Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1960, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1960, Blaðsíða 12
272 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS NÝTÍZKU SJÚKRAHÚS Er þefta það sem koma skal? NOKKRIR vísindamenn og kaup- sýslumenn hafa tekið sér fyrir hendur að reisa nýtt sjúkrahús í Montgomery í Alabama í Banda- ríkjunum. Er það mjög frábrugðið öðrum sjúkrahúsum og verður fullgert eftir 2—3 ár. Það er að miklu leyti úr plasti, hringlaga og má taka það sundur og flytja á annan stað ef vill. Segir í grein í „This Week Magazine" að eng- inn vafi sé á því að með þessu muni verða gjörbylting í sjúkra- húsmálum Bandaríkjanna, og ef til vill alls heimsins. í þessu sjúkrahúsi verður engin skurðlækningastofa, ekkert eldhús, ekkert þvottahús og ekkert bað- herbergi. Sjúklingar verða skornir upp í 21. Herdís Hannesdóttir, Tjarnargötu 34, Rvík. 21. Guðjón Sigurðsson, Voðmúlastaða- hjáleigu. 21. Kristín Benediktsdóttir, Barma- hlíð 53, Rvík. 22. Ingibjörg Einarsdóttir, Vestur- braut 20, Hafnarfirði. 22. Anna ‘Guðmundsdóttir, Skafta- hlíð 38, Rvík. 23. Sigurgrímur Þórarinn Guðjónsson, Laugavegi 99, Rvík. 23. Guðbjörg Tómasdóttir, Skeiðar- vogi 89, Rvík. 25. Guðjón Sigurðsson frá Dægru. 25. Jóhanna Vilborg Jónsdóttir, Efra- Langholti. 26. Guðbjörg Þórarinsdóttir frá Stein- boga í Garði. 27 Brynhildur Árnadóttir frá ísafirði. 27. Skúli Ágústsson frá Birtingarholti. 29. Þórður Bjömsson, Hverfisgötu 9, Hafnarfirði. 30. Jón Guðmundur Karvelsson. írá Bolungarvík. rúmum sínum og verða þá hafðir í gegnsæum, sótthreinsandi hjúpi eða belg. Sjúkrarúmin eru þannig, að með einu handtaki er hægt að breyta þeim í kerlaug eða sal- erni. Læknar og hjúkrunarkonur fara ekki á vissum tímum meðal sjúkl- inga til þess að líta eftir þeim og mæla hitann í þeim, blóðþrýsting né æðaslög. Allt þetta eftirlit fer fram í rúminu sjálfu, því að þar eru ýmis smátæki, er mæla þetta allt og senda „skeyti“ um það til miðstöðvar í húsinu, þar sem allt þetta er tekið á stálband. Verði nokkrar snöggvar breytingar á heilsufari sjúklings, gefur mæl- ingaborðið það til kynna með ljósi. Þetta er svipaður útbúnaður og hafður hefir verið í rákettum, sem flutt hafa apa og önnur lifandi dýr upp í háioftin. Og yfirleitt er sjúkrahúsið útbúið öllum hinum nýustu tækjum, sem hugsanlegt er að komið geti að gagni til þess að veita betri hjúkrun með minni tilkostnaði en áður var. Það er ætlan þeirra, sem að þessu standa, að framleiða slík sjúkrahús í stórum stíl þegar stundir líða, svo að þau geti orðið mjög ódýr. í hverju sjúkrahúsi verða 23 sjúkrastofur og skrifstofa. Þau henta jafnt í stórborgum sem í þorpum. í stórborgunum geta þau verið á víð og dreif og mun það reynast miklu betra heldur en að hafa fá og stór sjúkrahús. Og talið er að hver 2500 manna byggð muni hafa efni á því að reisa slíkt hús og reka það. Rekstrarkostnaður þessara sjúkrahúsa verður miklu minni en annara, vegna þess að þar er sam- einuð öll hin nýasta tækni, sem að gagni má koma. í flestum sjúkra- húsum nú er svo mikið starfslið að talið er að 2,4 komi á móti hverjum sjúkling að meðaltali. Er hér um að ræða fólk í eldhúsi, þvottahúsi, starfsfólk við ræstingu o. s. frv. Hér þarf enga þvotta, því að notuð eru sængurföt og fatnaður úr sérstöku efni, sem er svo ódýrt að það borgar sig að fleygja því eftir notkun. Fryst matvæli, sem eru framreidd ann- ars staðar, verða geymd í frysti- hólfum við rúm hvers sjúklings, en á vissum tímum skila frystihólf- in sjálfkrafa hæfilegri máltíð inn í suðuhólf við hvert rúm, og þar geta sjúklingarnir tekið matinn sjálfir. Þetta hefir þá þýðingu að starfsfólk við þetta sjúkrahús er ekki nema 23, þar með taldar sjúkrunarkonur og læknar, eða jafn margt og sjúklingarnir. En nú er starfsfólk í hinum stóru sjúkrahúsum nær 60 fyrir hverja 23 sjúklinga. Hin sjálfvirku tæki í sjúkrahús- inu taka mikið ómak af læknum og hjúkrunarkonum. Hér þarf ekki að skrifa neinar skýrslur um sjúklinga og sjúkdóma, um það sér miðstöðin. í skrifstofunni þarf hjúkrunarkona ekki annað en styðja á takka og þá opnast henni sýn inn í hvaða sjúkrastofu sem er og hún getur virt sjúklinginn fyrir sér. Hún þarf því ekki altaf að vera á þönum fram og aftur. Vegna þessa er hægt að komast

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.