Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1960, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1960, Blaðsíða 2
262 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ar konur sóknarinnar á fund og leitaði samskota hjá þeim til þess að kaupa vandaðan Ijósahjálm úr krystalli handa kirkjunni, • og skyldi það vera gjöf til minningar um Þjóðhátíðina og stjórnar- skrána. Á þeim árum báru konur ekki peninga á sér, svo að mér þykir ólíklegt að nokkurt fé hafi safnazt á þessum fundi. En kon- urnar tóku máli prófastsfrúarinn- ar vel, og sennilega hefir hver þeirra lofað að gefa lamb. Og eitt er víst, að Ijósahjálmurinn kom og var hengdur upp í miðri kirkju, rétt framan við kórinn. Þótti það dýrleg sjón þegar kveikt var á hon- um í fyrsta skifti, að sjá hvernig Ijósið brotnaði í krystöllunum. Og kirkjunni þótti heldur en ekki búningsbót að þessu. En gárung- arnir gáfu ljósahjálminum þegar nafn og kölluðu „Kerlingagjöf“ Ekki veit =g hvort það nafn loðir við hann enn, en hanga mun hann enn í kirkjunni. Mun tímans tönn þó hafa nagað hann svo, að nokkr- ir krystalslokkarnir eru dottnir úr honum. Þótti börnum fengur er þeir fellu, því að þar fengu þau hin skemmtilegustu fjölgunargler. Presthjónin á Breiðabólstað — Var ekki rausnarbú hjá Guð- mundi prófasti, og voru þau hjónin ekki vinsæl í sókninni? — Jú, þau höfðu rausnarbú, en ekki mun séra Guðmundur hafa verið fjárríkastur í sveitinni, það var föðurbróðir minn, Jónas á Bíld- hóli, faðir Lárusar, föður Jónasar bryta, föður Magnúss Más prófess- ors. Hann átti margar klaufirnar. En prestur stóð þó vel að vígi að koma upp fjárstofni. Kirkjan átti margar jarðir á ströndinni, og á hverju vori voru leiguliðarnir að reka heim til hans loðnar og lembdar ærnar upp í landskuldina. Og svo urðu allir bændur að fóðra hin svonefndu prestslömb. Þá gekk reksturinn öfugt, frá prestssetrinu út á meðal bænda. Séra Guðmundur hafði áður verið á Kvennabrekku, en fekk Breiðabólstað 1868. Áður en hann færi úr Dölunum voru þessar vís- ur kveðnar um þau hjónin, og hygg eg að höfundurinn hafi verið Einar á Harastöðum: Brekku kvenna bezt fær gáð bókaspennir glaður, fýsir menn á dyggð og dáð drottins kennimaður. Gáfuklerkur Guðmundur glatar sterkum trega, skylduverk sín vandaður vinnur merkilega. Dyggða ratar vissan veg, vansæmd hatar alla húsfrú Katrín heiðarleg, hrósi glatar varla. Eg veit ekki betur en Skógstrend- ingar hefði getað tekið undir þenn- an vitnisburð að öllu leyti. Breiða- bólstaður var þá rausnarheimili og heimilisbragur til fyrirmyndar. Prestur var maður dagfarsprúður og skifti lítt um skap svo menn yrði varir við. Til sannindamerkis um það var sögð þessi saga: Hjá presti var vinnumaður, sem Guð- mundur hét, kenndur við Leiti. Hann var hin mesta hermikráka og náði rödd úr hverjum manni. Einu sinni var hann að herma eftir prestinum fyrir vinnufólkið. Heyrði hann þá allt í einu sagt fyr- ir aftan sig: „Skolli ertu líkur mér“. Þar var þá kominn prófast- ur og hafði hlýtt á um stund, en ekki sagði hann meira. Frú Katrín var aftur á móti dá- lítið glettin 1 orðum og gamansöm. Eitt sinn gisti Guðbrandur bóndi á Hólmlátri á Breiðabólstað. Hann hafði með sparnaði og ráðdeild hafizt upp úr fátækt og var orðinn gildur bóndi, en jafnan loddi það við hann að hann væri nokkuð að- sjáll. Nú sat hann á tali við frú Katrínu og voru þau að ræða um búskap. Og í glettni spurði frú Katrín hvað hann leggði mikið til bús á haustin. Hann skýrði henni samvizkusamlega frá því, en þá sagði.hún: „Er nú betta ekki heldur lítið, Guðbrandur minn?“ „Nei, sjáðu til frú, eg er ekki að leggja í bú hjá presti, heldur hjá bónda, sem hefir guðsblessun". Þá var frú Katrínu skemmt. Og hún sagði oft frá þessu og hló þá jafnan dátt að svari Guðbrands. Man eftir sér á öðru ári — Hvar bjuggu foreldrar þínir? — Þau bjuggu á Keisbakka sein- ast og þar er eg fædd. Bærinn mun upphaflega hafa heitið Bakki, en um 1400 bjó þar sá bóndi, er Kol- beinn hét og var kallaður keis, en það segja menn að þýði ístrumagi. Jörðin hefir svo verið kennd við hann. Móðir mín veiktist þegar eg var á fyrsta árinu. Hana langaði þá til þess að fara vestur og vita hvort Benedikt Gabriel bróðir sinn gæti ekki læknað sig, Þá var svo ástatt heima, að hún gat ekki skilið mig eftir. Bað hún því hjónin á Emmu- bergi, Jón Jónsson og Guðrúnu Jónsdóttur að taka mig á meðan hún skryppi vestur, og urðu þau við þeirri bón og fór eg þangað um haustið. En er mamma kom að vestan lagðist hún og dó skömmu síðar. Varð það svo úr að eg ólst upp á Emmubergi, og ekki fyrsta barnið sem þau góðu hjón tóku að sér. Einu sinni komu þangað fátæk hjón af Akranesi með ungbarn. Leizt fóstru minni svo á, að barnið mundi ekki verða langlíft í hönd- um þeirra, og þess vegna varð það þar eftir þegar foreldrarnir fóru. Þetta var piltur og hét Lárus Kjartan og var nú uppkominn. Svo höfðu þau tekið til fósturs og alið upp þrjú börn Guðmundar á Leiti,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.