Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1960, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1960, Blaðsíða 4
264 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS frá henni Bergljótu. Hún hafði verið heilsulaus frá æsku og gift- ist aldrei, en var hjá Jóni fóstra mínum. Þau skildu aldrei, enda áttu þau vel saman. Bæði voru prýðilega hagmælt og svo hrað- kvæð, að stundum kváðust þau á frá morgni til kvölds. Þau töluðust blátt áfram við í Ijóðum. Og það var gaman. Mörg kvöld flugu óteljandi vísur í baðstofunni. Þetta var svo alvanalegt, að enginn hafði rænu á að halda vísunum til haga. Þetta var eins og hvert annað skraf, en skemmtilegt skraf var það og öllum var glatt í geði. En þótt eg muni ekki neitt af þessum vísum kann eg þó nokkrar aðrar, sem eg get lofað þér að heyra. Vísur Bergljótar Einu sinni var fóstra mín að skaka strokkinn, en þá vildi svo óheppilega til, að bulluhausinn fór af skaftinu þegar verst gegndi. Fóstra spyr þá Beggu hvort hún vilji ekki skreppa út í smiðju til Jóns og biðja hann að gera við bulluna. Jón var hagleiksmaður bæði á tré og járn og sat oft í smiðju sinni við vinnu. Begga fer með bullubrotin, réttir þau að Jóni og segir: Sko hvað innan skeði stokks, skár því sinna bæri bót á vinna bullu strokks bróðir minn ástkæri. Hann tók við bullunni, gerði við hana og rétti Bergljótu. Þá kvað hún: Blíð bætti hönd brot fljótt og prýðilega, af því gleðst önd angruð á marga vega. Endur skal kveða þá blessunarbón: bezt þegar mest þér á liggur, bætt verði sérhvert bölið þitt, Jón, betur og fyr en þú hyggur. Ólafur Jónasson á Bíldhóli (hann fór seinna til Ameríku) var eitt sumar á Emmubergi. Karl fað- ir hans var siðavandur, var illa við alla útsláttarsemi og þóttist Óli njóta lítils frelsis hjá honum. En hann hafði gaman að því, eins og aðrir ungir menn að létta sér upp. Og það tókst honum með aðstoð Guðrúnar systur sinnar því að hún sá svo um að hann gæti komist inn í bæinn, þótt hann kæmi seint heim. En á Emmubergi var Óli frjáls maður og gat farið ferða sinna. Einu sinni fór hann skemmtiför á hesti og var ekki kominn heim þegar við fórum að hátta. Þá kvað Bergljót: Hefir Óli orðið kyr úti á hóli Bíldu, notað skjólið nú sem fyr í náðarbóli skýldu? En svo bætti hún við: Hygg eg róli refahlað, þótt renni sól af glugga, sveinninn Óli sunnan að á sviði njólu-skugga. Refahlað er heiði. Þau systkinin voru mjög leikin í kenningum og orktu stundum nýgjörfingum. Eitt sinn voru þau Óli og Berg- Ijót að tala um lífið. Þá kvað hún: Aftur bætist, Óli minn, að er gætir högum, endurkætist andi þinn eftirlætisdögum. Hjörtur Theodór, sonur Jóhanns „í kofanum“ var eitt sumar kaupa- maður á Emmubergi. Um hann kvað Bergljót: Losar snúðugt lauguð úða stráin handa brúðum, hugarrór, Hjörtur prúði Theodór. Vísur tóstra míns Fóstri minn var víðlesinn. Hann keypti allar bækur og blöð sem hann gat náð í og helt öllu vel saman. Hann var því vel fróður um margt, en honum nægði það ekki, heldur varð hann líka að láta aðra njóta góðs af fróðleik sínum. Voru það mestu ánægjustundir hans, ef menn hlýddu vel á það, sem hann sagði þeim. Minnist eg þess, að hann fór oft með okkur út á hlað á vetrarkvöldum þegar bjart var loft til þess að sýna okk- ur stjörnurnar. Þekkti hann mesta fjölda þeirra með nöfnum. Á sumr- in sýndi hann okkur blóm og grös. Hann þekkti einnig alla fugla, sagði okkur nöfn á þeim og vakti athygli okkar á háttum þeirra, söng og kvaki. Honum þótti ákaf- lega vænt um fuglana. Þessa vísu orkti hann um rjúpuna: Fagur ertu fuglinn minn, frí af sorgum áhyggjunnar, faðmi hvíta feldinn þinn faðir lífs og náttúrunnar. Sjálflýsing sína batt hann í þess- ari vísu: Eg vil stríða jámharður, eg vil hlýða auðmjúkur, eg vil líða jafnlyndur, eg vil bíða rólegur. Eg lærði snemma að lesa og lá í bókum þegar eg gat. Það þótti hon- um vænt um, og þess vegna smíð- aði hann handa mér svolitla stein- olíutýru, að eg gæti lesið í rúmi mínu á morgnana, meðan enn var dimmt. Eg komst líka upp á það tilsagnarlaust að lesa skrift, með því að stauta mig fram úr utaná- skrift á sendibréfum. Á heimilinu var stúlka, sem var stautandi, en kunni þó ekki að lesa skrift. Kom hún oft til mín og bað mig að lesa bréf fyrir sig. Einu sinni kom hún til mín með litla pappírslengju, sem hún hafði fundið og spurði mig hvað á þessum miða stæði. En það var þá veðurfarsvísa, sem fóstri minn hafði hripað á blaðið: Vond eru plögg á Vingnis búk veðra barin íári,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.