Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1960, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1960, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 275 Helgi Valtýsson; Ljóð ur œvintýraleik <un, BLÓMAGÆLA Álfameyjarnar syngja og dansa Ilmbirki, anganþeyr, ástmóöir á vori. Blessuö veri börnin þín, blóm í hverju spori. Blessuö vertu. Blómmóöir á vori! Út um holt og heiöarmó, hjalla, börö og klettató, upp til dala, út meö sjó dotta blóm i blundi: Sveimar í lofti vœng viö vœng vorsins fugl á léttum vœng. — Dreymir undir daggarsœng Draumsóley í lundi. Soföu rótt, unz bregöurö’ aftur blundi. Lyngbúi og Lambablóm, Laugadeplan bláa, Bjöllulilja, Baldursbrá og Bládeplan smáa. Holtasóley híalíni hjúpar melinn gráa. Híalíni hjúpar meiinn gráa. Dagstjarna og Dvergsóley, Dagsauga og Gleymmérei! Náttstjarna í nœturþey njóttu drauma þinna! Morgunblómum þarf nú senn aö sinna. Blóöberg klæöir blásinn mel, brúnt og rautt fer prýöisvel viö hrjósturjurtar hjartaþel í helgrar nœtur skrúöa. Brönugrös mín, bí og blak! Bíddu, Gullbrá, andartak! Burknar rétta bogiö bak viö bunulœkjar-úöa. Lauga sig í gljúfragilja-úöa. Glóir döggiv Glitrós á, Gullintoppa og Freyjubrá, Akurperla, Augnfró hjá út um grœna haga. Hrafnaklukka Klettafrú, Kvöldstjarna, hvar ertu nút Alstaöar er anganbú út um grœna haga. 1 sólardýrö um sumarlanga daga. Blikiö, skíniö blómaljós, Blátoppa og Þyrnirós, undurfagra Eyrarrós, örœfanna prýöi! Jöklasóley, jökul-hranna prýöi! Fjalldalsfífill fjœr og nær, Fjallabrúöa yndis-kœr, Silfurtoppur, Sóldögg kœr, Sóley björt á túnum, — Týsfjóla mín, lyftu bláum brúnum! Máríá létt um lundini fer meö Lykilinn í hendi sér, Vöndinn mœta með sér ber, þvt margt þarf hún aö prýöa út um veröld víöa! — Upp til dala, út meö sjó, einna helzt í nœturró, tifar hún létt meö lipra skó um lauji gróna bakke Sindrar Ijómi Silfur-máríustákka! Melasól og Munáblóm, Máríxá á gullnum skóm! Lífiö syngur sœtum róm sólnótt bjarta á vori. — Vorbrúöa, Vorperla spretta í hverju spori. Yndisleg eru öll þín börn, Ástmóöir á vori! Ljúfmóöir, Blómmóðir bezta á vori! — Ástarþökk fyrir unað þinn og yndi á vori! SÖNGUR DÍSU Ó, voriö er lifnaö í lundum! Állt lifandi fœr nú mál. Nú sprettur grasiö á grundum, og gleöin í ungri sál! Sem náttmjúkar daggir drjúpa draumar í mina sál og vekja á viökvœma strengi sitt vorljúfa hjartans mál! Hjarta mitt grœtur af gleöi! Ó, Guö, er þaö sorg mín sem hlær! Eg þekki mig ekki aftur, — eg — sem var barn í gær! Hvaö hxnslar í hug mér — og smýgur um hjartans leyndustu dyr? Ó, Guö minn, hve blóö mitt brennur! — Ó, blessaöa sól, — stattu kyr! — ÁLFAMEYAR SVÆFA DÍSU Syngi, syngi svanir mínir, svœfiö hana rótt. Beriö henni dulfagra drauma í nótt! — Beriö hana á björtum vœng burt um fjöll og dali. Sýnið henni bœ í blundi og bláfjalla-sali. Sýniö henni tjarnaraugun blikandi blá, sem hugfangin horfa himininn á! Þar sem œöur og öndin grá eiga hreiöur í leyni, L og fuglinn litli fjársjóö á í falinn undir steini. / Þar sem rjúpan fjallafrjáls \ felst x lyngi og eini, \ og svanir teygja hvitan háls I og hyggja að smalasveini! Sofnar lítil lóa í mó, lömb á grund og hrafn í tó . . Ungri mey er um og ó, — ann hún fögrum sveini. — Ann hún fögrum yngissveini — í leyni! ... 0O0 Stígiö létt og dansiö dátt. — Dísa litla sefur . . . Bunulœkir kliöa kátt, kveöur foss í suöur átt. Hjala silfur-lindir lágt. — Litla Dísa sefur. — Dásamlega drauma svefninn gefur! Stígum, stígum dansinn dátt, dýrölegt er aö vaka. — — Bí, bt og bláka!'--------- Álfameyjar einar saman vaka!. . . Syngi, syngi svanir mínir, sofi Dísa rótt svefnblíöa, hugljúfa Jónsmessu- nótt! ...

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.