Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 20
680 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS á, því að þar átti þá heima tigið fólk — og þegar gleðin stóð sem hæst, þegar ungir spjátrungar stóðu bak við stóla stásskvennanna og bulluðu við þær og þjónar höfðu gengið um og boðið upp á möndlumjólk, sem þeir báru fram á silfurbökkum, þá hafði hönd vofunnar í þeim svifum komið í Ijós. Þá hlaut auðvitað að hafa orðið hávaði, uppþot og glundroði! Konurnar hafa hlotið að reka upp óp. og gamlir, virðulegir herrar með fornlegar hárkollur hljóta að hafa þotið upp frá borðunum og ekki komið upp orði. Silfurbakk- amir hljóta að hafa skroppið úr höndum þjónanna og fallið á gólf- ið. Óttinn við hið dularfulla, yfir- skilvitlega, hefur skinið út úr hverri sál. Fólkið hefur náfölnað og orðið hálfsturlað. Ekki þurfti annað en virða fyrir sér heitkonu hans til að sjá, hve því var brugð- ið. Hún sat í stórum, djúpum hæg- indastól í stofunni miðri, hún rétti alveg úr sér, horfði umhverfis sig með kynlegu, hvimandi augnaráði, hún var bleik sem dauðinn, tann- garðarnir nötruðu, og hún hríð- skalf. Hægindastóllinn hafði verið færður fram á mitt gólf. Hann hafði ekki verið veggfastur. Engin húsgögn stóðu í nánd við stólinn, ekkert gat legið falið undir honum og skriðið skyndilega fram. Þeim, sem inn komu, gaf hún lítinn gaum. Hún starði sífellt á skuggann af skápnum, sem teygði sig fram að ofnhorninu. Hún virt- ist gruna skuggann um það að ætla að gera sér Ijótan grikk. Hún dró að sér pilsin eins og til þess að vera viðbúin að flýja, ef skugginn þétt- ist og reyndist vera eitthvað ann- arlegt, ef til vill stór hönd með fingrum eins og klóm. Læknirinn lét því hið bráðasta færa lampa til, svo að birtan af honum skini í hornið. Þá hnipraði hún sig aftur niður í stólinn. Nú kom Bríet frænka inn og gaf svipaða skýrslu og systir hennar. „Við vöknuðum við það, að hún æpti og kveinaði eins og hún væri orðin bandóð, og vart hefur orðið lát á því síðan. Hún vill fyrir hvern mun fá ljós, fleiri og fleiri ljós. Hvað heldurðu, að sé að henni?“ ,Hún er ofsalega hrædd, aðeins ofsalega hrædd“, hvíslaði læknir- inn. Nú beindist augnaráð hennar bak við rennitjald fyrir glugga einum. Hann gekk um stofima þvera og endilanga. Hugsazt gæti, að hann kynni að komast að, hvað hefði gert hana svo skelkaða. Á skrif- borðinu lá bréfsefni með blek- klessu á. Hún virtist hafa byrjað á að hripa sendibréf, en penna- stöngin hafði dottið úr hendi henn- ar og oltið yfir pappírinn. Miði, sem hann hafði sent henni seint um kvöldið til þess að spyrja hana, hvort hún og frænkurnar vildu fara skemmtiferð með honum dag- inn eftir, lá alveg hjá bréfsefninu. Einsætt var, að hún hafið setzt við skrifborðið til þess að skrifa svar til hans. En allt og sumt, sem hún hafði skrifað, var: „Elsk —“ Þá hafði skelfing lostið hana og pennastöngin gloprazt úr hendi hennar. Læknirinn vissi, að frænkurnar eltu hann með augunum. Þær furðaði sjálfsagt á því, að hann yrti ekki enn á Elínu. Þær skildu auðvitað ekki, að mest reið á að hann uppgötvaði, hvað olli hræðslu hennar. Hann var vantrúaður á hönd vofunnar, það var víst og satt. Vesalings telpuhnákan, hún var skelfd, og ekki bætti úr, að and- rúmsloftið var orðið þrungið af ugg og ótta. Enginn komst undan því með sjálfum sér að trúa því, að hún hefði séð eitthvað. Hið fyrsta, sem gera þurfti, var satt að segja það að losna við frænkurnar það- an úr stofunni og einnig vinnu- konuna, svo að þær héldu ekki ótta hennar við. „Ég hygg að hún leysi frá skjóð- unni, ef ég tala við hana í einrúmi“, sagði hann hispurslaust, og þá fóru þær von bráðara út. Hann dró stól fram á gólfið við hliðina á henni. Furðulegt er, hve svipur manns getur verið breytilegur. Hann þekkti Elínu vart fyrir sömu manneskju nú. Það var áður ró, stakasta ró, sem var henni svo eig inleg, enda einkennandi fyrii hana. Hann hafði heillazt af því að hitta hana alltaf fyrir jafnrólega, hún var blátt áfram snillingur i því að koma vitinu fyrir frænkui sínar. Hún leit vart upp frá list- saumi sínu, hvernig sem þær fjargviðruðust. — Og svo var það eitt sinn að fyrir hann bar því nær undur; honum fannst hann koma heim til sín að kveldlagi og sjá þar fíngerða veru, sem laut fram á við í birtu af lampanum við vinnuborðið. En hve hún var hand- smá og bersýnilega kvenvai! Hann starði, sá ekkert annað í her berginu en hana. Eftir það hafði hann beðið hennar. En hvernig leit hún út nú? Hún var náföl af angist, og tryllingur inn læsti sig út í hverja taug. Hún var einmitt eins og hann vildi ekki að hún væri. Móðursjúk eiginkona! Hann mátti ekki til þess hugsa Honum var öllum lokið. • Hann varð að minnsta kosti að reyna að gera eitthvað fyrir hana Hann mátti ekki skeyta um það, þótt hann hefði því nær óbeit á henni nú. Hann varð að hugsa sér hana aðeins sem sjúkling, ekki sem frúarefni. „Segðu mér Elín, hvað kom fyrir?“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.