Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1960, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1960, Blaðsíða 8
268 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1 ÞETTA GERÐIST í APRiLMÁNUÐI FORETAKOSNINGAR hafa verið boðaðar 26. júni nk., og mun Asgeir Ásgeirsson forseti verða í framboði við þær kosningar. Áskriftalistar fyrir meðmælendur með framboði hans lágu frammi til loka apríl- mánaðar. Ásgeir Ásgeirsson hefir gegnt forsetaembættinu í tvö kjör- tímabil, eða frá árinu 1952 (8.) FORSETf ALLSHERJARÞINGS SAMEINUÐ ÞJÓÐANNA TUkynnt hefir verið að Thor Thors, sendiherra, fulltrúi Islands hjá Sameinuðu bjóðunum, hafi gefið kost á sér sem forseti næsta t allsherjarþings SÞ. (14.) ÞRJÚ STJÓRNARFRUMVÖRP Um mánaðamótin marz-apríl var útbýtt á Alþingi þremur frumvörp- um frá ríkisstjórninni, um breyt- ingu á tekju- og eignaskattslögun- um, um bráðabirgðabreytingu á lögum um útsvör og um Jöfnunar- sjóð sveitarfélaga. Er hér um að ræða tillögur, sem eru liður í við- reisnarráðstöfunum ríkisstjórnar- innar. I fyrstnefnda frumvarpinu segir m. a. að enginn skattur skuli greiðast af hreinum tekjum ein- staklinga undir 50 þús. kr., hjóna, sem skattlögð eru sameiginlega undir 70 þús. kr., hjóna með eitt bam undir 80 þús., hjóna með tvö böm undir 90 þús. kr. o. s. frv. (1. og 2.) LÁNASJÓÐUR NÁMSMANNA Rikisstjórnin Iagði fram á Al- þingi frumvarp um lánasjóð ís- lenzkra námsmanna erlendis. Er sjóðnum ætlað að Iétta að verulegu leyti þær byrðar, sem lagðar voru á herðar námsmönnum erlendis með nýafstaðinni gengisskráningu (8.) VIÐSKIPTA- OG FRAM- KVÆMDAFRELSI Rikisstjómin lagði fram á Al- þingi frumvarp til laga um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála. I frumvarpinu felst m. a. að um 85— 90% innflutningsverslunarinnar er Ásgeir Asgeirsson forseti íslands gefinn frjáls. Innflutningsskrifstof- an verður lögð niður. Fjárfestingar- hömlur þær, sem gilt hafa siðan 1947, verða afnumdar. Lagðar verða niður ýmsar nefndir, svo sem út- flutningsnefnd sjávarafurða og út- hlutunamefnd jeppabifreiða. Fram- varp þetta markar stærsta sporið, sem stigið hefir verið á síðari árum til viðskipta- og framkvæmdafrelsis í landinu (9.) GENFARRÁÐSTEFNAN íslenzka sendinefndin á sjóréttar- ráðstefnunni í Genf bar fram svo- hljóðandi tillögu: „Þegar þjóð er að langmestu leyti háð fiskveiðum við strönd sína um afkomu eða efnahagsþróun og nauðsynlegt reynist að takmarka heildarafla fisktegundar eða teg- unda á svæðum, sem liggja að fisk- veiðibeltinu við ströndina, skal strandrikið, þegar slíkar takmark- anir hafa verið settar, hafa forrétt- indi að því marki, sem nauðsynlegt er, vegna þess hve það er háð fisk- veiðum. — Rísi ágreiningur í þessu efni, getur hvert það ríki, sem hagsmuna á að gæta, skotið málinu til gerðardóms". (7.) Tillaga þessi var samþykkt í nefnd með 31 atkv. gegn 11, en 46 sátu hjá. Hún var svo felld á ráð- stefnunni með 37 atkv. gegn 25. Síðar á ráðstefnunni bar islenzka sendinefndin fram breytingartillögu við Kanada-USA-tiIIögu (þar sem gert var ráð fyrir 10 ára söguleg- um réttindum), á þá leið að sögu- legi rétturinn nái ekki til þjóða, sem yfirgnæfandi er háð fiskveið- um (23.) Tillagan var felld með 48 atkv. gegn 24. SAKARUPPGJÖF Dómsmálaráðherra tilkynnti, að ákveðið hefði verið að brezk- um togaraskipstjórum, sem brot- legir hafa gerzt við islenzk landhelgislög frá þvi að fiskveiði- takmörkin voru færð út í 12 mílur, verði veitt sakaruppgjöf (30.) VEÐRIÐ Suð-vestan átt var að mestu ríkjandi hér sunnan lands í apríl og hlýtt í veðri, en stundum allhvasst. Vestan- lands og norðan var aftur á móti breytilegra veður og nokkru kaldara. Hiti var þar um og undir frostmarki og snjókoma stundum nokkur þótt sá snjór stæði ekki lengi við í byggð. Síðustu daga mánaðarins var stillt veður og gott um allt land. 28. apríl gerði ofsarigningu hér syðra, sem stóð þó stutt. Einkennilegast mun veðrið hafa verið á Eyrarbakka, þar sem gekk á með miklu hagléli í 8 stiga hita. Utgerðin Fyrst í mánuðinum var afli togar- anna heldur tregur, en fór svo batn- andi og má heita að síðan hafi veiði verið góð og stundum ágæt. Lang- flestir togararnir voru á heimamiðum og þá mest á Selvogsgrunni og Eldey- arbanka. Nokkrir hafa verið að veið- um við Austur-Grænland og veiði þar verið dágóð. — Þegar á heildina er litið hefir afli bátanna einnig verið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.