Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 10
670 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þóroddur Guðmundsson frá Sandi: FRÁ ÞÚSUND VATNA A þessu ári hefir Finnland staðið okkur nær en nokkuru sinni fyr. Forsetahjónin finnsku komu hingað í heimsókn, Finnar hófu þátt- töku í norrænu samstarfi, og margir íslendingar fóru kynnisferðir til Finnlands. Meðal þeirra voru formenn islenzku rithöfundafélag- anna, þeir Þóroddur Guðmundsson og Kristján Bender, er sóttu fund norræna rithöfundaráðsins í Helsingfors og 60 ára afmælis- hátíð finnska rithöfundafélagsins, Suomen Kirjailijallitto. — Segir hér frá þeirri för. TIL HELSINGFORS komum við ekki fyrr en um miðnætti 26. júní. Var þá rökkvað orðið þar. Sást fátt ljósa á götum og í gluggum. Undruðumst við og, hve fáförult var, og bárum saman við umferðina í Reykjavík á sama tíma sólarhrings. Á flugvellinum í Vatns- skógi við Helsingfors bar þegar fyrir mig kunnugt andlit. Tók þar á móti okkur Carl Fredrik Sandelin, ritari sænsKumælandi rithöfunda í Finnlandi. Höfðum við áður sézt á rithöfundaráðs- mótinu í Stokkhólmi s.l. vetur. Fylgdi hann okkur til gistihússins Taakuna, þar sem okkur var búinn samastaður. Voru þetta fyrstu kynni okkar af nær- færni Finna og alúð. Mátti upp frá þessu heita svo, að þeir bæru okkur á örmum sér, meðan við dvöldumst í Finnlandi. Morguninn eftir drap Kristján á her- bergisdyr minar og vakti mig. Var hann glaður og reifur eftir ferðina, kvaðst hafa komið auga á það, að gott mundi að hafa eitthvað af finnskum gjaldeyri, hefði hann því fengið skipt nokkrum enskum pundum í finnsk mörk. Var hann heldur en ekki hreyk- inn yfir öllum þeim þúsundum marka, sem hann hafði eignazt. Hitt var þó ekki minna um vert, að Kristján hafði gert þá visindalegu uppgötvun, að tíma tal okkar var orðið algerlega úrelt vegna breyttrar hnattstöðu; mér veitti því ekki af að klæðast þegar í stað, ef eg ætlaði að mæta á fundinum í tæka tíð, en hann átti að hefjast klukkan 10. Brá eg við skjótt, fór í fötin, hringdi og bað um morgunverð. Þernan kom að andartaki liðnu, en samtal okkar gekk eigi sem bezt, því að hún kunni ekkert þeirra tungumála, sem eg ætl- aði að tala við hana, en finnskuna hennar hafði eg ekki lært. Samt rætt- ist vel úr öllu. Bendingar og svipbrigði bættu úr því, sem á vantaði í orðum. Að minnsta kosti færði hún mér alla þá rétti, sem eg bað um, bæði fljótt og vel úti látna. „Þarna sérðu“, sagði eg við Kristján, „hvort eg get ekki bjarg- að mér bærilega í finnskunni". Varla hafði eg lokið morgunverði, þegar sím- inn hringdi og hressileg rödd Jarls Louhija ritara félags finnskumælandi rithöfunda ávarpaði mig og spurði, hvort við værum ekki tilbúnir að mæta á fundinum. Játaði ég því. Úti fyrir hóteldyrunum beið okkar bifreið, og ókum við í henni til húsakynna rithöf- undafélagsins Suomen Kirjailijaliitto, Runebergsgötu 32, þar sem ráðstefnan var þegar að hefjast. Allir tóku sér sæti kringum borð eitt, og hafði eg mér á aðra hönd fröken Maj-Britt Eriksson frá Svíþjóð, en við hina Kristján Bender. Fundi stjórnaði Yrjö Soini, formaður rithöfundafélagsins. En Soini, landi hans Tallqvist og Stellan Arvids- son frá Svíþjóð höfðu framsögu í mál- um. Hefur verið sagt frá vísdómslegum ályktunum þessarar ráðstefnu á öðrum stað, og sleppi eg því hér. I veizlu þeirri, sem borgarstjórinn í Helsingfors hélt þátttakendum móts- ins, í Stadshuset, lagði hann áherzlu á gildi skilnings og samhugar milli þjóða og taldi, að „riddarar orðsins", eins og hann nefndi rithöfunda, hefðu átt manna mestan þátt í að auka þann skilning með verkum sínum. En Stell- an Arvidsson, formaður rithöfundafé- lags Svíþjóðar, svaraði og þakkaði fyr- LANDINU ir hönd gestanna af mikilli háttvísi. Sessunautur minn við borðið, finnskur kvenrithöfundur, Aale Tynni, sagði mér, að hún væri að þýða úrval eða sýnishorn heimsbókmenntanna í ljóð- um á finnsku. Eg forvitnaðist um, hvaða íslenzk ljóð hún hefði þýtt, og kvað hún Sonatorrek Egils hafa orðið fyrir valinu. Eg spurði um kunnáttu hennar í forníslenzku. Hún kvaðst enga hafa, en leitað sér hjálpar sérfræðinga í þeim tungum, er sig bresti þekkingu i. Eftir máltíðina sat eg yfir glösum ásamt tveim háttsettum starfsmönnum Helsingforsborgar. Var annar skrif- stofustjóri, en hinn nokkurs konar lærimeistari ungra manna, sem borg- arstjórnin tekur í þjónustu sína, leiddi þá í allan sannleika um vanda hlut- verksins, er biði þeirra. Umræðuefnið var m.a. hagur finnsku þjóðarinnar eft- ir strið. Lýsti eg aðdáun minni á af- rekum hennar og sjálfstæðisþrá og reyndi að rökstyðja ummæli mín sem bezt. Virtist þeim líka vel það, sem eg sagði. Annar þessara ágætu manna bauðst til að sýna mér það allra helg- asta í ráðhúsi borgarinnar, samkomu- salinn fyrir fundi borgarstjórnarinnar og fleira. Hann spurði hvort landi minn mundi ekki vilja vera með. Eg fór þeg- ar á fund Kristjáns, er var í heim- spekilegum samræðum við borgarstjór- ann og fleiri mikilmenni við annað borð. Vildi Kristján ekki sleppa þessu tækifæri, afsakaði sig við borgarstjóra og kvað sig langa til að sjá fleiri heims- álfur. Við fórum þá á fund leiðsögu- manns míns, er leitaði fulltingis hús- varðar, þungbúins öldurmennis í ein- kennisbúningi. Þegar hinn nýi vinur minn hafði kynnt okkur Kristján fyrir öldungnum og sagt honum, hverrar þjóðar við værum, varð andlit hans eitt sólskinsbros. Kvað hann Island ávallt hafa verið sitt óskaland og æðsta draum lífs síns að koma þangað. Varð nú ekki fyrirstaða á afgreiðslu. Sýndi húsvörðurinn okkur salinn fagra, sem var prýddur málverkum, m.a. af

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.