Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1960, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1960, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 269 Ólafur Thors for- IPtlf sætisráðherra tekur á móti Adenauer i kanzlara V-Þýzka- |f lands. Á milli þeirra er Kristján Alberts- ® son, sem þýddi á- , varpsorð forsætis- g| ráðherra. góður og sumsstaðar ágætur, ekki sízt á Snæfellsneshöfnum. Komust bátar allt upp í 70 lestir í róðri, og vertíðar- afli Ólafsvíkurbátsins "„Stapafells" er kominn yfir 1200 lestir. Aftur á móti hefir afli Vestmanneyabáta verið lé- legri en oft áður og páskahrotan brást þar alveg, en slíkt er mjög óvanalegt. Sjómenn á Akranesi tóku upp flokk- un á fiski, þannig að bezti fiskurinn er settur til flökunar í frystihúsin, en hinn fer til annarrar verkunar (2.) 4. apríl hófust merkingar á vorsíld við Suð-Vesturland (3.) FRAMKVÆMDIR Hjálmar B. Bárðarson, skipaskoðun- arstjóri, hefir lokið teikningu nýs fiskiskips, og hefir Sturlaugur Böðv- arsson, útgerðarmaður, sótt um fjár- festingarleyfi til að láta smíða slíkt skip (2.) 115 lesta stálbátur, Runólfur, smíð- aður í Noregi, kom til Grundarfjarðar. Eigendur bátsins eru: Guðmundur Runólfsson, skipstjóri, Guðmundur Kristjánsson, véltjóri, og Jón Krist- jánsson, stýrimaður (8.) Nýr bátur, Jón Guðmundsson, KE 4, kom til Keflavíkur. Er það eikarbátur smíðaður í Vestur-Þýzkalandi. Eigandi bátsins er Ólafur Lárusson, útgm. (12.) Nýr bátur, Kristbjörg VE 70, kom til Vestmanneya. Hann er 112 lestir, smíð- aður í Noregi. Eigandi hans er Sveinn Hjörleifsson, skipstjóri (13.) Nýtt togskip, Björgúlfur, kom til Dalvíkur. Skipið er smíðað í Austur- Þýzkalandi. Eigandi er Dalvíkurhrepp- ur (20.) Stærsti togari í eigu Islendinga, Narfi RE 13, kom til Reykjavíkur á skírdag. Hann er smíðaður í Vestur- Þýzkalandi, 890 lestir að stærð. Eig- andi er Guðmundur Jörundsson, út- gerðarmaður (20.) MENNINGARMÁL Leikfélag Reykjavíkur sýnir sjón- leikinn „Beðið eftir Godot“ eftir Samuel Beckett. Leikstjóri er Baldvin Halldórsson (1.) Umf. Afturelding sýnir gamanleik- inn „Einkalíf“ eftir Noel Coward. — Leikstjóri er Klemenz Jónsson (1.) Þriðjungur drykkjusjúklinga, sem dvalizt hafa á vistheimili Bláa bands- ins í Reykjavík, hefir fengið fulla heilsu (2.) Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir ævin-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.