvað um er að vera. Hann hleypur út til að kaupa gjafir og matvörur, sem hann ætlar að senda til Bobs Cratchits. Og hann hrópar til allra sem han-n mætir á göt- unni: — Gleðileg jól! Aldrei hefur honum fundizt veröld- in svona falleg og skemmtileg. Aldrei hafði honum dottið í hug að göngu- ferð gæti veitt svona mikla hamingju. Síðdegis fer hann í heimsókn til systur- sonar síns. Börnin, sem nú sjá hann í fyrsta sinn, spyrja: — Hver er þetta? — Það er ég, hann Scrooge frændi ykkar. Ég er kominn til að sitja til borðs með ykkur. Og þetta góða fólk tekur honum strax hlýlega. Morguninn eftir, þegar hann kemur á skrifstofuna sína, hækkar hann launin við Bob Cratchit, sem ekki trú- ir sínum eigin eyrum. En það sem eftir er æfinnar verður Ebenezer Scrooga þó trúr anda jólanna. Þ i egar Dickens var búinn að “ finna efnið, byrjaði hann af krafti að vinna að þessari stuttu bók sinni. Aldrei hafði hann sökkt sér svo gjörsamlega og af svo miklum ákafa niður í verk sitt. Meðan hann skrifaði, hló hann, grét og æsti sig upp á furðu- legasta hátt. Hann „upplifði“ söguna. Hann hafði það á tilfinningunni að hún léti í ljós fagran og gagnlegan sann- leika. Þegar hann var hættur að vinna á kvöldin fór hann út og gekk 20-30 km vegalengd eftir götum Lundúna- borgar, til að róa taugarnar áður en hann færi að sofa. Hann lagði rika áherzlu á það við útgefendur sína, að bókin yrði ódýr, svo að fátækt fólk keypti hana. Sömu- leiðis vildi hann láta hátíðarblæinn koma fram í gylltum röndum, lit- myndum og bláum og rauðum skraut- Framhald á bls. 9 Ebenezer Serooge, eftir að hinn rótti jólaandi hefur náS tii hans. 24. deeeimfoer 1966 ■LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.