Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Qupperneq 25

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Qupperneq 25
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 685 Þingeyrakirkja eyrakirkja 80 ára afmæli, því að hún var vígð á 15. sunnudag eftir trinitatis 1877, sem þá bar upp á 9. september. Hafði hún þá verið 13 ár í smíðum, enda er hún eitt af mestu húsum frá þeim tímum og áreiðanlega það traustbyggðasta. Áður hafði verið torfkirkja á Þing- eyrum, sennilega allmikið hús, því hana hafði gera látið Björn Ólsen Predikiinarsuiiiinn umboðsmaður, sem var auðmaður mikill og höfðingi. Eitthvað af þilj- um úr þeirri gömlu kirkju var not- að í baðstofu á Geirastöðum og stóð hún til skamms tíma. Þær voru rósamálaðar með rauðum og blá- um ht. Til er sérstakt rit með lýs- ingu Þingeyrakirkju og ræðum þeim, sem fluttar voru við vígslu hennar af héraðsprófastinum, síra Eiríki Briem, og eiganda kirkjunn- ar, Ásgeiri Einarssyni, alþingis- manni, en mjög er það rit orðið fá- gætt. Verður hér á eftir fylgt frásögn þess í ýmsum greinum. Ásgeir Einarsson fluttist að Þing- eyrum 1860, tók bráðlega að hugsa til kirkjugerðar og kveður hann sig hafa langað til að hafa ina nýju kirkju svo vandaða og prýðilega, sem kostur var á, til þess að hún gæti samsvarað háleitu augna- miði sínu. Festist það áform í huga hans að hafa hana úr steini, þótt sá hængur væri á, að ekkert hent- ugt grjót var til í landareigninni. Varð að sækja það vestur í Ás- bjarnarnesbjörg, draga það á ísum yfir-Hópið freka viku sjávar og því næst á kerrum heim á staðinn um 1400 metra veg, sem leggja varð í því skyni. ViÖ dráttirm er mælt, aö notaður hafi verið járnaður uxi. Það olli erfiðleikum, að panta varð flest erlent efni, og brugðust þær ! pantanir stundum, en sumt fékkst ekki flutt nær en á Borðeyri, svo sem allar þakskífurnar og nokkuð af kalkinu, og varð að flytja það þaðan fyrst til Höfðakaupstaðar og síðan á áttæringi þaðan inn í Húnavatn. Kirkjan kostaði alls um 16 þúsund krónur, átti sjálf í sjóði um sex þúsund krónur, en tíu þús- und krónur lagði Ásgeir sjálfur fram og mun það hafa samsvarað a.m.k. 150 kýrverðum, enda er kirkjan í samtíma blaðafregnum talin vandaðasta og dýrasta hús, sem nokkur hafi gert af eigin efn- um hér á landi. Kirkjan er gerð úr óhöggnu blá- grýti, lögðu í kalk og eru veggirnir 80 cm. þykkir, en undirstöður eða grunnmúr undir öllum útveggjum yfir tvo metra bæði á dýpt og þykkt. Að innan er hún 12,20x6,60 m., vegghæðin að innan 3,2 en að utan 3,75 m. Auk þess er stöpull- inn, sem er um 1,70 m. á veg að innan, en vegghæð hans er 9,2 m. Skiroaríonturina

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.