Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1960, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1960, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 273 Smásagan; SKÓCARELDUR ÞAÐ var að kvöldi hins 28. desember 1956. Eg hafði farið með slökkviliði inn í Sycamore-dalinn, til þess að taka myndir fyrir blað mitt, „The Oxnard Free-Courier“. Ógurlegur skógareldur kom æðandi yfir Malibu Mountains, 45—50 km. norðvestur af Los Angeles. Skógurinn var skrælþur og eldurinn fór með ofsahraða. Fólkið sem þarna átti heima, komst með naumindum upp í bíla sína og flýði. Einn maður hafði beðið bana. Hann hét Frank Dickover, rúmlega fertugur rafmagnsmeistari. Hann hafði sent konu sína og barn að heiman, en sjálfur varð hann eftir og ætlaði að verja heimilið með garð- slöngu. Hann fannst seinna brunninn til bana í bíl sínum, hafði orðið heldur seinn að komast undan. Eldurinn hafði komið upp þremur dögum áður í eyðidal nokkrum og hann æddi yfir í allar áttir, enda þótt 2000 slökkviliðsmenn væri komnir á vettvang til þess að reyna að stöðva hann. Nú hafði hann etið upp um 50.000 ekrur af nytjaskógi og runnum, og á þessum sviðningi mátti sjá rústir rúmlega hundrað heimila. Fólkinu gafst ekki tími til að bjarga neinu og á skammri stund hafði eldurinn gleypt aleigu þess. Nokkurs konar þegnskylduvinnu af með færri hjúkrunarkonur. Engin hætta er á því, að heim- sækjendur geti borið smitun með sér. Þar eru ekki langir gangar, með opnum dyrum eða í hálfa gátt, og heimsækjendur koma ekki nærri læknum né hjúkrunar- liði. Hver heimsækjandi fer aðeins til þess sjúklings, sem hann ætlar að finna. Auk þess verður loftið í sjúkrahúsinu dauðhreinsað með útbláum geislum eða cobalt- geislum. Þetta er aðeins fátt af mörgu sem um þessi nýu sjúkrahús er að segja. hafði verið komið á í suðurhluta Kali- forníu, og hver verkfær maður skyld- aður til þess að hjálpa slökkviliðinu. En stormurinn sem myndaðist af eld- hafinu bar logana svo hratt yfir, að menn réðu ekki við neitt. I þrjá sólar- hringa höfðu þeir nú verið að berjast við eldinn á 150 km. breiðum vígvelli. I mynninu á Little Sycamore gilinu var viðbúnaður til þess að taka á móti eldinum. Þvert fyrir gilið hafði verið raðað dælubílum og að baki þeirra var fjöldi vatnsbíla og hver þeirra með um 20.000 lítra af vatni. Eg kleif upp á einn dælubílinn. Það- an hafði eg góða útsjón. Eg sá hvar slökkviliðsmennirnir hömuðust við að koma vatnsslöngunum fyrir. Eg kom myndavélinni minni fyrir og raðaði hjá mér mörgum blossaperum. 1 fjarska mátti líta úfna fjallatinda, sem bar við loft, en neðar og í dalnum var kvöldrökkrið dumbrautt. Og svo skall bálið á okkur. Ógur- legur eldveggur kom fram á hæðina fyrir ofan okkur og æddi niður hlíðina. Það heyrðist brak og brestir í skógin- um þegar eldurinn svelgdi hann. Slökkviliðsmennirnir gripu til vatns- slanganna og réðust fram gegn eldhaf- inu. Trjálundur, sem var í 100 m. fjar- lægð, blossaði allt í einu upp. Eg brá við og ætlaði að ná mynd af þessu, en þá skall á mig bylur, brennheitur og reykþrunginn, og fleygði mér um koll. Eg náði taki á slönguhjóli og helt mér þar föstum, náði í myndavélina og smellti af. Hitinn var óþolandi, mér fannst eg vera að stikna. Þá kom heljar mikill hvinur og eld- urinn breiddist allt í kring um okkur. Logarnir náðu hátt yfir dæluvagnana. Eldurinn hafði komizt í kjarr báðum megin vegarins. Menn voru á hlaup- um fram og aftur milli vagnanna og beindu slöngunum að eldinum. Hvergi var afdrep og hitinn ætlaði að gera út af við mann. Svo datt eldurinn niður jafn snöggt og hann hafði komið upp. Hinar öfl- ugu dælur höfðu sigrazt á honum. Nú voru aðeins glæður þar sem blossamir höfðu áður verið. Mér fannst eg vera máttlaus í fót- unum og lagðist á kné. í sama bili kemur maður hlaupandi og þrífur í axlirnar á mér. „Hentu þessari myndavél og komdu og hjálpaðu okkur“, hrópaði hann. „Eldurinn hefir komizt að baki okkar og við erum inni króaðir“. Mér varð óglatt, en eg stundi upp: „Hvað get eg gert?“ „Við þurfum að koma slöngum upp á hæðina þarna", sagði hann og benti, en eg sá ekkert fyrir myrkri. „Eldur- inn fer niður með hæðinni hinum megin og á bak við okkur. Þú getur hjálpað til að koma slöngunum þama upp, það er erfið leið“. Eg skaut myndavélinni inn í dælu- vagninn og fór svo þangað er nokkrir menn höfðu verið kallaðir saman i skyndi. Það var erfitt að koma slöng- unum upp hæðina. Við urðum að brjótast í gegn um þétt kjarr, og slöng- urnar voru þungar og óþjálar í vöf- unum. Ljóskösturum var beint á okk- ur svo að við sæum betur til. Að iokum tókst að koma slöngun- um upp á hæðina. Menn þerruðu af sér svitann, blésu úr nös og lituðust um. Klettagjögur í gilbarminum bar við loft og rauðar eldtungur dönsuðu 1 náttmyrkrinu. Annað eldflóð var á leið til okkar. Mennirnir gripu slöng- urnar og teygðu ósjálfrátt á þeim. „Þarna kemur hann!“ kallaði ein- hver. Blossandi eldvegg skaut upp skammt frá okkur og hitabylgjan af honum var svo mögnuð, að við ætluðum ekki að geta náð andanum. Vatnsslangan rann í gegn um greipar mér og slökkvi liðsmennirnir þustu fram gegn eldin- um. Eg reyndi að fylgjast með. Silfurlit vatnsbuna kom beint fram- an í bálið. Til beggja handa voru aðr- ir flokkar og þeir beindu líka vatns- slöngum að eldinum. Þá gaus upp ógurlegur svartur reykjarmökkur og fell yfir okkur Eg hóstaði og stóð á öndinni, reyndi þó að halda í slöng- una, en fann að eg missti hana og svo leið yfir mig.... ísköld vatnsbuna kom beint fram- an í mig. Eg raknaði við og settist upp með andfælum. Eldurinn var horf- inn og ekki annað eftir en gufa og reykur. Einhver kraup við hlíðina á mér. „Þér batnar bráðum", sagði hann. „Þú hefir gleypt heldur mikið af reyk“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.